Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985
LESTUR
Á
ÞORRA
KARI BÖGE:
brganger, smásögur
Útg. Aschehoug 1984
Kari Böge telst til yngri kyn-
slóðar norskra höfunda, er fædd
1950. Hún sendi frá sér fyrstu bók-
ina árift 1971, Asmorelda. Síðar
hefur hún skrifað skáldsögurnar
Viviann, Lyset er saa hvidt om
sommeren og Viviann og Linn.
Hún hefur einnig gefið út tvær
bækur i samvinnu við Arild Stub-
haug. Hún mun einnig fást við
listmálun og auglýsingagerð.
Irrganger eru átta smásögur.
Þær eru íhugular og næsta inn-
hverfar. Kari Böge er hugleikið að
fjalla um venjulega manneskju og
dregur fram það sem hún sér í
persónum, sem virðast á ytra
borði geta fallið undir skilgrein-
ingu, en í raun eru allir flóknari
en ætla má við fyrstu sýn.
Samspil milli fólks — eða
kannski öllu heldur vöntunin á
samspili og sambandi, karls, konu,
barns er dregið fíngerðum drátt-
um og er þungamiðja hverrar
sögu. Kari Böge hefur glöggt auga
fyrir eiginleikunum sem ekki
liggja í augum uppi, og er lagið að
draga þá fram.
Ég hef lesið skáldsöguna Vivi-
ann og Linn og þótti hún fýsileg
nokkuð. Knappt frásagnarform
smásögunnar virðist eiga ivið bet-
ur vift höfundinn en á stundum er
ef til vill talað einum of hljótt.
TED ALLBEURY:
The Gái from Ackfis
Útg. Panther Books 1984
Johnny Grant hafði verið í
Bþíópíu á stríðsárunum sem
starfsmaður brezku leyniþjónust-
unnar. Hann kom þangað eftir að
Bretar frelsuðu landið og keisar-
inn var á ný traustur í sessi. Hann
var sfðan rekinn úr landi og hefur
ekki áhuga á að fara þangað, enda
öruggt, að hann hlyti að verða
handtekinn af hann vogaði sér inn
á eþíópískt land. En nú er hann
kvaddur á ný til starfa, hann er
ljósmyndari í sakleysislegum er-
indagerðum og á að hjálpa Eþíóp-
íumönnum að vekja áhuga ferða-
manna á að fara til landsins. Auð-
vitað er erindið allt annað og mik-
ilvægara, umsvif og athafnir
Rússa i landinu eru leyniþjónustu
Breta þyrnir í augum og Johnny
Grant er kjörinn til að afla upp-
lýsinga um málið, þótt allar líkur
bendi til að það kosti hann lífið.
Bkki sízt þegar hann fer að renna
girndarauga til stúlkunnar Aliki,
sem hefur verið hjákona ýmissa
háttsettra sovézkra sendiráðs-
starfsmanna.
Þau Aliki og Johnny lenda í
býsna flóknum ævintýrum og
bjargast að lokum, þrátt fyrir að
brezka leyniþjónustan stendur
ekki við sína samninga og sleppir
verndarhendi af Johnny.
Þessari bók hefur verið líkt við
sögur John le Carré hvað snertir
andrúmsloft og spennu. Ekki er ég
alveg á sama máli en ágæt
spennusaga engu að síður.
MARCIA ROSE:
Admtsstons
Útg. Ballantine books 1984
Hér er á ferðinni löng og mikil
skáldsaga og mikill fjöldi persóna
kemur við sögu. Aðalvettvangur
sögunnar er Cadman Memorial,
sjúkrahúsið og starfsliðið þar er
náttúrulega sögupersónur bókar-
innar. Dr. Ellie Winter yfirlæknir
hefur verið gift öðrum yfirlækni,
dr. Adrian Winter. Þau eru bæði
mikið sómafólk og alveg
frábærir læknar og v''
njóta virðingar í hví- \
vetna. Að vísu hefur \
skipulagi á sjúkrahúsinu \
verið breytt og fram- \
kvæmdastjóri þess, Harry \
Bel Geddes, er ekki \
aðdáandi dr. Winters, líklega\
er hann þó einkum öfund- \ -'
sjúkur og hann gerir allt 'Sf'
til að vekja sárindi og y,
vanmáttarkennd hjá dr. Adrian. 1
Dr. Bobby Truman er fyrsti '
svarti yfirlæknirinn á þessu
sjúkrahúsi og konan hans
Corinne hefur gengið f lið með
sértrúarsöfnuði og trúarruglið
er að eyðileggja hjónabandið.
Ekki má gleyma David Powell,
sem er því miður bara hjúkrunar-
maður og státar ekki af neinni
doktorsgráðu, en hann er vís og
vænn og mikið kvennagull.
Við sögu kemur einnig Sandy,
blaðafulltrúi, sem vill allt til
vinna að auka orðstír sjúkrahúss-
ins með því að koma í blöðin
sjúkratilfellum sem eru til þess
fallin að vekja athygli. Og beitir
ekki alltaf fallegum aðferðum til
að ná markmiðum stúlkan sú.
Sagan hefur í reynd engan hefð-
bundinn söguþráð, nema að segja
frá þessum samskiptum og hvað
ailir eru duglegir að sofa hjá öll-
um og hvað vondu læknarnir eru
hugsunarlausir og góðu læknarnir
öldungis ágætir. A endanum er
allt látið ganga upp. Hefði ekki
þurft til þess allar þessar blaðsíð-
SKAMMDEGIÐ er góður
tími til að taka sér bók í
hönd. Þessar bækur eru
ágætis afþreyingarbækur
og vel þess virði að lesa
ur. En merkilegt nokk; þrátt fyrir
augljósa annmarka er hægt að
komast í gegnum bókina, sérstak-
lega ef maður hefur nógu mikinn
áhuga á intrígum sjúkrahússins
Cadman Memorial.
Discovering Macau
Útg. af ferðamálaráði Macau
Macau er skrítið fyrirbæri í nú-
tímanum. Maður er ekki alveg viss
OPA
DReAM
DIA14A ANTHONY
SbeftJölc«w/«n<j
tr rr vv»«V)
um hvort þetta er tímaskekkja á
tuttugustu öldinni, stórkostlegt
samfélag á undan samtíð sinni eða
kfnverskt hálflepprfki, vel er það
dulið að vísu. Macau kúrir á
strönd Kína, sextán ferkílómetrar
að stærð, og þar og á nokkrum
smáeyjum undan ströndinni býr
upp undir hálf milljón manns. Að-
alaðdráttaraflið á þessari portú-
gölsku „nýlendu" er spilavitin og
svo er raunar afar auðvelt að
bregða sér inn f Kfna frá Macau,
mér skilst að það sé ekki meira
vandamál að fá vegabréfsáritun
þar en á bryggjunni f Macau þegar
maður kemur með bátnum frá
Hong Kong. Macau ber að mörgu
leyti portúgalskt svipmót og allar
merkingar á opinberum bygging-
um eru enn á portúgölsku. Mat-
sölustaðir eru stoltir af þvf að geta
boðið upp á ósvikinn portúgalskan
mat, eins og til dæmis fslenzkan
saltfisk. Og þrátt fyrir smæðina er
ótal margt að skoða f Macau, og
forvitnileg saga þessarar litlu
spildu, þar sem fbúarnir eru að
miklum meirihluta Kínverjar,
hlýtur að vekja undrun og aðdáun.
Margar fornar minjar um gengna
dýrð eru vel varðveittar og það
tekur ekki ýkja langan tima að
skoða sig um og það segir sig
raunar sjálft þegar stærðin eða
smæðin er höfð í huga.
Bókin Discovering Macau er til
þess fallin að koma manni á
bragðið. Og þar sem margir ís-
lendingar leggja nú leið sina til
Hong Kong og Kfna er vert að
benda á að það er vel þess virði að
tylla tá niður á Macau dagstund
og kannski lengur.
DIANA ANTHONY:
Outof aDream
Útg. Fontana 1984
Afþreyingarbók af betra taginu.
Stúlkan Emma hefur misst minn-
ið og hún virðist ekki eiga sér
neina framtíð og einhverra hluta
vegna er enginn sem saknar henn-
ar. Blaðamaðurinn Josh Free, sem
er hörkutöffari en vænn inn við
beinið eins og slíkar manngerðir
þurfa að vera, a.m.k. í sögum, fær
áhuga á máli hennar og reynir að
hjálpa henni að grafast fyrir um
fortíð sfna. Saman leggja þau upp
í langa ferð og erfiða og það kem-
ur margt skuggalegt og skrautlegt
f ljós. Emma hefur líklega verið
allt að þvf heimsfrægur tónlistar-
maður áður og fyrrum, átt vonda
tengamóður og kyndugan eigin-
mann. Og þó er þar með sagan
ekki öll sögð og verður höfundur
að flækja þetta enn um hríð, svo
að hægt sé að leysa vandamálin á
sannfærandi máta. Það tekst
henni og Emmu og Josh tekst líka
að komast að niðurstöðu. Það var
mál til komið.
Samantekfc Jóhanna Krístjónadóttir
Atli Heimir Sveinsson
Tvö skosk dagblöð, The Scots-
man og The (llasgow Herald, birtu
nýverið lofsamlegar umsagnir um
kammertónleika, sem haldnir voru
á íslandsvikunni í Edinborg í nóv-
ember. Þar fluttu þeir David Nich-
olson, Pétur Jónasson og Hafliði
Hallgrímsson tónverk eftir Haf-
liða, Eyþór Þorláksson, Atla Heimi
Sveinsson og Þorkel Sigurbjörns-
son.
í umsögn The Scotsman, sem
birtist 30. nóvember, segir gagn-
rýnandi blaðsins, Conrad Wil-
son, að tónverkin sem flutt voru
í Queens Hall séu af því tagi,
sem yfirleitt höfði aðeins tií
fámenns hóps unnenda sígildrar
Eyþór Þorláksson
Hafliði Hallgrímsson
Skotland:
Islensk kammer-
tónlist fær
lofsamlega dóma
tónlistar, en að þessu sinni hafi
út af brugðið og fjölmenni sótt
tónleikana. í sama streng tekur
gagnrýnandi The Glasgow Her-
ald, David Johnson, sem birtir
umsögn sína 1. desember. Kveðst
hann leyfa sér að vona að tón-
leikarnir muni ekki aðeins auka
Þorkell Sigurbjörnsson
áhuga á íslenskri tónlist, heldur
einnig nútímatónlist almennt.
Báðir gagnrýnendurnir ljúka
lofsorði á flutning Péturs Jón-
assonar, sem lék á gítar, Davids
Nicholson, sem lék á flautu, og
Hafliða Hallgrímssonar, sem lék
á knéfiðlu. Þeir eru einnig hrifn-
ir af tónverkunum, sem Wilson
segir að hafi verið áhrifarík og
afar myndræn. Honum finnst
verk Þorkels Sigurbjörnssonar
Mild und Leise forvitnilegast, en
David Johnson telur verk Haf-
liða Hallgrímssonar skara fram
úr, í þeim hafi engu verið ofauk-
ið og hann hafi augljóslega sinn
eigin hátt á framsetningu, þar
sem hann sé á heimavelli.