Alþýðublaðið - 25.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.09.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ blaðstns er í Alþýðuhúsina við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. 8ími 088. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl IO árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í biaðið. Áskriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. anna á hendi, sem sé gegn Jó- hannesi Jóhannessyni bæjarfógeta. Sigurður endar þessa umræddu grein sína á þessum orðum: „Þau eru mörg kýlin, sem grafa inn, af því að ekki er í tíma stungið á þeim“, og munu víst flestir vera honum samdóma í því. Uinsvegar verður sá sem ætlar sér að stinga á átumeinum þjóð- féiagsins að gæta þess að hann fari ekki með staðlaust íleipur. Geji hann það ekki, vinnur hann þjóðfélaginu tjón, í stað þess að gagna, því hann verður þess vald- andi, að þeim sem næst á eftir honum stingur á þjóðfélagskýli ^verður síður trúað, þó hann fari með rétt mál, auk þess sem hann gerir þeim órétt, sem verður fyrir hinum rönga ásökunum. Þar eð almenningi mun ganga ilia að skilja að það sé rétt, að Jóhannes bæjarfógeti — þvert of- an í það sem hann er nýbúinn að láta í Ijósi í Morgunblaðinu — ætli sér að láta þjófnaðarmálið verða að engu, af því að þjófarn- ir eða aðstandendur þeirra séu kuuningjar, ættmenn, stéttarbræð- ur eða pólitískir samherjar hans, verður að krefjast þess að Sigurð- ur geri þegar opinberar þær sann- anir sem hann hefir í málinu, eða ef ekki er um sannanir að ræða, þá að minsta kosti lfkur þær sem hann byggir þessa svæsnu árás sína á. Yerðlagsnefndia er ná tekin til starfa. €rlenð sínskeyti. Khöfn, 23. sept. Millerand forseti. Símað er frá París, að í sam- einuðu þingi hafi Millerand hlotið 528 atkvæði, Péré 157 atkvæði og Bourgeois 113 atkvæði. Því næst var bent á Millerand einan sem sjálfkjörið forsetaefni. Friður meðLitháum ogRússum. Fullnaðarfriður er nú kominn á milli Litháa og Rússa. Tíolayerkfallið. Símað er frá London, að Lloyd George gangi vel sarrmingarnir við sendinefnd kolaverkamanna. [Kom- ist samningar ekki á byrjar verk- fallið í dag.] Fjármál Fýzkalands. Símað er frá Berlín, að fjár- lagafrumvarpið 1921 geri ekki ráð fyrir neinum nýjum útgjöldum. Útgjöld járnbrautanna og póstsins eru lækkuð. Engin ný embætti eru sett og skyldum störfum slegið saman. ' Khöfn 24. sept. Millerand kosinn frakkaforseti. Símað er frá Versailles, að Mille- rond sé kosinn forseti Frakklands með 695 atkvæðum af 892. Bolsivíkafundur í Baku. Skeyti frá Moskva hermir, að Sinovjeff, formaður framkvæmdar- nefndar 3. alþjóðasambacds verka- manna, hafi sett bolsivíkafund í Baku og skorað á allar austrænar þjóðir að ganga inn í sambandið. Stór kolafiwður. Khöfn 24, sept. Símað er frá Kristíaníu, að 150 kvaðratkílometra kolalag hafi fund- ist við Kingsbay á Spitsbergen. Hjónahnnd. í dag verða gefin saman í hjónaband á Akureyri: yngfrú Sigurlaug Hallgrímsdóttir og Brynleifur Tobfasson kennari og ritstjóri. Þrumuveðrið í gær. Eldingu Iýstur niður við Hafn- arfjörð og eyðileggur símastaura, í gærmorgun var hér allmikið þrumuveður með hellirigningu. Gengu eldingarnar allnærri, enda kom það á daginn, að í Hafnar- firði hafði einni eldingu lostið nið- ur. Var það sunnan og ofan við Flensborg. Eldingin eyðilagðá nokkra símastaura, klauf suma í sundur að endilöngu, en braut aðra eða kipti þeim upp. En ekkt var þar með búið. Menn urðu á- hrifa frá henni varir alilangt f burtu, og einn maður sem var að vinna uppi á Hamri féll til jarð- ar því nær meðvitundarlaus, og gat með veikum burðum komist heim til sín. Einnig eyðilagðist tryggingaumbúnaður (sikringar) á rafleiðslunni í allmörgum húsum. Þetta er í annað skifti sem eld- ing gerir skaða hér nærlendis á tveimur árum. í íyrra skiftið laust eldingu niður í loftskeytastöðina hér á Melunum, skemdi hana all- mikið, og lá við sjálft að hún þá yrði mannsbani. Þrumuveður eru annars fremur sjaldgæf hér á landi, en aldrei verður of varlega farið samt sem áður, og verða þeir sem með raftæki fara að minnast þess ávalt, að hafa alt undirbúið undir það, að taka á móti elding- um. Einkum er nauðsynlegt að vandlega sé búið um allar rafi magnsleiðslur í húsum inni. I, €ymi og aftnr eym). Ein af ^ymdum þessa bæjar. þykir mér það vera, þegar hver matjurtagarðurinn á fætur öðrum er rúinn af sauðfé, nýkomnu af aíréttunum, nærri því eins ræki- lega og það sjálft er rúið á vorin. Meira eða minna fátækt fólk hefir fengið sér garðholu í Aldaroóta- garðinum eða annarsstaðar í út- jöðrum bæjarins, leggur hvíldar- tíma sinn á vorin í það að stinga garðinn upp, sá í hann eða gróð- ursetja, eftir að hafa keypt í hanrt áburð; á sumrin gengur það nærri því fram af sér við að lú garðinni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.