Alþýðublaðið - 25.09.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.09.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Að gefnu tilefni eru menn varaðir við að kaupa tæki og efni til notkunar í húsveitum, er setja á í samband við Rafveitu Reykjavíkur, án þess fyrir- fram að hafa leitað upplýsinga hjá Rafveitunni um kröfur þær, er hún gerir til slíkra hluta. Raíveitan. H amaoniliíir, einfaldar til þrefaldar. — Gr r si rsi m. o í o ii p I ö L íS- r: Harmonikuplötur, íslenzkar söngplötur, nýtízku dansþlötur og fleira. Hljóðfærahús Reykjavíkur. Sf, Brjóstsykurgerðin „Nói” Oðinsgötu 17. Sími 942. ísl. og’ danskar kartöflur Útvegar Kaupíél. í&víioir (Gamla bankanum). JCoii kOBBugar. Eítir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). .Nei, Mary, nú ert þú ekki réttlát", mælti Hallur. .Eg er eins réttlát og mér er eðiiiegt, Joe. Mér var hrundið til hliðar, og eg skildi það. Eg veit það — eí til vill er það ekki heanar sök — það er sök stéttar heanar, svona eru þau öil — jafnvel þau beztu, jafnvel þú, Joe Smith". „Já, það sagði Tim Rafferty iíka", sagði hann. „Tim sagði alt of mikið — en sumt hjá honum var rétt. Þú heidur, að þú skiijir okkur verka- mennina. Þú heldur, að þú sért hér kominn og orðinn einn af oss. Ea þú hlýtur að sjá þ&an mun, það hyidýpi, sem er rnilli verka- mannsdóttur, veslings, óupplýstrar veru f kolahéraði, og auðmanns- dóttur? Þú segir, að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir að vera fátækur — en mundir þú nokkurntíma gera okkur jafn hátt undir höfði — þrátt fyrir allar góðar tilfinningar þfnar og alt vinarþel þitt til þeirra, sem eru undir þig settir í mannfélagsstig- anum? Fanstu það ekki greini- lega hjá Minetti?" „Mary", skaut hann inn í „eg þekti hana löngu, löngu áður en eg kyntist þér*. „Oh, Joe! Þú ert góðhjartaður og kant vel að koma fyrir þig orði. En mundi þér ekki þykja gaman að, að þekkja allan sann- leikann um verkamannsdóttur?" Jú“, ansaði hann, og greip ekki lengur fram í fyrir henni. XXVII. Verkakonan hélt áfram með rödd, sem skalf af geðshræringu. „Alla æfi hefi eg átt heima í koiahéraði, og hefi séð menn rænda og barða, konur gráta og börn svelta. Eg hefi litiíji á félag- ið sem stórt og iilvígt dýr, sem át þau. En mér hefir aidrei verið það Ijóst, hví það eiginlega gerði það, fyr en um daginn hjá Min- «tti. Eg hefi lesið um skrautlegar konur f bókunum, en engin slfk hefir nokkurntíma talað við mig — eg hefi aldrei þurít að gleypa nokkra þeirra áður, ef eg mæíti komast svo að orði. En varð eg að gera það — og eg sá, til hvers peningarnir voru notaðir, sem eru píndir út úr námuverka- mönnuaum. Eg sá, hvers vegna menn rændu okkur, slitu úr okk- ur lfttóruna — til heilla þessum skrautlegu konum, svo þær gætu verið ljómandi og mjúkar og tryggar! Mér hefði ekki liðið eins illa, ef hún ekki hefði komið ein- mitt meðan allir þessir karlmenn og unglingar voru að farast niðri f námunni — deyja vegna hins mjúka, hvíta hörunds, og snjó- hvítu handanna Og alls silkiskarts- ins, sem hún var klædd í. Drott- inn minnl Joe, hún minti mig á gljáandi, værukæran kött, sem nýbúina er að éta alla músagrisl- ingana úr músarhreiðri og er enn þá ataður f blóði um kjálk- ana!" öskast keyptir fyrir íslandsbanka- seðla. — Tilboð um verð, merkt 343, óskast send afgreiðslu Alþbl. fs51s:«St>TÍdim. í Kirkjustræti 2 (Herkastalanum) seiur mjög vandaðan skófatnað svo sem: Karlmanna- og Verkamannastíg- vél, Barnastígvél af ýmsum stærð- um og sérstaklega vandað kven- skótau; há og lá stígvél af ýms- um gerðum. Allar v'iðgerðír leyst- ar fijótt og vel af hendi. Komið og reyniðl Virðingarfylst ÓI. Th. fStúlliu vantar okkur. Guð- rún og Steindór, Grettisgötu io. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friöriksson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.