Morgunblaðið - 26.03.1985, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1985 B 11
Valgarð Valgarðsson:
„Fundum van-
mátt gegn
þessu liði“
„Þeir eru töluvert líkamlega
sterkari en þeir menn sem viö er-
um vanir aö leika gegn heima.
Þeir spíla meö eilífum „klipping-
um“ og plathreyfingum og hlaupa
mikið án bolta. Þaö er því mjög
erfitt aö leika gegn þeim,“ sagöi
Valgarð Valgarösson.
.Hver leikmaöur átti nóg meö
aö passa sinn eigin mann í vörn-
inni — ef maður reyndi aö hjálpa
öðrum voru alltaf einn til tveir
orönir fríir.
Þetta hrundi allt hjá okkur á síö-
ustu fimmtán mínútunum. Eins og
spilaborg. Þeir tóku áhættuna á aö
leysa meira upp í sókninni heldur
en jjeir höföu gert — tóku alla
áhættu sem þeir gátu og þaö gekk
upp. Þaö má mikiö vera ef maður
á eftir aö spila gegn svona flinkum
handboltamönnum aftur. Þaö er
virkilega gaman aö fá aö takast á
viö þá en viö fundum vanmátt
gegn þessu liöi, aö minu mati. Ef
lið ætlar ekki aö tapa meö meira
en 5—6 mörkum gegn svona liði
veröa menn aö hafa trú á sér allan
leikinn."
Morgunblaöið/Skapti
• Hinir sfóru og sterku varnarmenn Metaloplastika taka hér á móti Kristjáni Arasyni sem undirbýr skot á
markið. Þaö eru Zlatko Portner (nr. 2) og Milosevic sem sækja aö honum en Veselin Vujovic (nr. 8) hefur
gætur á Þorgils Óttari til hægri.
„Mínir menn trúðu ekki að
þeir gætu staðið í þessu liði“
- sagði Guðmundur Magnússon, þjáHari FH-inga, eftir tapið í Sabac
Sagt eftir leikinn:
„Við ofur
efli
að etja“
„Viö áttum viö algjört ofurefli
aö etja,“ sagði Jón Erling
Ragnarsson. „Mér fannst sig-
urinn þó of stór miðaö viö gang
leiksins. Menn gáfust upp í lok-
in. En ég er sannfæröur um aö
þetta er besta félagsliö i heimi
— þaö er enginn veikur hlekkur
í því. Isakovic átti t.d. „down
leik" en þaö skiptir þá engu
máli. Þá „brilleraöi" bara ein-
hver annar í staöinn. Þetta eru
frábærir leikmenn og allt virðist
svo auövelt hjá þeim. Viö gát-
um gert betur. Þetta var aöeins
miölungsleikur fram í miöjan
seinni hálfleik og svo hrundi
allt," sagöi Jón Erling.
„Við uröum fyrir gífurlegum
vonbrigöum," sagöi Hans Guö-
mundsson. „Fimmtán marka
tap er allt of mikið og mögu-
leikar okkar eru mjög litlir á aö
komast áfram gegn svo sterku
liöi. Viö stefnum þó að því aö
vinna heimaleikinn og ég held
aö viö eigum að geta þaö. Viö
sprungum algjörlega í seinni
hálfleiknum — gáfumst bara
upp. Viö vorum aö minnka
muninn, vorum aö ná neista í
leik okkar á ný, en sprengdum
okkur alveg viö þaö og hætt-
um."
Hans sagöi aö ef FH-ingar
naeðu mjög góöum leik heima
teldi hann þá eiga möguleika á
1—2 marka sigri.
„ÞETTA var allt of mikill munur
Viö geröum ailt of mikiö af byrj-
endamistökum. Ég held aö mínir
menn hafi ekki haft trú á því aö
þeir gætu staöið í þessu liöi,“
sagöi Guömundur Magnússon
þjálfari FH eftir leikinn.
„Mórallinn var góöur í hálfleik
hjá okkur — viö minnkuöum mun-
inn síöan en þegar rúmlega tíu
mín. voru búnar af seinni hálfleik
gáfust menn upp. Fjórar sendingar
fóru beint útaf, þrjár sendingar
beint í hendur þeirra og þrjú
dauöafæri fóru forgöröum, og
munurinn allt í einu orðinn tíu
mörk. Gegn svona liði má ekkert
misheppnast — mistökin veröa
a.m.k. aö vera í algjöru lágmarki.
Þetta er besta liö sem ég hef
séö — og hef ég séð þau mörg og
leikiö gegn mörgum. Breiddin hjá
þeim er rosaleg — þó besti maö-
urinn „klikkaöi", en Isakovic átti
ekkert sérstakan dag, kom bara
annar í hans staö. Mrkonja í hinu
horninu lék frábærlega — viö réö-
um ekkert viö hann.
Þetta er svakalega reynslumikiö
liö. Þessir karlar leika ekki bara
saman i þessu liöi heldur í lands-
liðinu líka og eru því geysilega rút-
íneraöir. Ég geri mér grein fyrir því
aö viö eigum enga möguleika á aö
komast áfram — seinni leikurinn
er bara formsatriöi," sagöi Guö-
mundur.
„Þeir vinna keppnina"
„Ég spái því aö þeir vinni keppn-
ina," sagöi Þorgils Óttar Mathie-
sen, fyrirliöi FH-liösins. „Þetta liö
er heilum klassa fyrir ofan okkur.
Þetta er taliö besta félagsliö í
heimi og leikmenn þess eru allir
atvinnumenn. Ég taldi þaö verri
kost aö mæta þeim frekar en Athl-
etico Madrid eöa Dukla Prag.
Spánska og tékkneska landsliöiö
voru i B-keppninni i Noregi og
leikmenn þessara tveggja liöa eru
því þreyttir núna.
Mér fannst vörnin nokkurn veg-
inn í lagi hjá okkur en sóknin var
slök. Og viö sprungum er 15 mín.
voru eftir — en fram aö því lögöu
menn sig alla fram. Menn voru
hreinlega búnir og þá gengu þeir
alveg yfir okkur."
„Mjög svekktur“
„Ég er mjög svekktur meö þessi
úrslit," sagöi Kristján Arason. „Viö
spiluöum ágætlega í u.þ.b. 40 mín-
útur en síöan kom hreinlega upp-
gjöf í liðiö. En þetta liö er eins og
allir vita stórkostlegt, þeir voru
klassa fyrir ofan okkur.
Þessi munur er þó of mikill. Þeir
eru vitanlega betri en viö en þessi
markamunur sýndi ekki styrkleika-
muninn. Þaö heföi veriö gott aö
tapa meö 8—10 marka mun. Þeir
tóku miklu meiri áhættu í leik sín-
um en í landsleikjunum heima um
daginn — í hraöaupphlaupum og
„sirkusmörkum". Mér fannst vanta
sjálfsaga og yfirvegun í leik okkar
þegar líöa tók á — ótimabær skot
voru reynd, menn mátu færin ekki
rétt og þaö má alls ekki gegn
svona liöi.
Mér finnst þetta liö betra en
landsliöiö þeirra var á Ólympiuleik-
unum. Örvhentu leikmennirnir
þeirra tveir eru t.d. sterkari en Ur-
ina „gamli" var. Mrkonja er líka
miklu betri en hægri hornamaöur-
inn sem var meö landsliöinu í Los
Angeles. „Unser Freund," kallaöi
Bogdan hann („vinur okkar"), því
hann klúöraöi svo mörgum dauöa-
færum í þeim leik.
Viö munum reyna aö gera betur
heima og viö gerum þaö vissulega.
En þá veröur að vera meiri skyn-
semi í liöinu.
Ég held aö islenskir handbolta-
menn ættu aö geta lært mikiö af
þessum mönnum. Þaö er eins og
kennslubókardæmi í handknattleik
aö sjá þá leika," sagöi Kristján.
„Þaö var mjög erfitt aö standa í
markinu," sagöi Haraldur Ragn-
arsson, en hann var inni á mest
allan tímann. „Ég náöi ekki aö
sýna mitt rétta andlit. En þetta eru
bestu einstaklingar sem maöur
hefur spilaö viö — og heimavöllur-
inn er gifurlega góöur. Áhorfendur
voru frábærir, hitinn i húsinu mikill
og því erum viö óvanir heima.
Fimm til tiu marka tap heföi veriö
miklu skemmtilegra (!) tap. Þaö er
niöurlægjandi aö tapa meö svona
miklum mun. Ég tel þaö góöan
árangur ef viö næöum aö vinna þá
heima — en möguleikinn á aö
komast áfram er náttúrulega ekki
raunhæfur, þaö gera sér allir grein
fyrir því."
Frá Skapta
Hallgrímssyni
blaðamanni
Morgunblaösins
í Júgóslavíu
MorgunblaðM/Skaptl
• Guömundur Magnússon, þjálfari FH-inga, til vinstri á biaðamanna-
fundi í Zorka íþróttahöllinni strax aö leik loknum á laugardagínn.
Aleksander Pavlovic, þjálfari Metaloplastika:
„Mikiö afrek af liði frá svona
litlu landi að komast í undanúrslit“
„VIÐ BIÐUM meö þaö þangaö til í
síöari hálfleík aö keyra hraöann
upp og þá lókum viö mjög vel,“
sagöi Soran Chevkovic, lands-
liösþjálfari Júgóslava og aöstoö-
armaöur þjálfara Metaloplastika,
eftir leikinn á laugardag. Chevko-
vic þessi þjálfaöi liö þetta þar til í
fyrra og hann geröi þaö aö því
stórveldí sem það nú er.
„Vörn okkar var mjög góö í
seinni hálfleiknum og andstæö-
ingar okkar lentu því i miklum
vandræöum. Sigur okkar var aldr-
ei í hættu — þaö var engin spurn-
ing. FH-leikmennirnir geröu allt
sem þeir gátu en munurinn er ein-
faldlega mjög mikill á liöunum. Ég
býst viö sigri í Reykjavík lika,"
sagöi Chevkoviv aö endingu.
„Viö geröum allt of mörg mistök
í sóknarleiknum en þaö kom sem
betur fer ekki aö sök í dag," sagöi
hornamaöurinn snjalli Jasmin
Mrkonja eftir leikinn viö FH. „Viö
lékum óvenju mikiö sem einstakl-
ingar i dag — venjulega leikum viö
mun meira saman sem heild."
Mrkonja var spuröur aö því
hvaöa liði hann vildi mæta í úrslita-
leik keppninnar:
„Ég vona aö viö lendum á móti
Dukla Prag — viö veröum að fá
tækifæri til aö hefna ófaranna frá
því í fyrra er þeir sigruöu okkur í
úrslitaleik Evrópukeppni meistara-
liða á vítakeppni,” sagöi hann.
„Viö lékum mjög hratt í leiknum
og þar af leiöandi uröu mistökin
fleiri en góöu hófu gegndi," sagöi
Alexander Pavlovic, þjálfari Met-
aloplastica. „Viö erum komnir meö
góöa forystu og ég held aö viö get-
um farið rólegir til islands — viö
töpum þessum mun aldrei niöur."
Hvert er óskalið þitt í úrslitaleikn-
um?
„Ég vonast til aö leika gegn Atlet-
ico Madrid en ég er hræddur um
aö engu aö síöur veröi þaö Dukla
Prag sem viö mætum i úrslitum
eins og í fyrra." Þjálfarinn fór siöan
aö skýra júgoslavnesku blaöa-
mönnunum frá því hvernig hann
hygöist leika i urslitaleiknum gegn
Dukla, greinilega ekki hræddur um
aö liö hans kæmist ekki áfram!
„Leikmenn FH búa margir hverj-
ir yfir miklum hæfileikum. Þeir
leika mjög kraftalegan handknatt-
leik. Mér er sagt aö þeir séu
áhugamenn i íþróttinni og ég held
aö þaö sé rétt. Þaö sést á leik-
mönnum liðsins. En það er mjög
mikið afrek hjá liöi frá svo litlu
landi aö komast í undanúrslit í Evr-
ópukeppni meistaraliöa," sagöi
Pavlovic.