Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 B 3 „Sérstaða okkar kvenprestanna er einkum fólgin í því, að það er meira lagt á okkur vegna þess hve við erum fáar“ GREIN/HILDUR EINARSDÓTTIR leikum meö aö fá starfsbræöur sina til aö viðurkenna sig. Þaö væri þó betur séö ef prestshjón sæktu um saman og skiptu þá meö sór prestsverkunum. En svolítillar and- stööu gætti viö einhleypum kven- prestum og að konur væru æöstu yfirmenn safnaöanna. Segir enn- fremur aö þaö sé samdóma álit kvenpresta, aö ekki sé auövelt fyrir þær aö setja sig inn í prestshlut- verkiö, sem hafi verið mótaö af karlmönnum og aö þær séu ennþá aö leita aö farvegi þar sem þær geti notið sin í starfi. Hvernig ætli konur í prestsemb- ættum hér á landi upplifi hlutverk sitt og telja þær sig hafa einhverja sérstööu? „Þegar ég tók viö sóknarprests- lunda er konur vígjast til prests og sumir eru óvanir því aö sjá konur predika. Ég var á jólasamkomu um daginn og hitti þar fulloröna konu. Hún spuröi mig: „Ert þú prestur- inn?“ Ég svaraöi því játandi. Þá sagöi konan. „Æ ég vildi heldur aö þú værir prestsfrú." En þegar ég haföi flutt hugvekjuna og kom aftur til sætis míns viö hliðina á konunni. Sagöi hún: „Ég vona aö ég hafi ekki móögaö þig, en ég held aö ég hafi skipt um skoðun. Eg tel að viö þjónum best hlut- verki okkar meö því aö fólk kynnist af eigin raun, hvað við gerum og hvernig, en ekki meö því að hrópa og kalla yfir sérstööu okkar.“ .. Mér er rikast í huga, aö mér finnst ég vera aö gera eitthvaö sem skiptir máli og jafnvel svo aö þaö Viö fermingarguðsþjónustu hjé séra Döllu. starflnu fann ég til mikillar ábyrgö- ar. En ég hef reynt að gera eins vel og hægt er og lítið hugsað um emb- ættið sem slíkt, en reynt aö vera ég sjálf,“ segir Hanna María Péturs- dóttir prestur aö Ásum í Skaft- ártungum. „En auövitaö mættu mér margar nýjar aöstæöur, þegar ég geröist prestur í svo víöfeömu prestakalli. Eins og til dæmis, aö ég geröi mér ekki grein fyrir hinum miklu ferða- lögum, sem fylgja starfinu. Sér- staklega getur vetraraksturinn ver- iö erfiður. En samt finnst mér þetta starf mjög skemmtilegt og gott aö starfa svona á meöal fólks í staö þess aö sitja inni á skrifstofu. Þú spyrö mig um sérstööu kven- presta? Hún er sú, aö við erum konur, sem tjáum okkur út frá okkar reynslu af guöi og því samfé- lagi, sem viö lifum í og ekki síöur karlmönnum til blessunar." Sólveig Lára Guömundsdóttir aöstoöarprestur í Bústaöasókn hjó í sama knérunn og sagðist reyna aö taka starfiö ekki allt of hátíðlega, heldur reyna aö vera hún sjálf. Hún væri ennþá minnug oröa litla sonar síns, sem haföi sagt daginn fyrir vígsluna, því mikiö var talað um hana á heimilinu, „Mamma, þegar þú ert oröin prestur hættir þú þá aö vera mamma min?“ Hvaö sérstööuna varöar sagöi hún: „Enn þá er þaö ákveðin ný- geti breytt lífi fólks,“ segir Dalla Þóröardóttir, sem er prestur á Bíldudal. Þegar ég sest upp i gamla rauöa bílinn minn klukkan 2 á sunnudög- um skrýdd hempunni, þá er sú at- höfn spámannleg. Aö því leyti aö hún ber í bága viö hiö hversdags- lega líf i þorpinu. Líkt og er spá- mennirnir foröum boöuöu guösorö meö því einu saman aö ganga um götur Jerúsalem naktir eöa meö ok á heröunum og þannig fluttu þeir orðiö á sýnilegan hátt, svo aö fólki hnykkti viö. Þetta hlutverk gerir okkur frá- brugöin. En má þó ekki veröa til þess, aö skapa einhverja gjá milli prestsins og safnaöarfólksins, viö erum bara eins og annaö fólk viö þurfum líka á félagsskap að halda. Sérstaöa okkar innan presta- stóttarinnar er aö viö þurfum jafn- framt aö gegna húsmóðurstörfum. Hún felst lika í því, aö viö túlkum biblíuna á annan veg. Viö lesum kvennaguöfræöi, sem er angi af svokallaðri frelsunarguöfræöi, en í kvennaguöfræöinni er lögö enn á ný áhersla á jöfnuö kvenna og karla. Guö skapaöi menn og konur i sinni mynd og því erum viö jöfn. En þessi sýn á sköpuninni hlýtur aö hafa áhrif á allan boðskapinn." Agnes Siguröardóttir æskulýös- fulltrúi þjóökirkjunnar minntist einnig á ábyrgöina, er viö spurðum hana hvernig hún uppliföi starfiö: JÓJLAGJÖJFIM 1 ÁR KENWOOD I ELLWZJSIÐ HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD [hIheklahf LAUGAVEGI 170 -172 SÍMAR 11687 -.21240 Sól er góð jólagjöf Sólböðin okkar hafa endanlega ágæti sitt sannað Nú er vitað að ljósaböð í hófí eru holl. Við leggjum ríka áherslu á ráðgjöf og starfsfólk okkar er ávallt reiðubúið að leiðbeina þér. VISA OG KRETTT- KORTAÞJÓNUSTA NYJAR PERUR Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms Grettisgötu 18, sími 28705.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.