Morgunblaðið - 02.06.1985, Síða 3
G 3
í umfjöllun um smásögur hefi ég reynt
að átta mig á helstu andstæðum, einnig á
því, hverju er helst lýst, hvernig, og til
hvers lýsingarnar muni vera. Ennfremur
þarf að skoða hlutverkaskipan persóna, og
byggingu sögunnar, eða efnisröð. Síðan er
að reyna að átta sig á því, hvernig þessir
þættir tengjast saman, hvernig þeir orka
hver á annan. Sama gildir um skáldsögur,
nema hvað þar er oft erfiðara að eiga við
bygginguna. Þetta hefst sem ósköp frum-
stætt krot útá spássíur, síðan reyni ég að
endursegja í einni eða tveimur setningum
atburðarás hvers kafla, gera töflu um
hvaða persónur koma fram í hvaða kafla,
og hvað þær gera helst markvert þar eða
segja. Hvar gerist hvaða atburður, hve
langur tími líður í kafla, milli kafla og í
verkinu í heild. Eftir þessa jarðbundnu at-
hugun er hægt að fara aö draga saman um
hvern þátt fyrir sig, um einstakar persón-
ur og um samspil þeirra í heild, um fram-
vindu sögunnar, um endurtekningar,
minni, o.fl. Verkið þarf að lesa tvisvar eða
þrisvar.
Um ljóðabækur gegnir nokkuð öðru
máli. Um alllangt skeið hafa skáld raunar
gert meira af því að yrkja samstillta bók
en af hinu, að safna í bók kvæðum ortum á
löngum tíma í allar áttir, ef svo mætti
segja. Samt hefi ég ekki enn lent á ljóða-
bók sem ég teldi reynandi að gera skil sem
heild, í dagblaði, því hvert ljóð er sjálf-
stætt verk, oft margbrotið, og þau eru
nokkuð mörg í ljóðabók. Ég krota á spássí-
ur athugasemdir um ljóðmyndir, um bygg-
ingu kvæðis, og samhengi innan ljóðabálks
ef um slíkt er að ræða. Síðan þarf ég helst
að láta þetta liggja í gerjun, a.m.k. f viku.
Þá er hægt að semja ritdóminn, og tíni ég
þá fyrst til það sem ég finn markvert sam-
eiginlegt kvæðunum, í meira eða minna
mæli, en reyni síðan að birta einhverja
greiningu á einu kvæði: að sýna þá hvernig
myndir þess eru gerðar, og hvaða hlutverk
þær hafa í kvæðinu, og fjalla um byggingu
kvæðisins að öðru leyti. Það segir sig
sjálft, að auðvitað er svona ritdómur
víðsfjarri því að gera ljóðabók skil, og ég
segi frá þessum starfsaðferðum mínum
vegna þess eins, að ég tók að mér að koma
af stað umræðum um þetta mál hér I
kvöld. Áreiðanlega mætti margt betur
gera, og væri þá gaman að heyra ábend-
ingar um það hér á eftir. En fyrst er að
víkja að öðru efni, hve langt á að ganga í
þessa átt í dagblöðum? Nýlega hélt vinsæll
skáldsagnahöfundur því fram, að grein-
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNl 1985
Örn Ólafsson
ingar skáldverka ættu að sönnu heima í
tímaritum, en ekki í dagblöðum. Nú sagði
skáldið ekki hversvegna hún gerir þennan
greinarmun, og verðum við þá að láta
okkur nægja getgátur, nema hún kjósi að
skýra þetta nánar. Það blasir auðvitað við
góð og gild ástæða til að leggja ekki í
mikla vinnu í dagblaðsgrein: hún er horfin
af sjónarsviðinu tveimur dögum eftir birt-
ingu, og flestum gleymd eftir fimm daga.
Hinsvegar heldur upplýst fólk saman
tímaritsheftum, og les stundum löngu eftir
birtingu, en alla jafna af meiri íhygli en
dagblöðin, að því er almennt er álitiö. Svo
satt sem þetta er, þá eru þessir tímarita-
lesendur þó miklu fámennari hópur en sá
sem dagblöðin les. Við eigum valið milli
útbreiðslu og varanleika. En hve mikill
hluti blaðalesenda les ritdómana i þeim,
eða önnur menningarskrif? (Um 40%
skildist mér á Jóhanni Hjálmarssyni, skv.
könnun Mbl.). Er einhver hámarkslengd á
slíkum greinum, sem fáir blaðalesendur
nenna að fara framyfir? Það væri ekki
bara gaman, heldur líka gagnlegt, að fá
klókan félagsfræðing til að grafast fyrir
um þetta. Almennt er álitið, að lesþolið sé
meira um helgar en virka daga. En ég hefi
alltaf litið á það sem rakalausan hleypi-
dóm, að fólk geti yfirleitt ekki lesið lengur
en þrjár mínútur samfellt mál í blaði, og
þá helst hneykslisfréttir. Þetta hverfula
prentmál er okkar vettvangur, og okkur
ber að rækja hann af nokkrum tilrauna-
vilja og af fullri virðingu fyrir lesendum.
Við gerum þá ekki ráð fyrir neinni þekk-
ingu á bókmenntum, þótt ýmsir lesenda
hafi hana til að bera, en við gerum ráð
fyrir venjulegri lífsreynslu, skilningsvilja
og dómgreind. Til að forðast það að dóm-
urinn verði einhliða, þarf ritdómarinn að
greina mikilvægustu þætti verksins og
samtengingu þeirra í heild. Hitt er mats-
atriði, hve mikið af þessu á að birta í blað-
inu. Það þarf að verða svo mikið, að les-
endur geti gert sér nokkra heildarmynd af
ritinu og skilið forsendur dómsins. Því
markmið okkar hlýtur að vera að hjálpa
fólki til að verða sjálfstætt í bókmennta-
mati, svo að það treysti ekki bara því sem
skrifað stendur. Vegna þess er æskilegt að
nota tækifærið til að miðla almennari
fróðleik um bókmenntir en þeim einum
sem varðar umrædda bók beinlínis — svo
fremi að þetta tvennt verði tengt á auðles-
inn hátt, og fróðleikurinn íþyngi ekki rit-
dómi að ráði. Ástæðan er sú, að flestir þeir
sem dagblöð lesa, koma áreiðanlega aldrei
til með að lesa neina bókmenntafræði, en
markföld reynslan sýnir, að full þörf er á
að hefja sem flesta uppfyrir þá frumstæðu
afstöðu að leggja allt ritmál að jöfnu:
kenna fólki að spyrja ekki fyrst og síðast
um boðskapinn í skáldverkum, eins og þau
væru blaðagreinar. Með markvissri við-
leitni í þessa átt ættum við smám saman
að geta aðstoðað við að skapa almennt
betri skilning á skáldskap en skáld eiga nú
við að búa. Mætti þá þykja til einhvers
barist, því hvað gætum við fremur gert til
að bæta skáldskap þjóðarinnar og menn-
ingu?
Þetta eru háleit markmið, sem ég set
bókmenntagagnrýni i dagblöðum, og við-
búið að þau náist ekki í hvert sinn sem viö
stingum niður penna. En auðvitað er
ástæðulaust að hafa áhyggjur af því, svo
fremi markmiðið sé ljóst, sem við metum
verk okkar eftir. En þá getum við heldur
ekki lagað þau að neinum öðrum sjónar-
miðum. Næst á eftir því að gera ekki næg-
ar kröfur til sjálfra sín, hygg ég að versti
löstur gagnrýnenda sé að gera ekki nægar
kröfur til skálda, af vorkunnsemi. Það er
skiljanlegt, að menn langi ekki til að ráð-
ast á óviðkomandi fólk, sem engum hefur
gert neitt, bara gefið út bók af sköpunar-
gleði og áhuga á fögrum listum. Nei, en
höfundur bað um ritdóm í blaðinu. Og ef
rit hans sýnir enga hæfileika til skáld-
skapar, er það þá greiði við höfund að
hvetja hann til að halda þessu áfram? Eða
ef ritdómara sýnist höfundur setja skáld-
gáfu sinni óhæfilega þröngar skorður, á
hann þá ekki að segja það, leiða rök að
því? Oftar hefur höfundur haft kostnað af
verki sínu en tekjur, oftast mikla fyrir-
höfn. Það er skylda gagnrýnandans að
draga ekkert undan. Hver annar yrði til að
segja skáldinu sannleikann? Fjölskylda
hans, vinir eða vinnufélagar? En raunar er
höfundurinn manna líklegastur til að
skilja sanngjarnar aðfinnslur. Jafnframt
er þetta skylda gagnrýnandans við al-
menning, sem hann á að veita bókmennta-
uppeldi, og loks er það skylda hans við
þann fjölmiðil, sem trúði honum fyrir
verkinu — frekar en einhverjum öðrum —
vegna þess að hann veifaði prófskírteinun-
um, eða láta á annan hátt í það skína að
hann væri þess umkominn að veita al-
menningi hlutlæga leiðbeiningu. Ef um-
byggja fyrir sölumöguleikum rithöfundar
leiðir gagnrýnanda til að veigra sér við því
að sýna fram á galla rits, þá kostar um-
hyggjan það, að hann gerir ekki úttekt á
ritinu, heldur aðeins almenna umsögn,
sem hlýtur að verða gagnslaus lesendum,
fyrst hún er til þess gerð að fela meiningu
ritdómarans. Slík skrif geta menn ekki
komist upp með oft, þau verða ekki til að
örva sölu á bók, heldur falla dauð og
marklaus talin.
Ég hefi hér reynt að lýsa því nokkuð,
hversu mikilvægt starf ritdómara getur
verið, ef rétt er skoðað, og getur orðið
menningarlífi landsmanna mjög til
þroska. — En þá kem ég að eilífðarmálum
nútímans á Islandi, og það eru auðvitað
kjaramálin. Um starf okkar má hafa sam-
keppni á tvo vegu. Það má launa svo vel, að
færustu menn leggi sig alla fram, til að fá
að sitja að starfinu. Og það má launa svo
illa, að samkeppnin verði niður á við: hve
litla og lélega vinnu er hægt að komast af
með, svo samsvari þeim lúsarlaunum, sem
til boða standa. Ég þarf víst ekki að út-
mála fyrir viðstöddum hvort kerfið er I
gildi núna.
Erindi þetta var flutt á fundi Félags
gagnrýnenda, 7. maí sl.
Höíuadurínn er doktor í bókmenntum (ri
Lfoa-háskóla.
9<
ÍÍJ
». <1. Bin CMm.
I*. Qanon Ynliqaa.
Heidelberg’.
II. Cmon ðurfíp.
Carlsruhe.
II. Dow*lí* Znt Vniiqua.
Hamburgs
Biirger.
1*. fdU Znt ðnrfm.
W'ranfffurt.
Letursýni frá 19. öld
og slíkir textar voru einnig varð-
veittir í minni.
Höfundar bundins máls voru oft
nafngreindir, en höfundar t.d. ís-
lendingasagna ekki, það á við
kvæði sem eru ekki mjög forn.
Myndin, myndastyttan, var bók
þeirra, sem ekki voru læsir,
prentlistin átti sinn þátt í því að
„bókin tók við af myndinni“ þegar
kemur fram á nýju öld og það var
prentlistin sem var forsenda inn-
taks kenninga siðskiptamanna, að
kynna öllum „orðið". Kalvin taldi
myndir þýðingarlausar þegar
hægt var að gera alla læsa.
Þjóötungur og prentlistin
En það var ekki hægt að gera
alla læsa fyrr en eftir daga Gut-
enbergs. Það hefur verið áætlað að
um aldamótin 1500 hafi prentuð
eintök allra bóka skipt nokkrum
milljónum og til samanburðar
hafi svipaður eintakafjöldi verið
afskrifaður 1100 árin þar á undan
eða frá 330—1453. Þessar tölur og
áætlanir eru meira og minna út í
loftið, en aðalatriðið er að meðan
skrifari var að afrita handrit, gat
prentarinn prentað 1000 eintök á
styttri tíma. Því varð gjörbylting í
framleiðslu bóka með hinni nýju
list.
Prentlistin skipti sköpum fyrir
smærri þjóðir, sem áttu sér þjóð-
tungu og þá fyrst og fremst með
því, hvort biblíur og iærdómskver
voru prentaðar á móðurmálinu eð-
ur ei. Þannig varð prentlistin til
þess að tryggja þjóðtungur sumra
smærri þjóða, og einnig til þess að
svo til afmá tungur annarra, sem
urðu að taka við biblium á máli
nágrannaþjóðanna, þegar svo hag-
aði til.
Með prentun biblíunnar á þjóð-
tungu, bókfestist tungumálið til
frambúðar. Prentaðar biblíur eða
nýja-testamenti komu úr prent-
verkunum á þjóðtungum á 16. öld
og af þessu leiddi frekari saman-
tekt og prentun rita á sömu tung-
um og þar með framhald eigin
bókmennta. Prentlistin, skapaði
lifandi þjóðtungur og afnam aðr-
ar.
Bókasöfn og fræðistörf
Montaigne (1533—92) höfundur
„Essais" er gott dæmi um höfund
á prentöld. Hann sat löngum í
bókaturni sínum umkringdur bók-
um og hafði þar meira magn bóka
við höndina en miðalda-höfundur
fyrir daga prentaldar hafði með
því að vera á stöðugu ferðalagi
milli bókauðugustu klaustra og
fræðisetra alla sína tið. í bókum
sínum fann Montaigne meira fyrir
átökum og stormum tímanna með
því að glugga í hið fjölbreytta
bókasafn sitt en höfundar hámið-
alda höfðu tækifæri til í sínum
bókastofum.
Með þessari byltingu sem var
samfara prentlistinni í magni og
fjölbreytileika bókaefnis vannst
tími fyrir þá sem stunduðu fræði-
störf, guðfræði og vísindi. Nú
þurfti ekki lengur að stunda minn-
islistana í sama mæli og áður,
handhæg rit í fræðigreinum voru
auðfengin, atlasar og landabréf,
sjókort og stjömukort eru gefin út
í auknum mæli eftir því sem líður
á 16. öldina. Og útgáfan jókst stöð-
ugt, útgáfustarfsemi og útgáfufyr-
irtækjum fjölgaði, ítalskir og hol-
lenskir prentmeistarar juku um-
svif sín, ábatavon þeirra ýtti undir
fjölbreytnina og tengsl þeirra við
fræðimenn og vísindamenn stuðl-
uðu að stórmerkilegri útgáfustarf-
semi og þeir sjálfir voru margir
hverjir vel menntaðir. Prent-
smiðjurnar urðu víða í borgum
samkomustaðir listamanna og
fræðimanna, guðfræðinga og
vísindamanna. Tengslin milli
handverks, verzlunar með bækur
og menntamanna urðu samfélag
nýrrar elítu, sem ýtti undir frek-
ari rannsóknir og fræði. Einstakl-
ingshyggja endurreisnarhreyf-
ingarinnar, hugkvæmni og ný við-
miðun í guðfræði og heimspeki féll
vel að hinni nýju tækni, sem gat á
skömmum tíma útbreitt nýtt mat
og nýjar kenningar um alla Evr-
ópu.
Siðaskiptin
Lúther lýsir prentlistinni sem
„æðsta og fullkomnasta náðar-
verki, en með henni var gjörlegt
að útbreiða fagnaðarboðskapinn
... “ Og án prentlistar urðu engin
siðskipti á þessum tímum. En list
Gutenbergs var ekki aðeins „frið-
samleg iðja“, þessi list klauf krist-
indóminn og kveikti trúarbragða-
styrjaldir, hún var magnaðri en
öll vopnaframleiðsla og bjó yfir
meira sprengiefni en allt tundur
Evrópu.
Stjörnufræði og stjörnuspá-
fræði var drottning vísindagreina
16. aldar. Þegar Kopernikus var
við nám i Krakow á níunda tug 15.
aldar voru verk Ptolemæusar tor-
fengin, en skömmu áður en hann
lést átti hann þrjár útgáfur af
„Almagest”. Tycho Brahe gat aft-
ur á móti keypt sér öll verk Ptol-
emæusar um 1560 í Kaupmanna-
höfn. Stjörnukort og landabréf
voru þegar hér var komið auðfeng-
in og það sýnir vel hver höfuðfor-
sendan var að stjarnfræðirann-
sóknum 16. aldar. Sama má segja
um stóraukna landfræðiþekkingu,
leiðbeiningarrit um siglingar voru
nú auðfengin, sem má einkum
þakka hollenskum útgáfufyrir-
tækjum, landabréfagerð var
stunduð af sömu aðilum og annars
staðar í Evrópu var unnið að sömu
verkefnum.
Prentlist Gutenbergs var bylt-
ing í fjölmiðlun mennskrar þekk-
ingar og með aukinni þekkingu
víkkaði meðvitaður heimur mann-
kynsins. Sjónarhóllinn varð ann-
ar. Prenttæknin ól af sér meiri
prenttækni, vandaðri útgáfur og
betri uppdrætti. Myndprentunin
víkkaði ekki lítið heimssýnina og
aukin útgáfa bóka efldi lestrar-
kunnáttuna. Siðaskipti, endursið-
bót kaþólsku kirkjunnar, dreifing
fræðirita um heimspeki og vísindi,
kveikjan og forsendan að öllu
þessu var prentlistin.
Þessi bók Eisensteins er bæði
saga prentlistar og menningar-
saga, henni tekst að sýna fram á, á
hvern hátt prenttæknin breytti
viðhorfum manna og víkkaði
heimsmynd þeirra og var forsenda
evrópskrar menningar, eins og
hún hefur þróast fram til þessa.