Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Kuklararnir maó tónleika í Auaturbæjarbíói í kvöld. Morgunblaöiö/Árni Sæberg Þau sögu aö slíkir listar, einsog óháöi listinn í fagblaöi breska plötuiðnaðarins, Music Week, en þar komst platan The Eye í sjötta sæti, heföi aö miklu leyti leyst af hólmi hina svokölluöu AR-menn sem höföu þaö hlutverk aö leita uppi hæfileikafulla listamenn. Nú oröiö þurfi stóru plötufyrirtækin ekki aö vera meö slíka spæjara á sínum snærum, heldur kíki bara á óháöu listana. Velgengni á þeim sé fyrst og fremst spurning um at- hygli. Þaö merkilega viö aö þeirra plata skyldi komast þetta hátt segja þau vera þaö aö fyrirfram vissi enginn neitt um þessa hljómsveit eöa hennar bakgrunn. Og platan var ekkert auglýst, þaö komu ekki einu sinni fréttatilkynn- ingar um hana j bresku mússík- pressunni. Framan af vissu menn ekki einu sinni aö þetta væri ís- lensk hljómsveit, þaö kom ekki fram fyrr en seinna í konsertum- sögnum, og þá fremur nefnt sem grín. Platan var gefin út af merki hljómsveitarinnar CRASS og þaö útaf fyrir sig vakti náttúrlega á henni athygli. Hinsvegar gat sú at- hygli veriö tvíbent, til dæmis fyrir- finnast margar búðir á Bretlands- eyjum sem aldrei hafa viljaö selja plötur frá CRASS, bæöi útaf an- arkistapólitík þeirra og því aö tón- listin hefur þótt óaölaöandi. En þetta tókst Kuklinu aö nokkru leyti aö yfirvinna, þeirra plata var í mörgum verslunum sú fyrsta sem þar var fáanleg frá CRASS- merkinu. Svo sögöu þau mikinn áhuga vera núna i Bretlandi fyrir ,skrýtnum“ hljómsveitum, þ.e.a.s. sem spila annaö en þetta venju- lega listapopp, eru ööruvísi. Reyndar erum viö ekki aö gera meövitaöa skrýtni, sögöu Kuklar- ar, nema kannsi aö þaö er skrýtiö aö vera frá islandi. Tortryggin súpergrúppa? Utsendari blaösins hitti hljóm- sveitina fyrir heima í stofu hjá gítarleikaranum. Þetta virtist vera sómafólk. Birgir bassaleikari, Ein- ar Melax hljómborðsmeistari, Ein- ar Örn söngvari og Sigtryggur trommari (sem kallast Trix á plötu- umslaginu) eru allir 22 ára. Söng- konan Björk er 19 og viröist ekki ætla aö veröa ellileg fyrir aldur fram. Gítarleikarinn er „older and wiser", þrítugur maöurinn. Hann heitir Guölaugur og er kallaöur God Krist á albúminu, ekki veit ég hvort þaö er meira af messíasar- komplex en tilraun til frjálslegrar þýöingar á nafninu. Agent blaösins vann með gítarleikaranum í frysti- húsinu ísbirninum sumariö 71 og þá var hann ýmist kallaöur Alponí- us Hillarí eöa Gulli. Einar Örn hafði mest orö fyrir hópnum, þótt öll legöu þau meira og minna til málanna, nema helst Melax, sem hefur kannski tekið aö sér aö vera sterka þögla týpan í hópnum þennan daginn. Þetta var snemma laugardagskvölds og þau voru meö aö fagna endurfundum, þar sem Einar Örn haföi veriö aö koma til landsins nóttina á undan. Slíku fylgir aö hugað sé aö góö- gæti úr tollinum og í og meö þessvegna fóru samræöurnar dáldiö á tvist og bast þegar frammí sótti. Framanaf virtust þau aftur á móti örlítiö tortryggin í garð fyrir- spyrjanda, og galt hann þar fyrir litla rækt íslenskra blaöamanna viö málefni hljómsveitarmanna, sem fram til þessa hafa ekki verið spámenn í eigin fööurlandi. Spyrj- andi haföi til dæmis veitt því at- hygli aö í allri erlendu pressunni var þess getiö aö Kukl væri aö nokkru leyti stofnuö uppúr bönd- um eins og Þeyr, Tappi tíkarrass og Purrkur Pillnikk, og úr því þaö var jafnvel nefnt í blööum frá italíu Jl átning: Utsendari Moggans haföi f skemmtilega litla hugmynd um Kukiiö þegar hann tókst á hendur aö spjalla viö þaö, og haföi stuttan tíma til undirbúnings. Vissi þó aö sveitin hefur veriö aö gera garöinn frægan utan- lands undanfarna mánuöi, þótt frami hennar hafi ekki veriö jafn vel tíundaöur í íslenskum fjölmiölum og tónlistarsigrar Kristjáns Jóhannssonar, Mezzoforte og Garöars Hólm, svo nefnd séu dæmi af handahófi. Þó haföi útsendarinn tíma til aö kíkja í úrklippusafn Ásmundar i Gramminu, sem haft hefur mál bandsins hér á landi á sinni könnu, og samkvæmt skrifum útlendra blaöa um þessa ís- lensku hljómsveit meö rammþjóölega nafniö er eitthvaö stórmerkilegt á ferö- inni. Þessir ungu landar hafa veriö aö spila mússík sem enskum, frönskum, amerískum, ítölskum, hollenskum og dönskum dagblööum og tímaritum hefur þótt ástæða til aö gera mikiö veöur útaf. Af persónulegri sérvisku haföi undirritaö- ur agent ekki síst gaman af aö sjá dansk- an krítíker taka andköf útaf hljómsveit- inni í grein í dagblaöinu „Information“. Þar er veriö aö fjalla um samnorræna rokktónleika sem haldnir voru í Kaup- mannahöfn í október aíöastUönum. Og eftir aö hafa afgreitt framlög hinna Norö- urlandanna meö vingjarnlegu hrósi í tyrri hluta greinarinnar leggur greinarhöfund- ur seinni helminginn undir „islandsk magi“, hápúnkt tónleikanna, sextettinn Kukl. Ekki aöeins hafi annarra hlutur i þessum konsert veriö antíklímax í sam- anburöi viö Kukliö, heldur segist grein- arhöfundur ekki hafa í áravís heyrt nor- rænt rokk sem stæöist viö þaö samjöfn- uö. Reyndar hefur norrænt rokk aldrei veriö í slíku áliti hér á landi aö einhver saman- buröarmetingur á þann kantinn geti þótt sérlega smart. Velgengni í ajálfu Englandi er sínu stórbrotnari árangur fyrir noröur- hjarabúann, og því ættu menn aö sperra eyrun þegar krítíker hjá New Musical Express slúttar umsögn sinni um Kukl- konsert meö þeim oröum aö hann heföi vel getaö hugsaö sér aö halda áfram aö hlusta á bandiö ía.m.k. tólf ár í viöbót. Til skamms tíma, aö því er sagt er, hefur aöeins ein íslensk popphljómsveit oröiö þess heiöurs aönjótandi aö fá um sig orö í ööru af stóru ensku mússíktímaritunum, og þá hafi þaö veriö oröin: „brainless junk“. Merkilegast er kannski þó aö fyrsta og eina Ip-plata Kuklsins hingaö til komst á topp-tíu á hinum svokölluöu óháöu- vinsældarlistum í Bretlandi. Ég spuröi meölimi hljómsveitarinnar í hverju þaö fælist og hvaöa gildi þaö heföi aö komast hátt á þessum óháöu listum. og Hollandi þar sem þessi hljómsveitarnöfn segja lesendum tæpast mikiö var fyrsta spurningin hvort þessi staöreynd skifti miklu máli, hvort hér væri kannski ein- hver súpergrúppa á feröinni... Björk var fljót til svars; hún sagöi þaö furöulegt aö islenskir blaöamenn virtust ekki sjá neitt nema fortíö hljómsveitarmeölima, en ekki hafa neinn áhuga á því sem þau væru aö gera núna. Einar Örn sagöi aö svona væru allir á þessu landi, vildu bara kannast viö hann sem manninn sem lét illa á sviði og var í hljómsveit meö fyndnu nafni. Þetta þætti sér ægi- lega slæmt, hann heföi hætt í Purrknum fyrir tveimur árum. Björk sagöi aö kannski kæmi þetta til af því aö hér á landi vildu menn meina aö Kukl væri ekki aö gera neitt nýtt, hér væri ekkert hættu- legt á feröinni heldur bara simpil uppsuöa úr mússík gamalkunnra hljómsveita. Kannski hefur spyrjanda meö sinu vinsamlega fési tekist aö vinna traust þeirra, í þaö minnsta vorum viö brátt komin útí afslapp- aö spjall um fortíöina. Sp: Af hverju fóruð þið útí tón- list? Einar Örn: Þaö var af leiða. Gulli: Ég haföi viöbjóö á allri tónlist sem ég heyröi, einsog í út- varpinu. Þaö má kannski segja aö ef viö vildum heyra almennilega mússik, þá uröum viö aö búa hana til sjálf. Einar Örn: Aö vísu foröast ég aö hlusta áeigin tónlist, bara af ótta vió a^2®L9 að endurtaka mig. Sp: GargWtofnuðuð semsagt Eina^Œ^ Nei, viö erum ekki rokkband. Viö gætum ekki veriö þaö, til dæmis Kjlfejrri ástæöu aö meira en helmSjpflT hljómsveitar- innar er klassískt læröur. Og fyrir okkur er rokkiö dautt. Þaó er kannski gaman aö hlusta á Gene Vincent, en hann var uppi á meöan rokkiö var lifandi. Ég er heldur ekki rokkstjarna og mun aldrei veröa. Einfaldlega vegna þess aö stjörnur lifa ööru lifi en annað fólk. Rokk- stjörnur þurfa aldrei aö setjast á klósettiö, þaö er útilokaö aö hugsa sér stjörnu eins og Mick Jagger í þeim prósess, en sama gildir ekki um mig. Hálftíma síðar svelgdist Einari Erni á og hann frussaði yfir sig allan. — Sko, þetta var ekki poppiö, útskýröi hann, þegar hann náði andanum. — Eg er bara mannlegur. Sp. í samhengi við hvað viljiö þiö þá skoöa ykkar mússík? Gulli: Ég vildi helst sjá hana i samhengi viö þá tónlist sem grass- eraði í byrjun aldarinnar. Strav- inski og fleira gott. Þaö er nútíma- tónlist. Popptónlistin í dag er aftur opptónlistin hennar — hlutverk er að halda liðinu í góð- um fíling, fljótandi að feigðarósi. á móti mörg hundruö ára gömul. Melódíurnar eru jafnvel eldgamlar, þaö er bara alltaf veriö aö koma með þær í nýjum útsetningum og með nýrri tækni. Einar örn: Annars þetta meö samhengió: Viö erum ekki aö spila fyrir aörar hljómsveitir eöa skrifa texta fyrir aöra textahöfunda, heldur bara þá sem hugsanlega hafa áhuga á aö hlusta á okkur. Björk: j stuttu máli erum viö bara aö gera þaö sem viö viljum gera, frá okkar sjónarhóli, en viö erum ekki aö uppfylla eitthvaö sem aörir hafa gert sér hugmynd um aö vió eigum aö gera. Gulli: Viö erum aö reyna aö fá tónlistina Inni sinn upphaflega til- gang, fá hana til aö öölast sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.