Morgunblaðið - 25.04.1984, Page 20

Morgunblaðið - 25.04.1984, Page 20
20 ' MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUPAOUR 25: APRlL 1984 Slitþols- prófun áklæóa HúsgapiahöH af húsgögnum Nú getur þú aftur fariö aö kaupa vönduö húsgögn á hagstæöu veröi því viö höfum artur - Audo1984 QDSOAGN& BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK ® 91-81199 og 81410 j V-Þýskaland: Mótmæli á páskum Frankfurt, 24. aprfl. AP. FJÖLDI manna fór í mót- mælagöngur gegn kjarnorku- vopnum í Vestur-Þýskalandi, um páskana. Segja skipu- leggjendur mótmælanna það sýna hver vilji þjóöarinnar er en aðrir hafa kallað þátttak- endurna „nytsöm fífl“. Á blaðamannafundi með for- svarsmönnum mótmælanna sögðu þeir, að um páskana hefði þýska þjóðin sýnt, að hún væri ósammála stjórnunum í Wash- ington og Bonn og afleiðingun- um af stefnu þeirra. Þeir, sem andvígir eru mótmælunum, hafa kallað þátttakendurna „nytsöm fífl“ og mikinn happadrátt fyrir Sovétríkin. Friðarhreyfingarnar höfðu gert ráð fyrir að um 800.000 manns myndu mótmæla NATO- eldflaugunum um páskana en segja nú að þeir hafi verið 600.000. Lögreglan í Vestur- Þýskalandi segir hins vegar, að ekki nema 200.000 manns hafi mætt í göngurnar um allt landið. Grænland: Vinstrimenn á móti olíuleit Kaupmannahöfn, 24. aprfl. Frá N J. Bruun, Crænlandsfréttaritara Mbl. ALLT útlit er nú fyrir að stjórn- málaástandið í Grænlandi verði mjög erfitt eftir kosningarnar 6. júní nk. Veldur því flokkurinn Uinuit Ataqatigiit, sem er mjög vinstrisinnaður, en hann hefur sett það skilyrði fyrir hugsanlegu samstarfi um landsstjórnina, að hætt verði allri olíuleit í Græn- landi í a.m.k. fimm ár. Þótt flokkurinn hafi aðeins fengið tvo menn kjörna í síðustu kosningum hefur hann lykilstöðu í stjórnmálunum þar sem hinir flokkarnir tveir hafa jafn marga menn, 12 hvor. í leiðara blaðsins Grænlandspóstsins sagði hins vegar, að með afstöðu sinni til olíuleitarinnar væri flokkurinn að dæma sig til pólitískrar eyðimerk- urgöngu. Hvorugur hinna flokk- anna tekur í mál að hlusta á kröfu Inuits og þykja nú auknar líkur á að þeir muni ná saman eftir kosn- ingar. Montreal: Rætt um öryggi farþegaflugvéla Montreal, 24. apríl. AP. FULLTRÚAR 152 þjóða sitja nú fund Alþjóðaflugmálastofnunar- innar, ICAO, í Montreal í Kan- ada en til hans var fyrst og fremst efnt vegna þess atburðar á síðasta ári þegar Sovétmenn skutu niður suður-kóreska far- þegavél með 269 manns innan- borðs. Er það umræðuefnið á fundinum hvernig unnt er að gæta öryggis farþegavéla, sem villast af leið. Fundurinn er haldinn að kröfu Frakka, sem hafa lagt til, að allar þjóðir verði hvattar til eira venju- legum farþegavélum þótt þær fljúgi yfir bannsvæði. Sovétmenn hafa svarað tillögu Frakka með annarri þar sem lögð er áhersla á „algjör yfirráð ríkis yfír lofthelgi sinni“. Stjórn ICAO, sem skipuð er 33 mönnum, samþykkti í fyrra mán- uði að fordæma árás Sovétmanna á suður-kóresku farþegavélina og einnig það, að Sovétmenn skyldu ekki fást til að gefa rannsakend- um stofnunarinnar upplýsingar um atburðinn. íbúö óskast íbúö meö 2 svefnherbergjum, búin húsgögnum, óskast fyrir erlenda sérfræöinga sem starfa munu í Borgarspítalanum nú í vor. íbúöin óskast frá lokum apríl í ca. 11/2 mánuö. Æskilegt aö íbúöin sé i ná- grenni spítalans. Nánari upplýsingar í síma 81200/366 á mánudag 19/4. BORGARSPÍTALINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.