Morgunblaðið - 25.04.1984, Síða 48

Morgunblaðið - 25.04.1984, Síða 48
Opid alla daga frá kl. 11.45-23.30. J^xlkonmn AUSTURSTR/ETI22, INNSTR/ETI, SÍMI 11633. Opið öll Hmmtudags-. löstu- dags-, laugardags- og sunnu- dagskvötd. AUSTURSTRÆTI 22, (INNSTRÆTI) SÍMI 11340. MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984 VERÐ I LAUSASOLU 20 KR. Ríkisstjórnin um kakómjólk, Mangó og Jóga: Fjórir ráðherr- ar í sáttanefnd FJÖGURRA ráðherra nefnd var í gær skipuð af ríkisstjórninni til aö reyna til fullnustu aö ná samkomulagi í deilu stjórnarliða vegna ákvöröunar fjármálaráöherra þess efnis að inn- heimta vörugjald og söluskatt á Kærir lög- reglustjóra og forstjóra Fríhafnar KRISTJÁN Pétursson, deildar- stjóri í tollgæslunni á Keflavíkur- flugvelli, hefur lagt fram formlega kæru á hendur Guðmundi Karli Jónssyni, forstjóra Frfhafnarinn- ar, og Þorgeiri l»orsteinssyni, lög- regiustjóra á Keflavíkurflugvelli, vegna sölu áfengs öls til feröa- manna í Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli. Kærir Kristján Guö- mund fyrir sölu ölsins, en Þorgeir fyrir aö láta sölu þess viðgangast án þess að aöhafast nokkuö. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins grundvallar Kristján kæru sína á því, að heimild til sölu sterks öls í Fríhöfninni eigi sér enga stoð í lögum. Vitnar hann í kæru sinni m.a. til grein- ar sem Sigurður Líndal, laga- prófessor, skrifaði um sölu sterks öls til ferðamanna. Sala þess hófst árið 1980. Kemst Sig- urður m.a. að þeirri niðurstöðu í grein sinni, að sala áfengs öls til ferðamanna sé óheimil skv. lög- um. Embætti forstjóra Fríhafnar- innar og lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli heyra undir varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins. Sverrir Haukur Gunnlaugssonar, sendifulltrúi í varnarmáladeildinni, sagðist í samtali við blm. Mbl. í gær- kvöldi ekkert geta sagt um kæru þessa, hún bærist sér líkast til ekki fyrr en í dag. drykkjunum kókómjólk, Jóga og Mangó-Sopa. Á dagskrá neðri deildar Alþingis í dag eru tvö frumvörp fram- sóknarmanna þess efnis að Alþingi hnekki ákvörðun fjármálaráðherra hér að lútandi. t nefndinni eiga sæti forsætis- ráðherra, fjármálaráðherra, land- búnaðarráðherra og viðskiptaráð- herra. Ráðherrar þurftu að fara snemma af þingflokksfundum í gær, þar sem fundur í áðurgreindri fjögurramannanefnd var boðaður kl. 18, en í þingflokkunum voru ráðstafanir í rikisfjármálum til umfjöllunar. Forsætisráðherra sagði eftir nefndarfundinn í gær- kvöldi, að það væri von sín að unnt yrði að leysa þetta mál í ráðherra- nefndinni, þannig að ekki þyrfti að koma til kasta Aiþingis. Hann sagði ennfremur, að í gær hefðu borist nýjar upplýsingar frá framleiðenda drykkjarvaranna um verðmyndun þeirra og yrði það væntanlega til hjálpar. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Peningaskápurinn — fyrst var skápurinn logskorinn og síðan spcnntur upp með stórvirkum áhöldum. MorRunblaÓið/Kjartan Aðalsteinsson Skrifstofa KHB á Seyðisfirði: Brotist inn í þriðja sinn á fímm árum Þjófurinn greip í tómt, því allt fé hafði verið fjarlægt í Ijósi fenginnar reynslu Bflnúmeralaust í Reykjavík ENGIN R-númer var að fá hjá Bif- reiðaeftirliti Ríkisins í Reykjavík í gær og heldur ekki á miðvikudag fyrir páska. Varð fjöldi manna, sem ætlaði aö umskrá bíla sína, frá að hverfa af þessum sökum. Vonir stóðu til fyrir páska, að úr vandanum rættist í gærmorgun en engin númer var þá heldur að hafa. BROTIST var inn í skrifstofu Kaup- félags Héraðsbúa á Seyðisfirði um páskana. Þjófurinn — eða þjófarnir — notuðu logsuðutæki til þess að logskera peningaskáp á skrifstofunni og þegar þau ekki dugðu beittu þeir stórvirkum áhöldum og náðu þannig að spenna peningaskápinn upp. Vafa- lítið hafa þeir orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar þeir opnuðu skáp- inn því hann var tómur — galtómur. Vilhjálmur Jónsson, kaupfélags- stjóri, hafði sýnt þá fyrirhyggju að hafa allt fémætt á brott með sér í ljósi fenginnar reynslu. Haustið 1979 var einmitt brotist inn í skrifstofu Kaupfélagsins og pen- ingaskápur fyrirtækisins brotinn upp. Um 800 þúsund gkrónum var stolið og öðru eins í ávísunum. Um páskana 1982 var aftur farið inn í skrifstofu kaupfélagsins og enn var peningaskápur brotinn upp og 45 þúsund krónum stolið. Vilhjálmur taldi því ráðlegast að hafa allt á hreinu og hafði á orði við lögregl- una að fylgjast nú vel með kaupfé- laginu um páskana. Það var á mánudagsmorguninn að menn urðu þess áskynja að brot- ist hafði verið inn. Þá þegar var hafist handa um rannsókn málsins og Sigurður Helgason, sýslumaður, bað um aðstoð Rannsóknarlögreglu ríksins. Tveir rannsóknarlögreglu- menn voru sendir austur og eru þar enn. Enginn hefur verið handtek- inn enn sem komið er. Austurland: Ný hörpu- skelfisk- mið fundin Mestar veidivonir á Vopnafirði NÝ hörpuskelfiskmið eru nú fundin austan lands og reyndist afii beztur á Vopnafirði. Mikill áhugi á hörpuskelfiskvinnslu er á Vopnafirði en ákvörðun þar að lútandi hefur enn ekki verið tek- in. Sólmundur Einarsson, fiski- fræðingur og leiðangursstjóri á hafrannsóknaskipinu Dröfn, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að hörpuskel hefði meðal annars fundizt á Vopnafirði, Gunnólfsvík og á takmörkuðum blettum á Reyð- arfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðv- arfirði, en vitað væri um skel á fleiri stöðum, sem ekki hefði tekizt að kanna. Sagði hann að mest hefði veiðin verið á Vopnafirði eða um 500 kíló eftir 10 mínútna tog, sem væri tals- vert gott. Hins vegar væri hlut- fa.ll kjöts af skelinni lágt nú eða aðeins um 9,5% og hagkvæmn- isútreikningar á veiðunum lægju enn ekki fyrir. Sigurjón Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri Tanga hf. á Vopnafirði, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að hjá fyrirtækinu væri mikill áhugi á skelvinnslunni en lítill á veið- unum sjálfum enda ætti félagið ekki bát til veiðanna og litlar líkur væru á kaupum. Óska- draumurinn væri að hefja vinnslu í haust, en skelin væri aðallega veidd á haustin og fram eftir vetri. Vinnslan gæti þá bætt aflaskerðinguna, sem fyrirsjáanleg væri. Sigurjón sagði ennfremur, að mikil og stöðug vinna hefði að undan- förnu verið í frystihúsinu enda væru nú tvö skip gerð út af fyrirtækinu. Því hefði meira verið unnið í frystihúsinu nú en nokkurn tíma áður. Þingflokkar stjórnarliða um tillögur ríkisstjórnar: Sjálfstæðismenn vilja ekki benzínlítragjald Framsóknarþingmenn vilja kflógjald á bifreiðir ÞINGMENN Sjálfstæðisfiokksins tóku mjög illa í þá hugmynd á þing- flokksfundi í gær um ráðstafanir í ríkisfjármálum, að afla 150 millj. kr. til vegamála með álagningu sérstaks 2 Forsætisráðherra um áskorun friðarvikunnar: „Breytir ekki yitanríkis- stefnu okkar íslendingau „ÞAÐ SEM kom fram í þessari áskorun, breytir auðvitað ekki utanríkisstefnu íslendinga," sagði Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, er blm. Mbl. spurði hann hvort ályktun friðarvikunnar, sem hann undirritaði um afvopnun og frystingu kjarnorkuvopna boð- aði einhveriar breytingar á ríkisstefnu Islendinga. utan- Forsætisráðherra sagði jafn- framt: „Hins vegar held ég að sú áskorun, sem ég meðal annarra skrifaði undir, sé mjög í sam- ræmi við þá stefnu okkar íslend- inga að beita okkur fyrir því að úr vígbúnaðarkapphlaupi dragi, og að afvopnun geti hafist undir öruggu eftirliti." Sjá á bls. 27 „Hátt á þriðja þúsund undirrituðu yfirlýs- ingu Friðarpáska". kr. gjalds á hvern benzinlítra. Vildu sjálfstæðismenn fremur að farið yrði í auknar erlendar lántökur til öflunar þessa fjár. Tillögur rfkisstjórnarinnar voru einnig til umfjöllunar í þing- fiokki Framsóknar, en þar kröfðust menn útfærslu á hvernig þessara 150 millj. kr. skuli aflað. Að sögn forsæt- isráðherra hafa framsóknarmenn aldrei verið hlynntir benzíngjaldi, þeir halda enn við tillögur sínar um álagn- ingu veggjalds í formi kílógjalds á bif- reiðir, sem sjálfstæðismenn hafa al- farið hafnað. Tillögur ríkisstjórnar- innar voru ekki afgreiddar í þing- flokkunum og verður umfjöllun hald- ið áfram á fundum þeirra í dag. Tillögurnar eins og þær voru kynntar í þingflokkunum hljóða upp á um 1,7 milljarð kr. af þeim 2 milljörðum sem fjárlagagatið nem- ur. Full samstaða virðist þó ekki vera innan ríkisstjórnar eins og að framan getur, því auk fjáröflunar til vegamála kröfðust framsóknar- þingmenn einnig útfærslu á því hvernig afla skuli 200 millj. kr. með nýjum liðum í söluskattsálagningu. Sjálfstæðisþingmönnum var kynnt sú leið, að auk hertrar innheimtu verði lagður söluskattur á þrjár nýjar atvinnugreinar, þ.e. þjónustu endurskoðenda, verkfræðinga og lögmanna. Samstaða virðist hafa náðst inn- an ríkisstjórnar um niðurskurðar- liðir, sem nema munu 975 millj. kr. Er þar um almennan niðurskurð á öll ráðuneyti að ræða, en að auki eftirtaldir stórir liðir: 300 millj. kr. í heilbrigðis- og tryggingamálum; þar má nefna aukna kostnaðar- hlutdeild almennings í tannlækna- og lyfjakostnaði, og kostnaði við heimsóknir til sérfræðinga; 185 millj. kr. sem teknar verða af fjár- veitingum til niðurgreiðsina land- búnaðarvara; 100 millj. kr. vegna Lánasjóðs ísl. námsmanna, en lán- um verður þar haldið í 95% í stað 100%. Þar að auki á menntamála- ráðuneytið að spara 70 millj. kr. á ýmsum liðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.