Morgunblaðið - 25.04.1984, Side 44

Morgunblaðið - 25.04.1984, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984 HCBrtAftn m ‘32. „ fielcl ^9 játC eJckí á mig neinar Saicir, **> cuit ^efci sinn vana.gang u Ást er ... ... að hafa undarleg áhrif á hann. : sao. !>egar nafnnúmerin komu til sög- unnar fékk ég aðeins brotatölur, ekki talið að ég risi undir meiru. Má ég ekki heldur biðja um nauta- lundir? HÖGNI HREKKVÍSI vV hann rófz \ öKorefip mb& Ommu- Svar Búseta til sjálfstæðiskonu: Boðorð númer eitt er öryggi Reynir Ingibjartsson, starfsmað- ur Búseta, skrifar: „Ágæta sjálfstæðiskona. Við Búsetar þökkum þér upp- hringinguna til Velvakanda og orð þín í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins 8. apríl sl. Hins vegar þykir okkur með ólíkindum hvað hægt er að misskilja og rangtúlka mikið í fáum orðum. í upphafi er látinn f ljós efi um það, að núverandi félagsmenn Búseta, sem sjálfstæðiskona segir hafa „ánetjast" Búseta, hafi gert sér grein fyrir að þeir eignist ekki þær íbúðir sem þeir fái og búi væntanlega í um lengri eða skemmri tíma. Þetta er nú einmitt það sem hverjum og einum var gert hvað ljósast við inngöngu í félagið — félagsmenn kaupa sér svokallaðan búseturétt og greiða fyrir með ákveðnum hluta af byggingarkostnaði, t.d. 5%. Þá fá þeir íbúð til umráða, ótímabundið, sem þýðir, að standi viðkomandi í skilum, hefur hann alla tíð öruggt húsnæði. Svo er spurt — hverjir eigi íbúð- irnar, eru það samvinnufélögin (SÍS)? Búseti er húsnæðissam- vinnufélag og samþykktir félags- ins eru í samræmi við samvinnu- lögin og alþjóðareglur um sam- vinnufélög. Allt húsnæði sem Bú- seti byggir verður eign félagsins og félaginu stjórna félagsmenn- irnir. Enginn annar aðili kemur því hér við sögu. Búseti er öllum opinn sem félag og þar gildir regl- an — einn félagsmaður — eitt at- kvæði. Formleg tengsl við önnur samvinnufélög eru hins vegar eng- in nema þá milli húsnæðissam- vinnufélaga. Svo er sagt að þeir sem stjórni þessu búist við að ríkið leggi millj- ónir til „fyrirtækisins". Já, hvað er ríkið — er það ekki við öll? Fé- lagsmenn í Búseta ætlast að sjálf- sögðu til að félagið fái lán úr hús- næðislánakerfinu til íbúðarbygg- inga fyrir félagsmenn, því að sjálfsögðu á fólk í þessu landi að hafa frelsi til að ráða því, hvaða form það vill hafa á því að tryggja sér öruggt húsnæði og allir hafa á því rétt, ekki satt, sjálfstæðiskona góð. Öll greiðum við skatta og flest í lífeyrissjóði. Hluta af þessu fé viljum við fá að láni og endur- greiða síðan. Svo er þetta með fyrirtækið. Búseti er félag fólks um eina af frumþörfum mannsins, en ekki fyrirtæki með hagnaðar- markmið. Svo eru áhyggjurnar hjá sjálf- stæðiskonu út af þeim sem af veikum mætti eru að festa kaup á húsnæði. Er svo að skilja að Bús- eti ætli að taka frá þeim björgina. Já, Búseti var einmitt stofnaður ekki síst til að forða fólki frá því að verða neytt til að kaupa sér húsnæði sem það réð í raun ekki við að gera, og þannig er reyndar um flesta í dag. Svo er hvers og eins að velja. Meini konan hins vegar það, að Búseti ætli að njóta forréttinda umfram aðra, þá er vert að benda henni á það, að að- eins verður lánað einu sinni út á hverja íbúð sem Búseti byggir. Hús sem byggt er á vegum ein- staklings gengur hins vegar kaup- um og sölum að jafnaði á átta ára Gullkorn Andbyrinn krefst djarfari siglingar. - J. Gleditsch (1860-1931) var norskur biskup. fresti. í hvert sinn, sem keypt er, er að jafnaði tekið nýtt lán. Þó húsnæðissamvinnufélag fái kannski hlutfallslega hærra lán í upphafi, líður fljótt að því að búið er að lána meira fé frá „ríkinu" til einkahússins en Búsetahússins. Að lokum hefur sjálfstæðiskona miklar áhyggjur af því að félagar Búseta standi uppi slyppir og snauðir eftir nokkur ár, þá vænt- anlega komnir í fbúðir félagsins og félagið hirði af þeim alla hýr- una. Já, það er von að spurt sé í þjóð- félagi, þar sem leigjendur geta átt von á „sparkinu" hvenær sem er og staðið uppi slyppir og snauðir á götunni, eða húseigandi þarf ekki annað en að fá fyrir hjartað og verða óvinnufær, þá verður kannski að selja húsið til að kom- ast af. Boðorð Búseta númer eitt er ör- yggið. Sá sem hefur keypt sér bú- seturétt hefur í reynd ævitrygg- ingu fyrir öruggu húsnæði, og ef hann fellur frá, erfist rétturinn til eftirlifandi maka eða barna. Búseti getur svo lagt þá peninga sem hann á afgangs og annars færu í að eignast steinsteypu í aðra hluti, t.d. bíl, ferðalög, menntun o.s.frv. Þá mætti líka leggja í fyrirtæki, kaupa hlutabréf eða ávaxta í bönkum. Eignin þarf ekki að felast í eigin húsnæði. Það væri hægt að fara mörgum fleiri orðum um orð sjálfstæðis- konu sem kýs að kalla sig svo. Þessb^SgduT1 Félagar í Búseta geta staðið uppi slyppir og snauðir SjálfstæAískona hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég efast um að allir sem hafa ánetjast Búseta, hafi gert sér ljóst að þeir geta ekki eign- ast ibúðir þess. Hverjir eiga þessar íbúðir? Eru það Sam- vinnufélögin? Þeir sem stjórna þessu búast svo við því að ríkið leggi milljónir króna til fyrir- tækisins. Hvað um þá, sem eru af veik- um mætti aö festa kaup á hús- næði? Er þarna ekki um herfi- lega mismunun að ræða? Það fólk, sem hefur gerst meðlimir 1 þessu samvinnufélagi getur staðið uppi slyppt og snautt eftir nokkur ár. Hvort hún er með því að þóknast flokki sem kennir sig við sjálf- stæði veit ég ekki, en vert er það til umhugsunar fyrir þá sem unna sjálfstæði einstaklinga, hvílíkir eigna- og átthagafjötrar eigið hús- næði oft er, að ekki sé talað um skuldafjötrana. Öll kjósum við okkur frelsi til handa og því hljóma orð sjálfstæðiskonu í málgagni sem kennir sig við frelsi sem örgustu öfugmæli. Gamall ritstjóri þessa blaðs hefur talað lengi og oft um al- menningshlutafélög. Kannski verður Búseti í reynd stærsta og merkasta „almenningshlutafélag- ið“ á íslandi? Með Búsetakveðju." Bjórsalan óheimil Ragnar Tómasson hdl. skrifar: „Ég leyfi mér að vekja athygli Morgunblaðsins á rangri fyrir- sögn í eindálka frétt á baksíðu blaðsins 3. apríl sl., en þar segir: „Ferðamannaöl: Átta lítrar lögleg- ir ef bjórinn er innlendur." (Let- urbreyt. R.T.) Bjórsala þessi hefur verið óheimil að lögum, sbr. grein- argerð sem um þetta mál var birt á sínum tíma, tekin saman af Sig- urði Líndal prófessor. Sú tilhögun að „blanda" sterkan bjór í staðinn fyrir að brugga hann, er á sama hátt skýrt brot á ákvæðum áfengislaga." Ferðamannaöl: Átta lítrar löglegir ef bjórinn er innlendur NÚ MEGA ferðomenn, :' komm erlendis frá, flytjo með inn i Undið átU lítra »f á' «li, ef það er fslenzk framl en sex Iftra ef það er < /T- • * .. - - /Kifcf- Ekkert aldurstakmark á „Hrafninn flýgur“ Björgvin Halldórsson hringdi: Ég hef aldrei fyrr talað við Vel- vakanda en nú finnst mér ærið til- efni til að mótmæla ranglæti, sem látið er viðgangast. Þar á ég við aldurstakmarkið, sem sett hefur verið á aðgang að kvikmyndinni „Hrafninn flýgur" eftir Hrafn Gunnlaugsson. Miðað við allt það, sem sýnt er í sjónvarpinu—hroll- vekjurnar, stríðsmyndirnar og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.