Morgunblaðið - 27.01.1985, Side 1
fN*tyiuiM*2kto
MENNING
LISTIR
N Ö B E L S V E R E> L A U N I N I BÖKMENNTUM
Annarleg sjónarmið
allsráðandi
eftir George
Steiner
Jafnvel Paris konungssyni skjátlað-
ist. Veiting verðlaunagulleplisins
af hans hálfu leiddi til hans eigin
dauða og eyðileggingar Trójuborg-
ar. Það getur alltaf hent við hvers konar
verðlaunaveitingar, að mönnum hafi orðið
á mistök í vali verðlaunahafa. Oftar en
ekki hefur ódauðleiki fallið þeim í skaut,
sem ekki þóttu verðir verðlauna — þeirra
er fylla le salon des refusés, þar sem meist-
arar impressionismans sýndu þau verk
sín, sem opinberlega hafði verið hafnað og
höfð voru um hin hræðilegustu orð. Á há-
punkti listræns sköpunarferils síns var
Arnold Schönberg hafnað við verðlauna-
veitingu en einhver Guggenheim látinn
sitja í fyrirrúmi. Sú fróma sál, sem á sín-
um tíma neitaði Albert Einstein um há-
skólastöðu í Svisslandi, andaðist í kyrrþey
fyrir skemmstu.
í náttúruvísindum og raunvísindum eru
mistök og yfirsjónir við val verðugra verð-
launahafa hins vegar ekki talin koma eins
oft fyrir. Þó hafa einnig á þessu sviði verið
veitt Nóbelsverðlaun, sem þótt hafa meira
en lítið furðuleg; Nýleg verðlaunaveiting,
sem kom hálfri öld eftir að sú mikilvæga
uppfinning hafði verið gerð, er viðurkenna
átti; tvær verðlaunaafhendingar til af-
reksmanna, sem reyndar höfðu lítið annað
afrekað en að betrumbæta vísindalegar
rannsóknaaðferðir (annar þeirra er nú
sagður vera einasti Nobelsverðlaunahaf-
inn, sem er atvinnulaus og talinn og talinn
búa við einkar kröpp kjör). Nobelsverð-
launin í læknisfræði, eðlisfræði og efna-
fræði hafa kannski oftar en nægilegt til-
efni var beinlínis fallið meðlimum Sænsku
akademíunnar í skaut eða þá öðrun
sænskum vísindamönnum í áhrifastöðum
— það er að segja, að verðlaunin í þessum
greinum hafa þá lent til þeirra aðila, sem
einmitt hafa hvað mest með val verð-
launahafa að gera.
Þá er alls ekki laust við að stundum hafi
gætt beinnar illgirni, þegar gengið var
vísvitandi framhjá verðugum vísinda-
manni við úthlutun verðlaunanna. Var
þannig bandaríska vísindamanninum Jon-
as E. Salk hafnað sem verðugum Nobels-
verðlaunahafa, bara af því að keppinautar
OG NÚ ER ÞAÐ AFSTRAKT
KAFLAR ÚR ÓPRENTUÐU SAMTALI VIÐ SVEIN BJÖRNSSON LISTMÁLARA