Morgunblaðið - 21.04.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.04.1985, Qupperneq 6
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985 Sýning FÍM Myndiist Valtýr Pétursson Haustsýningar hétu árlegar sýningar FÍM fyrrum, og voru haldnar á þeim tíma árs, en nú er búið að brjóta þá hefð og eftir nokkra andakt hefur sýningin verið sett í gang að nýju og undir nýju nafni, Vorsýning FÍM. Þeir í Kaupmannahöfn, Ósló og París voru allir — og eru — með haust- sýningar, og var sú gamla og góða FÍM-sýning sniðin að nokkru eftir þeim fyrirmyndum. Þarna hafði skapazt góð og gild hefð, en íslendingar geta helzt aldrei búið við hefðir nema ef vera skyldi í fjárbúskap. Hvað um það, ég sakna þessarar hefð- ar, sem hefur verið brotin, og ástæðu sé ég enga fyrir þessari breytingu nema af vera skyldi að hún sé breytingarinnar einnar vegna. Þetta er um margt merkileg sýning að þessu sinni hjá FÍM. Hún er að mínu mati betur valin en undanfarin ár, þar sem alls konar hlutir voru með, sem að margra dómi áttu ekkert erindi á jafn faglega sýningu og þessi sýning hefur að jafnaði verið. Það var orðið svo mikið af að- skotahlutum, að engu lagi var líkt. Sumir kölluðu það frjáls- lyndi, aðrir glappaskot. Svo er fyrir að þakka, að það fólk sem nú stendur að þessari sýningu, hefur tekið til hendi og einskorð- að sýninguna við þátttöku félaga einvörðungu. Og árangur lætur ekki á sér standa. Það reynir nokkuð á félagið með þessu móti, en ég fæ ekki betur séð en að hlutirnir plumi sig nokkuð vel eins og stendur. Það er nefnilega augljóst við skoðun á þessum verkum, að valið hefur verið og Sigurður SigurAsson það af nokkurri vandvirkni. Hér er um að ræða svonefnda Kjarnasýningu, og er kjarni að þessu sinni mjög vandaður, enda ræður þar hvorki aldurssjónar- mið eða stílbrigða, sem er ótví- ræður kostur, hvernig sem á er litið. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kjarni er búinn til og síðan prjónað þar við. Það er ekkert nema gott um þetta fyrirkomu- lag að segja og einmitt á þessari sýningu sér maður greinilega, hve kjarninn hefur miklu hlut- verki að gegna. Það er nefnilega úrvalsfólk, sem nú á í hlut, og þar er hvert sæti vel skipað. Jó- hann Briem, Sigurður Sigurðs- son, Magnús Kjartansson, Ragnheiður Jónsdóttir og Val- gerður Bergsdóttir. Falleg og vel gerð sýningarskrá kynnir þetta fólk, og meira að segja er haft eftir því smávegis um listir, sem er góður vani og hefði mátt byrja á slíku fyrir löngu. Ekki vil ég tíunda verk þessa listamanna, en samt vil ég geta þess, að mér finnst hver og einn standa sig Jóhann Briem Ragnheiður Jónsdóttir Musica antiqua Tónlist Jón Ásgeirsson Það má heita merkilegt ef blokkflautan á ekki eftir að verða vinsælt hljóðfæri hér á íslandi, eftir það mikla starf sem Camilla Söderbefg hefur lagt íslenskri tónmennt, bæði sem kennari og flytjandi gam- allar tónlistar. Fyrir utan að vera frábær blokkflautuleikari hefur henni auðnast að laða til sín góða tónlistarmenn og und- ir nafninu Muscia antiqua flutt margvíslega tónlist, er að mestu spannar tímann frá 15. öld til miðrar 18. aldar. Auk innlendra tónlistarmanna hafa á vegum Musica antiqua komið til landsins frábærir tónlist- armenn, sem lagt hafa sig sér- staklega eftir flutningi eldri tónlistar og nú um síðustu helgi hélt hópurinn tónleika í Lang- holtskirkju og var gestur þeirra að þessu sinni Eva Nássen, sænsk söngkona, sérmenntuð í flutningi gamallar tónlistar og flutti hún söngverk eftir Dow- land, Monteverdi, Scarlatti og Hándel, auk þess nokkra franska söngva frá 16. og 17. öld. Eva Nássen er mjög góð söngkona. Hún hóf tónleikana með fjórum „hirðsöngvum" (Air de cour", sem oftast voru fluttir með undirleik lútu. í þessum söngvum, sem eru í tvenndarformi og hver lota oftast endurtekin, má ein- söngvarinn skreyta endurtekn- inguna að vild. Þessi venja tengist sögulega þeirri aðferð er síðar átti sér stað í „Da capo arium" á 17. og 18. öld. Helsta tónskáld þessa tíma var Pierre Guédron 1565—1621. Hann var söngvari, stjórnandi drengjakórs, konunglegt tón- skálds og mikill kunnáttumað- ur í þáverandi „nýju tónlist- inni“ frá Ítalíu. Hann gaf út 6 hefti tónsmíða er hann nefndi „airs de cour". Auk eins söngs eftir Guédron söng Eva Nássen þrjú lög, eitt eftir Mauduit og tvö eftir Moulinié er var frægur söngvari og söngvahöfundur. Voru hirðsöngvarnir mjög áheyrilegir í vönduðum flutn- ingi söngkonunnar og naut hún aðstoðar Snorra Ö. Snorrason- ar, er lék með á lútu. Annað atriði tónleikanna var söngverk eftir Monteverdi með milli- og samleik fyrir blokkflautu og continue fyrir lútu og gamba. Meginhlutverk blokkflautunnar var að Ieika svonefnt „ritornell" með alls konar skemmtilegum útfærslum og skreytingum, sem Camilla Söderberg lék glæsi- lega. Þar eftir léku Camilla Söderberg, Helga Ingólfsdóttir og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir sónötu í C-dúr eftir Hándel. Eftir hlé söng Eva Nássen kantötur eftir Scarlatti og Hándel og þrjá söngva eftir Dowland; Come again, Flow my Tears og Fine Knacks for Lad- ies er Snorri Örn Snorrason lék undir á lútu. Auk þess lék Snorri fantasíu eftir sama höf- und. Yfir tónleikunum var ró og tign, er einkennir þessa hæg- ferðugu og fallegu tónlist, sem nútímamaðurinn leitar í æ rík- ari mæli eftir, tii að skýla sér fyrir ærandi hávaða samtím- ans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.