Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984
Stephen Jones í hattaverslun sinni í Soho.
Turban fyrir samkvæmi í Buckingham Palace.
Síðasta hónd lögð ó verkið fyrir sýninguna í París.
sem sló í gegn
Honum tókst að verða aðalumræðuefnið í tízkuheiminum í París eftir aðeins
átta daga sýningahald í frönsku höfuðborginni: Hvað er vitaö um manninn?
Eruð þið búin að fá boðskort fyrir morgundaginn? Hann er nefnilega með
kvöldsýningu á Palace. Loksins höfðu tízkunnar börn, sem alltaf eru á höttun-
um eftir hinu nýjasta nýja, eitthvaö verðugt til þess að fylgja eftir. Sýningar-
vörurnar höfðu hitt í mark. Viðburður hafði átt sér stað. Tízkuhattarinn Steph-
en var fæddur.
iginlegt lífshlaup Stephens byrjaði hins
vegar fyrir 26 árum, þegar hann fæddist
inn í enska miðstéttarfjölskyldu í Liverpool.
Og þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur veröur
því ekki á móti mælt, aö maöurinn er allrar athygli
veröur. Útlitiö er stílfært og kurteisin af hjarta
bresk. Viöurnefni hefur hann öölast — sumir
myndu kalla þaö titil: Brjálaöi hattarinn. Snemma á
ævinni stigu hattar honum til höfuös ... eins og
sjá má af flótta hans frá hinum viröulega Lundúna-
skraddara Lachasse yfir til ónefnds nágranna, sem
bjó til og seldi kvenhatta. Hann haföi veriö í læri hjá
Lachasse, en var oröinn leiöur á eilífum eltingaleik
viö títuprjóna (sem var auðvitaö hluti af náminu) og
fór alfariö yfir í límiö. „Hattageröin var miklu
skemmtilegri,” hefur hann sagt. „Og auöveldari.
Miklu nær klippimyndum æskuáranna." Hjá sama
hattaranum hélst hann í þrjú ár.
Stephen Jones, en svo heitir hann fullu nafni, átti
eftir aö veröa hattari meölima brezku krúnunnar og
síöar þeirra Jean-Paul Gaultier og Thierry Mugler.
Þaö þýddi, aö „hattari drottningar" haföi hlotiö
nokkurs konar krýningu í París.
Hennar náö, prinsessan af Wales, veröandi
drottning af Engiandi, lætur sig ekki muna um aö
stikla tvær hæöir upp viösjárveröan hringstigann,
sem liggur aö bækistöövum Stephens í Soho-
hverfinu, í þeim tilgangi einum aö panta meö helzt
níu mánaða fyrirvara hatta fyrir næstu opinberu
heimsóknir. — Snyrtingin er á vinstri hönd, þegar
komiö er upp á stigapallinn. — Aörir Englendingar
hlaupa meö. Ekkert skrýtiö viö þaö, þar sem hrifn-
ing enskra kvenna á höfuðfötum er mjög almenn.
„Hér fara konur ekki út hattaiausar,“ segir meist-
arinn. „Sérstaklega ekki aö sumarlagi. Og hattar
mega ekki missa sig viö giftingarathafnir. Sem
dæmi skal tekiö, aö kona í hlutverki svaramanns
viö borgaralega giftingu vekti jafnmikiö hneyksli, ef
hún mætti án hatts og heföi hún komiö berfætt og
skólaus."
Af augljósum ástæöum hafa ekki allir yfir aö
ráöa rými Buckingham-hallar. (hverja garöveizlu er
boöið um fimm þúsund manns og hattar prýöa
flesta. Svo ekki sé talað um Ascot-veðreiöarnar, en
í tengslum viö þær keppa lafðir innbyröis um feg-
urstu höfuöfötin. Raunar eru útstillingagluggar
Harrods i júnímánuöi allir helgaöir Ascot og ...
Stephen Jones. „Já, á síöasta keppnistímabili bjó
ég til meira en sex hundruö hatta fyrir Ascot-veð-
reiðarnar, alla mismunandi aö gerö aö sjálfsögöu."
En þaö er ekki bara fyrirfólk, sem er í hattaleik.
Rokkstjörnur, eins og „The Thompson Twins“,
frægir fatahönnuðir á borö viö Zandra Rhodes
(háralitur: rauögulfjólublár), næturkóngar i líkingu
í