Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLf 1984 57 félk í fréttum Erfitt að skrifa endurmiimingar Mick Jaggers: Hann man ekkert hvað hann hefur haft fyrir stafni + Mick Jagger er nú búinn aö selja réttindin að sjálfsævisögu sinni og er kaupandinn Weiderfeld lávarður og gaf fyrir um 80 milljónir íslenskra króna. , Kálið er hins vegar ekki sopið þótt í ausuna sé komið og nú hefur útkomu bókarinnar verið frestað í eitt ár a.m.k. Ástæð- an er sú, Mick Jagger man ekki neitt og allsendis óvíst, að hægt verði að berja saman einhvern bækling um það, sem á daga hans hefur drifið í 40 ár. Engu er líkara en heilu árarað- irnar hafi verið þurrkaðar út úr minni hans og rithöfundur- inn, sem skrifar bókina, John Ryle, var orðinn svo leiður á að spyrja popparann að hann flýði sem fætur toguðu til Afríku og þaðan til Brasilíu til að sleppa frá honum. Michael Jackson sem Pétur Pan + Michael Jackson hefur nú fengið sinn stærsta draum uppfylltan. Hann á að leika Pétur Pan í mynd, sem sá frægi leikstjóri Steven Spielberg ætlar að gera um þessa ævintýrapersónu. Jackson er ákaf- ur aðdáandi Péturs Pans og sumir segja raunar, að hann líkist honum mikið. Pétur tók það ekki í mál að verða fullorðinn og þannig á það að vera með Jackson líka. COSPER — Hættu nú þessari heimskuteikningu, komum okkur af stað. Slim Jim gerir Britt unga og æsandi. Dóttir Ekland þolir ekki Slim Jim + „Það er dálítið skrítið að eiga stjúpróður, sem er næst- um á sama aldri og maður sjálfur og þess vegna flúði ég í burtu frá mömmu og Slim Jim,“ sagði Victoria, 19 ára gömul dóttir Britt Ekland og leikarans Peter Sellers, þegar hún flutti úr lúxusvillunni í Bel Air í Kaliforníu og til vin- konu sinnar, Tatum O’Neal, í New York. Faðir Victoriu, Peter Sell- ers, var aldrei neinn pabbi í þeim skilningi og hún hefur alltaf saknað þess. Slim Jim, tattóveraður unglingur í leð- urbuxum, á heldur ekkert er- indi í það hlutverk. Þess vegna forðaði Victoria sér. Britt, móðir hennar, hefur hins vegar engar áhyggjur. „Með Jim finnst mér ég vera ung og æsandi og ég er mjög ánægð. Sá tími kemur náttúrulega, að hann verður fertugur og ég nærri sextug og þess vegna vil ég eignast barn með honum strax.“ Hjartanlegar þakkir færi ég þeim sem glöddu mig meö gjöfum, blómum og hlýjum kveöjum á áttræöisafmæli mínu þann 22. júní sl. LifiÖ heii Sölvi Elíasson Bladburöarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Ingólfsstræti Tjarnarstígur Lindargata frá 1—38 Hvassaleiti 18—30 ptorjyjiiiMíibifc Fyrstu bílarnir eru nú á leiö til landsins og veröa til afgreiöslu um miöjan ágúst. Þegar liggja fyrir fleiri pantanir en hægt er aö anna úr fyrstu sendingu. Þeir sem vilja tryggja sér bíl til afgreiðslu í ágúst þurfa ad staðfesta pöntun sína med innborgun nú þegar. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smidjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202. Áríðandi orðsending til allra þeirra sem hafa pantaö Ratl27 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.