Tíminn - 07.09.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.09.1965, Blaðsíða 16
lliUllíM Ákveðnari reglna að væntaum innkaup ferðamanna erlendis MB-Reykjavík, mánudag. Nú á næstunni munu r KARTÖFLUSTRÍÐ- INU ER LOKID MB-Reykjavík, mánudag. Kartöflustríðinu er lokið, að minnsta kosti í bili. Blaðinu barst í dag fréttatilkynning um þetta efni frá Kaupmannasam tökum íslands, þar sem tekið er fram, að þótt dreifing á kart öflum sé tekin upp að nýju felist ekki í því v*ðurkenning á réttmæti álagningar á þessa vörutegund, né öðrum land- búnaðarafurðum. Grænmetis- verzlun landbúnaðarins opnaði í dag nýjan grænmetismarkað í Mávahlíð 16, þar sem græn- meti og kartöflur eru seld ó- dýrar en í verzlunum og munu markaðir stofnunarinnar verða opnir áfram um sinn, þótt sölu banninu hafi verið aflétt. Markaðurinn í Mávahlíð 16 var opnaður um miðjan dag í dag og fæst þar græmmeti og kartöflur undir smásöluverði. Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetisverzlunar landbúnað arins, sagði blaðinu í dag að þessi markaður, yrði opinn á- fram, svo og markaðurinn í Síðumúla, a. m. k. fyrst um sinn. í dag voru kartöflur seld ar úr bílum í Garðahreppi, en slíkri sölu verður hætt um leið og sölubanninu verður aflétt. Blaðinu barst í dag svohljóð andi fréttatilkynning frá Kaup mannasamtökum íslands: „Á fundi samstarfsnefndar um verðlagmála, en af þeim urða var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: Ákveðið hefur verið að taka aftur upp dreifingu á kartöfl um frá og með 7. þ. m. Vísast í því sambandi til viðræðufunda með ráðamönn um verðlagsmála, en af þeim viðræðum þykir mega ráða auk inn skilning á málefnum smá söludreifingar í landinu. Ennfremur er vísað til þess, að verðlagsnefnd landbúnaðar afurða er orðin óstarfhæf og að fengizt hefur viðurkenning á sjálfsögðum tólkunarrétti Framhaid á bls 14 Við GrænmetlsmarkaSinn að Mávahlíð 16 í gær. Baldur Gunnarsson dansstjóri, í Þórscafé, með meiru heldur á kartöflupoka (Tímam. K.J.) .11 míii m ■ w—iwiMw—immmmmww Dauðsföll vegna lungna- krabba hafa sexfaldazt með sér tollfrjálsar t4 landsins. Munu reglur þessar verða , mun ákveðnari en fyrri reglur og við það miðaðar að auðvelda toll gæzlumönnum störf sín. Reglur um þetta atrlði munu nokkuð lausar í reipunum að öðru leyti en tekur til áfengis og tóbaks og nokkurra annarra „lúx us“-tegunda. Eins og allir vita fara fjölmargir ferðamenn héð an til útlanda á ári hverju bein línis til þess að kaupa vörur þar á lægra verði en þær fást hér lendis og oftast einnig í meira úrvali. Hefur verið nokkuð misjafnt hve mikið fólk hefur komizt með inn í landið af slíkum vamingi en sumir hafa óneitanlega hagnazt óeðlilega á slíkum ferðum. Eftir því, sem blaðið hefur kom izt næst, munu hinar nýju reglur einkum miða að því að gera ákvæði um tollfrjálsan innflutn- ing á þeim vörum sem ferða menn kaupa erlendis skýrari. Hef ur blaðið heyrt, að m. a. hafi komið til álita að takmarka slíkan innflutning við 50 sterlingspund, hvort sem sú hugmynd verður of an á eða ekki. Til samanburðar má geta þess að þegar bandarísk ir ferðamenn snúa heim frá útlönd um mega þeir ekki flytja með sér tollfrjálsan vaming nema að and virði 100 dala, sem er nálægt þriðjungi lægri upphæð en 50 sterlingspund. Hins vegar munu ekki settar frekari hömhtr á innflutning „lúxus“-vamingsáns, enda gilda um það sömu reglur hérlendis og á hinum Norður löndunum. NTB—Geneve, mánudag. WIIO, Heilbrigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í dag stórkostlega aukningu dauðs falla af völdum lungnakrabba í Evrópu og Norður-Ameríku ára- t.uginn 1952—1962. f yfirliti, sem WHO birti í dag segir að að meðaltali deyi sex sinnum fleiri menn úr lungna- krabba nú en árið 1952, og í nokkr um löndum er talan ennþá hærri. Allt bendir til þess, segir WHO, að sígarettureykingar eigi stærri þátt í þessu en annað óheilsusam | legt loft. í mörgum evrópskum löndum hafa dauðsföll af völdum lungna- krabba rúmlega fjórfaldazt þau I lín eru dauðsföll af völdum lungna 10 ár, sem rannsóknin nær yfir. krabba hæst eða 111 af hverjum í Kanada er aukningin 55%, í | 100.000. Karlmenn í Skotlandi Bandaríkjunum 60%. 1 koma næst. með 95 pr. 100.000. Meðal karlmanna í Vestur-Ber- Framhald á bls. 15. SUF heldur ráðstefnu um stjórnarskrá íslands 7 TONN AF SMOKK- FISKI í LOÐNUNÓT! KRJUL Bolungarvík, mánudag. Nokkur smokkveiði hefur verið stund'uð hér undanfarnar vikur, og hefur smokkurinn gengið í inn- firði Djúpsins. Nú síðastliðna nótt var Heiðrún frá Bolungarvík að veiðum með smásíldarnót inni á ísafirði, og fékk góða lóðningu. Reyndist það vera um smokkfisk að ræða, og skipstj. Svavar Ágústs son, lét kasta á hann Fékk hann um 7 tn. af smokkfiski í nótina í 4—5 köstum, og mun það sérstætt, að Framhald á bls. 2 Heildarafli 1,5 milljón mál og tn. MB—Reykjavík- mánudag. Síldveiðin var léleg síð- ustu viku, aðeins 52.590 mál og tunnur og er heildarafl inn á síldveiðunum nyrðra og eystra í sumar orðinn 1.596.875 mál og tunnur Samsvarandi víku í fyrra var góður afli. þá veiddust 199.746 mál og tunnur síld ar, og þá var heildaraflinn 2.034.512 mál og tunnur. Ráðstefna SUF um stjórnar skrá íslands hefst á föstudag- inn 10. september, kl. 14, Örlyg ur Hálfdanarson, formaður SUF, setur ráðstefnuna, en síðan verða flutt fimm erindi. Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli, ræðir um sögu stjómarskrármálsins frá stofn un lýðveldisins, Jón A. Ólafs- son, lögfræðingur, ræðir um Stjórnskipun íslands fyrr og nú, Tómas Árnason, hrl., ræð ir um Ríkisvaldið, greiningu þess og meðferð, Kristján Ing- ólfsson, skólastjóri, Eskifirði, og Áskell Einarsson, bæjar- stjóri á Húsavík, flytja báðir tillögur um nýmæli. Að loknu matarhléi verður fulltrúum skipt í umræðuhópa og almenn ar umræður hefjast. Á iaugardaginn hefja um- 3 ræðuhópar starf kl. 9. Kl. 11 | verður farið í kynnisferðir til JJ Selfoss, en kl. 16 hefja umræðu | hópar störf að nýju, og ljúka f þeim um kvöldið eftir matar- í hlé. | Á sunnudaginn, 12. septemb i er, verður gengið á Lögberg 1 kl. 10 og þar flytur dr. Krist- fl ján Eldjárn erindi um sögu ff staðarins. Kl. 13 verða niður- •stöður umræðuhópa ræddar, kl. 18 verður kvöldverður, og síðan verður ráðstefnunni slit- ið. Þeir sem áhuga hafa á að sækja ráðstefnuna, eru beðnir að hafa samband við Eyjólf Eysteinsson, erindreka SUF á skrifstofu flokksins. SEINNITÓMA TA UPPSKER- AN KEMUR BRÁTT í BÚÐIR FB—Reykjavík, mánudag. Fremur lítið hefur verið um tómata í verzlunum að undan- förnu, og sneri blaðið sér því til Níelsar Marteinssonar hjá Sölu- félagi garðyrkjumanna ug sipurð- ist fyrir um málið. Níels sagði, að fyrri tómatauppskerunni væri nú að Ijúka, en eftir svo sem tíu daga mætti búast við að seinni uppskeran færi a? berast á mark aðinn. Frá pví tómatarnir fóru að ber ast á markaðinn í maí í vor hafa milli 120 og 130 tonn verið seld í verzlunum. Mun þetta vera nokk uð svipað og undanfarin ár, enda hefur góð veðrátta minni áhrif á uppskeru í gróðurhúsum en úti undir beru lofti eins og skiljan- legt er. Tómatar eru nú ræktaðir allvíða, en bændur i Borgarf. eru þó aðallega með eina uppskeru af þeim, en aftur á móti eru tvær uppskerur í Biskupstungum. Seinni uppskeran er nú senn vænt anleg og má gera ráð fyrir að hún endist allt fram undir jól, en upp úr þvi fara tómatarnir að verða verri þar sem sólar nýt- ur ekki nægilega lengi við yfir háveturinn til þess að tómatarnir geti náð fullum þroska. Um aðra garðávexti er það að segja, að nú fer hver að verða síð- astur að ná sér í rabarbara og agúrkur til sultunar og niðursuðu fyrir veturinn, enda eru nætur- frost orðin tíð, og eftir það end- ast ávextirnir ekki lengi. Blóm- kálið fer einig að minnka að sögn Níelsar. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.