Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 1984 Elizabeth Taylor Joan Crawford í glæsilegum búningum Kvikmyndastjömur fimmta áratugarins höfbu og hafa enn í augumfólks einhvem Ijóma. Þær eru ímynd glæsileika, fegurðar og ríkmannlegs útlits, sem ekki er lengur aÖ finna meðal nútíma Hollywood-leikara, sem líta margir hverjir ósköp venjulega út. Afimmta áratugnum var ekki nóg að vera fallegur og hæfileikaríkur leikari, þú varst líka að hafa umbúðimar í lagi Sá maður, sem átti st&ran þátt í því í ein JjO ár að klæða fegurstu og vinsælustu kvenstjömur Hollywood heitir Jean-Louis og erfranskur að þjóðemi. Árið 19H hélt hann til kvikmyndaborgarinnar þá ungur að árum og komst á samning við Colombia-kvikmyndafyrirtœkið. Var honum trúaðfyrir stærstu stjömum versins. Hann reyndist þeim trúnaði verðugur. Kvikmyndhússgestir gátu líka verið vissir um að efað Jean-Louis sá um búningana í viðkomandi kvikmynd þá var eitthvað æsilegt á ferðinni; gegnsœir kjólar eins og við sjáum Marlene Dietrich í á meðfylgjandi mynd eða svartir silkikjólar, sem undirstrikuðu fagran vöxt Ritu Hayworth. _____ Bráðlega mun koma út bók þar sem Jean-Louis rifjar upp liðna tíð bæði í myndum og máli. Við ætlum að gefa lesendum okkar svolítið forskot á sæluna og birta hér nokkrar myndir úr Ijósmyndasafni hans af hinum iðafögru kvikmyndadísum fimmta áratugarins eins og þær litu út ífatnaði hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.