Alþýðublaðið - 23.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.09.1920, Blaðsíða 2
2 alþyðublaðið 50 Af pólitískum ástæðum flytur blaðið »Vísir« í gær árásagrein á Hljóð- færahús Reykjavíkur, og er því haldið fram þar, að verðið í Hljóðfærahúsinu sé á sumum hljóðfærum hundruðum króna hærra en á sömu tegundum hjá öðrum, sem verzla með hljóðfæri. Reim, sem getur sannað þetta, borgar Hljóð- færahús Reykjavíkur 500 — fimm hundruð — krónur. Viðvíkjandi nótum skal þess getið, að margar þeirra eru seldar fyrir sama verð og er útsöluverð þeirra erlendis, án þess lagt sé á þær fyrir flutn- ingskostnaði. Stórt úrval af nótum fyrirliggjandi, Piaíio og harmonium frá hinum velþektu verksmiðjum Hornung & Sönner og Petersen & Steenstrup fást með útsöluverði verksmiðj- anna, að viðbættum kostnaði, þegar innflcatiiÍMg-sleyíi fsest. Gróðir borgunarskilmálar! Hljóðfærahús Reykjavíkur. A. Friðriksson. Framför. Verkamenn halda áfram vinnu, þrátt fyrir verkbann atvinnurekenda. Verkamannaráð lögfest. Verður Ítalía verkmannalýðveldi? Um langan tíma hefir Italía verið talin atanda á byltingarbarm- inum. Hver höndin hefir verið þar upp á móti annari og flokkadrætt- ir mjög magnaðir. Einkum hafa þeir flokkar verið margir, er vildu gerbreyta þjóðfélagsskipulaginu, en þeir hafa til skamms tíma verið all sundurleytir og ósammála um aðferðirnar, enda þótt þeir í raun og veru væru, sameinaðir, lang- sterkasti flokkurinn í landinu. En smám saman fór að koma meiri festa í þessa smáflokka og þeir fóru að nálgast meira hver annan, og nú er svo að sjá, sem bolsivisminnn ætli að verða ofan á í Ítalíu, að minsta kosti í bráð. Um síðustu mánaðamót kröfðust málmiðnaðarmenn í Norður-Ítalíu hærri launa og fleiri endurbóta. Atvinnurekendur svöruðu málaleit- uninni með verkbanni (lockout). En þá tóku verkamenn til þess ráðs, sem ennþá er einsdœmi í sögu jafnaðarmenskunnar. Þeir sintu sem sé engu boði atvinnurekenda um það, að vinna fengist ekki, heldur fóru þeir til vinnu sinnar, sem ekkert hefði í skorist, og kusu verkamannaráð. Hreyfingin byrj- aði í Turin og breyddist þaðan út til annara bæja í landinu, t. d. til Róma, Neapei, Florenz og Livorno. Stjórnin gerði ekkert til þess, að taka fram fyrir hendurnar á verkamönnum, því hán óttaðist uppreisn og blóðsúthellingar. Lög- regían gerði sumstaðar tilraun til þess að reka verkamennina burtu, en þeir voru vel vopnaðir og við öllu búnir, og ráku hana viðstöðu- laust af höndum sér. Þeir skipuðu sér niður í deildir og unnu 8 stund- ir að sinni vanaiðju, eins og ekk- ert hefði komið fyrir, en auk þess bættu þeir við sig 4 stunda varð- tíma á sólarhring. Sumstaðar fluttu þeir efni frá einni verksmiðju til annarar, þegar hún var orðin uppi- skroppa, og færðu það hvegri til reiknings. Og einnig lögðu þeir undir sig skrifstofur og sjóði sumra verksmiðjanna, til þess að geta greitt starfsmönnum laum þeirra. Atvinnumálaráðherrann reyndi hvað eftir annað að kalla saman fund með verksmiðjueigendum og sendinefnd verkamanna, en það fór'.ætíð út um þúfur. Stuðnings- menn hans voru miðflokkur jafn- aðarmanna og hægri-jafnaðarmenn í þingi. En fyrir undirróður vinstri- jafnaðarmanna (boísivíka), hallaðist miðflokkurinn meirra á sveifina með málmverkamönnum. Og þegar þingmaðurinn Giulette, sem er forseti sjómsnnasambandsins, sendi þau boð út, að mjög bráðlega yrði sjómönnunum tilkynt að leggja undir sig allan verzlunarflotann og reka hann með samvinnusniði, urðu atvinnurekendur mjög skelk- aðir. . t þessu þófi hefir gengið, unz. forsætisráðherrann hefir tekið fasta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.