Morgunblaðið - 25.04.1984, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 25.04.1984, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984 t Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og úttör móöur minnar, ÞÓRUNNARÓLAFSDÓTTUR. Tryggví Guömannsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför ARNAR Ó. JOHNSON. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki og læknum Borgarspítalans fyrir góöa aöhlynningu. Einnig stjórn og starfsfólki Flugleiöa hf. fyrir virðingu og hlýhug. Margrét Þorbjörg Johnson, örn Johnson, Ásthildur Johnson, Helga Petersen, Othar Örn Petersen, Sofía Johnson, Jón Ólafsson, Ólafur H. Johnson, Borghildur Pétursdóttir, Margrét Þ. Johnson, Ásgeir Óskarsson, barnabörYi og aórir vandamenn. Minning: Sigurhjörtur Jónsson skipstjóri Þegar mér barst sú harmafregn á fögrum og sólbjörtum pálma- sunnudegi að góðkunningi minn, Sigurhjörtur Jónsson, væri allur — hefði hnigið niður örendur í miðri skíðaparadísinni ísfirzku — neitaði ég í fyrstu að trúa. Aðeins örfáum dögum áður höfðum við, ásamt eiginkonum okkar, átt sam- an notalega síðdegisstund. Þá hafði Sigurhjörtur geislað af lífs- gleði og hreysti og ekkert virtist honum fjær en dauðinn. En svona skipast veður skjótt í lofti, og ís- kaldan raunveruleikann fær eng- inn umflúið. Sigurhjörtur Jónsson var fædd- ur á ísafirði 20. febrúar 1940, son- ur hjónanna Jóns Jóhannessonar, sjómanns og Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Var hann fimmti í röð ellefu systkina. Snemma hneigðist hugur hans að því sem síðar átti eftir að verða hans starfsvettvangur, fiskveiðum og sjósókn. Innan við fermingu var hann farinn að vinna við línubeit- ingu, og von bráðar réðst hann svo til starfa á sjónum. Síðar settist hann í Stýrimannaskólann og afl- aði sér þar skipstjórnarréttinda. Upp frá því var hann við skip- stjórnarstörf á fiskibátum, eink- um línubátum, en um skeið var hann og við rækjuveiðar á báti, sem hann átti og rak í félagi við annan. Náin kynni okkar Sigurhjartar hófust fyrir 13 árum, er hann réðst til skipstjórnarstarfa á Aður en þú byrjar að byggja í vor skaltu kynna þér JL byggingalánin og JL voruúrvalið Þaðsem er mikilvægast fyrir þann sem er að byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- hraðinn. J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum, J.L. Byggingalánin eru þannig í fram- kvæmd: Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf- eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- un. Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup- um. Um leið og búið er að grafa grunninn geta smiðirnir komið til okkar og fengið fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst allt byggingarefnið hjá okkur. Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur ef þú ert að byggja. JL I BYGGlWGflVÖRURl HRINGBRAUT 120’ M**«n9»vörurogvefklaM. 28-605 iiniivuunnui Fl.sar og hre.nlæt«læk. 28-430 Bygg.ngavorur 28 600 So»usl(On GomeppadeikJ 28-603 Skr.lstofa Timburdeild 28-604 Harðv.ðarsala 28-693 28-620 28-604 viðskiptabátum Hraðfrystihússins Norðurtanga hf., fyrst á m/b Guð- nýju og síðar á m/b Víkingi III. Mér sýndist strax að þarna færi traustur maður og góður, og brátt sannfærðist ég um að þetta mat mitt var rétt. Við höfðum mikið saman að sælda í sambandi við okkar daglegu störf, þótt á ólíkum vettvangi væri. Hann glímdi við úfið úthafið á meðan ég sat í landi í kontórlogninu. En frístundir átt- um við líka saman margar og ljúf- ar. Var þá stundum lyft glasi á góðri stund, eða ferðast saman um fjarlæg og framandi lönd. En hvort heldur sem var í leik eða starfi, þá bar aldri skugga á sam- band okkar. Sigurhjörtur var afar farsæll skipstjóri. Hann var kappsfullur og metnaðargjarn, en kunni þó þá gullnu reglu mörgum betur, að láta kappið aldrei bera forsjána ofurliði. Honum tókst líka ávallt að stýra fleyi sínu heilu í höfn, sem þó er ekki alltaf heiglum hent á harðsóttum Vestfjarðamiðum. En hann var ekki einungis farsæll í störfum sínum, heldur og í einkalífinu. Árið 1963 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Helgu Breiðfjörð. Var hjónaband þeirra ástríkt og traust, og eignuð- ut þau þrjú mannvænleg börn, Snorra f. 1963, Guðrúnu f. 1965 og Sigrúnu f. 1969. Er nú þungur harmur að þeim kveðinn við hið óvænta og ótímabæra andlát heimilisföðurins. Fyrir tæpum tveimur árum tók Sigurhjörtur þá ákvörðun, að vandlega yfirveguðu máli, að hætta til sjós. Að eigin sögn vildi hann vera búinn að hasla sér nýj- an völl og aðlaga sig breyttum starfsháttum, á meðan hann væri enn á góðum aldri. Ekki hvarf hann þó ýkja langt frá sjónum, því hann réðst til starfa hjá Netagerð Vestfjarða hf. Ávann hann sér þar brátt traust og vinsældir sam- starfsmanna og yfirboðara, og er ekki að efa að áralöng reynsla hans sem sjósóknara hefur oft komið sér vel í þeim störfum. Aldrei slokknaði þó gamli sjó- mannsneistinn, og þegar við hitt- umst seinast kvaðst hann hafa mikinn hug á að mega leysa af á bátunum á komandi sumri. Var það að sjálfsögðu auðsótt mál og fastmælum bundið á stundinni. Eftir að Sigurhjörtur hætti skipstjórn fækkaði samfundum okkar nokkuð. Oft hittumst við þó á förnum vegi, og ávallt var við- kvæði okkar hið sama: Við yrðum endilega að taka upp á ný gamla góða þráðinn og hittast oftar. En enn einu sinni hefur sýnt sig, að því, sem mann Iangar til að gera og getur gert strax, má ekki slá á frest, því fyrr en varir getur allt orðið um seinan. Með Sigurhirti Jónssyni er genginn mætur og góður þjóðfé- lagsþegn, sem skiiaði dýrmætu lífsstarfi, án þess þó að viðhafa nokkru sinni hávaða eða glamur- yrði. Ef ég ætti, að leiðarlokum, að gefa honum einkunn, yrði hún á þá leið, að hann var drengur góð- ur. Mér þykir fengur að því að hafa mátt eiga með honum sam- leið, sem þó varð allt of stutt. Við hjónin sendum Helgu og börnunum dýpstu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Sigurhjart- ar Jónssonar. Hans W. Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.