Morgunblaðið - 25.04.1984, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 25.04.1984, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRlL 1984 7 Peningar, bíll og íbúö úti á landi eru í boöi, í skiptum fyrir litla íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Tilboð sendist augl. deild Mbl. merkt: „Stórkostlegt tækifæri — 1000“. VERTU í TAKT VIÐ itMANN LETTAÐU HL FAGMANNSINS Nú hafa félagsmenn Úrsmiðafélags íslands sett upp félagsmerki sitt, í verslunargluggana. Par sem merkið er, getur þú notfært þér þekkingu og reynslu fagmannsins þegar kaupa á fallegt og vandað úr. Úrsmiðurinn tryggir einnig varahluta- og viðgerðarþjónustu. MERKI URSMIOAFÉLAGS ISLANDS TRYGGIR GÆOI OG PJONUSTU Mf-RKí URSMIOAFELAGS ISLANDS TRYGGIR g/eoi og DJONUSTU lyfti- vagnar ijfv Eigum ávallt fyrirliggjandi hina velþekktu BV-handlyfti- vagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. : Útvegum einnig allt sem lAgmúus. 105REYKJAVIK SlMI: 91- 8S222 PÓSTHÚLF: 887, 121 REYKJAVlK Hmwnw Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúli 15, 105 Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306 Verð i lausasölu 20 kr. en 22 kr. um helgar (2 blöð). Áskrift 250 kr. Srtnmg og umtorot TakntdoM Timan* Prentun Bltoðaprent hl Samvinnu söluboð Auglýsing eða gólfþurrka? Síöasta forystugrein Gamla Tímans var eins og SÍS-auglýsing! Fór vel á því aö hann fjallaði um Leni-salernispappír, Maarud-skrúfur og DDS-sykur í „sam- vinnusöluboöi SÍS“. Vert er aö minna á aö SÍS braut engan ís í stórmarkaös- verzlun á höfuöborgarsvæðinu, heldur drattaöist í kjölfar annarra, eftir að verðsamkeppni KRON-verzlana var end- anlega afskrifuö sem sigurstrangleg. Síöasti leiöari gamla Tímans Hér fer á eftir síðasti leiðari gamla Tímans (Þór- arins Ihírarinssonar) sl. fimmtudag: „l»að er viðurkennt, að samvinnuhreyrmgin hefur gert stórt átak í verzlun- armálum höfuðborgarinn- ar, þar sem Mikligarður er. Andstæðingar sam- vinnuhreyfingarinnar hafa reynt að nota þetta átak hennar í höfuðborginni til að ala á þeim misskilningi, að minna sé hugsað um verslunina utan höfuð- borgarsvæðisins. Vissulega er þessu ekki þannig varið. í byrjun þessa mánaðar hófst nýr þáttur í starfsemi sam- vinnuhreyfingarinnar, sem hlotið hefur nafnið Sam- vinnu-söluboðið. I>að er fólgið í því, að í kaupfélög- unum verða seldar vissar vörur með lægra verði um hálfsmánaðar skeið. I*egar því er lokið, hefst sala á öðrum tilteknum vörum með la'gra verð. I>að er innflutningsdeild SÍS, sem hefur hér forust- una og tekur á sig mest af þessari verðlækkun, sem hér er um að ræða. Að sjálfsögðu leggja svo kaup- félögin fram sinn skerf. I’yrsta Samvinnu-sölu- boðið hófst 4. þ.m. og lauk því í gær. Næsta Sam- vinnu-söluboð er að hefj- asL Þannig heldur þetta áfram koll af kolli hálfs- mánaðarlega. í fyrsta söluboðinu voru eftirtaldar vörur: Juvel hveiti 2 kg, DDS sykur 2 kg, Flóru smjörlíki, Leni salernispappír, Maarud skrúfur og Mónu páskaegg nr.8. Ákveðnar hafa verið vör- ur í næsta söluboð og verða þá: Leni eldhúsrúll- ur, íva þvottaefni, l>vol þvottalögur, Slotts sinnep, Slotts tómatsósa og Korni hrökkbrauð. Stefnt er að þvi, að í hverju Samvinnu-söluboði verði 4—6 vörutegundir hverju sinni, aðallega mat- væli og hreinhetisvörur. Það verður leitast við að hafa verðið sem allra lægst og kappkosta að alltaf verði áhugaverðar vöruteg- undir í söluboðinu. f kynningarriti segir svo um þennan nýja þátt í starfscmi Samvinnuhreyf- ingarinnar: „Þið kannizt við kjörorð okkar vinnum saman og vitið hve mikilvæg góð samvinna er til að ná árangri á hinum ýmsu svið- um, svo sem í íþróttum, leiklist, tónlist o.s.frv., og ekki sízt í verslun og við- skiptum. Samvinnu-sölu- boðið, sem hér verður kynnt, byggist á þessu. Kins og nafnið bendir til, merkir það að hér hafi margir lagt sitt af mörkum til að lækka vöruverðið. I>eir, sem hér leggja hönd á plóginn, eru framleiðend- ur, flutnings- og dreifingar- aðilar, og loks seljendur. Og það eru neytendurnir, sem njóta góðs af, við- skiptavinir kaupfélag- anna.“ Geymslugjald og söluþóknun SÍS kemur víðar við sögu með „samvinnusrilu- tilboð“ en á Króni. Búvöru- deild SfS er langstærsti og nær eini útflytjandi kinda- kjöts úr landi. Samkvæmt verzlunarskýrslum var verð pr. kfló á sl. ári mismun- andi eftir löndum, lægst kr. 28,26 en hæst kr. 73,00, enda kjötið mismikið unn- ið á erlendan markað. Með hverju kflói var síðan greitt af skattfé almennings kr. 58,62 (dilkjakjöt) og kr. 38,00 (ærkjöt). SÍS tók síð- an 2% söluþóknun af þessu útflutta dilkakjöti, ekki al söluverði, sem var allt niður í kr. 28,00 á kfló heldur af reiknuðu heild söhiverði, svokölluðu, sem var kr. 75,62 á sl. ári en kr. 129,32 frá I. október sl. SfS tók því „söluþóknun" af útflutningsbótum, auk söluverðs í markaðslönd- um. „Samvinnusölutilboð- in“ koma því ýmsum að gagni. Þar við bætist að geymslugjald kindakjöts hjá milliliðnum SfS er það „gott“, að einn þingmaður komst svo að orði, er „samvinnusölutilboð" kjöts bar á góma í þinginu, „að það sé mciri gróðaveg- ur að gcyma kjöt en selja það á Islandi". I>að er gagnrýnisvert að Búvörudeild SÍS hefur nánast einokun á útflutn- ingi kjöts. Kf aðrir telja sig geta selt kjöt gufar það gjarnan upp, þó talað sé um kjötfjall í annan tíma. Keglur um söluþóknun, sem ekki eru miðaðar við raunverð til kaupanda, verka heldur ekki hvetj- andi til að fá sem hæst verð fyrir vöruna erlendis, né vinna hana í ncytcnda- umbúðir, er falli kaupend- um betur í geð. Birgir fs- leifur (íunnarsson, þing maður Keykvíkinga, sagði í þingræðu að jafnvel sé „frekar drcgið úr þessari hvöt því eins og háttað er verði fyrir geymslu á kjöt- inu i frystigeymslum liggur við að frekar borgi sig fyrir aðilana að geyma það sem lcngst í frystigeymslum en selja það erlendis og reyna að ná fyrir það sem beztu verði". Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, komst enn harðar að orði, varðandi „samvinnusölu- tilboð" útfiutts kjöLs: „Ég vil einungis staðfcsta að það var réttur skilningur hjá l’áli l’éturssyni," sagði Kjartan, „að í orðum mín- um áðan varðandi geymslu kjötsins og geymslugjald fólst aðdróttun. I»að fyrir- komulag sem menn hafa á f þessum efnum býður upp á misnotkun og þau dæmi sem við höfum í höndun- um, um hvað hvernig kjöt virðist geta horfið þó að það eigi að vera mikið t birgðum, gefur fyllsta til- efni til að ætla að hér eigi sér stað misnotkun. I*ess vegna er það rétt sem þing- maðurinn sagði að í orðum mínum fóLst aðdróttun." Það er hvorki ( þágu hænda, sem framleiðenda, né skattgreiðenda, sem borga útfiutningsbætur á „samvinnusöluboð" kjöts út í heim, að óbreytt SfS- kerfi á útflutningi kjöts haldlst. Það þarf „nýjan tíma“ í þetta kerfi, ekki einungis að útlitinu til, heldur innihaldi ekki síður. IHfttgtniMiifrft Metsölublaó á hverjum degi! Ferming í Bolungarvík Fermingarbörn í Bolungarvfk annan páskadag. Prestur sr. Jón Ragnarsson. Ari Hólmsteinsson, Traðarlandi 18. Ásta S. Halldórsdóttir, Hlíðarvegi 18. Benedikt G. Egilsson Traðarstíg 7. Björgvin Valdimarsson, Þjóðólfsvegi 9. Borgar Antonsson, Heiðarbrún 4. Dagbjört Ásgeirsdóttir, Völusteinsstræti 20. Guðbergur Arnarsson, Þuríðarbraut 7. Hrefna Gylfadóttir, Hlíðarstræti 20. Jakob Elías Jakobsson, Traðarstíg 9. Jónas Magnússon, Hjallastræti 26. Margrét Eygló Karlsd. Miðstræti 3. Símon Þór Jónsson, Hjallastræti 34. Sjöfn Vilhelmsdóttir, Höfðastíg 18. Sóley Sævarsdóttir, Traðarstig 14. Valgerður Margrét Gunnarsd., Holtabrún 3. Ægir Finnbogason, Holtastíg 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.