Alþýðublaðið - 16.10.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.10.1931, Blaðsíða 3
AbÞSÐUBbAÐlÐ sem verst eru settir. Ýmsar íleiri bjargarráðstafanir þurfi a'ð gera, pví að bjargarlaust fólk parf fleira við en fæðis. Það sé pví ekki nóg að útvega fé tii at- vinnubóta að eins, svo að pær verði svo sem 450 pús. kr. Til annara bjargarráðstafana og neyðarvarna verði bæjarstjórnin einnig að útvega fé. Skoraði hann á fjárhagsnefnd að setjast pegar á rökstóla og bera fram tillögur um tilhögun bjargráðanna og fjár- útvegun til peirra, en eftir pað verði pegar kallaður saman auka- fundur í bæjarstjórninni til að af- greiða pessi mál. Síðan purfi sér- stök nefnd í bæjarstjórninni að sjá um framkvæmdirnar. Eftir nokkrar frekari umræður var tillaga Ólafs Friðrikssonar borin upp og sampykt með sam- hljóða atkvæðum. Trúarbragððfrelsi á Spáni. Madrid, 16/10. U. P. FB. Þjóð- pingið hefir sampykt 25. grein st jórnarskr árf rumvar p sins, en samkvæmt henni eru öll trúar- brögð, sem menn nú aðhyllast á Spáni, jafnrétthá. Frá Þjúðabandalagmu. Genf, 16. okt. U. P. FB. Fram- kvæmdaráðið hefir sampykt með 13 atkvæðum gegn 1 að bjóða Bandaríkjunum að taka pátt í störfum ráðsins. Yoshizawa greiddi atkvæði á móti tillögunni. Frá sjómonnunni. 15. okt. Mótt. 16. okt. Farnir áleiðis til Englands. Vellíðan allra. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á „Kára Sölmundarsi/ni.“ Regnfrakkar feikna úrval fyrir konur og karla og börn. Leðurkápur Gúmmikáp- ur. Ljósar og dökkar matt- ar oggljáandi Lindberghs- frakkarnir góðu. Ávalt mest úrval af alls konar Regnveijum. Prediknn „Timans“. Síðastliðinn laugardag ymprar „Tírninn" á verndartollum eins og feng, sem .pyrfti að útvega ís- lenzku pjóðinni. „Tíminn“ vill ekki verklegar pjóðarframkvæmd- ir á krepputímum, en útlit er á, að verndartollar séu honum hug- stæðir, pótt hann fari að pessu sinni varlega í pann boðskap. Það er eins og hann gruni, að almenningur sé ekki líklegur til að taka peirri kenningu með fögnuði. Áhrif verndartolla eru pau, að peir hækka vöruverðið fyrir neyt- endum innanlands, en bæta alls ekki verð vörunnar eriendis. Þvert á móti er hætta á, að peir kalli á tollstríð annara pjóða, sem svari pá verndartollastefnunni í sömu mynt. Það, sem „verndar- to!lar“ „vernda“, er léiegar fram- leiðsluaðferðir. Neytendum inn- anlands er bægt frá pví að gefa fengið vöruna ódýrari annars staðar heldur en peir, er toli- vernd hafa á henni, vilja selja peim hana. Það verður aftur til pess að hefta áhuga framleiðanda vörunnar á pví að bæta fram- leiðsluaðferðirnar, pví að toll- verndargrö’ðinn er auðteknari. — Þetta er „ágæti" verndartollanna. Ekki er að undra, pótt „Tíman- um“ pyki peir fýsilegir(!). — í sama blaði „Tímans“, setm haldið er uppi vörnum fyrir fram- kvæmdaleysi ríkisins á kreppu- tímum og verndartollar gyltir fyrir lesendunum, segir fjármála- ráðherrann, að pað hafi meðal annars verið hagsmunir verka*- manna, sem hafi kráfist pess, „að fylgt væri sterlingspundinu“, p. e. krónan lækkuð og hringlað fram og aftur með gildi hennar. Þeð hallast svo sem ekki á um rökin: Verndartollum er lýst eins og pjóðráði. Framkvæmduím á nauðsynjaverkum, sem ríkið parf að láta gera, er ekki talið „for- sjált“ að koma í verk á atvinnu- leysistímum. Og í priðja lagi: Hagsmunir verkamanna eru tald- ir krefjast pess, að „Kveldúlfi" og fáeinum öðrum útflytjendum sé gefinn fimti hlutinn af kaupi verkalýðsins. Hvemig lízt alpýðunni á slíka pjóðmálaspeki? Frá Japönum. Tokio, 15. okt. U. P. FB. Ríkis- stjórnin hefir falið fulltrúa sínum í Genf að mótmæla pví, að á- heyrnar-fulltrúi Bandaríkjanna á pingi Þjóðabandalagsins taki pátt í samkomulagstilraunum mm Man- sjúríudeiluna. i J nrdrœktarfólag Reijkjavíknr heldur aðalfund sinn á morgun kl. 1 í Varðarhúsinu. Fertugsaf- mælis félagsins verður minst á fundinum. Bezta Gigarettan í 20 stb. pokknm sem kosta 1 krónn, er: Commander, M Westminster, Virginia, ^ & Cigarettur* Fást i öiium verziunum. I taverfm pakka er gnllfalleg íslenzk mynd, og fær hver sá, er safnað hefir 50 wyndm, eina stækkaða mjrnd. Tilkymning. Ráðuneytið vill hér með vekja athygli almnnnings á pví, að heimild sú, er gefin er í 52. gr. 1. nr. 75 27. júni 1921 um stimpilgjald, til að lækka og láta falla niðui sektirfyrir vanrækslu á að láta stimpla skjöl innan lögákveðins tíma, fellur niður 1. janúar n. k. Frá peim tíma verður pví eigi hægt að veita nokkrar undanpágur frá stimpilsekt. Fjármálaráðuneytið, 9 október 1931. Dm dagliw og vegiDB. „Iðunn“. 3. hefti pessa árg. er komið út. Fyrsta greinin heitir „Trúin á samfélagið“, pýdd og frumsamin að nokkru eftir ritstjórann. „Gef oss Barrabas lausan“, grein pýdd af séra Sigurði Einarssyni, og „Prédikun og list“ eftir séra Gunnar Benediktsson. Þessar prjár eru aðalgreinar heftisins. Ritdómar eru í pví um bók Hall- dórs Kiljans Laxness: „Þú vín- viður hreini“ og „Vér höldum heim“ eftir jtemarque. Dr. Helgi Péturss skrifar úm Björgvin, Ás- geir Magnússon um Þórisdal og Árni Ólafsson um sefjanir. Einnig era tvær sögur og prjú kvæði í heftinu. Forvaxtahækkun. Federal Reserve bankinn í Bandarikjunum hefir hækkað for- vexti um 21/2 °/o i 3V2 °/o. Kauphöllin í Kaupmiannahöfn var opnuð í gær, en hún befir verið lokuð síðan 19. sept. Verð óstöðugt og nokkru lægra en áður. (FB.) Börnin í Sogamýrl. Á bæjarstjórniarfundinum í g]ær fékst ekki tekin ákvörðun um pað, hvort börnin í Sogamýrar- bygðinni fái ókeypis flutning í skólann og úr honum. Upplestur Halldórs Kiljans Laxness | gær- kveldi var hin ágætasta skemtun Man chett skyrt ur, fjöldi tegunda, afar- fallegt úrval. Nýkomið. Sokkabúðin, Laugavegi 42. áheyrendum, svo sem vænta mátti.. Kaupfélagið. Stofnfundur kaupfélagsins, sem fulltrúaráð verfclýðsfélaganna gengst fyrir að stofnað verði, ýýerður í kvöld kl. 8 í teanplara- salnum við Bröttugötu. Þess er óskað, að sem flestir væntanlegir félagar greiði inntökugjaldið á fundinum. Bifreiðarslys. f gær laust fyrir kl. 2 varð smádrengur fyrir bifreið og meiddist allmikið og var fluttur í sjúkrahús. Drengurinn heitir Benóný Magnússon og á heima á Laugavegi 68. Slysið vildi til inn- arlega á Laugaveginum. „Dagsbiún" heldur fund annað kvöld kl. 8 í templarasalnum við Bröttugötu. Verður pað merkilegur fundur, sem félagarnir ættu að sækja vel. Héðinn Valdimarsson segir fréttir frá öðrum pjóðum, rætt verður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.