Morgunblaðið - 27.01.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 27.01.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANtJAR 1985 C 3 sýni má svo líka rekja hina heldur neyðarlegu ofgnótt af skandinav- ískum nobelsverðlaunahöfum i bókmenntum. Þegar gera á góð- verk, verður mönnum víst alltaf fyrst litið til sinna nánustu. Heið- ursverðlaunalistinn hefur að geyma m.a. nafn sænska ljóð- skáldsins Verner von Heiden- stams, sem kjörinn var 1916, og danska skáldsagnahöfundinn Karl Gjellerup, sem varð fyrir valinu árið eftir; þá kom brátt röðin að Frans Emil Sillanpðá frá Finn- landi og svo aftur hið alveg nýlega val eins af þeirra eigin skáldum „á heimavelli", þegar Harry Martin- son hlaut bókmenntaverðlaunin. Á þessum langa, langdregna lista er það víst einungis Knut Ham- sun, sem tvímælalaust getur talizt stórskáld. Eftir að þessari hlið á vali Sænsku akademíunnar á hinum verðugustu fulltrúum til að hljóta bókmenntaverðlaun Nobels hafa þannig verið gerð nokkur skil, verða skýringarnar á duttlungum næst þá með því að útnefna miklu „öruggari“ suður-amerískan rit- höfund. Menntagyðjurnar í Stokkhólmi verðlauna gjarnan hæversku. Sams konar tilhneiging til for- dóma virðist ríkja gagnvart nýrri stefnum í bókmenntastíl. Það er tilgangslaust að leita á nobel- listanum að fulltrúum þeirra hreyfinga innan bókmennta sam- tímans, sem einkennast helzt af tilraunum, formbyltingu, þver- stæðum og að textum, sem bera yfirbragð módernisma. Enginn súrrealisti hefur hlotið verðlaun- in, enginn veigamikill expressjón- isti, ekkert ljóðskáld eða leikrita- höfundur úr hinum gróskumikla heimi dadaismans, né heldur neinn fulltrúi bókmenntastefnu fjarstæðnanna eða absúrdisma (André Breton, Hugo Ball, Ger- trude Stein). Það má sem sagt helzt ekki hnika neinu til neins staðar. Við einstök stórhátiðleg tækifæri hljóta þó ljóðrænar ást- arlífsbókmenntir og jafnvel harm- að um langan tíma hefur alltaf verið gengið fram hjá Borges við úthlutun bókmenntaverðlauna Nobels, nægir til þess að vekja efasemdir í garð þessarar stofnun- ar í heild. En eftir sem áður verð- ur samt að líta á það sem óljósa og órökstudda tilgátu, hvort nokkur slíkur svartilisti sé raunverluega til. Nær allt til vinnandi ... Manni verður sftur á að spyrja: Skiptir allt þetta raunar nokkru máli fyrir framvindu alvörubók- mennta? Það eru til ósköp raunaleg dæmi um rithöfunda, sem í hégómlegri tilfinningasemi sinni hafa látið vonina og tálsýnina um Nobels- verðlaun bókstaflega umturna fyrir sér þeim aðferðum, sem þeir höfðu áður tamið sér sem skap- andi listamenn. Þeir hafa þá, að því er bezt verður séð, tekið upp á því að lifa og skrifa „með Stokk- mitt sú staðreynd, að svo mikið af því bezta á sviði bókmennta skuli í fyrstu fara algjörlega fyrir ofan garð og neðan hjá öllum almenn- ingi, að svo margt af því, sem að verulegu leyti á eftir að móta framtíð okkar, skuli enn sem kom- ið er vera einungis á vitorði fárra útvaldra — það er einmitt þetta, sem skóp sjálf grundvallarrökin fyrir Nobelsverðlaununum í bókmenntum og réttlætti þau. Hvað er svo sem í það varið að veita einmitt því viðurkenningu, sem þegar er orðið nafntogað um allan heim? Hvaða meiri óleik er hægt að gera bókmenntum en að leggja blessun sína yfir meðal- mennskuna og skammæ stundar- fyrirbrigði. Sænska akademían getur með réttu borið fyrir sig ókunnugleika sinn á þeim tímum, þegar vart var unnt að komast yfir texta eftir t.d. þá Mandelstam, Kafka eða Celan. En hvers vegna leitar hún þá ekki ráða hjá ótrauðari „erindrekum", sem hafa frumlegri hugsunarhátt eiga von á Nobelsverðlaununum, þá myndi það raunar um leið ekki þjóna neinum tilgangi að vekja at- hygli herranna í Stokkhólmi á ein- hverjum þeirra einstaklega frum- legu og framúrskarandi en þó lítt kunnu rithöfundum, sem mest munu greinilega láta að sér kveða á næstunni. Skyldi nokkur í Nob- elnefndinni vera að lesa Leonardo Sciascia, ítalskan meistara, sem, að því er gáfur varðar og kaldhæð- nislegan stíl, má teljast sambærilegur við Stendhal? Eða þá Thomas Bemhard, sem ýkju- laust má kalla álíka endurnýjanda í bókmenntum samtimans og Kafka reyndist vera. Hverjum í hinni ólympísku háborg Stokk- hólms skyldi vera falið að fylgjast á verðugan hátt með því, sem er að gerast í arabískri ljóðlist? Myndi Doris Lessing verða heiðr- uð fyrir bók sína „The Golden Notebook“ eins og hún ætti skilið en ekki fyrir þær óhugnanlegu vís- indaskáldsögur (en sú grein bókm- ennta á víst ekki upp á pallborðið dómnefndar annars vart studdar nokkrum haldbærum rökum. Veigamiklar bókmenntir eru óaðskiljanlegar frá hugmynda- fræði og pólitískum tilfinningum. Það liggja til þess gildari rök- semdir en bara tómar getgátur, að pólitískar ástæður hafi meðal annars legið til grundvallar út- strikana Sænsku akademíunnar á nöfnum eins og Ezra Pound, Paul Claudel, André Malraux og Bert- olt Brecht. Einstaklega neyðarleg ákvörðun bókmenntanefndarinnar árið 1972 að veita Heinrich Böll Nobelsverðlaunin en sniðganga hinn miklu snjallari rithöfund Gúnter Grass var mjög svo ein- kennandi fyrir fordóma Sænsku akademíunnar gagnvart hvers kyns frjálslyndi og hispursleysi i velsæmismálum, jafnvel af hóf- samara taginu. Stórbrotnar frá- sagnir af uppdiktaðri harðýðgi og útópískar hugarsýnir, hvort sem þær eru af vinstri eða hægri væng, eru ekki vel séðar. Með kjöri Al- berts Camus sem nobelsverð- launahafa ársins 1957 var Sænska akademían í reynd að hylla per- sónuleika á sviði bókmennta og vissan hugarheim, sem í einu og öllu má segja að sé í fyllsta sam- ræmi við ríkjandi lífsviðhorf í Stokkhólmi. Þröngt hlið og mjór vegur Þegar sænska akademían tekur pólitíska og hugmyndafræðilega áhættu á borð við kjör Nerudas, Pasternaks eða Sjólokovs, þá gæti litið svo út, að samstundis fari af stað eins konar afsökunar- og upp- bóta-viðbrögð innan kerfisins: hinn mjög svo umdeildi Sjólokov var þá kosinn til þess að lægja öldurnar eftir það stórviðri, sem fylgdi í kjölfar óvenju djarf- mannlegrar útnefningar Boris Pasternaks til Nobelsverðlauna. Viss orðrómur er á kreiki um, að bráðlega verði aftur komið á fullu jafnvægi, eftir hið tiltölulega áhættusama uppátæki að veita Garcir. Márquez verðlaunin áriö 1983; þetta æskilega jafnvægi þrungin kynhverfustef aðgang að Parnassus. En þar er hins vegar lagt blátt bann við róttækri „dirfsku“ í stílbrögðum, við „ósið- legu“ endurmati á hinum eina rétta framsetningarmáta. Hressi- legir lífslystarmenn í bókmennt- um eins og John Cowper Powys, sem ber hvað hæst i enskri skáld- sagnagerð frá því að Thomas Hardy var og hét, eru sniðgengnir; Colette finnst þar hvergi, Nab- okov, arftaki hennar í listrænni framsetningu á lifsins unaðssemd- um, var útilokaður, þótti ekki nógu frambærilegur. Og loks skal svo minnzt á þann orðróm, sem i gangi er, um vissan svartan lista. Enginn óviðkomandi getur þó beinlinis sannað, að þess háttar listi sé til og getur enn sið- ur sagt til um hvernig og hvenær hann varð eiginlega til. En þessi orðrómur hefur haldizt við lýði og þykir fela í sér vissar uggvænlegar vísbendingar. Á bak við þetta allt saman þykjast menn sjá hina leyndardómsfullu persónu Dags Hammarskjöld bæði lifs og liðins. { einu eða tveimur tilvikum virðist kjör nobelsverðlaunahafa eiga að miklu leyti rætur sínar að rekja til áhrifa hans. Nöpur vanþóknun Hammarskjölds virðist ekki ein- ungis hafa haft djúpstæð áhrif á Sænsku akademiuna, á meðan hann var á lifi, heldur má ætla að þau áhrif hafi varað út yfir gröf og dauða. Á listanum yfir hina gjörsamlega útskúfuðu eru, að þvi er orðrómurinn segir, Graham Greene, Gúnter Grass og Borges; til þeirra taldist einnig Malraux (en hunzun hans er sögð hafa vak- ið réttláta reiði de Gaulles, þegar Sænska akademían sniðgekk Mal- raux en heiðraði í staðinn fransk- an skáld-diplómata, sem var ná- inn vinur Hammarskjölds). Að vissu marki gæti skýringanna á því, að ofangreindir rithöfundar hafa alls enga náð fundið fyrir augum Akademíunnar sænsku, verið að leita í persónulegum við- horfum og stefnu Hammarskjölds sjálfs, svo og í dularfullri afstöðu hann til kynlífs. Sú staöreynd ein út af fyrir sig, hólm í sikti“ og beðið tjón af hég- ómagirnd sinni og undirdánugri snapvísi. Sú raun að hljóta ekki Nobelsverðlaunin varð Arthur Koestler afar þungbær og átti sinn þátt í að rugla hann loks al- veg í ríminu — en bók hans „Myrkur um miðjan dag“, ein út af fyrir sig, hefði svo sannarlega átt að gera hann verðan þessarar við- urkenningar. Þá heyrast þær raddir, að Al- berto Moravia gæti vart lengur á heilum sér tekið sökum sífelldra vonbrigða af svipuðu tagi. Sú réttmæta óánægja, sem almennt er ríkjandi út af hunzun Sænsku akademiunnar á ítölskum bók- menntum ár eftir ár, svo og stöð- ugar vangaveltur í blöðunum um að Moravia verði alveg örugglga næsti verðlaunahafinn í bók- menntum, hafa bakað honum ama og sært stolt hans. Margt af því, sem hinn annars mjög svo opinskái orðhákur og hvatvísi rit- höfundur, Anthony Burgess, hefur tekið sér fyrir hendur og látið frá sér fara að undanförnu, virðist benda til þess, að hann hafi fengið Svíþjóð beinlínis á heilann. Einn ónafngreindur rithöfundur hefur ítrekað reynt að neyða þeirri hjartans sannfæringu sinni upp á Sænsku akademíuna, að ef honum yrðu veitt bókmenntaverðlaunin, þá væri í raun og veru um leið verið að heiðra þau fórnarlömb ofsókna og styrjalda, sem við vit- um ekki lengur nöfnin á, en verk hans væru einmitt skrifuð í minn- ingu þeirra. Framferði af þessu tagi er vitanlega langt fyrir neðal allar hellur. En svona mál eru þó fátíð og eiga sér aðeins sálfræði- legar skýringar. Það eru hins vegar öll þessi mörgu tækifæri, er hvað eftir ann- að hafa verið látin ónotuð — næstum því eins og af ásettu ráði — sem mestum skaða valda. Allt frá upphafi hafa það verið sérstök forréttindi nobelsnefndarinnar aö mega hylla, leiða til öndvegis hina fremstu skapandi listamenn og meistaraverk t bókmenntum sam- tímans og beina athygli alls heimsins að þeim. Það er jú ein- til að bera? Heldur er það nú fá- tækleg nafnaskrá, sem Sænska akademían hefur upp á að bjóða yfir marktækar „uppgötvanir" á sviði nútímabókmennta — og eru það þó einmitt slíkar uppgötvanir, sem ættu að varpa hvað mestum ljóma á stofnunina. Það eru kannski fjögur nöfn: Epíska Ijóðskáldið svissneska, Carl Spitt- eler árið 1919, lýríska skáldið ít- alska, Salvatore Quasimodo, sem samtímis er frábærlega næmur þýðandi, heiðraður árið 1959, Czeslaw Milosz árið 1980, og svo árið eftir var það Elias Canetti, sem telja verður einn síðasta út- vörð sérstakrar þýzkrar prósa- hefðar, er fallið hafði í gleymsku um langt skeið. (Illar tungur höfðu þá á orði, að þessu frábæra og óvænta vali Sænsku akademí- unnar á Canetti sem nobelsverð- launahafa, væri um leið ætlað að heiðra bókmenntir Búlgariu, sem fram til þessa höfðu alltaf verið sniðgengnar; en fyrir margt löngu voru heimkynni Elias Canetti í Búlgaríu). Er stefnubreytingar að vænta? Því miður er það svo, að engin sérstök ástæða er til að ætla, að veiting bókmenntaverðlaunanna muni ekki á komandi tímum eins og hingað til fylgja yfirleitt al- mennt troðnum slóðum pólitískr- ar, fagurfræðilegrar og sálfræði- legrar íhaldssemi; að ekki verði sem sagt haldið áfram að verð- launa þá rithöfunda og þær bók- menntir, sem þegar hafa fyrir löngu hlotið víðtæka opinbera við- urkenningu, þ.e. eitthvað déja vu. Ef það eru jafn nafntogaðir per- sónuleikar á sviði bókmennta og Octavio Paz, Milan Kundera, V.S. Naipaul (eða mun allt of augljós einstefna hans þykja helzt til pirr- andi?) maður á borð við Claude Simon, sem sagðir eru helzt koma til álita hjá Sænsku akademíunni — verr. papabili — við næstu út- hlutanir, ef hin frábærlega hæfi- leikarika og skelegga raust Nadine Gordiner frá Suður-Afríku má hjá Nobelsnefndinni), sem hún hefur síðar látið frá sér fara? Þær tilraunir sem Norman Mailer hef- ur gert til þess að taka hið háleita menningarvirki með áhlaupi, kunna að vera af grófara taginu, og mikið af ritverkum hans er heldur vafasamar bókmenntir. En gerir Sænska akademían sér nokkra sérstaka rellu út af eða er hún i stakk búin til að veita viður- kenningu þeirri snilld, þeim við- feðma áhrifamætti, sem tvö af verkum Mailer búa yfir, þ.e. „Advertisements for Myself“ og „Armies of the Night“? Spurningin varðandi þessi atriði skiptir höfuðmáli. Getur Sænska akademían raunverulega réttlætt neitanir sínar? Ætti ekki að minnsta kosti skilyrðislaust að skora á hana að gera það eins og þó sérhver heiðarlegur dómari eða gagnrýnandi verður að gera? Ættu skýringarnar á þessum neitunum ekki að falla undir al- varlegri mælikvarða en þann, sem felst í pólitískri þjónustulund, yf- irborðslegum stórbokkahætti eða í skorti á tungumálakunnáttu? Það er sitthvað, og það senni- lega verjandi í sjálfu sér, að veita Sinclair Lewis Nobelsverðlaunin árið 1930, en það er hins vegar dálítið annað og allt annars eðlis að ganga fram hjá Joyce, Proust eða Nabokov og láta auk þess Borges jafnvel verða af verðlaun- unum árið 1985. En niðurstaðan er svo sem auð- vitað ekkert nema hversdagsleg lágkúra. Á sviði lista, i heimi hugmyndaauðgi og skilnings, er það einungis á færi tímans að kveða upp úrskurð. Aðeins tíminn — með beinskeyttu orðalagi Ezra Pound, „Bókmenntir eru fréttir, sem verða fréttir til frambúðar" — megnar að taka ákvörðun um, hvað muni haldast við lýði. Og tímanum er ekki hægt að múta. Georgc Steiner kennir bókmenntir n< Hiskólann í Genúa. Hanu er höfundur tveggje bóku, „Antigon- es“ og „A Steine: Readec 1958—1980", sem komn munu út i næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.