Morgunblaðið - 26.03.1985, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1985
Valur Ingimundarson:
„Frábær
þjálfari og
samhuga
liðsheild“
„ÉG VAR nokkuö viss um aö
við myndum sigra í þessum
leik, fyrst okkur tókst að sigra
þá í Hafnarfirði," sagöi Valur
Ingimundarson, fyrirliöi UMFN
eftir úrslitaleikinn.
„Ég átti hinsvegar alls ekki
von á svona góöum árangri
þegar viö hófum æfingar í
haust, þar sem viö höföum
misst 5 menn úr liöinu fá því í
fyrra. En frábær þjálfari og
samhuga liösheild hefur gert
þetta kleift, og ungu strákarnir
hafa svo sannarlega fyllt vel í
sköröin og staöiö fyrir sínu. Þá
hafa æfingar veriö stundaöar
mjög vel, og stjórn deildarinnar
hefur verið í styrkum höndum.
Aö lokum vil ég óska Haukun-
um til hamingju meö frammi-
stööuna í vetur. Þeir hafa staö-
iö sig með einstökum sóma, og
eru meö frábært liö. Við erum
bara aöeins betri.* Ö.Th.
MorgunDlaöiö/Julius
• Valur um það bil að skora
körfu hjá Haukum.
Morgunblaöiö/Júlíus
ÍSLANDSMEISTARAR 1985
Nýbakaðir íslandsmeistarar Njarðvíkinga aftir sigurinn á Haukum á laugardag. Aftari röð frá vinstri: Júlíus Valgeirsson liðsstjóri, Hafþór
Óskarsson, Hreiðar Hreiðarsson, Helgi Rafnsson, Jónas Jóhannesson, Valur Ingimundarson, Brynjar Sigmundsson liðsstjóri og Sigurður Ágúst
Jensson, fulltrúi Osram, styrktaraðila körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Fremri röð frá vinstri: Teitur Örlygsson, Árni Lárussoh, Ellert Magnús-
son, Isak Tómasson og Gunnar Þorvarðarson, þjálfari og leikmaöur liösins.
Sagt eftir úrslitaleikinn í úrvalsdeildinni:
„Við erum tvímæla-
laust með besta liðið"
sagöi Gunnar Þorvarðarson þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga
• Jónas Jóhannesson lék vel á laugardag í sínum síðasta leik með
UMFN, en hann hyggst nú leggja skóna á hilluna. Jónas hiróir hér
frákast af öryggi.
„ÉG VILDI engu spá fyrir þennan
leik, taldi möguleikana jafna, og
vissi að við yröum að ná upp
mjög góöum leik, til þess aö
sigra. Haukarnir áttu alls ekki
slakari leik en í hinum tveimur
úrslitaleikjunum, viö náöum
okkur bara betur á strik, sagði
Gunnar Þorvarðarson, þjálfari og
leikmaður UMFN, eftir úrslitaleik-
inn.“
Ég er mjög ánægður meö strák-
ana, þeir geröu þaö sem fyrir þá
var lagt, en þaö var aö ná upp
góöum varnarleik og leggja
áherslu á hraöa í sókninni undir
lokin, þegar Haukarnir færu aö
gefa eftir, og þetta tókst. Ég tel aö
Haukarnir séu með mjög gott liö,
en tel þó aö viö séum tvímælalaust
meö besta liöiö, og ef litiö er á allt
leiktimabiliö, þá er okkar liö meö
mikiö forskot.
Aö lokum vil ég nota tækifæriö
og senda innilegar þakkir til allra
okkar frábæru stuöningsmanna
frá liöinu. Þeir eru bestir og þess
vegna erum viö bestir."
Hilmar Hafsteinsson,
formaður körfuknattleiks-
deildar:
„Ég spáöi því í heita pottinum í
morgun, aö Njarövíkingar myndu
sigra með 5 stigum, þannig aö ég
var ansi heitur. Ég tel aö þaö hafi
riöið baggamuninn i vetur, aö viö
fengum Jónas aftur. Án hans heföi
Webster orðiö okkur erfiöur. Þá
hefur Gunnar reynst frábær þjálf-
ari og ég tel aö viö séum meö val-
inn mann í hverju rúmi. Þá hafa
æfingar veriö stundaöar mjög vel,
og strákarnir hafa öllu fórnaö fyrir
íþróttina."
Er nokkuð sem þú vilt segja að
lokum, Hilmar.
„Ég er bara glaöur.“ Ó.Th.
Morgunblaðiö/Júlíus
• Bogi Þorsteinsson „faöir körfuknattleiksins á íslandi“ afhenti Njarö-
víkingum rósir eftir leikinn. Hér er það Teitur Örlygsson sem tekur við
sinni rós.
• Bikarnum hampaðl Valur Ingimundarson, fyrirliði Njarðvíkurliösins,
heldur hér á hinum glæsilega íslandsmeistarabikar. Til vinstri er
Gunnar Þorvaröarson og l'sak Tómasson í miöið