Morgunblaðið - 02.06.1985, Síða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JtJNl 1985
Bergnuminn
af fjölmiðlaefni
nútúnans
rró listmálari af íslandi situr ekki auðum höndum. Fréttir
hafa borist af a.m.k. tveimur stórum sýningum á verkum
hans í París um þessar mundir. Önnur er í boði Parísar-
borgar í Moderne safninu við Avenue President Wilson,
nefnist Paysages 1959—1985 og stendur frá 7. maí til 16.
júní. í þessum „landslagsmyndum“ vill hann innlima myndir af allri
heimskringlunni, eins og segir í fyrirsögn blaðsins Le Matin. Stór og
vönduð sýningarskrá hefur verið gefin út, mikið skreytt myndum af
verkum listamannsins í lit og svarthvítu, og með greinum og lofsamleg-
um ummælum um hann. Einnig er einhver hluti sýningarinnar hjá
Gilbert Brownstoen í Sait Gillesgötu 17. fram til 21. júní. Ennfremur
hefur Erro verið með sýningu í Paris í Grande Halle de La Vilette og
lýkur henni 20. maí.
J A\
-.‘Sáck~, ^-/\ IRtSÍ'iíp *É
*öT ’ ^
„Hver er þessi málari sem
heima á fslandi dreymdi um það
að verða fiskimaður eða gullleitar-
maður, en nú getur haldið upp á
silfurbrúðkaup sitt með sérstæðri
tækni, sem felst í því að stefna í
málverkinu saman myndum ann-
arra, myndum sem við þekkjum
öll og kunnum utanbókar af kynn-
um okkar af þeim á síðum dag-
blaðanna okkar, í bókunum, í
kvikmyndunum, af sjónvarps-
skjánum og á múrveggjunum?"
spyr blaðamaðurinn Maiten Bou-
isset í upphafi viðtals við Erro í Le
Matin í tilefni sýningar hans. Og
bætir við: „Hver er þessi dáði vík-
ingur sem nýtur þess að æða um
heiminn, hlæja, borða góðan mat
og dreypa á víni, og getur svo stað-
ið heilu dagana í vinnustofunni
sinni án þess að líta af léreftinu,
þessi yfirvegaði risi sem hefur
dálæti á öðrum um leið og hann
kann að halda í sína eigin ströngu
gagnrýni og stendur pólitískt föst-
um fótum?" Blaðamaðurinn kallar
Erro einhvern stórkostlegasta
myndgerðarmann okkar tíma og
vill fá að vita hvers vegna Erro er
svona bergnuminn af fjölmiðla-
efninu.
Hvers vegna sleppir listmálari
sínu eigin myndefni, sem fæðist í
hans persónulega hugmynda-
heimi, og fer allt í einu að nota
bara myndir annarra? og Erro
svarar: „Maður lifir í þeim, er
heltekinn af þeim. Er umkringdur
af þeim og ómögulegt að sleppa.
Það er ofur eðlilegt að ein kynslóð
listamanna nýti sér þetta óvið-
jafnanlega efni sem svo mjög
snertir okkar tíma. Mér finnst ég
vera einhverskonar sagnaþulur,
fréttaritari hjá geysistóru fyrir-
tæki sem safnar öllum myndum
heimsins og mitt hlutverk sé að
vinna úr þeim greinargerð. Eftir á
að hyggja, vann Rubens annars
nokkuð öðru vísi? Hann hafði
safnað í Rómaborg óhemjumiklu
upplýsingaefni og hann hafði
ótrúlegan fjölda af hjálparmönn-
um. Þetta er nokkuð svipað, með
þeim tilbrigðum þó að hjá mér
leikur fjöldi Ijósmyndara, teikn-
ara og blaðamanna hlutverk
hjálparfólks.
Hvernig verður maður þá
myndveiðimaður?
„Undir lok 6. áratugarins bjó ég
í námunda við Maubertorg og sá
daglega út um gluggann minn
tuskusafnarana með barnavagna
á undan sér, sem losuðu úr þeim
einhver ósköp af dagblöðum og
tímaritum. Ég hreifst af þessu. I
fyrstu tók ég af þeim myndir, síð-
an keypti ég þau. Fyrir 2 franka
gat ég fengið mörg kíló af þessum
dásemdum. Þá byrjaði ég að
klippa út úr þeim, raða saman efn-
inu og fór síðan að langa til að
líma það upp. Ég hafði áhuga á
hvers konar myndum, hvort sem
þær voru pólitískar, félagslegar,
sögulegar, vísindalegar, menning-
arlegar eða kynæsandi, hvort sem
þetta voru Ijósmyndir, teikni-
myndir, endurprentanir, auglýs-
ingamyndir, aðeins ef þær voru á
prenti. Ég ferðast mikið og stund-
úm er það aðferð til að finna nýtt
efni. Ég fæ líka hjálp frá vinum
mínum. Þannig útvegaði vinur
minn, sem er lækissonur, mér efni
úr læknisfræði og lífræði í mynda-
flokkinn Nervscape. Það getur
tekið brjálæðislega mikinn tíma
að safna nægu myndasafni til að
geta byrjað á myndaflokki. Það
tók mig t.d. 15 ár að safna efniviði
í rússnesku pólitísku skopmynd-
irnar.“
Hvers konar tækni notarðu til
að vinna myndirnar sem þú kallar
Scape?
„Fyrsta myndröðin var Gala-
pagos. Hún er dálítið sérstök. Ég
hafði fundið mynd í tímaritinu
Life af þessum sérstöku eðlum og
málaði mynd eftir ljósmyndinni.
Annars og í hinum myndunum
mínum er ég vanur að vinna úr
efniviðnum upplímingarmynd (ein
slík er á sýningunni). Sá hluti
verksins er mest spennandi,
frjálslegast unninn, verður næst-
Hluti af málverki eftir Erré.