Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984
Hámarksálagning
á byggingavör-
um felld niöur
SAMÞYKKT Verðlagsráðs urn af-
nám verðlagsákvæða á byggingavör-
um tekur gildi í dag, 15. ágúst.
í frétt frá Verðlagsstofnun seg-
ir, að Verðlagsráð hafi með hlið-
Drætti frestað
í Ólympíu-
happdrættinu
ÓLYMPÍUNEFND Islands hefur
frestað drætti í happdrætti sínu,
þar sem 14 bílar eru í vinning, tií
8. september. Vart hefur orðið við
mikinn fjölda manna, sem hafa
viljað greiða heimsenda happ-
drættismiða, en hafa ekki komið
því við vegna fjarveru i sumar-
leyfum.
Mikið er í húfi, að sala happ-
drættismiðanna gangi vel og biður
nefndin því alla þá, sem þegar
hafa greitt miða sína að hafa bið-
lund. Drætti verður ekki frestað
aftur.
(Fréttatilkynning)
sjón af samkeppnisaðstæðum
samþykkt að fella niður hámarks-
álagningu i heildsölu og smásölu á
þeim vörutegundum, sem heyra
undir eftirtalda liði: gólfteppi og
dreglar, rafmagnsrör og raf-
magnsvír alls konar, byggingavör-
ur, málningarvörur, þakjárn og
girðingaefni, smíðajárn og smíða-
stál í stöngum og plötum. Einnig
hefur Verðlagsráð samþykkt að
fella undan verðákvörðun ráðsins
verðlagningu á steypu á höfuð-
borgarsvæðinu, þó ekki sementi.
Verðlagsstofnun annast verð-
gæslu á ofangreindum vöruteg-
undum og hefur ákveðið að inn-
flytjendur varanna skuli þar til
öðru vísi verður ákveðið senda
Verðlagsstofnun sams konar verð-
útreikninga og þeir hafa gert til
þessa. Verðútreikningar yfir þess-
ar vörutegundir skulu þó aðeins
sendir stofnuninni i einriti, án
fylgiskjala.
Verðlagsstofnun kannaði ný-
lega verðmun á byggingavörum
í verzlunum í Reykjavík og
nágrenni og eru niðurstöður
könnunarinnar birtar í heild á
blaðsíðu 34 og 35.
Sölur erlendis:
Gott í Englandi
lélegt í Þýskalandi
FIMM íslensk skip hafa selt afla í
Englandi undanfarna daga og fengu
þau ágætis verð, 22 til 29 krónur að
meðaltali fyrir kílóið. Markaðurinn
fyrir tsfisk virðist hagstæður í Eng-
landi, hagstæðari en á sama tíma í
fyrra. Verr gengur í Vestur-Þýska-
landi en þar féll eftirspurnin og
verðið vegna mikiila hita þar að und-
anförnu.
Halkion VE seldi 87,3 tonn af
fiski, mest þorski, i Grimsby á
föstudag fyrir 2.438 þúsund krón-
ur, eða 27,92 krónur að meðaltali
fyrir kílóið. Þórshamar GK seldi
107,4 tonn af blönduðum afla í
Hull á mánudag fyrir 2.406,6 þús-
und krónur, eða 22,42 kr. að með-
altali kílóið. Gideon VE seldi 99,1
tonn af fiski, aðallega þorski og
ýsu, í Grimsby á mánudag, fyrir
2.751.1 þúsund kr., eða 27,75 krón-
ur kilóið. í gær seldi Ásþór RE
130.1 tonn af fiski i Grimsby og
Sigurður Þorleifsson GK 70,8 tonn
í Hull. Afli þeirra var mest þorsk-
ur, heldur smærri hjá Asþóri.
Meðalverðið sem Ásþór fék var
26,73 krónur fyrir kilóið en 29,05
krónur hjá Sigurði Þorleifssyni.
Engey RE seldi 200,2 tonn af fiski
i Cuxhaven á mánudag fyrir
3.638,7 milljónir kr. Salan gekk
illa og var meðalverðið slakt, að-
eins 18,18 krónur fyrir hvert kíló.
Neskaupstaður:
Beitir búinn
með kvóta
BEITIR NK-123, togari Sfldarvinnsl-
unnar á Neskaupstað, veiddi upp í
þorskkvóta sinn 12. júlí sl. „Þetta
kemur ekki til með að hafa bein
áhrif á vinnsluna hjá okkur. Beitir er
aðallega loðnubátur og hafði lítinn
kvóta, eða 400 tonn,“ sagði Jóhann
K. Sigurðsson, annar framkvæmda-
stjóra Sfldarvinnslunnar hf. í sam-
tali við blm. Morgunblaðsins.
„Þrír bátar aðrir, sem eru á
okkar vegum, eiga drjúgt eftir af
kvóta, enda voru tveir þeirra,
Bjartur NK-121 og Birtingur NK-
119, frá nokkra mánuði í upphafi
árs. Það er fremur að örvænta
megi um afla, en afli hefur verið
dræmur og göngur ekki þær sömu
hér og fyrir Vestfjörðum," sagði
Jóhann.
Kæru kvikmyndaáhuga-
menn og annaö gott fólk
Við leitum stuönings ykkar vegna töku
kvikmyndarinnar Hvítir mávar. Okkur
vantar fatnaö, skótau, veski, tímarit, t.d.
Fálkann og Vikuna, og hina ýmsu heimilis-
muni t.d. í eldhús og stofu frá árunum
1958—1965. Einnig vantar okkur bíla aö
láni eöa til leigu frá sama tíma.
Upplýsingar í síma 14730 og 10825 alla
daga.
Meö þökk, búninga- og leikmyndadeildin.
P.S. Aö sjálfsögðu komum við og
sækjum hlutina.
Ljósm. Páll Omarsson.
Oftast fer vel þegar ferðamenn lenda í hrakningum, eins og til dæmis þegar jeppabifreið úr Reykjavík valt í
Krossá fyrr í sumar. Þá var þar vel búinn fjallabfll, sem gat dregið bflinn á þurrt.
Slysum fjölgar f kjölfar aukins ferðamannastraums á hálendinu:
„Nauðsynlegt að merkja
helstu dauðagildrurnaru
Verða erlendir ferðamenn skyldaðir til að
tryggja sig gegn hrakningum?
„ÞETTA getur ekki gengið svona lengur. Það þarf að gera átak í að vara
fólk, sem fcrðast um hálendi og óbyggðir, sterklega við dauðagildrum, er
leynast um allt land, sérstaklega ef eitthvað er að veðri,“ sagði Þröstur
Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík, f samtali við blaðamann Mbl.
um hvað mætti gera til að koma í veg fyrir að slys eins og þau, sem urðu
um og fyrir sl. helgi, endurtaki sig. Þröstur stjórnaði leit að Japönunum,
sem fórust í Rjúpnabrekkukvísl og tók þátt í björgun austurrísku kvenn-
anna, sem slösuðust í Herðubreið I fyrri viku. Önnur þeirra, Ingeborg
Kai, 53 ára, lést af sárum sínum á Borgarspítalanum í gærmorgun. Hún
lætur eftir sig eiginmann og dóttur.
„Við skulum gæta að því,“
sagði Þröstur, „að í rauninni eru
óskipulagðar óbyggðaferðir út-
lendinga og íslendinga rétt að
hefjast. Á næstu árum á eftir að
verða miklu meira um slíkar
ferðir — fólk á eftir að streyma
inn í landið í stórauknum mæli,
ýmist á eigin bílum, bílaleigubíl-
um eða gangandi, og hverfa upp
á hálendið. Við vitum ekkert hve
margt fólk er í þessum bflum eða
hvaða fólk það er. Það var til
dæmis erfiðast í rannsókn slyss-
ins í Rjúpnabrekkukvísl að kom-
ast að því hve margir höfðu ver-
ið í bílnum. Það var ekki fyrr en
haft var samband við ættingja
eins mannanna i Bandaríkjun-
um, að við vorum vissir um að
þeir voru þrír en ekki fjórir."
Varúdarmerkingar við
hættulegustu ár
Þröstur benti á, að ýmsar leið-
ir um hálendið — til dæmis
Kjalvegur, Sprengisandsleið og
Gæsavatnaleið — væru merktar
og heflaðar. „Það þarf því
kannski ekkert að vera undar-
legt að þegar ókunnugir útlend-
ingar koma að á, sem heflaður
vegur liggur ofan í og heflaður
vegur upp úr hinum megin, að
þeir haldi að allt sé í stakasta
lagi,“ sagði hann. „Mín skoðun er
sú, að það þurfi að setja sérstak-
ar varúðarmerkingar við hættu-
legustu vatnsföllin, til dæmis
dýptarkvarða,.þar sem merkt sé
á áberandi hátt hversu mikið
vatn megi vera í ánni svo hún sé
fær eða ófær. Fólki er ekki ein-
asta leyft að fara hér um fjöll og
firnindi, það er beinlínis hvatt
til þess. Og þegar eru slikar
dauðagildrur um allt land, þá
þurfum við að sjá til þess að þær
séu merktar mjög rækilega. Þær
merkingar hljóta að vera verk-
efni Ferðamálaráðs."
Lúðvíg Hjálmtýsson, ferða-
málastjóri, tók undir það í sam-
tali við blaðamann Mbl., að
nauðsynlegt kynni að vera að
setja upp viðvörunarmerki við
varasöm vöð. „Slíkar merkingar
vantar víða um landið," sagði
Lúðvíg, „og í Ferðamálaráði eru
uppi hugmyndir um að bæta úr
því. Flestir ferðamenn, er koma
til landsins, fá sérstakan bækl-
ing, sem gefinn hefur verið út á
fjórum tungumálum, og þar er
sérstaklega varað við ám og
vötnum. Við höfum fullan vilja
til að vinna að þessu máli og m.a.
þess vegna hefur verið í sumar
sérstök manneskja á Seyðisfirði,
sem veitir útlendum ferðamönn-
um allar nauðsynlegar upplýs-
ingar. f fyrra vorum við með fólk
á báðum millilandaferjunum,
Norröna og Eddu, { þessu sama
skyni.“
Ferðamálastjóri sagði að slys
síðustu daga hefðu verið rædd á
fundi í Ferðamálaráði í gær og
að ráðið hefði gert það, sem
hægt væri að gera í fljótu
bragði. „Við getum aðeins staðið
fyrir fræðslu til ferðamanna en
ef fræðslan dugir ekki þá taka
bönnin við og því erum við ein-
dregið á móti. Það er ekki hægt
að banna fólki að vaða ár eða
henda sér fyrir bíl. Það er hins
vegar hægt að benda þvi á, að
slíku getur fylgt ákveðin hætta."
Þröstur Brynjólfsson á Húsa-
vík kvaðst sömuleiðis andvígur
boðum og bönnum i þessu sam-
bandi — það væri til dæmis vita-
vonlaust að ætla að loka ákveðn-
um svæðum þótt talið væri að
þar væri hættulegt að ferðast.
„Hver á að fylgjast með þvi?“
spurði Þröstur. „Bannleiðin er
tilgangslaus. Hér þarf að koma
til aukin fræðsla, aukið upplýs-
ingastreymi til ferðamanna.
Skrautlegir bæklingar með
myndum af fagurri jöklasýn eru
kannski ekki besta lausnin, jafn-
vel þótt þar sé tekið fram að ár
og vötn geti verið varasöm."
Upplýsingaskortur
— fleiri slys
Afar misjafnt virðist vera
hversu miklar upplýsingar er-
lendir ferðamenn fá í hendur við
komuna til landsins. Einnig er
mjög misjafnt hversu miklum
upplýsingum þeir sækjast eftir.
„Það kemur talsverður hópur til
okkar á hverju ári og leitar eftir
upplýsingum um vegi og vegleys-
ur en ég ímynda mér að það sé
ekki nema lítið brot af öllu því
fólki, sem hingað kemur," sagði
Þórunn Lárusdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ferðafélags ís-
lands. „Það getur auðveldlega
komið hingað fólk i hundraða-
eða þúsundatali án þess að tala
við nokkurn mann. Einhverjir fá
væntanlega upplýsingar á bíla-
leigunum og hjá þeim ferða-
skrifstofum, sem þeir skipta við,
en margir koma á eigin vegum.
Það er svo væntanlega undir
hælinn lagt hversu staðkunnugt
afgreiðslufólk á bilaleigum er á
hálendinu. Við höfum ævinlega
Iagt á það áherslu hér hjá Ferða-
félaginu að sverta heldur
ástandið og færð á hálendinu
fyrir ókunnugum. Einstaklinga
vörum við mjög alvarlega við því
að fara yfir óbrúaðar ár, svo
dæmi sé nefnt,“ sagði Þórunn.
Viðmælendum blm. bar saman
um að á næstu árum ætti ferða-
mönnum um óbyggðir landsins
eftir að fjölga mjög mikið. „Á
síðustu 2—3 árum hefur orðið
gríðarleg aukning þessara ferða-
manna, t.d. hér í okkar héraði,"
sagði Þröstur Brynjólfsson.
„Fjöldinn hefur aldrei verið
meiri en í ár og sömuleiðis hafa
slys á ferðamönnum aldrei verið
fleiri. Mest stafa þau af ókunn-
ugleika og vanskipulagningu,
samanber slysið i Herðubreið i
siðustu viku. Á sunnudaginn var
komið hingað til Húsavikur með
tvo menn, sem höfðu stigið i
hver i Mývatnssveitinni og svona
gæti ég lengi haldið áfram. Slys-
in og óhöppin eru alveg stöðug.
Við verðum að átta okkur á þvi,
að ferðamönnum fjölgar og þar
með fjölgar þeim, sem ekki ferð-
ast i skipulögðum hópum. Von-
andi verður slysaaldan undan-
farið til þess, að alvarleg um-
ræða um þessi mál kemst í gang
og hefur í för með sér aðgerðir
til varnar."
Hrakningatrygging?
Leit að týndum ferðamönnum
og björgun þeirra kostar árlega
mikla peninga. Lúðvíg Hjálm-
týsson, ferðamálastjóri, setti
fram þá hugmynd í samtalinu
við Mbl., að erlendum ferða-
mönnum, sem kæmu á eigin bíl-
um, yrði gert að sýna trygg-
ingakvittanir við komuna til
landsins eða þá að kaupa slikar
tryggingar við skipshlið. „Þann-
ig gætum við verið viss um að
einhver myndi borga brúsann, ef
þarf að bjarga þessu fólki út úr
vandræðum. Það er náttúrlega
alveg sama hvar maður er í
heiminum, ef einhver lendir í
hættu er ekki beðið með björg-
unaraðgerðir þar til vitað er
hvort viðkomandi er borgunar-
maður fyrir þeim. Sjálfboðaliða-
félögin hér, sem leggja mikið á
sig og sína félaga til að bjarga
fólki, eru öll bláfátæk. Með þessu
fyrirkomulagi mætti ef til vill
tryggja, að þau fengju útlagðan
kostnað greiddan frá viðkom-
andi tryggingafélögum — og ef
til vill myndi það líka vekja
ferðamenn til umhugsunar áður
en þeir leggja í tvísýnu," sagði
ferðamálastjóri.