Morgunblaðið - 24.03.1985, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 24.03.1985, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 67 Þii TÍnna upp í 30 manns á sumrin á staðnnm. í húsunum má sjá gömul Ueki frá þeim tlma er sfldin rar npp á sitt besta. Húsin virðast sum hver vera í slæmu ásigkomulagi, en það er að stfgn ekkert í samanburði við það sem var fyrir fjórum árum. Nemendur Hótel- og veitingaskóians matreiða hér saltfisk eftir kúnstarinnar reglum. Hótel- og veitingaskólinn: Kynning á saltfískréttum NEMENDUR Hótel- og veit- ingaskólans gengust fyrir kynn- ingu á réttum úr saltfiski mið- vikudaginn 20. mars. Tilgangur kynningarinnar var sá að sýna þá möguleika, sem saltfískurinn hef- ur upp á að bjóða til matargerðar. Það fór ekki á milli mála að salt- fískur getur verið herramanns- matur, að mati viðstaddra á kynn- ingunni. Að sögn Torfa Þorsteinssonar frá Bæjarútgerð Reykjavíkur, en hún studdi þetta framtak nemend- anna, eru bestu hlutar saltfisks og nautalundir á svipuðu verði á Spáni og í Portúgal. Þriggja manna dómnefnd var á staðnum og valdi hún bestu réttina af þeim niu sem fram voru bornir og mun sigurrétturinn verða á boðstólum á sérstöku veislukvöldi Hótel- og veitingaskólans, sem haldið verð- ur nú um helgina. Uppskriftir réttanna fengu nemendur hjá meisturum sínum, sem starfa á hinum ýmsu veit- ingahúsum borgarinnar. Sigur- rétturinn var Sunnudagssaltfisk- ur frá Hótel Loftleiðum og fylgir uppskrift hans hér á eftir. Sunnudagssaltfiskur fyrir átta 800 gr beinlaus saltfiskur 80 gr matarolía 2 laukar 4—5 tómatar 200 gr hráar afhýddar kartöflur Vfe—1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. salt xk tsk. pipar 1 Vi dl barbeque-sósa (sæt tómat- sósa) 1 dl rjómi 320 gr rifinn ostur (Jtvatnaður saltfiskur er soðinn, kældur og hreinsaður. Á meðan fiskurinn sýður eru soðin 150 gr af hrísgrjónum í lk lítra af vatni, 1 tsk. salti og 30 gr af smjörlíki í 30 mínútur. Kartöflurnar, laukurinn og tómatarnir skorin í þunnar sneiðar og kraumað í heitri olí- unni á pönnu. Kryddað með hvít- lauksdufti, salti og pipar. Hrís- grjónin sett í eldfast mót, fiskur- inn þar ofan á og síðan kartöfl- urnar, laukur og tómatar. Barb- eque-sósu og rjóma blandað sam- an og hellt yfir. Rifnum osti stráð yfir. Bakað í ofni við 150—170°C í 15 mín. Ofangreind frétt er unnin af tveimur nemcndum í 4. bekk Menntaskól- ans á Akureyri, þeim Baldri Pálssyni og Páli Brynjarssyni, sem voru í starfskynningu á ritstjórn Morgun- blaðsins. Bakarar mótmæla virðisaukaskatti AÐALFUNDUR Landssambands bakarameistara var haldinn i Reykjavík laugardaginn 9. mars sl. Á fundinum var m.a. fjallað um frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi varðandi virðisaukaskatt. Á fundinum kom fram mikil andstaða við efni frumvarpsins, og var sam- þykkt sérstök ályktun um málið. Á aðalfundinum var Jóhannes Björnsson endurkjörinn formaður Landssambands bakarameistara. Aðrir í stjóm eru Erlendur Magn- ússon, Guðni Andreasen, Harald- ur Friðriksson, Júlíus Snorrason, Ragnar Eðvaldsson og Vigfús Björnsson. Landssamband bakarameistara gætir hagsmuna fyrirtækja í brauð- og kökugerð hér á landi. Innan vébanda Landssambandsins eru milli 60 og 70 bakari. Álls veita fyrirtæki í brauð- og köku- gerð á sjöunda hundrað manns fulla atvinnu. Eftirfarandi ályktun um virðis- aukaskatt var samþykkfc Aðalfundur Landssambands bakarameistara, haldinn í Reykja- vík laugardaginn 9. mars 1985, lýsir eindreginni andstöðu við fram komið frumvarp til laga um virðisaukaskatt. Verði frumvarpið að lögum hefur það I för með sér margvíslegt óhagræði bæði fyrir fyrirtæki og hina almennu neyt- endur. Má nefna fjölmörg dæmi slíks, þótt ekki gefist rúm til að tíunda þau. Upptöku virðisauka- skatts skv. frumvarpinu virðist fyrst og fremst ætlað að auka tekjur ríkissjóðs, þótt yfirlýst markmið sé allt annað. Sá fjár- hagslegi ávinningur ríkissjóðs mun þó skjótt eyðast, þar sem framkvæmd virðisaukaskattsins verður ríkissjóði margfalt dýrari en núgildandi söluskattskerfi. Þeir, sem hvað harðast hafa barist fyrir virðisaukaskatti, hafa lagt áherslu á óæskileg uppsöfn- unaráhrif núverndi söluskatts, sem veiki samkeppnisstöðu ís- lenskra atvinnuvega. Slík áhrif eigi að hverfa verði virðisauka- skattur tekinn upp. Aö mati aðalfundar Landssam- bands bakarameistara er unnt að koma í veg fyrir þessi uppsöfnun- aráhrif söluskattsins með lagfær- ingum á núgildandi söluskatts- kerfi. Aðalfundur Landssambands bakarameistara skorar á Alþingi að snúa sér að því verki, og hverfa frá hugmyndum um það bákn, sem virðisaukaskatturinn er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.