Alþýðublaðið - 25.09.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.09.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Svo þegar haustið nálgast er garð- urinn et til vill hinn blómlegasti, og eigandinn og fjölskylda hans horta á hann með rólegri gleði og hlakka til þess búbætis sem heimilið á í vændum. Svo einn góðan veðurdag, þegar eigandinn kemur að garðinum, fær hann sting fyrir hjartað. Rófukálið er bitið, engar blöðkur eru eftir, sumar rófurnar bitnar til hálfs, en hinar ekki nærri búnar að ná full- um þroska, fjöldi af blómkálshöfð um uppétinn ®g grænkálið farið sömu leiðina; beðin eru tröðkuð af kindaklaufum. — Það ætti lík- lega að banna kindaeign I þess- um bæ. Því fyrst og fremst spilla þær ef til vill jafnvirði sínu í þeim görðum sem fyrir eru, og í öðru lagi fæla þær frá jarðrækt það fólk, sern ekki hefir ráð á að girða garðana vandlega, og halda þann- ig niðri viðleitni þeirra, sem helzt þrá og þurfa að framleiða handa sjálfum sér garðávexti. Önnur myndin og þessari ólík, nema í því að vera eymd, er sú, að krónuseðlarnir eru látnir ganga, þannig útleiknir sem þeir eru. Svo viðbjóðslegur er fjöldinn af þeim oiðinn, að það mundi varla undra mig, þó að þeir færu nú að kalla að þeim, sem nálgast þá: „Ó- hreinn, óhreinn", eins ®g Iíkþráu mennirnir kölluðu í gamla daga. B. Aths. Alþhl. 57. gr. Lögreglu- samþyktar íyrir Rvík hljóðarsvo: Sauðkindur mega ekki ganga lausar á götum bæjarins eða ann- arsst&ðar innan Iögsagnarumdæm- isins, nema maður fylgi til að gæta þeirra, eða þær séu í ör- uggti vörzlu. Ef út af þessu er brugðið, varðar það eiganda kind- arinnar sektum samkv. 93. gr. Ennfremur greiði hann allan kostn- að við handsömun og varðveizlu kindarinnar. Selja má 'kindina til iúkningar kostnaði þessum, ef eig- andi greiðir hann ekki. Ákvæði þessarar greinar ná einnig til geitfjár. Mjálsgata er ófær, nema fuglia- um fljúgandi, milli Klapparstígs og Frakkastígs, vegna forar. Veg- farendur kvarta mjög yfir þessu sem vonlegt er og æskja þess, að borið verði ofan í götuna, áður era hún verður fær bátuml Im Ép og vegisa. Kyeikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl 63/4 í kvöld. Bíóin. Gatnla Bio sýnir: „Pan- thea". Nýja Bio sýnir:, »Tvíbura- systurnar", amerískan sjónleik. Veðrið í morgnn. Stöð Loftvog m. m. Vindur Loft Hitastig Átt Magn Vm. 7452 sv 4 5 6,5 Rv. 7440 s 3 3 4,9 ísf. 7386 V 2 2 6,0 Ak. 7424 s 5 2 7,0 Gst. 7449 s 3 1 40 Sf. 7463 sv 6 1 96 Þ.F. 7570 logn 0 5 9.2 Magn vindsins í tölum frá o—12 þýðii: logn, andvari, ku!, gola, kaldi, stinnings gola, stinnings kaídi, snarpur vindur, hvassviðri, rok- stormur, fárviðri. — Lott í tölum frá o—8 þýðir: Heiðskýrt, létt- skýjað, hálfheiðskýrt, skýjað, al- skýjað, regn, snjór, móða, þoka. Loftvægislægð fyrir norðan Vest- firði; loftvog stígandi mest í Norð urlandi, en faílandi í Færeyjum. Suðvestlæg átt. Útlit fyrir suð læga átt. Óhróðri hrnnðið? Morgunblað- ið ber það mjög eindregið af manninunt með rúgmjölið, að hana sé mfcðal eigenda blaðsins. Öðru viðvíkjandi rúgmjölsmálinu hreyfir blaðið ekki, og verður ekki betur séð, en að það sé hinn mesti ó- hróður að vera Morgunblaðseig- andi. Nánar um þetta í blaðinu á mánudaginn. llitstjóri Tísis, Jakob Möller, hefir gripið til einkennilegrar bar- dagaaðferðar, sem varla verður honum til mikils sóma. Aðferðin er, að ráðast á ólaf Friðriksson fyrir hljóðfæraverzlun konu hans, sem er jafnviturt eins og það væri að ráðast á konu Jakobs, fyrir rit- stjórnina á Vísi. En ofati á það bætist, að árásin á Hljóðfærahúsið er gripin úr lausu lofti, því það selur piano, harmónium, grammó- fóna o. fl., fyrir sama útsöluverð og er á þessum vörum erlendis, að viðbættum flutniugskostnaði, I. O. G. T. St. jfúnerva ttr. 172. Fundur í kvöld kl. 8>/2. Komið öll! Góðar kartöflur á 22,00 krónur pokirni hjá ' ' , : . v Matthíasi Matthiassyni, Holti, .Járnrúm til sölu, mjög ódýrt. — Afgretðsla vísar á. Stúlka óskast nú þegar eða 1. október. Upplýsingar á Klapparst. 11 uppi eða í s(ma 286. TJng-tir sjómaður óskar efcir herbergi 1. okt. Tllboð merkt 50 sendist Alþýðublaðinu. syipa, merkt, fanst á veginum fyrir ofan Geit- háls. Einnig hefir fundist sveif tilheyrandi Bíl. — Upplýsingar á Bræðraborgarstíg 37 uppi. og hefir ekki annan gróða en sölu* laun verksmiðjanna. Vottur. Þess var getið um dag- inn, að þess hefði séðst vottur, að ritstjóri Vísis kynni að skamm- ast sín. Af því margir hafa efast um að þetta sé rétt, skal bent á, að í blaði því að Vísi, er kom út í gær, má aftur sjá þess vott. í skammagrein, sem þar er til Ó. F., lætur ritstjórinn sem sé eins og það sé ekki hann sem hafi skrifað greinina um Hljóðíærahús- ið. Mundi hann vera að bera það af sér, ef hann ekki skammaðist sín fyrir hana? Rafmagnsshií'tistoðyar veiða 8 alls í bænum á víð og dreif. Boðshréf að þjóðsögusafni sínu hefir Sigfús Sigfússon kennari, frá Eyvindará, nýlega látið prenta f Austurlandi. Safn þetta er geysi;- stórt og flokkað niður í 16 flokki eftir efni. Er f ráði að gefa það út, ef stuðningur fæst hjá mönnuns, þannig, að þeir gerist áskrifendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.