Morgunblaðið - 25.04.1984, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.04.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984 47 Kamilla Pedersen — Kveðjuorð Mjög kom það mér á óvart er mér barst fréttin um lát Kömmu systur minnar. Það er ekki langt síðan við vorum saman glaðar og hressar. En hennar tímaglas er tæmt og hún hefur lokið sínu lífs- verki. Hretviðri lífsins, sjúkdómar og mótlæti hafa skollið yfir okkur og þreytan segir til sín. Þannig var því farið með Kömmu systur. Oft hefur mér þótt sem hún væri blómið sem berst í stormi og kulda, lítið veikt blóm. En eftir að dimmustu élin voru liðin hjá minnti hún iíka á blóm sem þá reisti sig á ný mót birtu og yl. Það var von okkar systranna, sem búum hér í Noregi að hún myndi verða það hress á sumri komanda að hún gæti komið í heimsókn til okkar. En þetta hefur farið á ann- an veg. Hún lagði upp í hina hinstu för yfir móðuna miklu. Ég óska og vona að þar hafi hún hitt fjölmennan hóp vina og vandamanna, sem tekið hefur á móti henni og leiðbeint á nýjum vegum í nýjum heimi. Við systur hennar í Noregi munum í hugan- um standa við gröf hennar á út- farardaginn. Við þökkum Kömmu systur okk- ar fyrir svo ótal margt. Minningin um hana mun lifa í brjóstum okkar um ókomin æviár. Anna Ingebertsen, Noregi. íslandsmótið í bridge: • • Oruggur sigur sveit- ar Jóns Hjalta- sonar SVEIT Jóns Hjaltasonar sigraði með yfirburðum í úrslitakeppni íslandsmótsins í bridge sem lauk á páskadag. Hlaut sveitin 115 stig af 140 mögulegum. í öðru sæti varð sveit Runólfs Pálsson- ar með 93 stig og þriðja varð sveit Þórarins Sigþórssonar með sama stigafjölda. í sveit Jóns eru ásamt hon- um: Símon Símonarson, Þórir Sigurðsson, Hörður Arnórsson og Jón Ásbjörnsson. Sveitin vann alla leiki sina í undan- keppninni sem lauk fyrir nokkru og tapaði aðeins einum leik í úrslitakeppninni en það var við sveit Þórarins Sigþórs- sonar sem varð íslandsmeist- ari í fyrra. Nánar verður sagt frá úr- slitakeppninni í bridgeþætti. LADJ&Ql kynnt á 21 stað [dagana 27. - 30. apríl Suður- og austurland: Norðurland: föstudagur 27. apríl v/söluskálann Vík kl. 12—14 laugardagur 28. apríl v/hóteliö í Höfn á Hornafiröi kl. 10—12 Djúpivogur síðdegis Breiödalsvík síðdegis Stöðvarfjörður síðdegis Fáskrúðsfjörður síðdegis sunnudagur 29. apríl Norðfjörður kl. 10—12 Eskifjörður kl. 14—15 Reyðarfjörður kl. 16—18 mánudagur 30. apríl Seyðisfjörður kl. 10—12 Egilsstaðir kl. 16—20 föstudagur 27. apríl Blönduós laugardagur 28. apríl Sauðárkrókur sunnudagur 29. apríl Akureyri mánudagur 30. apríl Húsavík Vesturland: laugardagur sunnudagur mánudagur kl. 16—20 kl. 14—16 kl. 10—16 kl. 16—20 28. apríl Borgarnes kl. 13—15 29. apríl Búðardalur kl. 10—12 Stykkishólmur kl. 15—17 30. apríl Grundarfjörður Ólafsvík Hellissandur Komið og skoöið og reynsluakið hinum frábæra Lada LUX sem þegar nýtur mikílla vinsælda á íslandi. ★ Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Verð viö birtingu auglýsingar kr. 213.000,- Lán 6 mán 107.000,- Þér greiðið 106.600,- Verdlisti yfir Lada-bifreiöar fyrir handhafa örorkuleyfa: Lada 1200 kr. 106.600 Lada 1200 station kr. 113.600 Lada 1500 station kr. 124.300 Lada 1500 Safir kr. 118.100 Lada 1600 Canada kr. 128.000 Lada Lux kr. 135.400 Lada Sport kr. 216.600 Stfelld þjónusta landbúnaðarvélar hf. Suðurlandsbraut 14, sími 38600 Söludeild sími 31236

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.