Morgunblaðið - 08.04.1984, Page 36
84
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984
H AFA New Line
Sænskar baöinnréttingar í sérflokki sem henta inn á öll baðherbergi. Fáan-
legar af lager.
Vald Poulsen
Suðurlandsbraut 10, sími 86499.
Kennari og nemandi. Kristín Þorsteinsdóttir er líklcga fyrsta íslenska stúlk-
an sem lærir að spila á kongur, en það krefst þess að menn hafi tilfinningu
fyrir tónlistinni.
Morgunblaöiö/GunnlauKur.
„Vantar meira
líf í íslenska
tónlist“
Boreal
er nýstárleg veggklæðning, frum-
leg, falleg og notadrjúg, framleidd
úr finnsku úrvalsbirki af heims-
þekktum framleiðanda.
Gæöi fara aldrei úr tfsku
KRlSTJÁn
SIGGGIRSSOn HF.
LAUGAVEGI 13, REYKJAVIK. SÍMI 25870
— segir Marokkómaðurinn Abdou, sem
búsettur er hérlendis
„Heimurinn er lítill... er ég var
við myndlistarnám í Montpellier í
Frakklandi fyrir nokkrum árum
kynntist ég íslenskri stúlku, Ás-
rúnu Láru Jóhannsdóttur og við
fórum að búa saman. Er hún hafði
lokjð sínu námi héldum við saman
til íslands og því er ég hér,“ sagði
Marokkómaðurinn Abdou Dhour
aðspurður hvers vegna hann væri
kominn til lands þar sem allra
veðra er von, frá landi þar sem 45
gráðu hiti er ekki óalgengur.
Ræddi blaöamaður Morgunblaðs-
ins við hann um hugmyndir, sem
hann hefur í sambandi við tónlist-
arlífið hérlendis, en Abdou þykir
mjög fær ásláttarhljóðfæraleikari
og hefur spilað með ýmsum ís-
lenskum hljómsveitum á hljóðfæri,
sem lítt hafa verið notuð af ís-
lenskum hljómlistarmönnum.
„Draumur minn er að stofna
hljómsveit með ásláttarhljóð-
færaleikurum, og ég er reyndar
byrjaður að æfa dálítið með
nokkrum mönnum vegna þessa.
Það þarf marga í svona hljóm-
sveit og hérlendis er erfitt að
finna fólk, sem kann að spila á
slagverk. Einnig þekkja íslenskir
hljómlistarmenn lítt til latin- og
afrískra takta, en það verður að-
al þessarar hljómsveitar. Afrísk
tónlist er mjög auðug af ýmis-
konar töktum og það eru til þús-
undir tilbrigða. Eiginlega eru
trommur eina vinsæía ásláttar-
hljóðfærið hérlendis, en mig
langar að kynna íslendingum
hljóðfæri, sem gefa meiri „fíl-
ing“. Kongur til dæmis gæða
tónlist meira lífi en trommur og
laða fram töfra takstsins. Það er
einmitt það sem mér finnst
vanta í ísienska tónlist. Það er
alltof algengt að spilað sé sam-
kvæmt venju, einn, tveir, þrír,
fjórir og aldrei tekið hliðarspor.
Það skreytir tónlistina og gefur
henni líf að taka hliðarspor-
in ...“ sagði Abdou.
„Ég kem frá Casablanca, þar
sem fólk lifir og hrærist í takt-
mikilli tónlist og ég tek því
kannski frekar eftir því hvernig
íslensk tónlist er. Það má segja
að þetta sé í blóðinu, en ég hef
aldrei .verið í tónlistarskóla,
hvorki Berkley né öðrum ...“
sagði Abdou brosandi. „Ég ólst
upp við tónlist á heimili mínu í
Afríku, móðir mín vann mikið
heima og söng við vinnuna, en
hún óf litrík teppi, sem líklega
höfðu þau áhrif að ég byrjaði
einnig að teikna og mála. Fór ég
í myndlistarnám í Tetuan í Mar-
akkó og síðan hélt ég áfram
Evrópuleiðtogi Hjálpræð-
ishersins hér á landi
EVRÓPULEIÐTOGI Hjálpræðis
hersins, Anna Hannevik, mun dvelja
hér á landi á næstunni. í fylgd með
henni er umdæmisstjóri Noregs,
Færeyja og íslands, Martin Hög-
berg.
Anna Hannevik er fædd í Kína
þar sem foreldrar hennar störfuðu
sem trúboðar. Hún fluttist til
Indlands fimm ára og kom til Nor-
egs tíu ára gömul þar sem hún
dvaldist þangað til hún fluttist til
Lundúna. Hannevik varð foringi
1947 og hefur síðan starfað í Nor-
egi og Englandi.
í Reykjavík verða almennar
samkomur með gestunum í dag,
sunnudaginn 8. apríl, kl. 11.00 og
kl. 20.30, og fimmtudaginn 12. apr-
íl kl. 20.30. Á Akureyri verða sam-
komur 10. og 11. apríl.
(FrétUtilkynning.)