Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 Þrjú dýrmæt stig til Fram en engir meistarataktar • Bikarmeistarar Víkings í handknattleik 1985. Fremri röð frá vinstri: Ein mundsson, Kristján Sveinsson og Hilmar Sigurgíslason. Aftari röð frá vinstri: Benedikt Sveinsson, Siggeir Magnússon, Sigurður Rt Jakob Bjarnason, liösstjóri. Bikarmeists A 10 árum hefur1 titla í íslenskun „VIÐ GÁFUM Fram tvö mörk í byrjun leiks og þaö var meira en viö róöum viö. Þaö var eins og leikmenn Þórs væru hræddir viö Fram í upphafi leiks. En síöan komum viö meira inn í leikinn og áttum hættulegri og fleiri tæki- færi en Fram, meöal annars tvö stangarskot. Úrslitin eru aö mínu mati ósanngjörn," sagöi Jóhann- es Atlason, þjálfari Þórs, eftir vió- ureign Fram og Þórs í 1. deild íslandsmótsins á laugardag. Fram sigraöi 2—1 og hlaut þrjú dýrmæt stig og hefur náö þriggja stiga forustu í íslandsmótinu, en það var enginn meistarabragur yfir leik Fram. „Ég er óánægöur meö hve viö gáfum eftir þegar viö höföum náö tveggja marka forystu. Fram til þessa hefur veriö stígandi í leik okkar. En viö erum í efsta sæti 1. deildar og ætlum ekki aö gefa þaö eftir," sagöi Ásgeir Elíasson, þjálf- ari Fram, eftir leikinn. Hann var þó ánægöur með þrjú dýrmæt stig, en leikur Fram var þó engan veginn sannfærandi. Sérstaklega var vörn liösins óörugg og gegn sterkari Fram á% Þór andstæöingi heföu leikmenn Fram átt veruiega í vök aö verjast. En lítum á leikinn. Leikmenn Fram byrjuöu af krafti. Þórsarar voru hreinlega ekki meö á nótun- um og horföu andaktugir á Fram- ara byggja upp sóknarlotur sínar. Á 8. mínútu náöi Fram forystu; Kristinn Jónsson lék upp að enda- mörkum án þess aö nokkur Þórs- ari væri nálægur, sendi góöa sendingu fyrir mark Þórs frá vinstri og þar var Ómar Torfason einn á markteig, skallaði af öryggi í mark- iö. Óverjandi fyrir Baldvin Guð- mundsson, markvörö Þórs. Staö- an 1—0. Skömmu síöar komst Siguröur Pálsson Þórsari í gegn eftir mis- heppnaöa sendingu varnarmanna, sem þó náöu aö bjarga á síöustu stundu. Á 13. mínútu skoraöi Fram sitt annaö mark. Guömundur Steinsson brunaöi upp og skaut af um 25 metra færi; misheppnaö skot sem fór i Guömund Torfason á vítateigslínu. Guömundur var eldfljótur aö átta sig og skaut góöu skoti neðst í markhorniö vinstra megin, 2—0 fyrir Fram og menn áttu von á yfirburöasigri liösins. En svo reyndist ekki vera. Leikmenn Þórs náöu betri tökum á leiknum. Léku betur úti á vellinum og voru hættulegri upp viö markiö. Á 20. mínútu áttu varnarmenn Fram enn misheppnaða sendingu, Siguröur Pálsson brunaði upp en var felldur á vítateigslínunni þegar hann var kominn í gegn. Ágætur dómari leiksins, Kjartan Ólafsson, dæmdi aukaspyrnu. Jónas Róbertsson tók spyrnuna, en Friö- rik Friöriksson náöi naumlega aö verja hörkuskot hans, sló knöttinn í slána og þaðan út í vítateig. Á 28. mínútu átti Bjarni Sveinbjörnsson hörkuskot af 25 metra færi, en naumlega framhjá. En Fram átti einnig sín tækifæri. Guömundur Torfason skallaöi naumlega fram- hjá og á 45. mínútu varöi Baldvin Guömundsson skalla frá Guö- mundi Torfasyni. Síöari hálfleikur var tíöindalítill, í raun var þaö aöeins tvennt mark- vert sem geröist. Á 66. mínútu komst Kristján Kristjánsson í gegn eftir góöa sendingu Halldórs Ás- kelssonar, en skot Kristjáns hafn- aöi stönginni og þaöan út. Þar slapp Fram meö skrekkinn. Þór náöi aö minnka muninn á 79. mín- útu leiksins. Nú átti Halldór góöa sendingu á Bjarna Sveinbjörns- son, sem lék inn í vítateig Fram og Bjarni skoraöi meö góöu skoti neöst í markhornið, 2—1. En Þór náöi ekki að fylgja þessu eftir, sigur Fram var í höfn og síö- ustu mínúturnar runnu út án þess aö n^kkuö markvert geröist. í heild rislítill leikur, en leikmenn Fram geröu nóg til aö sigra og hafa örugga forustu í 1. deild. Besti leikmaöur Fram og valiarins var Guömundur Steinsson, sívinn- andi og drjúgur fyrir lið sitt. Vörn liösins var óörugg og geröi sig seka um slæm mistök; mistök sem heföu getaö kostaö liöiö dýrmæt stig. I liði Þórs var Halldór Áskels- son bestur, athyglisveröur leik- maöur með næmt auga fyrir spili, en Bjarni Sveinbjörnsson var einn- ig góður. Vörnin hins vegar hikandi og bókstaflega færöi Fram tvö mörk á upphafsmínútum leiksins þegar varnarmenn beinlínis horföu á þegar leikmann Fram byggöi upp sóknarlotur sínar. Kjartan Ólafsson dæmdi leikinn ágætlega, en mætti þó taka meira miö af hagnaöarreglunni. Ágætir línuveröir voru Friðgeir Hallgríms- son og friðjón Eövarösson. Leikurinn í stuttu máli. 1. deild íslandsmótsins: Fram—Þór 2—1 (2—0). Mörk Fram skoruðu: Ómar Torfason á 8. mínútu og Guö- mundur Torfason á 13. mínútu. Mark Þórs skoraöi Bjarni Svein- björnsson á 79. mínútu. Áminningar: Árni Stefánsson, Þór, Kristinn Jónsson og Ómar Torfason, Fram. Einkunnagjöfin: Fram: Friörik Friðriksson 3. Þor- steinn Þorsteinsson 2. Ormarr ör- lygsson 3. Ásgeir Elíasson 3. Sverrir Einarsson 2. Kristinn Jónsson 2. Jón Sveinsson 2. Guö- mundur Steinsson 4. Ómar Torfa- son 3. Guömundur Torfason 3. Steinn Guöjónsson 2. Pétur Ormslev vm. á 65. mínútu, 3. Þór: Baldvin Guömundsson 3. Sig- urbjörn Viöarsson 2. Siguróli Kristjánsson 3. Nói Björnsson 3. Óskar Gunnarsson 2. Kristján Kristjánsson 2. Halldór Áskelsson 3. Siguröur Pálsson 3. Bjarni Sveinbjörnsson 3. Jónas Róberts- son 2. Árni Stefánsson 2. Hlynur Birgisson vm. á 56. mínútu, 2. Áhorfendur: 564. VÍKINGAR hafa á síðastliðnum 10 árum átt mikilli velgangni aö fagna í handknattleik, en í vor eru einmitt 10 ár síöan Víkingur varö fyrst íslandsmeistari í hand- knattleik. Síöastliöín 10 ár hafa Víkingar unnið 16 titla í íslenzk- um handknattleiks, fimm sinnum orðiö íslandsmeistarar, fimm sinnum bikarmeistarar, fimm sinnum Reykjavíkurmeistarar og eínu sinni Islandsmeistarar utan- húss, en eftir aö Bogdan Kow- alczyk tók viö þjálfun liðsins hef- ur Víkíngur ekki tekiö þátt í úti- mótinu. Þessi snjalli þjálfari lagöi grunn aö stórveldi Vikings í handknatt- • Bjarni Sveinbjörnsson, Þór, og Jón Sveinsson, Fram, berjast hér um knöttinn í leik Fram og Þórs í 1. deildarkeppninni á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.