Morgunblaðið - 25.04.1984, Síða 34

Morgunblaðið - 25.04.1984, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. APRlL 1984 Minning: Dr. Halldór Pálsson fv. búnaðarmálastjóri Fæddur 26. aprfl 1911. Dáinn 12. aprfl 1984. Kynni okkar Halldórs Pálssonar hófust í Menntaskólanum á Akur- eyri veturinn 1930—31. Síðan vor- um við samtímis í Menntaskólan- um í Reykjavík, veturinn 1932—33, en áhugi Halldórs á stærðfræði og raunvísindum réð því, að hann skipti um skóla. Stærðfræðideild hafði þá ekki ver- ið stofnsett við MA. Halldór Pálsson var af góðu bergi brotinn. Dugmikla gáfu- og athafnamenn er hvarvetna að finna meðal ættmenna hans. Æskuheimilið að Guðlaugsstöðum í Blöndudal var gróið menningar- heimili, þar sem búið var af stór- hug með höfðingskap og rausn i öndvegi. í Reykjavík varð Halldór mikill aufúsugestur og vinur á heimili foreldra minna. Bræður mínir tveir og ein systir dvöldust mörg sumur á Guðlaugsstöðum hjá for- eldrum Halldórs og síðan hjá Guð- mundi bróður hans. Sumardvalir þessar voru ætíð á þann veg sem í föðurhús væri farið og leiddu enda til vináttu sem ekki rofnaði. Á háskólaárunum lágu leiðir okkar Halldórs oft saman, bæði heima og erlendis. Undir hans stjórn vann ég við atvinnudeild Háskólans frá 1945—1961 er ég fór til starfa hjá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna í New York. Náin kynni okkar Halldórs hófust að nýju, er ég fluttist aftur til Is- lands í árslok 1975. Mér er að sjálfsögðu kunnugt um náms- og rannsóknaferil dr. Halldórs Pálssonar, svo og um þá viðurkenningu og virðingu er hann varð aðnjótandi erlendis og vegna vísinda- og stjórnunar- starfa í þágu landbúnaðar. Þau at- riði rek ég ekki hér, það munu mér sérfróðari menn á hans búvísinda- sviði gera. Halldór Pálsson var framúr- skarandi námsmaður. Á einni af byggingum háskólans í Edinborg er bronsplata, þar sem nafn Hall- dórs er áletrað fyrir hans frábæra námsárangur. Áldrei heyrði ég hann minnast á þennan virð- ingarvott hans Alma Mater. En námshæfileikar Halldórs ásamt þekkingu og dómgreind um mann- leg viðhorf og viðleitni, reyndist honum drjúgt veganesti í lífinu. Halldór Pálsson átti því mikla láni að fagna að kvænast Sigríði Klemensdóttur frá Húsavík, ein- hverri best gerðu konu og elsku- legustu sem ég hefi kynnst. Þau hjón voru mjög samhent á allan hátt, og í veikindatilfellum Hall- dórs og ætíð síðan var Sigríður sannkallaður verndarengill hans. Ég var svo lánsamur að vera oftlega boðinn á heimili Sigríðar og Halldórs og þar var bæði lambakjötið og Borgarfjarðar- laxinn meistaralega matreitt. Og svo var setið og spjallað, þar sem frábær athyglisgáfa og frásagn- arlist Halldórs naut sín vel. Var oft hlegið dátt. Halldór hafði, amk. í hugskoti sínu, safnað sam- an miklu efni i það, sem verða áttu æviminningar hans. En því miður mun það verk hafa verið svo skammt á veg komið, að óvíst er að slíkt rit sjái dagsins ljós. Mannþekking, kímnigáfa og rit- fimi Halldórs var slík, að ævi- minningar hans hefðu getað orðið með afbrigðum skemmtilegt rit. Þessir hæfileikar Halldórs, þekk- ing á mönnum og umhverfisþátt- um ásamt skýrri hugsun, hafa raunar komið berlega í ljós í fjöl- mörgum blaðagreinum, sem hann hefir ritað. Sumarið 1981 var ég ferðafélagi og bílstjóri Sigríðar og Halldórs í 2ja vikna ferð um Skotland og England. Var dvalið um hríð á stöðum, þar sem þau hjón voru hagvön, svo sem í háskólaborgun- um Edinborg og Cambridge, en í þeirri síðarnefndu vann Halldór að doktorsverkefni sínu. Auk þess var komið víða við á búgörðum, þar sem Halldór átti kunningja. Er skemmst frá því að segja, að þetta varð ánægjulegasta sumar- leyfisför, sem ég hefi gert um dag- ana, og mun mér seint falla úr minni. Við höfðum lauslega minnst á að fara í hringferð um landið á sumri komanda, en sú ferð verður því miður ekki farin. Þann 11. apríl mætti Halldór hress og gamansamur að vanda í morgunkaffið á Rannsóknastofn- un landbúnaðarins á Keldnaholti. Næsta morgun barst sú dapurlega fregn, að hann væri allur. Það er sjónarsviptir að slíkum manni sem Halldór Pálsson var. Þeir sem áttu þess kost að kynnast honum og vinna með honum minnast hans með þökk og sökn- uði. En minningin um þennan mæta mann og góða dreng má verða þeim, sem eftir lifa, til örv- unar um áframhaldandi nýt störf, hvar sem borið er niður. Sigríði og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Björn Jóhannesson. ísland hefur átt mörg stór- menni um aldirnar; dr. Halldór Pálsson var einn af þeim. ísland hefur átt færri stórmenni á al- þjóðamælikvarða, en Halldór var einn þeirra. Þeir sem starfað hafa á sviði landbúnaðarvísinda erlend- is þekkja það orð sem af dr. Páls- son fór. Hann varð strax þekktur á sviði búfjárfræði en hann stund- aði framhaldsnám á Bretlandi og einkum í samstarfi nokkurra bú- vísindamanna með hinum þekkta búfjárfræðingi í Cambridge, dr. Hammond. Eftir að til íslands kom hélt Halldór áfram vísindastörfum sínum, oft við mjög erfiðar að- stæður, en öll vísindastörf hans þar á sviði sauðfjárrannsókna juku hróður hans, og jafnframt landsins. óhætt mun að fullyrða, að framlag Halldórs og starfs- bræðra hans á sviði sauðfjárrann- sókna hafði fært íslensk vísindi á þessu sviði í fremstu röð. Mér er minnisstætt er ástralsk- ur búfjárfræðingur hugði á Is- landsför og ég spurði hvort hann vildi hitta dr. Halldór Pálsson. Hann sagði þá: „Meinarðu the Pálsson?" Slíkt var nafn Halldórs í heimi búfjárfræðinga. Ég á margs að minnast frá margra ára samstarfi með Hall- dóri. En efst er mér í huga hvernig hann tók mér, ungum námsmanni, sem var að leita sér leiða til fram- haldsmenntunar. Hjá honum fann ég hollráð og hvatningu og ómet- anlegan stuðning. Þegar ég ætlaði að gugna á því að lengja námið og ljúka framhaldsmenntuninni í Ámeríku, sem þá var orðin dýr, var það eiginlega Halldór sem tók af skarið og sýndi mér fram á að hika er sama og að tapa. Vinátta hans og stuðningur héldu áfram hvort sem ég starfaði með honum heima eða dvaldi á erlendri grund. Halldór var yfirhlaðinn anna- sömum ábyrgðarstörfum allt sitt líf. Sumir láta sér nægja stjórnun- arstörfin, erilinn og skriffinnsk- una sem þeim fylgja. Ekki Hall- dór. Hann vann stöðugt að rann- sóknum og lét ekkert koma I veg fyrir að hann gæti haldið áfram á þeirri braut. Hann tók ekki bara þátt í skipulagningu tilrauna og úrvinnslu inni á hlýrri skrifstofu. Hann naut sín fyrst þegar hann var kominn í fjárhúsin á Hesti og hugaði að tilraunafénu, færði í til- raunabækurnar og mældi og vó alla eiginleika sauðkindarinnar sem hægt væri að nota til að auka framleiðni hennar og gæði afurð- anna. Þeir sem áttu þess kost að vera í fjárhúsunum með Halldóri og félögum hans, einkum um fengitímann og um sauðburðinn, gleyma því aldrei. Áhuginn, gíeðin og atorkan var smitandi og er óskandi að sá starfsandi eigi eftir að einkenna starfsemi tilrauna- stöðvanna í framtíðinni. Við Halldór áttum nánast sam- starf í framkvæmd „þjóðargjafar- innar“, en hina svokölluðu „stóru beitartilraunir" voru að verulega leyti sprottnar úr hugmyndum hans. Niðurstöður úr þeim til- raunum eiga eftir að marka þátta- skil í öllum samskiptum búfjár og beitilands á íslandi. Ég minnist allra okkar sam- skipta með innilegu þakklæti og kveð Halldór með miklum sökn- uði. íslenskur landbúnaður og ís- lenskt þjóðlíf missir mikið þegar Halldór er allur og reyndar óhugs- andi að nokkur geti komið í hans stað, þótt við eftirlifendur reynum að gera okkar besta. En ekki er hægt að hugsa til baka til samskipta við Halldór heitinn án þess að hugsa um leið til Sigríðar. Svo samhent voru þau og svo vel reyndist hún honum að segja mátti að Sigríður vekti yfir hverju spori hans, einkum eftir að Halldór fór að kenna veikinda sinna fyrir tuttugu árum. Við Helga sendum Sigríði okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa hana og minninguna um afbragsmann og góðan dreng. Björn Sigurbjörnsson Með Halldóri Pálssyni er fallinn frá einn fjölmenntaðasti forystu- maður bændasamtakanna. Störf hans innan þeirra eru samt ekki hvatinn að fáeinum kveðjuorðum við fráfall hans heldur störf hans að samgöngumálum þjóðarinnar og skipulagningu þeirra. Halldór átti sæti í skipulags- nefnd fólksflutninga um tveggja áratuga skeið, allt til dauðadags, sem fulltrúi Búnaðarfélagsins. Hann var þeirrar skoðunar og fór ekki dult með, að bætt vegakerfi, betri samgöngur væri undirstaða aukinnar hagsældar á verklegu og menningarlegu sviði. Halldór var traustur málsvari dreifbýlisins þegar rætt var um skipulagningu samgangna, og lagði ríka áherslu á að skipulag þeirra miðaði ekki síst að auknu öryggi fyrir íbúa viðkomandi byggðarlaga á sem flestum sviðum. Halldóri var örugglega ljósara en flestum öðrum hversu afger- andi þáttur fyrir búsetu í mörgum sveitum landsins er að á sam- göngumálin sé horft með þá stað- reynd í huga af viðkomandi ráða- mönnum. Það var mjög ánægjulegt að eiga við hann samvinnu og sam- starf, maðurinn var fjölgáfaður og sá gjarnan fyrstur manna ljósari fletina á erfiðum úrlausnarefnum. Hann var manna tillitssamastur þegar þeir áttu í hlut er þurftu liðveislu og ráku mál sín hispurs- laust og án hliðarleiða. Nú þegar leiðir skilja, er okkur sem með honum störfuðu í Skipu- lagsnefnd fólksflutninga, og starfsfólki, efst í huga þakklæti fyrir ánægjulegt og lærdómsríkt samstarf á liðnum árum. Eftirlifandi eiginkonu hans, Sigríði Klemensdóttur, vottum við dýpstu samúð. Einar Ögmundsson Enn eru ekki liðnir ellefu mán- uðir frá því að stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1933 komu saman til að halda há- tíðlegt fimmtíu ára stúdentsaf- mæli sitt og rifja upp þau gömlu kynni sem ekki gleymast, heldur verða oft því innilegri sem lengra líður. En á þessum mánuðum hefur skipast veður í lofti, tveir úr hópn- um hafa fallið frá: á fyrstu haust- dögum Þorsteinn Egilsson, niður- jöfnunarmaður sjótjóna og nú Halldór Pálsson, fyrrum búnað- armálastjóri. Þá var skólinn sex vetra skóli, en Halldór kom ekki í hópinn fyrr en næstsíðasta veturinn, í fimmta bekk, og kom þá að norðan. Þá var aðeins máladeild á Akureyri, en Halldóri var ljóst hvað sér hentaði vegna framhaldsnáms og flutti sig því um set til þess að komast í stærðfræðideild. Halldór var ágætur námsmað- ur, fljótur að átta sig á viðfangs- efnum og stálminnugur. Við flutn- inginn til Reykjavíkur og deilda- skiptin missti hann vetrarkafla úr sumum námsgreinum, en ekki virtist það há honum að ráði. Námshæfileikar hans komu þó enn betur í Ijós í háskólanámi, þar sem hann lauk öllum tilskildum prófum og síðan doktorsprófi á ótrúlega skömmum tíma og með afbragðs góðum árangri. Halldór féll fljótt og vel inn í hóp okkar sem fyrir vorum í bekknum. Hann var kvikur og fjörugur, opinskár og ræðinn, flugmælskur og fljótur að mynda sér skoðun, fimur að verja hana og hafði yndi af því að rökræða. Þessi einkenni fylgdu honum ævina á enda og urðu jafnvel sterkari eftir því sem á ævina leið. Hann varð ótrúlega fróður um menn og mál- efni, hafði unun af því að segja frá og gerði það oft á eftirminnilegan hátt. Halldór var einn þeirra ham- ingjumanna er fá að lifa, þroskast og starfa í samræmi við innsta eðli sitt. Kornungur drengur vakti hann athygli og undrun fyrir það hve fjárglöggur hann var. Og alla tíð síðan var íslenska sauðkindin helsta viðfangs- og rannsóknar- efni hans. Hann valdi sér holdar- far hennar að viðfangsefni til doktorsprófs og ævistarf hans sem ráðunautur, sérfræðingur og bún- aðarmálastjóri var helgað sauð- fjárrækt og búfjárrækt. En um það verður ekki fjallað í þessu fáu orðum. Halldór kvæntist Sigriði Klem- ensdóttur frá Húsavík, systur Sig- tryggs ráðuneytisstjóra, hinni ágætustu konu er stóð við hlið hans í blíðu og stríðu. Um nokk- urra áratuga skeið höfum við fjór- ir bekkjarbræður jafnan komið saman á gamlársdag á heimili Sigríðar og Halldórs, notið þar góðra veitinga og fjörugra sam- ræðna. Nú eru aðeins tveir okkar eftir á lífi, en minningin um langa vináttu og góðar samverustundir lifir. Við vottum Sigríði Klemens- dóttur og öðrum aðstandendum Halldórs djúpa samúð okkar. Guðmundur Arnlaugsson Halldór Pálsson, nestor ís- lenskra búvísindamanna, er lát- inn. Skarð Halldórs verður vand- fyllt enda var hann einn þeirra manna sem varð þjóðsagnaper- sóna í lifenda lífi. Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1933. Að því loknu hóf hann nám í búvísindum við háskólann í Edinborg og lauk þaðan kandi- datsprófi 1936. Hann stundaði framhaldsnám í Englandi undir handleiðslu Hammonds, hins kunna lífeðlisfræðings, og lauk doktorsprófi 1938. Halldór var ráðinn sauðfjár- ræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands þegar árið 1937 og gegndi hann því starfi allar götur þar til hann var ráðinn búnaðarmála- stjóri 1963. En Halldór gegndi fleiri störfum um dagana enda var maðurinn hamhleypa til verka. Hann var framkvæmdastjóri sauðfjárveikivarna 1938—1944. Árið 1942 var Halldór ráðinn deildarstjóri Búnaðardeildar At- vinnudeildar Háskólans (nú Rann- sóknastofnun Búnaðardeildar) og jafnframt sérfræðingur deildar- innar í sauðfjárrækt. Halldór lét af deildarstjórastörfum þegar hann varð búnaðarmálastjóri en hlutastarfi sérfræðings hélt hann fram til 1981, að hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Störfum hans að sauðfjárrannsóknum var þó ekki þar með lokið. Hann vann að verkefnum fyrir Rannsókna- stofnun landbúnaðarins til hinstu stundar. Auk þeirra starfa sem hér hafa verið talin átti hann sæti í ótal nefndum, ráðum og stjórnum um dagana. Hann sat m.a. í fyrstu stjórn Rannsóknastofnunar land- búnaðarins 1965—1969. Þegar Halldór réðst til Búnað- ardeildar herjaði mæðiveikin hér á landi. Halldór hafði forgöngu um að komið yrði á fót fjárrækt- arbúi þar sem m.a. væri gerður samanburður á mótstöðuafli ým- issa sauðfjárstofna gegn veikinni. í þessum tilgangi fékk hann jörð- ina að Hesti í Borgarfirði til um- ráða. Árið 1943 var sett þar á stofn fjárræktarbú sem enn er rekið í þágu sauðfjárrannsókna. Á Hesti var hafist handa um ýmsar rannsóknir og tilraunir í sauðfjár- rækt, ekki aðeins vegna mæðiveik- innar, heldur einnig á sviði líf- eðlisfræði, erfðafræði og fóðrunar. Þegar ákveðið var að heyja bar- áttuna gegn mæðiveikinni með niðurskurði var allt sauðfé á Hesti skorið eins og annars staðar um Borgarfjörð. Heilbrigt fé var feng- ið að nýju frá Vestfjörðum. Síðan hafa verið gerðar margvíslegar tilraunir með sauðfé á Hesti, fyrst undir stjórn Halldórs en hin síð- ustu ár undir stjórn samstarfs- manna hans, Stefáns Sch. Thor- steinssonar og Sigurgeirs Þor- geirssonar. Það sem einkum einkenndi öll störf Halldórs Pálssonar var hinn geysimikli áhugi á verkefnunum. Sofinn og vakinn var hann með hugann við tilraunirnar á Hesti. Ég hygg, að það hafi ekki verið margir dagar á ári sem hann vann ekki meira eða minna að rann- sóknaverkefnum sínum. Samskipti okkar Halldórs hóf- ust fyrir nær aldarfjórðungi þegar ég kom til starfa á Búnaðardeild. Þessi samskipti hafa verið með ýmsu móti en alltaf ánægjuleg. Það var örvandi að starfa með honum. Þekking hans á mönnum og málefnum var með eindæmum. Hann var mikill mannþekkjari þó oft gæti hann verið dómharður um menn og tekið mikið upp í sig. ÖIl hálfvelgja var honum fjarri og talaði hann af hispursleysi um hvaðeina. Undirrituðum reyndist oft mikilsvert að ræða við Halldór um hin ýmsu vandamál, þó ekki bæri hann alltaf gæfu til að fylgja hans ráðum. Halldórs Pálssonar verður ekki minnst án þess að geta konu hans, frú Sigrlðar Klemensdóttur. Sig- ríður studdi ætið Halldór með ráð- um og dáð. Frá þeim tíma sem Halldór varð fyrst fyrir hjarta- áfalli má segja, að Sigríður hafi fylgt manni sínum á öllum hans ferðum, innan lands sem utan. Sigríður er greind kona og margfróð. Þó missir hennar sé mikill, hygg ég að hin mörgu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.