Alþýðublaðið - 26.11.1931, Side 2

Alþýðublaðið - 26.11.1931, Side 2
2 A'. PÍÐUBLAÐ'Ð Óstjoii íhaldsins á fjármálDmReykjavíkurbœjar. Á síðasta bæjarstjórnarfundi sýndu fulltrúar Alpýðuflokksins fram á,‘í hvert öngþveiii íhalds- stjórnendur bæjarins hafia komið fjárhag hans: sjóðir [turrausnir, ián ófáanlegt, og framkvæmdir, sem bæjarstjómin hefir samþykt að gerðar væru á þessu ári, ó- framikvæmdar, svo sem aukning vatnsveitunnar og bygging vöru- skýlis við höfnina. Héðinn Valdimarsson spurði Knút, hvort hinn aukni vatns- skattur yrði að einhverju leyti til atvinnubóta, mieð því að fram- kvæmdum á aukningi vatnsveit- unnar verði þá hraðað svo, að unnið verði að henni í vetur. Knútur svaraði því neitandi. Kvaðst hann gera ráð fyrir, að verkið verði unnið á 3—4 ámm, nema bráðabirgðalán fáist til 4 —5 ára til þess að framikvæma það að fullu á einu ári; en hvað sem því líði, þá taki undirbún- ingur verksins minst 5—6 rnánuði. Héðinn benti á, að ógreidd út- svör frá fijrri árum nerna um 600 þúsunid kr., sýndi fram á, hve slæleg innheimta bæjargjald- anna er, og að margsinnis hafa hátekjumannaútsvör verið gefin eftir að lokum, af því að þau hafa ekki verið innheimt í tæka tíð. Sannaði hann það líka af gefnu tilefni, að þeir, sem bær- inn á hjá hæstar útsvarsskuldir ógreiddar, eru langflestir „mátt- arstólpar“ í íhaldsflokknum. Sagði hann að lokurn, að ef Knút- ur og flokkur hans sjá engin ráð til þess að koma bænurn aftur úr því fjárhagsöngþveiti, siem stjóm þeirra hefir komið honum í, þá sé þeim nær að segja af sér og Knúti að leggja niður embættið, heldur en að halda áfram að sökkva bænum dýpria og dýpra í óstjórnarfenið. — Ein af tillögum Magga Magn- úss var sú, að bæjarstjórnin skipi þriggja mannia nefnd til þess að athuga fátækriamál bæjarins og gera tillögur urn, „hversu þeim megi skipa á hentugri og ódýr- ari hátt fyrir bæjiarfélagið“. ÖI- afur Friðriksson flutti þá viðbót- artillögu, að þá yrði einnig ra;nn- sakað, „hvort ekki myndi heppi- legra, að bærinn tæki að sér rekstur elliheimilisins og barna- heimilisins, er bærinn nú hvort eð er stendur aðalstraum af“. Héðinn flutti þá breytingartil- lö'gu við tillögu Magnúss, að nefndin skuli „athuga stjórn, fá- tækramál og fjárreiður bæjarins og gera tillögur um, hversu þeim megi skipa á heppilegri og ódýr- ari hátt fyrir bæjarfélagið". Var þessum tillögum öillium vís- að til fjárhagsnefndar. (T Togaraslysið. Jóss Grimsson látinn. Jón Grímsson, sem slasaðist á togaranum „Andra“, andaðist í gærkveldi í sjúkrahúsiriu á fsia- firði. Jón heitinn var rnjög á- hugasamur sjómannafélagi. Bæjarbruni. Á sunnudagskvöld brann bær- inn Skjögrastaðir í VaMahreppi í Suður-Múlasýslu. Er þetta af- skektur fjallabær og var Vieður vont. Heima var að eins kona með tvö börn. Tókst .henni að bjarga nokkru af innanstokks- munurn úr baðstofu, en sumir brunnu. Er hjálp barst tóikst að verja önnur hús, en baðistofan brann. (Siarnkv. viðtali FB. við Akureyri.) KosDingar i Sviss. Fyrir nokkru fóru fram kosn- ingar til þjóðar-ráðsins í Sviss. Jafnaðarmenn bættu atkvæðum við sig svo skifti tugum þús- unda. Unnu þeir tvö ný sæti og urðu þar með stærsti flokkur þingsins. AukabosningariRanðaríbjDnnm Washington, 25. nóv. U. P. FB. Sérveldismienn (Demiokratar) haia unnið sigur í aukakosning- fum í tveimur kjördæmum í Tex* as. Þingmenn sérveldismanna í fulltrúadeild þjóðþingsins eru nú 218 talsins, samveldismanna (re- publikana) 216. Landbúnaðar- verkamenn eiga einn fulltrúa á þinginu. Frá sjómönnanum, FB. 26. nóv. Liggjum á Önundarfirði. Vel- líðan allra. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á „Káro Sölmundarsijni“. Komnir frá Englandi. Verðum á ísafirði í kvöld. Vellíðan allra. Kærar kveðjur til vina og vanda- manna. Skipverjar á „Dmupni“. Komnir til landsins. Vellíðan allra. Kærar kveðjur. Skipverjar á „Gulltappi“. MansjúríDdeilan. París, 25. nóv. U. P. FB. Fram- kvæmdaráð Þjóðabandalagsins héit fund um Mansjúríiuófriðinn og stóð hann fram eftir kveldi. Ákveðið var að senda þegar stjórnunum í Japan og Kína for- rit (uppkast) að samþykt, er fer fram á, að Japan og Kína hverfi á brott með heri sína, en nefnd skipuð af bandalaginu taki deiliu- málin til rannsóknar. Karl Marx. Faðir hinnar vísindalegu jafn- aðarstefnu, Heínrich Karl Marx fæddist 5. mai 1818 í borginnj Tríer í Rínarhéruðunum, Hann va Gyðingur að ætterni, var fljött settur til menta og stundaði réttar- fræði-nám við háskólann í Bonn og heimspeki og sagnfræði nam hann við háskóla í Berlín. Sagt er, að kenningar heimspekinganna Hegels og Feueibachs hafi haft mjög mikil áhrif á hann, er hann var ungur, en árið 1841 vann hann doktors-titil fyrir ritgerð um spek- ingana Epikúr og Demokrít. Um þetta leyti var mikil ófrelsis- og kúgunar-öld á Þýzkalandi, og af því að hugur hans stóð til þeirra, sem minni máttar voru, gerðist hann félagi þeirra, er börð- ust gegn ófrelsinu, og sökum frá- bærra hæfileika sínum náðí hann fljótt áhrifum í þeim hóp og varð ritstjóri að mjög róttæku blaði, sem hét „Reinische Zeitung" En árið 1843 var það bannað og fór Marx þá til Parísar. Þar staifaði hann að ýmsum ritverkum, fékst við blaðamensku o. fl. í París kyntist hann kenningum Saint Simons um jafnaðar þjóðskipulag — og þar hófst hin ævaiandi vinátta milli hans og Engels. Um þetta leyti varð Marx jafnaðarmaður. Honum var nú vísað burt úr París og höfðu þýzkir afturhaldsmenn fengið því til vegar komið. Fóru þeir vinirnir, hann og Engels til Briissel í Belgíu og þar samdi Marx rit sitt „Eymd heimsspekinn- ar“, sem» var svar til stjórn- leysingjans Proudons. En árið 1848 kom út hið fræga Kommúnista- ávarp, og höfðu þeir vinirnir, Marx og Engels, báðir samið það. Hefir þetta rit verið þýtt á öll menningarmál, m. a. á íslenzku. Þetta sama ár fór Marx aftur til Þýzkalands og byrjaði að gefa út nýtt blað, en innan skamms tíma varð hann að flýja land undan ofsöknum íhaldsins og fór þá til Lúndúvia, Þar vann hann aðal- æfistarf sitt. Þar skrifaði hann hina stórfrægu bók sina „Das kapítal", en það er grundvallarrit jatnaðar- stefnunnar. í því sýnir hann fram á, að sagan er stéttabaráttusaga, þótt hún sé eingöngu rituð sem saga einstaklinga. Marx var i 25 ár að semja þetta mikla rit og er það í fjórum binduin. Komu tvö þeirra út eftir dauða hans. Fjórða og siðasta bindið var ekki fullgert þegar Marx lést árið 1883. Marx var fátækur alla æfi, enda ofsóttur af andstæðingum sínum sem voru margir og öflugir, og landflótta var hann mikinn hluta æfinnar. En vinur hans, Friedrich li. Engels, sem var vei efnaður.studd hann með fé sínu, eins vel og honum var unt. Það voru ekki margir menn, sem fylktu sér um skoðanir Karls Marx, er þær komu fyrst fram, en smátt og smátt sannaði þróun auðvaldsþjóðfélagsins sannindi þeirra og nú fylkja sér íug-millj- ónir manna í næstum öllum löndum heims um jafnaðarstefnuna Fiokksbróðir f mtugur Snenuna í þie.ssum mánuði var&. einn af þektustu jafnaðarmönn- um Svíþjóðar fimmtugur að aldri. Það var Ivar Vennerström, rit- stjóri og ríkisþingmaður. Ivar Vennerström er einin úr hinum fjölmenna hópi mikilhæfra og atoi'kusainria sænskra jafnað- Ivar Vennerström. armiannia. Hann hefir í hart nær þrjá tugi ára unnið ósleitilega að vexti og viðgangi sænskrar al- þýðuhreyfingar. Hann er einn af áhrifaríkustu útbreiðslaimönnum jafnaðiarstefnunnar í Svíþjóð og hefir margoft farið um land sitt þvert og endilangt til fundar- halda og fyrirlestra. Og Ivar Vjennierströ'm er einnig mikið þektur og vel hér á 'landi. Hann er kvæntur íslienzkri konu, Lóu Gudmundsdóttur frá Nesi. Hanrf he.ir þrisvar komið hingað til lands og nú síðast á alþingis- hátíðina sem einn af fulltrúum sænskra þingmianna. Hann þekkir fjölda af Islendingum, fes' ís- lenzka tungu og er vel kunnugur íslenzkum stjórnmálum og at- vinnuháttum. Og tnargir eru þeir landar, er síðustu árin hafa kom- ið til Stokkhólms, er skroppið hafa út í Álsten og notið gest- risni og góðrar að.stoðar á heim- ili Ivars Vennerström og koniu hans. Og Ivar og Lóa eru alt af reiðubúin að veita allar leiðbein- ingar, hjálp og aðstoð öllum þeim mörgu Islendingum, er sækja þau heimi. Ivar Vennerström er ágætur rit- höfúndur. Hann hefir ritað nokkr-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.