Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 B 7 eiginlegu merkingu. í sumum frum- stæöum þjóöfélögum er tónlistin hreinlega lífiö sjálft, þegar erfið- leikar bjáta á er hún eini raunveru- leikinn. Ekki einhver snobbmed- alía, eins og fyrir fólk sem flykkist á symfóníutónleika bara til aö sýna sig, en lokar svo eyrunum fyrir mússíkinni. En með vinsæla tónlist i dag aftur á móti, popptónlistina; hennar hlutverk er aö halda liöinu í góöum filíng, siglandi aö feigöar- ósi. Evróputúr Meö þessu síöasta gullkorni lauk kannski alvarlegasta hluta samræönanna. Fljótlega uppúr því var fariö út í upprifjun á hljóm- leikaferö um Evrópu sem þau hafa veriö á undanfarnar vikur. Sú för gaf þeim tækifæri til aö kynnast fólki af mismunandi þjóöerni og spjalla viö þaö, Jón og Gunnu hinna ýmsu landa. Og þau sögöu þennan túr hafa veriö kraftaverk fyrir þá sök aö þrátt fyrir aö þau væru á feröalagi í einn og hálfan mánuö á meginlandinu og hálfan mánuö á Islandi, meö öllum þeim kostnaöi sem því fylgir fyrir stóra tækjum vædda hljómsveit, þá komu þau ekki aðeins út á ríflega sléttu peningalega, heldur líka nokkurn veginn heil á geðsmun- um. Og viötökurnar voru gegnum- sneitt mjög góöar, þótt þær væru misjafnar nokkuö. í Hamborg til dæmis var þetta hreint víti, áhorf- endur eitthvaö um sextíu og þaö er vonlaust aö fá nokkra svörun frá svona fáum. Gestirnir léku sér aö því að kasta bjórmottum í bandið. Á endanum fékk Einar örn mottu í augaö frá náunga sem haföi veriö aö henda allt kvöldiö. Einar varö svo reiöur aö hann æddi út í sal- inn, þreif upp stól og ætlaöi aö berja manninn sem varö svo hræddur aö hann flýöi undir borö. Allir í salnum frusu, nema hljóm- sveitin; þau hin héldu bara áfram aö spila. Þá loksins skildi liöið aö þaö þýddi ekkert aö vera meö ein- hverja bjórmottustæla, heldur varð aö taka bandiö alvarlega. Á þess- um konsert var líka slatti af íslend- ingum sem komu bara af því þarna var íslensk hljómsveit á feröinni, aö ööru leyti skifti þaö þá engu máli hvort þaö voru Kukl eöa Dúmbó & Steini. Þaö var þó eitthvað annaö uppi á teningnum í Rotterdam. Þar voru átta þúsund manns í salnum og svörunin svo rosaleg aö þaö minnti á Bítlatónleika i gamla daga. Þetta var á árlegri tónlistarhátíö sem heitir Pandora’s Box, og meö Kukli þetta áriö voru nöfn á borö viö John Cale, Tom Verlaine, Psychic TV, The Fall og Johnny Thunders. Aöstandendur hátiöarinnar eru þeir sömu og sjá um Rolling Ston- es, þegar þeir koma til Evrópu. Indælismenn. Góömennska þeirra takmarkalaus. Og þótt þeir hafi þaö prinsipp aö bjóöa aldrei uppá sömu kraftana oftar en einu sinni, töluðu þeir um að fá Kuklið aftur næsta ár. (Umsögn „Sounds” um þessa hátíö hefst á oröunum: „Goodness gracious, great balls of fire — it’s KUKLI”) | stultu máli erum við bara aö gera það sem við viljum gera, frá okkar sjónarhóli, en við erum ekki að uppfylla eitthvaö sem aörir hafa gert sér hugmynd um að við eigum aö gera. Mússík og mórall Nú er þess aö geta aö þótt liöiö sé undir lok hinnar skriflegu skýrslu um þetta spjall, þá hefur ekkert veriö minnst á fyrirferðar- mesta þátt samræönanna, en þaö voru vangaveltur um ýmis fílósóf- ísk og pólitísk málefni. Sú staö- reynd aö slík atriöi virtust liggja félögunum þyngst á hjarta segir ef til vill meira um þetta sómafólk en misnákvæmt referat af þeim orö- um sem féllu gætu gert. Líka ber að athuga aö oft var talað út og suöur, gripiö frammí, og svo var tollurinn smátt og smátt aö hopa af skansinum. Um sumt af þessum efnum hafa þau líka fjallaö í fjölrit- uöum bæklingi sem nefnist „The Laymans guide to KUKL, Music & Morals", og þar mun nákvæmar og meira yfirvegaö en mögulegt er í sjö manna spjalli viö þessar aö- stæöur. í sem stystu máli voru þarna þó á ferðinni fínar hugsjónir oftast nær, húmanískar, gagnrýnar á allt vald, heimsvaldastefnu og stór- veldapólitík, bornar fram af ein- lægni og ákafa. Oft voru þetta rokkband. Við gætum ekki verið það til dæmis af þeirri ástæðu aö meira en helmingur hljómsveit- arinnar er klassískt lærður. Qg fyrir okkur er rokkið dautt. gamlir slagarar í nýjum búningi, stundum frumlegum. Einar Örn er aö læra fjölmiðlun í London og hann er mjög skeptískur í garö fréttamanna, vildi helst aö þeir væru óþarfir. — Ef viö erum boðberar einhvers, segir Einar Örn, — þá er þaö alheimshyggju. Þaö ættu ekki aö vera til nein landamæri, nein höft á feröafrelsi fólks. Allir ættu aö eiga rétt á aö komast hvert sem er, allt flug ætti aö vera ókeypis. Þá gætu allir kynnst ástandi mála beint og án meöalgöngu fréttastofnana. Þaö eiga ekki aö vera forréttindi neins aö geta farið þangaö sem honum sýnist. Okkar pólitík er: Hver er sjálfs sín herra og frú. Frelsið er númer eitt, segir ann- ar, það veröur aldrei svo mikiö aö ekki veröi þörf fyrir meira frelsi. Og öll eru þau sammála um aö hern- aöartækninni ætti aö beita í já- kvæðar þarfir: — Ur því þeir geta búiö til skeyti sem fer milli heims- álfa, og lendir minna en tiu metrum frá markinu, spyr Einar Örn, — af hverju er þá ekki hægt aö búa til bíl sem fer með mann frá Akureyri og í Mávahlíð 2 án þess maöur hreyfi hönd eöa fót? Öll lögöu þau áherslu á aö hvor- ugt stórveldanna væri hinu skárra í ýmsum efnum, eins og aröráni í þriöja heiminum. Og ekki væri kommúnismi betri en kapítalismi. Ekki hljómuðu þær áherslur alltaf sem nýjar af nálinni, enda varö einum úr hljómsveitinni á oröi þeg- ar annar var i fimmta sinn aö hamra á slíkri miöju- og hlutleysis- pólitík: — Hvernig er þaö, erum viö að tala fyrir Kukl eöa Steingrim Hermannsson? Og þegar siöasta vískílöggin hvarf sagöi einhver aö yfirgangur hvíta mannsins í veröldinni væri slíkur aö þaö væri alveg hlægilega lítiö eftir af frumbyggjum Ameríku. Og hlæiði nú. Búiö. KERTAVAX OGSÓT Þá nálgast blessuö jólin, meö tilheyr- andi kertaljósum og kræsingum. Það er einmitt þaö, sem ég ætla örlltið aö skrifa um hér, kertavax. Hvaða hús- móöir hefur ekki lent I vandræðum, þegar þaö lekur óvart úr stjðkum eöa ef óvarlega er blásiö á logann þannig aö rautt vax slettist út um allt? Ég hef notaö það ráö, þegar vaxið lendir á grófum flötum, t.d. viði, þar sem það festist ofan i raufum, aö blása heitu lofti úr hárþurrku á flötinn og þurrka jafnóö- um með eldhúspappír, ér vaxið bráðn- ar. Þetta er einnig gott á málaða fleti. Kennið bðrnunum aö nota kertaslökkv- ara til aö kæfa loga kertanna, eöa aö minnsta kosti aö setja lófann aftan viö logann þegar blásiö er á kertið. Þaö er ótrúlegt hve mikiö vax getur úðast út um allt, þegar kröftuglega er blásið. Auövitaö eruö þiö flestar búnar að gera allt hreint, I hólf og gólf þrátt fyrir góöan ásetning um aö láta þaö nú blöa vors- ins þetta áriö. Mín reynsla er að minnsta kosti sú, að íslenskar húsmæö- ur komist ekki I jólaskap nema þær séu úrvinda af þreytu, en allt sé skinandi hreint og fágaö. Það veröur þó að gera hreint aftur I vor, ekki satt? Lifandi Ijós Kertaljósin I skammdeginu sóta nefnilega ótrúlega mikiö. Ég datt niður á frábært ráö. Setji maður svolitið af þvottamýkingarefni I vatnið, sein gler er þvegið úr, virðist sem glerið hrindi frá sér ryki og sóti. Það afrafmagnast. Auk þess veröur allt mjög gljáandi og engar rendur eöa ský, t.d. á gluggarúðum. Þetta á aö sjálfsögöu við um skolvatn- iö, því ekki má vera sápa I því. Þiö skulið nota þvottaskinn (fæst á bensln- stöðvum) því viö þaö loöir aldrei neitt kusk. Ég strýk llka yfir húsgögnin min með klútnum. Þaö er ótrúlegt hvað þetta viröist minnka rykaödráttaraflið. JOLASVEINASKORINN Ég er nú ekki allt of hrifin af þeim útlenda siö sem hér hefur fest rætur, þessum skóbransa i gluggum lands- manna. Lengi vel þráaðist ég við, en börnunum mínum fannst þau útundan, skildu ekkert i, hvað þau hefðu til saka unnið, aö jólasveinarnir færöu þeim aldrei neitt eins og öllum hinum I göt- unni. Mér finnst börnin ekki þaö lystug á þessum árstima, aö þaö sé þeim til góös aö byrja daginn á aö borða sæl- gæti. Auðvitað gleypa þau nammiö um leið og þau vakna, einkum ef mamma er nú enn sofandi og enginn verkstjóri til viðtals. Ég tók þvi til bragös, að útbúa ávis- anir í skóinn. Þau fá lítil bréf meö undir- skrift jólasveinsins, sem samkvæmt þjóösögunni kemur viðkomandi dag, þ.e. Askasleikir, Stekkjastaur o.s.frv. Avisanirnar hljóöa á ferö í sundlaugarn- ar, lestur á uppáhaldssögu, piparköku- bakstur, ferö niöur aö Tjörn, til að gefa fuglunum, skauta- eða skiöaferö og fleira i þessum dúr. Aö sjálfsögöu verð- ur mamma að taka að sér flestar af þessum framkvæmdum, en það er nú bara ágætt. Hún hefur oftast bæöi gagn og gaman af. Rlfur sig upp úr hreingerningunum og öllu amstrinu og kemst bara I jólaskap llka. Þetta hefur gefist okkur hérna vel. Stund- um fá þau peninga I skóinn lika með þeim fyrirmælum að þau eigi aö gefa helminginn af upphæðinni í söfnunarbaukinn til hungruöu barn- anna, afganginn eigi aö geyma til jólagjafakaupa. Mér finnst þetta gefa þeim tækifæri til að hugleiða neyö þessara Parna og það er besta jólagjöfin sem þau geta gefið. Geriö börn ykkar meövitandi um hve gott þau eigi, meöan mörg þús- und börn eru aö svelta til dauða. Varist aö hlaöa óhóflegum gjöfum á börnin, jafnvel þó aö þið hafið efni á þvi, þá hætta þau aö gleðjast yfir gjöfunum, láta sér fátt um finnast þó leikföngin skemmist, vita aö þau fá hvort eö er miklu fleiri. Þurfa ekki annað en aö streða dálltið og kannske ekki einu sinni þaö. Spyrjiö bara bðrnin ykkar hvaö þau fengu í jólagjöf i fyrra, og frá hverjum? Þaö hefði verið miklu skemmti- legra að hér heföi komiö sú hefö, sem tiðkast sumstaöar erlendis, að börn og unglingar tækju sig saman og skemmtu fólki meö jólasöng. Skólar gætu t.d. látiö bekkina æfa saman nokkur falleg lög og hvatt börnin til aö fara og syngja á elli- heimilum eöa sjúkrahúsum eöa bara fyrir utan húsin i götunni sinni. Þaö er svo mikið gert fyrir börnin hér, aö mér finnst að þau eigi aö læra aö endurgjalda meö þvi að gefa aö minnsta kosti svolltið af tíma sfnum. Þessi siður er fallegur og skemmtilegur, betri en sælgæti i skóinn. JOLAHANGIKJÖT Þegar ég sýð hangikjöt, set ég alltaf sykur i vatnið. Þá veröur kjötið safaríkt og fallega rautt. Þetta gerir þaö liklega ekki hollara, en það er nú vlst hvort eö er ekki mjög heilsusamlegt. Ég kaupi alltaf frampart, finnst kjötiö betra e< þaö er dálítið feitt. Þó er siðan, þ.e. rifin, venjulega of feit og mest af henni hefur fariö til hrafnanna, sem sveima hér fyrir framan húsið okkar. Ég gef fuglunum alttaf eitthvert feitmeti meö korninu, þaö llkar þeim vel. Jæja, i fyrra datt ég niður á góöa lausn á þvi hvernig ég ætti að nota þetta dyra hrá- efni handa fjölskyldu minni. Ég ætlaði aö búa til lifrarkæfu fyrir jólin, en þá var hvergi fáanleg svinafita, sem talin er nauösynleg til þannig matargerðar. Ég haföi allt hitt til reiðu, lifur hreinsuð og hökkuö og allt tilbúið. Ég skar því kjötiö og fituna af hangikjötssiöunni, er ég haföi keypt og notaöi þetta i staðinn. Þetta er sú besta lifrarkæfa, sem ég hef fengið og veröur fastur liður I jólamatn- um hér hjá okkur, héöan I frá. LTTIÐ FTTANDI EFTIRRÉTTUR... EÐA ÞANNIG SKO Ég læt fljóta meö eina uppskrift af eftirrétti, sem er góö tilbreyting frá öllum rjómabúðingunum, sem neytt er um jólin. Þaö er lika hægt aö útbúa hann með góðum fyrir- vara, þvi hægt er aö geyma hann lengi i Isskáp. Skerið niöur nýja ávexti, banana, epli, appelsinur og perur... vinber J skreyta mikiö hér. Raöið þessu fallega í hringform, sem skolaö hefur verið i köldu vatni | og sykri stráö innan í. Lltbúið síöan lög, úr eplasafa, 7 desilitrum, sem hitaöur er upp. í löginn eru síðan sett 9 blöð af matarlimi, sem fyrst hefur verið bleytt upp í köldu vatni. Kælt og siðan varlega hellt yfir ávextina. Þetta á aö stifna á nokkr- um klukkutimum. Síðan er þessari ávaxtarönd hvolft á fat. Gangi illa að fá hana til aö losna úr forminu, má dýfa því andartak niður í heitt vatn, þá losnar það auöveldlega ... en bara eitt andartak. Meö þessu má nota þeyttan rjóma, en þaö er þó ekki nauðsyn- legt. Ég bý stundum til krem meö þessu, en þá er þessi réttur auðvit- aö orðinn bráöfitandi en ákaflega vinsæll. Sósan er búin til þannig: 3 eggja- rauöur þeyttar meö 3 matskeiðum af sykri, 3 desilítrar af kaffirjóma (13%) hitaöir i potti, með 2 tsk af vanillusykri út I. Þegar rjóminn sýö-1 ur, er honum hellt varlega út i eggjahræruna og þeytt á meöan. Blandan er þá aftur sett i pottinn og | látin hitna aö suöu meðan stööugt er hrært í henni. Hún má þó ekki sjóða. Þetta er kælt og borið fram meö ávöxtunum. i sósuna er lika hægt aö nota venjulega mjólk, en blanda þá svolitlu af þeyttum rjóma I i hana í staðinn. Þessi sósa er mjög | góö með öllum ávöxtum, t.d. bara niðurskornum i skál. Veröi ykkur aö góðu og gleðileg jól. Dóra i 4 Brádum koma jólin Halldóra Filippusdóltir er tlugfreyja og húsmódir í Reykjayík. — — ek tók viötaliö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.