Morgunblaðið - 25.04.1984, Page 5

Morgunblaðið - 25.04.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984 5 Tíminn í nýjum búningi TÍMINN kom í gær út í nýjum bún- ingi og meö nýju nafni, NT. Þar með hefur blaðið tekið að hluta þeim breytingum, sem boðaðar voru þegar hiutafélagið Nútíminn tók við rekstri blaðsins af Framsóknarflokknum um síðustu mánaðamót. í opnugrein í NT er greint frá stefnu biaðsins og markmiðum og m.a. sagt að útgáfan sé „bylting í íslenskum blaðaheimi". Blaðið var 32 síður, prentað með bláum og gulum aukalitum á útsíð- um og í opnu. Aðalfrétt þess fyrsta daginn fjallaði um það er Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, „stoppaði í gatið“; rimpaði saman gat á ullarsokk, sem blaðamenn blaðsins höfðu fært honum. Á sama hátt og DV býður NT lesendum sínum að stinga fréttum að blaðamönnum slnum gegn eitt þúsund króna þóknun fyrir hverja birta frétt og tfu þúsund króna verðlaunum fyrir „frétt mánaðar- ins“. NT hyggur á samkeppni við DV á síðdegismarkaðinum á mánu- dögum, því blaðinu er ætlað að koma út undir hádegið á mánudög- um en aðra daga vikunnar verður NT morgunblað eins og Tíminn hef- ur alla jafna verið. Ýmsir efnisþættir i blaðinu eru hinir sömu og voru í Tímanum en nöfnum hefur verið breytt og veru- legar breytingar hafa verið gerðar á útliti. Erlendar fréttir, með sim- sendum fréttamyndum, hafa verið teknar upp og verulega bætt í íþróttaumfjöllun. Fleiri nýir og breyttir efnisþættir eru boðaðir á næstu vikum. Halldór Gunn- laugsson látinn HALLDÓR Gunnlaugsson, cand. teol. og fyrrum hreppstjóri og bóndi á Kiðjabergi, lést í Reykja- vík í gærmorgun, 24. apríl, á nítugasta og öðru aldursári. Hann var fæddur á Kiðjabergi 20. september 1892 og átti þar ætíð heimili. Hann var hrepp- stjóri Grímsneshrepps í meira en 40 ár og heiðursborgari Grímsnes- inga. Seldu 163 Fíat-bfla „VIÐ erum ákaflega ánægðir með árangurinn og þetta er að sjálf- sögðu metdagur hjá okkur,“ sagði Sveinbjörn Tryggvason, forstjóri hjá Agli Vilhjálmssyni, í samtali við blm. Mbl. í gærkvöldi. Sveinbjörn hafði ástæðu til að vera kampakát- ur því fyrirtæki hans seldi í gær 163 bíla af tegundinni Fíat Panda. Bílarnir voru auglýstir í Morg- unblaðinu á skírdag en þegar í gærmorgun hófust linnulausar fyrirspurnir til umboðsins og þegar dagurinn var á enda voru allir bílarnir, sem fyrirtækið hafði fengið, uppseldir. Verð bíl- anna var um 155.000 krónur. Að sögn Sveinbjarnar var salan í gær meiri en sala allra Fíat-bíla hér á landi 1980. Halldór Gunnlaugsson Gustaf Petrén Spencer Williams Fyrirlestrar á vegum lagadeildar: Tveir dómarar tala I PASKAVIKUNNI halda tveir er- lendir lögfræðingar fyrirlestra við lagadeild Háskóla íslands. Miðvikudaginn 25. apríl kl. 17.15 flytur Spencer Williams, dómari í Kaliforníu, fyrirlestur, sem hann nefnir Social Change and the Court. Fundurinn verður haldinn á vegum lagadeildar Háskóla ís- lands og Lögfræðingafélags ís- lands. Fimmtudaginn 26. apríl kl. 17.15 flytur dr. Gustaf Petrén, dómari í æðsta stjórnsýslu- dómstól Svía (Regeringsrátten), erindi um Stjórnsýsludómstóla í Svíþjóð með hliðsjón af dóm- stólaskipan annars staðar á Norðurlöndum. Fyrirlestur þessi er á vegum lagadeildar Háskóla íslands, Dómarafélags Íslands og Lög- fræðingafélags fslands. Báðir fundirnir verða í stofu 201 (á 2. hæð) í Lögbergi, húsi lagadeildar og eru báðir kl. 17.15 síðdegis, eins og áður getur. Öllum er heimill aðgangur. (Frá lagadeild Háskóla íslands) Breytt og ennþá betrikjör Stórkostlegar breytingar hafa verið gerðar á Safnlánakerfinjj þér í hag svo að segja má að um nánast NYTT SAFNLAN sé að ræða. Lengri endurgreiðslutími Endurgreiðslutími láns eykst því lengur sem sparað er. Spamaður 3-6 mán. Endurgr. 3-6 mán. Spamaður 7-12 mán. Endurgr. 9-15 mán. Spamaður 13-18 mán. Endurgr. 18-27 mán. Hærri vextir:17% og 19% Nú eru vextir af þriggja til fimm mánaða reikningum 17% og fara upp í 19% ef spamaðurinn nær yfir 6 mánuði eða lengur. Hærra lánshlutfall Lánshlutfallið með Safnlánakerfinu verður mun hagstæðara eftir því sem lengur er sparað. Eftir 3-6 mánaða sparnað 100% Eftir 7-12 mánaða spamað 125% Eftir 13-18 mánaða spamað 150% Hámarks upphæð sem veitir lánsréttindi er nú 10.000 kr. á mánuði. Að öðru leyti má spara hvaða upphæð sem er. Hag þínum er vissulega betur borgið með þessum breyt- ingum á Safnláninu. Leitaðu upplýsinga og fáðu bækling í næsta Verzlunarbanka UCRZlUNflRBflNKINN Taktu Safnlán - því eru lítil takmörk sett. Bankastræti 5 Grensásvegi 13 Umferðarmiðstöðinni Vamsnesvegi 14, Keflavík Húsi verslunarinnar, Arnarbakka 2 Laugavegi 172 v/Hringbraut Þverholti, Mosfellssveit nýja miðbænum AUK hf. Augiýsingastofa Kristínar 43.63

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.