Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGCST 1984
Flugleiðir nýta sér forkaupsrétt að hluta-
fjáraukningu Arnarflugs:
„Hagur fyrirtækis-
ins hefur vænkast
— segir Grétar Br. Kristjánsson, varafor-
maður stjórnar Flugleiða
STJÓRNARNEFND Flugleiða
ákvað í gær að taka þátt í hlutafjár-
aukningu Arnarflugs að 40% hluta,
og jafngildir það liðlega 16 milljén
króna framlagi Flugleiða. Stjórnar-
nefndinni var falið að ganga frá
þessari ákvörðun af stjórn Flugleiða,
eftir að hafa yfirfarið gögn frá Arn-
arflugi um afkomu, horfur og rekstr-
aráætlanir, samkvæmt því sem Grét-
ar Br. Kristjánsson varaformaður
stjórnar Flugleiða upplýsti blm. Mbl.
í gærkveldi.
„Við teljum að hagur Arnarflugs
hafi vænkast það, að rétt sé að taka
þátt í þessari aukningu," sagði Grét-
ar 1 samtali við blm. Mbl, og hann
bætti við: „Við höfum verið gagn-
rýnir á ýmislegt sem gert hefur ver-
ið í rekstri Arnarflugs, og þá sér-
staklega á kaupin á Iscargo Electr-
unni. Það var ljóst strax á sfðasta
ári að það var geysilegt tap á fyrir-
tækinu, þannig að við urðum sam-
kvæmt bókhaldslögum að afskrifa
hlutabréf Flugleiða í Arnarflugi,
vegna þess að engar eignir voru þar
á bak við.“
Aðspurður hvað hefði breyst að
mati Flugleiðamanna frá því staðan
var sú sem Grétar greinir frá hér að
ofan, sagði Grétar: „Það hafa verið
gerðar ýmsar ráðstafanir síðan, sem
virðast ætla að bera árangur, svo
sem það að innanlandsfiugið hefur
verið endurskipulagt, aðhald í
rekstri hefur verið aukið, milli-
landafiugið hefur aukist, aukin
leigufiugsverkefni hafa fengist til
Túnis og pflagrfmafiug. Þannig að
reksturinn virðist horfa í rétta átt.
Það var alveg ljóst að félagið gat
ekki starfað áfram, nema fá aukið
rekstrarfé og þá var einfaldasta
leiðin að auka hlutaféð."
Grétar sagði að oft hefði verið
sagt að Flugleiðir vildu Arnarflug
feigt, en það væri alrangt, því Flug-
leiðir hefðu getað stöðvað þessa
hlutafjáraukningu ef vilji hefði ver-
ið fyrir hendi. Það hefði hins vegar
ekki verið gert, heldur hefði hluta-
fjáraukningin verið samþykkt, þar
sem hún hefði verið talin nauðsyn-
leg.
Vinsæl rennibraut
Morgunbla&ii/Snorri Snorraaon.
Hin nýstárlega rennibraut í sundlauginni á Selfossi hefur notið ómældra vinsælda, einkum yngri kynslóðarinnar.
Engin greiðslukort í matvörubúðum eftir 1. sept:
Stórmarkaðir segja þóknun
samsvara launum 30 manna
MATVÖRUKAUPMENN á Stór-Reykjavíkursvæðinu, liðlega 50
talsins, sem samþykkt hafa notkun greiðslukorta viðskiptavina
sinna sem greiðslu fyrir matvörur, ákváðu á fjölmennum fundi
sínum í gsr að hvika í engu frá uppsögn sinni á samningum við
greiðslukortafyrirtækin Kreditkort og VISA, sem taka á gildi frá og
með 1. september nk. Gunnar Snorrason kaupmaður upplýsti blm.
Mbl. um þessa afstöðu kaupmannanna í gær og sagði hann að
ákvörðunin hefði verið einróma.
Sparisjóðirnir:
Yfirlit yfir
vexti óbirt
SPARISJÓÐUR Reykajvíkur og
nágrennis hefur ekki birt yfirlit
yfir vexti inn- og útlána og mun
sömu sögu vera að segja frá öðrum
sparisjóðum. Að sögn Baldvins
Tryggvasonar, sparisjóðsstjóra og
formanns Sambands íslenskra
sparisjóða skiluðu flestir sparisj-
óðirnir tillögum sinum um vexti
til Seðlabankans síðastliðinn
mánudag og höfðu þeir engin sam-
ráð um þær sín á milli. Gert er ráð
fyrir að ef engar athugasemdir
koma frá Selðabanka að nýir vext-
ir inn- og útlána liggi fyrir i lok
vikunnar.
„Sú ákvörðun að hætta móttöku
greiðslukorta um næstu mánaða-
mót, var staðfest einróma á fundi
okkar,“ sagði Gunnar, „en jafn-
framt var samþykkt að nefnd
kaupmanna myndi halda áfram
viðræðum við greiðslukortafyrir-
tækin. Við munum búa okkur und-
ir það að þessari tegund viðskipta
i verslunum okkar verði hætt 1.
september nk. og hyggjumst nota
timann fram að þvi til þess að
skýra fyrir viðskiptavinum okkar
ástæður þessarar ákvörðunar
okkar.“
Gunnar sagði að þar sem fjár-
magnskostnaður i matvöruversl-
unum væri mikill, þá vægi það
þungt að ekki er um uppgjör
greiðslukortafyrirtækjanna við
verslanir að ræða nema einu sinni
i mánuði. Auk þess væri álagning-
in lág á matvörum, einkum eftir
að frelsi varð meira varðandi
álagningu, þvi þá hefði samkeppn-
in aukist verulega milli verslana.
Greiðslukortin hefðu reynst hrein
viðbót við kostnaðarliði verslan-
anna, fjármagnskostnað, dreif-
ingarkostnað o.fl. Slikt myndi að
sjálfsögðu enda úti í verðlaginu
sjálfu, eins og annar dreifingar-
kostnaður, og það skyti nokkuð
skökku við að leyfa greiðslukort-
um að hækka verðlag vöru, á sama
tima og allra bragða væri beitt til
þess að halda vöruverði niðri.
Gunnar sagði að bókhaldsvinna
og færslur í tengslum við notkun
greiðslukortanna væri mun meiri,
en kaupmennina hefði órað fyrir. I
stærri verslunum væri sá háttur
hafður á, að einn maður á fullum
launum annaðist þetta bókhald.
Auk þess segðu eigendur stór-
markaðanna að þóknun sú sem
þeir greiddu á mánuði til greiðslu-
kortafyrirtækjanna samsvaraði í
sumum tilvikum mánaðarlaunum
25 til 30 starfsmanna. Hér væri
því ekki verið að tala um neina
smápeninga.
Gunnar ítrekaði jafnframt að
það þekktist varla í nágranna-
löndum okkar að matvöruverslan-
ir tækju við greiðslukortum.
Skákmótið í Gausdal:
Guðmundur
Sigurjónsson
vann og er í
3.—5. sæti
Guðmundur Sigurjónsson tefldi í
gær við Svíann Wiedenkeller i
skákmótinu í Gausdal í Noregi og
fór skikin í bið. Biðskikin var svo
tefld í gærkveldi og bar Guðmundur
þá sigurorð af Svíanum, þannig að
hann er nú með 5 vinninga — er í
þriðja — fimmta sæti isamt Jansa
fri Tékkóslóvakíu og Agdestein fri
Noregi. Guðmundur sagði í samtali
við Morgunblaðið að lokinni bið
skikinni í gærkveldi að skikin hefði
verið nokkuð strembin, en hann
kvaðst vera einkar inægður með úr-
slitin.
Arnþór Einarsson tapaði fyrir
Grotnes frá Noregi, Margeir Pét-
ursson gerði jafntefli við Helmer
frá Noregi og Árni Árnason vann
Guðmund Halldórsson.
Ernst frá Svíþjóð vann Schússl-
er og er Ernst nú efstur með 6
vinninga. I öðru sæti er Lars
Karlson frá Svíþjóð með 5,5 vinn-
inga og í þriðja til fimmta sæti
eru þeir Guðmundur, Jansa og þá
Agdestein. Margeir Pétursson er
með 4 vinninga, Arnþór Einarsson
er með 2,5 vinninga, Árni Árnason
með 2 vinninga og Guðmundur
Halldórsson með 1,5 vinninga.
Næsta umferð verður tefld í dag.
Konan látin
AUSTURRÍSKA konan, sem slasað-
ist alvarlega í Herðubreið sl.
fimmtudag, andaðist í Borgarspítal-
anum í gærmorgun. Hún hét Inge-
borg Kai, 53ja ira gömul, og lætur
hún eftir sig eiginmann og eina dótt-
ur.
Verkefnalisti ríkisstjórnarinnar:
Sjálfstæðismenn undirbúa við-
ræður við framsóknarmenn
Þorsteinn Pálsson hefur kynnt tillögur í fímm liöum
Sjilfstæðisflokkurinn býr sig nú
undir viðræður við Framsóknar-
flokkinn um nýjan verkefnalista
ríkisstjórnarinnar en fri því í vor
hefur Þorsteinn Pilsson, formaður
flokksins, lagt iherzlu i að sumar-
leyfi þingmanna verði notað til að
ganga frá samningum um næstu
verkefni ríkisstjórnarinnar. Eitt af
því sem flokksformaðurinn nefndi
þegar hann ræddi um þessi verk-
efni i iiðnu vori var frelsi í vaxt-
amilum sem nú er komið til fram-
kvæmda.
Þingflokkur sjálfstæðismanna
kemur saman til fundar árdegis
i dag og þingfiokkur og mið-
stjórn Sjálfstæðiflokksins funda
sameiginlega eftir hádegið.
Fundarefnið eru viðræður
stjórnarflokkanna, sem fram-
undan eru, um málefni ríkis-
stjórnarinnar, stefnu, markmið
og aðgerðir, að sögn Kjartans
Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra Sjálfstæðisflokksins.
I ræðu sem Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
flutti í Varðarferð 7. júlí síðast-
liðinn, lagði hann áherzlu á
fimm atriði, sem hann sagði að
taka þyrfti ákvarðanir um í
þeim viðræðum við framsókn-
armenn sem fyrir dyrum standa.
Þessi atriði eru:
1) Stöðugt gengi verði áfram
undirstaða og kjarni efnahags-
stefnunnar. 2) Komið verði
áframhaldandi í veg fyrir vél-
ræna, sjálfvirka verðþenslu með
framlengingu banns við vísitölu-
tengingu launa, sem upphaflega
var sett til tveggja ára. 3) Ákv-
arðanir verði teknar er stuðli að
aukinni framleiðni í hefð-
bundnum atvinnugreinum, land-
búnaði og sjávarútvegi. Breytt
verði verðmyndunarkerfi bú-
vöru, sjávarútvegurinn lagi sig
að breyttum rekstrarskilyrðum.
4) Lagður verði grundvöllur að
nýsköpun í íslenzku atvinnulífi
með almennum aðgerðum og
kerfisbreytingum, sem beini
fjármagni inn á nýjar brautir í
atvinnuuppbyggingu. Samhliða
verði lögð áherzla á nýja samn-
inga um orkufrekan iðnað og
virkjun fallvatna. 5) Gerð verði
áætlun um núllvöxt ríkisút-
gjalda til að skapa svigrúm fyrir
vöxt í atvinnulífinu.
Búist er við að viðræður
stjórnarflokkanna um þessi mál-
efni og önnur hefjist innan fárra
daga. Þorsteinn Pálsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
kvaðst myndu ræða við Stein-
grím Hermannsson, forsætisráð-
herra, strax og sá síðarnefndi
kemur til landsins, sem væntan-
lega verður í dag, og viðræður
milli flokkanna fylgja fljótlega í
kjölfarið.
Ekki er vitað hver verða
áherzluatriði framsóknarmanna
í viðræðunum en Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra
og flokksformaður, hefur dvalizt
í um það bil mánuð í Bandaríkj-
unum. í gær var Jón Helgason,
landbúnaðarráðherra, einn
framsóknarráðherra við störf í
stjórnarráðinu, hinir þrír voru
erlendis.