Alþýðublaðið - 03.11.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.11.1931, Blaðsíða 4
4 A L P Ý Ð U B ls A Ð1 Ð Veitti sannarlega ekki af að öf 1- ugt eftirlit væri með yður haft, ef öryggis á að gæta, eins og sjálfsögð skylda ríkiseftirlits- manns er, ef kært væri fyrir hon- vm. En J)ví er nú ver, að sjú- menn og yfirmenn á skipunum hafa ekki nægilega vakandi auga á, hvenær verið er að rýra ör- yggið fyrir lífi og limum peirra. En alment munu menn ekki ætla öðrum svo ilt, að hann geti haft sig til að rýra öryggisráðstafanir þær, sem gerðar eru af því opin- bera fyrir lífi sjómannanna. Þær eru ekki meiri en það. Menju- slysið er óupplýst mál, en margir álíta nú samt að um líka bilun og þessa hafi verið að ræða, að eins nokkru meiri. Vélstjórarnir, sem manna bezt hafa haft tæki- færi til þess að fylgjast meði verkum yðar, ættu að gera sér það ljóst, að það er skijlda peirra öð kæm í hvert einasta skifti fijr- ir ríkiseftirlitinu, er jreir verða varir við að þér séuð að reyna, hvort sem það kemur af fávizku og þekkingarleysi yðar eða af öðrum ástæðum, að stuðla að þvi, að öryggið á sjónum minki- Hingað til hafa þeir kynokað sér við þessu af jreirri ástæðu, að það hefir jafnan verið svo, að ef vélstjóri hefir sett sig upp á móti vilja yðar, þá hefir sá hinn sami aldrei orðið langlífur í stöðunni, og er mönnum vorkunn þótt þeir vilji halda atvinnu sinni, því flestir þurfa hennar með. Ætla $g í því sambandi síðar að skýra frá því, hvernig þér fóruð að því að bola mér i burtu af togaran- tmi „Ver“ vorið 1930. Þar settuð þér ósvikið stimpil yðar á, en því er nú ver að ég er ekki sá einí, sem þér hafið leikið þetta viö. En fyr eða seinna opnast augu manna fyrir því hvernig þér erað Og þá er ég hræddur um að yeldi yðar sé lokið. Jens Pálsson. IJm €»P weglsœia, St. FRÓN. Fundur annað kvöld. Framkvæmdanefnd Stórstúk- unnar heimsækir. Verzlunarmannafélagið „Merkúr“ boðar til fundar í kvöld fyrir alla verzlunarmenn til þess að ræða innflutningshöftin og afleið- ingar þeirra fyrir verzlunarmenn. — Hefir verzlunarmönnum verið sagt upp atvinnu í tugatali und- anfarna daga, og er búist við að mörg hundruð manna muni missa atvinnu, ef ekkert verður að gert. Ættu allir verzlunarmenn að sækja fundinn í kvöld, þar sem hér er að ræða tmi miikilsverðasta mál þeirra, um atvinnu þeirra. Dánarfregn. Séra Stefán Jónsson, fyrrum pnestur að Staðarhrauni í Mýrr sýslu, andaðist hér í Reykjavík í fyrradag. Til máttvana drengsins. Frá X 10 kr. Alls komið 607,90 kr. íslenzkar og 5 kr. danskar. Rottugangur. Þar, sem rottugangur er í hús- fnm hér í Reykjavíik, þurfa menn að gera aðvart um það í þessari viku í skrifstofu heilbrigðisfuli- trúans, við vegamótastíg, sínij 753. Silfurbrúðkaup eiga í dag Grímur Jónsson og Sumarlína Pétursdóttir í Árnesi við Lauganessveg. Til sjómannafélagans húsnæðislausia hefir komið til skrifstofu Sjómannafélagsins: Frá S. G. 5 kr. og frá R. Þorsteins 5 kr. Alls komið (bæði til Sjó- mannafélagsskrifstofunnar og Al- jíýðublaðsins) 52 kr. Bæjarstjórnakosningarnar í Eng> landi og Wales fóru fram í gær. Samkvæmt FB.-fregn hafa þær dregið dám af þingkosningunum Og íhaldsmenn unnið mörg sæP Fullnaðarúrslit ókomin. Brezku kosningarnar. Síðustu fregnir herma, að kosn- ir voru 556 stjórnarsinnar. Kosn- ar voru 15 konur á þingið. Bifreið brotnar. Nýleg vöruflutningsbifreií ók á sunnudagsnóttina út af Hafnar- fjarðarveginum, skamt sunnan við Kópavogsháls og brotnaði rnjög mikið. Gengi eriendra mynta hér í dag: Sterlingspund kr. 22,15 Dollar 5,851/4 100 danskar krónur — 126,93 — norskar •— — 125,03 — sænskar — 130,11 — þýzk mörk' 138,68 Vetrarhátíð heldur siendisveinadeild „Merk- úrs“ næstkomandi sunnudag. Verður þar margt til skemtunar. Þurfa allir sendisveinar að lesa auglýsinigu um hátíðina, sem verður hér í blaðinu á morguni. Sendisveirm. „1. maí“ heitir karlakór, sem félagar úr verklýðsfélögunum í Hafnarfirði stófnuöu í fyrra, og er stjómiandi hans Lárus Jónsson, Kórinn hef- ir sungið noikkrum sinnum á verklýðsskemtunum í Hafmarfirði, en nú ætlar hiann að syngja á hátíð þeirri, er Félag ungra jafn- aðarmanna hér heldur í alþýðu- húsinu Iðnó n. k. laugardags- dagskvöld af tilefni 4 ára af- mælis síns og 14 ára afmælis BIFREIBAST0ÐIN HEK'LA, Lækjargötu 4, hefir að eins nýjar og góðar drossíur. Lægst verð. Reynið viðskiftin. Sími 1232. Til Hafnarfjarðar og Vífiisstaða et bezt að aka með STEINDðRS-bifreiðnm. verklýðveldisins rússneska. Mun kórinn syngja auk annars flesta jafnaðarmannasöngvana. Á bifreiðauppboðinu í gær til greiðslu ógreiðmn gjöldum, er á bifreiðunum hvíldu.. fór sú bifreiðin, sem lægst var boðið í, á 20 kr. og önnur á: 25 kr. og eitt bifhjól á 12 kr. Eru og bifreiðar þessar yfirleitt ónýtar, nama að þ.vi leyti sem hægt er að nota stykki úr þeim til viðgerðar öðrum, og eru afsikráðar við söl- una. Sú bifreiðin, sem hæst fór, var seld á 630 kr„ en hún var ekki ónýt, heldur seld úr þrota- búi. Hvab er lað firétfa? Nœturlœknir er í nótt Halldör Stefánsson, Laugavegi 49, síimi 2234. Toaárarnir. „Gylfi“ kom af veiðum í gær með 3 000 körfur ísfiskjar og „Geir“ í nótt með 1600 körfur. „Karlsefni" og „Sindri“ komu í gærkveldi frá Englandi. „Ska!lagrím:ur“ og „Eg- ill SkalIagrhns;son“ fóru á veiðiar í nótt. Fer „Skal:lagrímiur“ vestur á Halamið, og er gert ráð fyrir, að hann fari með aflann til Þýzkalands, því að þar er eininig markaður fyrir upsia, jafnframt þorskinum. Kvenfélag þjóðkirkjusafniaðar- ins í Hafnarfirði heldur fund í húsi K. F. U. M. þar il. 81/2 annað kvöld. Félagskonur eru á- mintar um að mæta stundvíslega. Félagi. U. M. F. „Velvakandi“ heldur fyrsta fund sinin á Laugavegi 1, bak við verzl. „Vísi“, í kvöld kl. 9 stundvíslega. Félagi. Ungbarnavernd „Líknar“, Báru- götu 2, er opin hvern fimtudag og föstudag kl. 3—4. Hann gekk í svefni. Drengur einn að nafni Frederick Mills í Lundúnum gekk um daginn í svefni út um glugga og datt af fjórðu hæð niður á götu. Hann var fluttur í spítália, en tvísýna er talin á lífi hans. 15 ára gamall drengur í Kaup- mannahöfn hefir undanfarið far- ið til ýmsra bifreiðakaupmanina og sagst vena barón og að móÖir hans hefði í hyggju að gefa hon- Harmonikurúm (beddi) og lítið borð til sölu með sérstöku tæki- færisverði, ef samið er strax. — Skólavörðustíg 26, kjallarinn. Drengjanærfatnaðar i mikla úrvali. Verzlunin Skógahss, Laugavegi ÍO. Annast uppsetningu loftneta og viðgerð á útvarpstækjum, hleð rafgeyma. Sanngjarnt verð. Uppl. sima 1648. Ágúst Jóhannesson. Sparið peninga Fotðist óþæg. indi. Munið pvi eftir að vantí ykknr rúður i glugga, hringið i síma 1738, og verða pær strax látnar i. Sanngjarnt verð. Íslenzk frímerki kaupi ég ávalt hæsta verði. — Innkaupslisti. ó- keypis. — Gísli Sigurbjörnsson, Lækjargötu 2. Sími 1292. Boltar, rær og skrúfur. •i 1.(1 PouLv i, KJapparstíg 29. Síml 24. Lifur og hjðrtn Klein, Baldursgötu 14. Sími 73, ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN,. Hverfisgötu 8, sími 1294, tekur að ser alls kon ar tækifærisprentun svo sem erfiljóó, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s, frv., og afgreiðii vtnnuna fljótt og við réttu verði. um bifreið. Léðu kaupmennirnir honum því oft bifreiðir til reynslu. Þegar það komst upp, að drengurinn hafði skrökvað, var hann settur í uppeldisstofnun eina, en þar reyndi hann að fremja sjálfsmorð. Nú teljia lækn- ar hann brjálaðan, og hefir hann því verið settur í vitfirringahæli. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. AlþýðuprentsmlðjAn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.