Morgunblaðið - 21.04.1985, Side 3
—
.
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985
C 3
JÓNAS HALLGRÍMSSON
JÓHANN SIGURJÓNSSON
Jónas
Hallgrímsson
LJóðhorn
Sölvi Sveinsson
Jóhann Sigurjónsson
(1880—1919) hefur lengi notið al-
menningshylli fyrir leikrit sín,
einkum Fjalla-Eyvind og Galdra-
Loft. Ljóðum hans hefur hins veg-
ar ekki verið gefinn jafnmikill
gaumur og skyldi, og hefur þó
rætzt úr síðustu áratugi, enda
virðist nýrómantíkin höfða til
samtímans. Jóhann gat „látið
hjörtu slá með orðsins mætti“,
eins og hann óskaði sér í ljóði,
hann var „einn af þessum fáu“.
Kvæði hans eru einlæg og tilfinn-
ingarík, orðfæri þeirra meitlað og
myndsýnin skörp. Þessi einkenni
birtast öll í litlu Ijóði um Jónas
Hallgrímsson:
Dregnar eru litmjúkar
dauðarósir
á hrungjörn lauf
í haustskógi.
Svo voru þínir dagar
sjúkir en fagrir,
þú óskabarn
ógæfunnar.
Ævidögum Jónasar er líkt við
skóg á haustdegi: hann er fallegur
í fjölbreyttri litadýrðinni, en ber
dauðann í sjálfum sér. í örfáum
línum er dregin upp náttúrumynd,
þrungin söknuði og hverfulleik, og
málið sveigt undir hugsun skálds-
ins: litmjúkar dauðarósir og hrun-
gjörn lauf eru vísast úr smiðju Jó-
hanns, í senn merkingrrík orð og
hlaðin tilfinningu. Og í samkennd-
inni með Jónasi Hallgrímssyni,
óskabarni ógæfunnar, felst með
sínum hætti sú ákafa lífslöngun
sem öðru fremur einkennir ljóð
Jóhanns — blandin dauðageig.
Höfundurinn er kennari í Fjöl
brautaskólanum rið Ármúla.
Oröahækur
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
The Oxford Guide to English Usage.
Compiled by E.S.C. Weiner.
Oxford — At the Clarendon Press
1984.
The Oxford - Duden Pictorial English
Dictionary. Oxford University Press
1984.
„The Oxford Guide to English
Usage er ætluð þeim, sem þarfnast
upplýsingar um myndun og notkun
enskra orða, um framburð, réttrit-
un, merkingu og málfræðireglur ...
bókin á að veita svör við spurning-
um um réttan framburð, réttritun
og merkingu orða, sem menn eru
alltaf að spyrja um ..."
Fjölmörg dæmi um orðanotkun
eru tekin úr ritum ýmissa 20. aldar
höfunda og að því leyti er ritið
frábrugðið öðrum, sem seilast yfir
lengri tímabil.
Réttur framburður einnar þjóð-
tungu er ekki eins einfaldur og
ætla mætti, í þessari bók er
grundvöllurinn, „sá framburður
sem er síst staðbundinn og sem var
upphaflega iðkaður af menntuðu
fólki í suðurhlutum Englands“.
Ýmsir geta sjálfsagt haft eitthvað
að athuga við það hvort þetta sé sá
eini rétti framburður á ensku, en
þetta er ríkjandi mat nú.
Eins og segir í inngangi eru not
ritsins takmörkuð við þau orð.
framburð og merkingar orða sem
menn eru almennt ekki vissir um
hvernig eigi að nota rétt. Miðaö er
við „venjulega orðanotkun" svo að
ritið er takmarkað.
Kaflinn um málfræði, stefnir að
því sama, undirstöðuatriði eru tek-
in og þá einkum þau, sem þvælast
fyrir fólki að nota rétt.
Bók þessi er sjálfsagt hentug
sem handbók við kennslu, ekki síst
málfræðikaflinn, sem gæti komið
að nokkrum notum, ekki síst hér-
lendis, þar sem málfræðikennsla í
ensku er bönnuð samkvæmt reglu-
gerðum og kunnáttu namenda í
ensku hefur hrakað mjög á síðustu
tíu, fimmtán árum.
„The Oxford-Duden Pictorial
English Dictionary", er unnin í
samvinnu við Dudenredaktion Bib-
liographisches Institut, Mannheim.
Þetta er orðabók byggð á myndum
af þeim fyrirbrigðum, sem orðin
tjá. Þau fyrirbrigði eru fjölmörg
sem verða tjáð auðveldlegar á
þennan hátt en með oft langsömum
skýringum í orðum. Alls eru hér
skýrð 28.000 orð á þennan hátt.
Efnið er flokkað niður og síðan
fylgja myndir hverjum efnisflokk,
orðasafn er síðan í bókarlok með
tilvísun til myndsíðnanna.
Duden orðabækurnar hafa lengi
talist mjög hentugar orða-og orða-
skýringabækur. Þessi bók er mjög
hentug til notkunar með venju-
legum enskum orðabókum og kem-
ur sér vel fyrir nemendur og aðra.
Eftirtaldar
prjóna- og
saumavélar
eru til sölu
6 Interlock-prónavélar
á kr. 15.000,00 pr. stk.
4 Flatlock-saumavélar
á kr. 8.000,00 pr. stk.
5 Overlock-saumavélar
á kr. 8.000,00 pr. stk.
2 Földunarvélar
á kr. 6.000,00 pr. stk.
2 Zigzag-vélar
á kr. 5.000,00 pr. stk.
1 Töluvél
á kr. 5.000,00 pr. stk.
Séu allar vélarnar keyptar
einum pakka kosta þær kr.
100.00,00.
Allar upplýsingar gefur HreiÖ
ar Jónsson í síma 96-22831.
Amaro hf.,
Akureyri.
RITVINNSLA II
Öflugt, nútímalegt ritvinnsluforrit
Auðvelt og skemmtilegt í notkun
Ritvinnsla II, sem er notuð á margar
tegundir tölva hefur fjölmarga góða
kosti, en sá stærsti er fyrir flesta
hversu auðveld notkunin er. Ekki er
krafist tölvuþekkingar og allar val-
myndir og leiðbeiningar eru á íslensku.
- Sérstakt kennsluskjal sem þjálfar
byrjendur.
- Sýnir allan texta á skjánum án
aukatákna.
- Hefur reynst vel og hlotið lof.
Tölvuskólinn FRAMSÝN, Tölvufræðsla Stjórnunarfélagsins og Tölvuskóli
Menntaskólans á Akureyri bjóða vönduð námskeið í notkun Ritvinnslu II.
Ritvinnsla II var valin til notkunar í ríkisstofnunum á ATLANTIS og IBM PC tölvur.
Útsölustaðir:
ATLANTIS hf., Skúlagötu 51 v/Skúlatorg S:6211 63
Skrifstofuvélar hf., Hverfisgötu 33 S: 20560
Örtölvutækni hf., Ármúla 38 S: 687220
Gísli J. Johnssen, Smiðjuvegi 8, Kópavogi S: 73111
Kristján Ó. Skagfjörð, Hólmaslóð 4 S: 24120
Míkró hf., Skeifan 11 S:685610
Ritvinnsla II - sparar þér ómældan tíma og fyrirhöfn við ritstörf af ýmsum toga.
SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 621163