Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 HVAÐ ERAÐ GERAST UM LEIKLIST Leikfólag Reykjavíkur: Dagbók Önnu Frank Leikfélag Reykjavikur sýnir leik- ritiö Dagbók önnu Frank laugar- dagskvöldiö 29. desember og sunnudagskvöldiö 30. desember í lönó. Leikritiö byggir á dagbók gyöingastúlkunnar Önnu Frank, sem dvaldist ásamt fjölskyldu sinni í felum vegna gyöingaofsókna nasista. Meö hlutverk Önnu fer Guörún Kristmannsdóttir, en önn- ur aöalhlutverk eru í höndum Sig- uröar Karlssonar, Valgeröar Dan, Jóns Sigurbjörnssonar, Margrótar Helgu Jóhannsdóttur o.fl. Leik- stjóri er Hallmar Sigurösson. Leikfélagiö æfir nú af kappi fyrir frumsýningu leikritsins Agnes — barn Guðs, sem sýnt veröur hinn 5. janúar. Leikstjóri verksins er Þórhildur Þorleifsdóttir, en meö hlutverk fara þær Sigríöur Haga- Ifn, Guörún Ásmundsdóttir og Guörún S. Gísladóttir. Þjóðleikhúsið: Kardemommu- bærinn Þjóðleikhúsiö frumsýnir barna- leikrit Thorbjörns Egner, Kardi- mommubæinn, á annan í jólum kl. 17. Næstu sýningar verksins eru: 27. des. kl. 20, 29. des. kl. 14 og þann sama dag kl. 17, 30. des- ember kl. 14 og 17 og 3. janúar kl. 20. Thorbjörn Egner samdi einnig tónlistina viö leikritiö og teiknaöi búninga. Með helstu hlutverk fara Róbert Arnfinnsson, Lilja Guörún Þorvaldsdóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson og Örn Árna- son. Skugga-Sveinn, leikrit Matthí- asar Jochumssonar, veröur sýnt í Þjóöleikhúsinu föstudagskvöldiö 28. desember, miövikudag 2. janúar og laugardag 5. janúar. Brynja Benediktsdóttir leikstýrir, en meö hlutverk Skugga-Sveins fer Erlingur Gíslason. Leikrit Ólafs Hauks Símonar- sonar, Milli skinns og hörunds, veröur sýnt 4. janúar og 6. janúar. Fáar sýningar eru eftir á verkinu. Leikstjóri er Þórhallur Sigurósson, en meö helstu hlutverk fara Gunn- ar Eyjólfsson og Þóra Friöriksdótt- ir. TÓNLIST Hveragerði: Einar Markússon Einar Markússon, pianóleikari, heldur jólatónleika í Hverageröis- kirkju á sunnudaginn, 30. desem- ber. Á tónleikum þessum, sem hefjast kl. 16, mun Einar m.a. frumflytja verk eftir dr. Hallgrím Helgason. Einar hefur starfaö víöa sem píanóleikari, m.a. hélt hann tónleika í Bandaríkjunum og Kanada meö hljómsveit Dukes Ell- ington og „lék inn á“ kvikmyndir um Liszt og George Gershwin. Tónleikarnir í Hveragerði munu vera 625. tónleikar Einars, sem nú starfar viö Tónlistarskóla Suöur- lands. Gallerí Borg: Jól í Borg Nú stendur yfir sýning í Gallerí Borg við Austurvöll og nefnist sýn- ingin Jól í Borg. Á sýningunni eru íslensk grafíkverk og vatnslita- myndir, ásamt olíumálverkum eftir yngri sem eldri íslenska myndlist- armenn. Auk þess er þar tauþrykk, vefnaöur, gler, keramikhlutir og keramikmyndir og bækur um ís- lenska myndlist og myndlistar- menn. Revíuleikhúsið: Litli og Stóri Kláus REVÍULEIKHÚSIÐ sýnir barnaleikritiö Lítli Kláus og Stóri Kláus í Bæjarbíói í Hafnarfiröi kl. 14 á annan jóladag, 26. desember og kl. 14 á laugardag, 29. desember. Leikstjóri verksins er Saga Jónsdóttir, en meö hlutverk Kláusanna fara þeir Júlíus Brjánsson og Þórir Steingríms- son. Miöapantanir eru allan sólarhringinn í síma 46600. Alþýöuleikhúsió: Beisk tár Petru von Kant BEISK TÁR PETRU VON KANT, leikrit Fassbinders, veröur sýnt á Kjarvalsstööum á laugardag, 29. desember, kl. 17 og á sunnudag, 30. desember, kl. 16. Alþýöuleikhúsiö stendur aö baki sýningarinnar, en leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Meö helstu hlutverk fara María Siguröardóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir og Vilborg Halldórsdóttir. Sýningar þessar eru þær síðustu á þessu verki Alþýðuleikhússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.