Alþýðublaðið - 13.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.10.1931, Blaðsíða 2
ALPVÐUBLAÐIÐ Engin kauplækknn. Nú þarf alt að lækka, sagði Jónas í hinni frægu g;íia sinni um verðfall framlei'ðsluafurðanna. Nú þarf alt að hækka, sagði Ásgeir í hinni ekki síður frægu grein sinni um gengismálið. Báðir eru þessir menn ráðherrar í Framsóknaxstjórninni, svo telja má víst, að hér sé réttur spegill af stefnu Framsóknar, siem er þá það, að kaup verklýðsins og starfsmanna ríkis og bæjar þurfi að lækka; hins vegar þurfi af- urðir bænda að hækka í verði (og þá allur útlendur varning- ur með, ef ekki er hægt að fá hækkunina fram nerna tmieð geng- isfalli). Viðvikjandi kauplækkun verka- manna og sjómanna, þá er ó- hætt að fullyrða, að ekki finnist einn af hundraði í þessum stétt- um, sem taki kauplækkimartilraun með góðu. Menn vita það og skilja, að atvinnan verður ekki meiri þó kaupið lækki, og að verkfall er ekki erfiðara heldur en atvinnuleysi, og að betra er þó að eiga von á því kaupi, sem nú er, þegar vinna hefst, heldur en að eiga að fara að vinna fyrir lækkuðu kaupi, þegar vinna loks hefst aftur. Allir vita líka, að með gengis- iækkuninni, sem Framsóknar- stjórnin framdi þvert ofan í gild- andi lög, hefir farið fram sama seni kauplækkun, þar eð óhjá- kvæmileg áhrif hennar verða þau, að vörur stíga mikið, senni- lega áður en langt líður frarn undir um firnta part, svo þörf væri frekar á kauphækkun en hitt. Allar sameinaðar vonir íhalds og Framsóknar um það að geta komið niður kaupinu eru því fals- vonir, bygöar á því, að af því verkalýðurinn hafi nú átt að búa við langdregið atvinnuleysi, mun! hann lítið viðnám veita kaup- lækkunarkröfum auðborgaranna. Dagsbrún og verkakvennafélag- ið Framsókn hafa enga samninga við atvinnurekendur, og kaup- lækkunartilraun gagnvart með- limum þessara félaga yrði að koma frani sem verkbann, sem yrði atvinnurekendum töluvert ó- þægilegt að framkvæma. Sjó- mannafélagið hefir samning bæði við togaraeigendur og iínuveið- araeigendur, sem hafa sagt upp þessum samningum. En óhætt er að fullyrða, að sjómenn eru ekki þeirrar skoðunar, að kaup þeirra sé of hátt; þeir eru því ekki þess sinnis að taka kauplækkun ofan á gengislækkunina. Og óhætt er að fullyrða, að verkalýðurinn hefir mjög vel vakandi auga á því hverjir það eru, sem eru að fara fram á kauplækkun. Garðrækt. Hejer garðyrkjumaður í Hveradölum ætlar að skrifa hér í blaðið nokkrar greinir um garðrækt og blóma- rækt. Atvimnn ~ of söksiir ihaldsins, Bæði Morgunblaðið og Vísir, blöð atvinnurebenda og íhalds- manna, hafa áþreifanlega sýnt sitt sanna andlit undanfarna daga, og svo gersamlega hefir „Vísir“ reynt að dæma dauð og ómerk sín fyrri skrif um að verkalýðurinn hefði of lág laun, að allir sjá, að það voru að eins simjaðurskrif birt til þess eins að blekkja alþýðumienn til fylgis vió íhaldsmienn og vinnukaupendiur. Hvammstangadeilan var ljós vottur um eðlismuninn á baráttu verkalýðsins og orrustugný hinna flokkanna og dægurþrasi. Verkamennirnir á Hvamoms- tanga höfðu verið kúgaðir og fyrirlitnir af aðalatvinnunekanda kaup st aða rin s, Jónasar-vini num Hannesi Jónssyni, í langan tíma. Þeir reyndu með samtökum sín- um að fá rétt sinn, en tókst ekki fyr en alþýðusamtökin um land alt tóku málið í sínar hendur. Og hver var þessi réttur? Framsóknarforkólfurinn heimt- aði að verkamenn ynnu í 12 klst. fyrir 90 aura fyrir hverja stund, fengju engan matmálstíma — og neitaði að semja við verkamanna_ félagið. En verkamennirnir kröfðust 10 stunda vinnu, 1 kr. kaup fyrir hverja klukkustund i dagvinnu og kr. 1,25 í eftirvinnu og að félag þeirra yrði viðurkendur réttur samningsaðili. En Hannes hélt fast við rang- indi sín og kúgunarstefnu. Allir sjá hvílíkan málstað þessi maður hafði að verja. — Að minsta kosti sáu íhaldsblöðin það, því að bæði Morgunblaðið og Vísir, sem hafa á undanförn- um árum hætt og smáð þingstarf- semi Hannesar, tóku eindregið í streng með honum og jörmuðu upp á ríkisvaldið honum til hjálpar. Þessi blöð skildu það, að ef Hannesi fyrir. hönd Framsókn- arflokksins tækist að kúga verka^ menn, þá myndi eftirleikurinn hægari fyrir skjólstæðinga þeirra, togaraútgerðarmenn. Og svo Langt gekk þessi barátta íhalds- blaðanna fyrir trúbróður sínum Hannesi á Hvammstanga, að þau kröfðust þess, að rikisstjórnin ræki einn af þeim foringjum verkamanna, er hafði forystu á hendi í deilunni, úr þjónustu sinni. Þau bæði kröfðu og sár- bændu Jónas frá Hriflu um að svifta þennan mann lífsmöguleik- um fyrir sig og heimili sitt, af því einu, aci hann stód ötullega í 'bar- áttmini fyrir rétti verkamanna. Þarna er hið sanna andlit í- haldsflokksins. Hann skirrist ekki við að beita atvinnukúgun, ef ráð- ist er gegn hagsmunum þeirra manna, er styðja hann með fé. Þetta mun vekja fyrirlitningu allra góðra drengja um lieið og það opnar augu þeirra fyrir því, Alþýðublaðið hefir fengið Höjer í Hveradölum til að skrifia um garðrækt, bæði um grænmetis- rækt og blómarækt. Mun Höjer skrifa margar stutt- ar greinir hér í blaðið um þetta efni framvegis, og er ekki að efa, að lesendum blaðsins mun þykja gott að fá fræðslu og leið- beiningar í þessu efni frá Höjer. Fyrsta greinin birtist bráðlega, og munu svo greinarnar koma með stuttu millibili svo langt fram í þennan og e. t. v. næsta mánuð, sem Höjer telur að leið- beiningar hans geti komið að not- um fyrir kulda sakir. En frá næsta vori og fram á haust mun hann skrifia iðulega hér í blaðið um þetta efni, og þá kemur það fyrst vel að not- um. Höjer hefir skrifað eftirfarandi inngang að greinum sínum og sent blaðinu. Mumu víst allir vera á sama máli og hann um það, er hann segir hér: „I Reykjavík eru margir fal- legir og vel um hirtir garðar, — j en þeir eru samt sem áður alt of fáir. Þeir ættu að vera miiklu fleiri. Loftslagið er gott, og þrátt fyrir hina langvarandi og köldu norðanvinda, sem koma hér stundum á vorin, þá eru skil- yrðin þó ágæt. Og ef fólk býr svo um garðania sína, að þeir séu í skjóli fyrir norðankulnumi, þá getur það haft mikla skemtun, og mikil not af því, sem það ræktar. Auk þess hafa björtu næturnar að andinn er sá sami hjá báðum íhöldunum með hvaða nafni svo sem þau skreyta sig. Þau berjast bæði gegn því, að verkamenn og alþýða til sjós eða lands njóti réttar sem frjálsir menn — og þeir alþýðumenn, er hafa forystu á hendi fyrir stétt sína, eiga það á hættu að verða sviftir möguleikanum til að vinna fyrir brauði handa sér og sínum. En slíka kúgun mun íslenzk alþýða ekki þola. Heffjast flngfferðir iisis Island? Kliöfn, 12. okt. U. P. FB. Danska ríkisstjórnin hefir veitt Transamerican Airlines Gorpora- tion sérréttindi til flugferða yfir Grænland, en félag þetta áform- ar sem kunnugt er að koma á reglu bund nium p ö stflugferðum milli Ameríku og Evrópu um Grænland og Island. E'anir hafa leyft félaginu aö nota tvær mjög góð áhrif á jurtalífið í gró- andanum. Björtu nætumar geta hér í mörgum tilfellum giért sama gagn og hitinn í suðlægari lönd- um. — Húseigendur þeir, sem hafa nógu mikið rými við hús sín, geta auðvitiað búið sér til garða inni í borginni, en enn þá er alt of mikið til hér af órækH uðu og ónotuðu landi. Ástæðurn- ar eru alt aðrar fyrir verkamenn og eignaleysingja, sem eru að eins leigjendur. Þessu fólki ætti bæjarstjórnin að láta land í tér svo að það gæti búið sér til garða (kóloníugarða) eins og þeir gerast í útlöndum. Áhugi fólks fyrir garðrækt hef- ir aukist mjög á síðustu árum. Og það er mjög gleðilegt tákn tímans mitt í öllum þrengingum, atvinnuleysi, dýrtíð og húsnæð- isvandræðum. Og með vaxandi áhuga manna fyrir ræktun eykst eftirspurnin eftir grænmeti og blómum. Þrátt fyrir það, þótt í borginni séu margir duglegir garðyrkju- j menn, þá eru þó margir, sem gjama vilja fá góð ráð og leið- beiningar. Eftirfarandi greinir eru ekki annað en heppileg ráð og tilvisanir um, meðferð garða, sem eiga við á sama tíma og grcin- arnar birtast. Auk þessa verða hér gefin, ráð og leiðbeiningar um meðferð pottablóma og jurtia, og munu því líka þeir, sem ekki hafa yfir meiru af mold að ráða en sem kemst í einn pott, hafa gagn af þessum greinumý' hafnir í Grænlandi fyrir lend- ingarstaði um óákveðinn tíma. Enn fremur hafa þeir leyft þeim að nota höfn í Færeyjumi í sla'ma skyni. Indíánar krefjast 1000 milljóna dollara skaðabóta. Eitt þúsund pottawatomieindí- ánar héldu nýlega fund í sér- lendu sinni hjá Oklahama í Am- eriku. Þar samþyktu þeir að krefjast þúsund milljóna dollara skaðabóta af Bandaríkjastjóminni og Chicago-horg. Þessa gkaða- bótakröfu byggja þeir á því, að hvítu mennirnir hafi rænt þá svo nriklu landi, er þeir hafi átt, og þar á meðal því, er Chicago-borg stendur nú á. Indíánar þessir hafa líka ákveðið að fá einhvern fræg- asta lögfræðing Bandaríkjanna til að flytja kröfuna fyrir þá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.