Morgunblaðið - 16.06.1985, Page 3
f
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985
C 3
r
Við skulum aftur snúa okkur að mann-
legri hegðun. Hið absúrda er fyrir hendi
hjá öllum meiriháttar höfundum meðal
leikskálda. Nægir að minnast á jafn
„ólíka“ menn og Shakespeare og Strind-
berg — sá síðarnefndi var reyndar farinn
að spá í aðferðir í „draumleikjum" sínum,
sem síðar urðu að sérstakri „stefnu" í leik-
ritun. { öllum meiriháttar skáldskap er
„hið fáránlega fyrir hendi, og ósjaldan í
ríkum mæli. Eða — hvernig ætti annars að
vera hægt að lýsa mannlegri hegðun öðru-
vísi en að við séum sídrekkandi kaffi, sem
— að vísu — er líka fáránlegt (og óheilsu-
samlegt)?
Sköllótta söngkonan eftir Ionesco bygg-
ist á texta úr kennslubók í ensku, sem er
fáránlegur ef hann er sviðsettur sem líkast
því er við þekkjum í mannlegum samskipt-
um. Samt þykir hann ágætur til síns
brúks, bæði i kennslu — og líka til að
hlæja sig máttlausan að, þegar hann er
settur á svið og við höfum hegðun okkar
fyrir augunum.
Af öllu þessu má eftilvill ráða að heimur
absúrdistans er hvorki heimur Ronalds
Regans né heimur Gorbasjoffs né heimur
páfans. Hann er reyndar nokkurnveginn
eins og hlutirnir koma fyrir sjónir, þegar
tilbúnu gildismati sem mennirnir hafa
komið sjálfum sér upp af „praktískum
ástæðum" er sleppt. Afturámóti veit hann
að maðurinn er það sem hann er og er eins
og hann er, og það þykir honum bæði skop-
legt og hörmulegt. Með öðrum orðum
absúrd.
Snúum okkur að Beðið eftir Godot eftir
Samuel Beckett. Segja má að þetta leikrit
sé ekki „hreinræktað" absúrd, t.d. ef mað-
ur hefur Ionesco i huga. Það er Nashyrn-
ingur enn síður (reyndar eftir síðarnefnda
höfundinn), því þar er fyrir hendi ákveð-
inn siðboðskapur. Reyndar er anti-póli-
tíkst viðhorf sameiginlegt flestum
absúrd-höfundum, a.m.k. meðan þeir
skrifa útfrá forsendu fáránleikans. í
Nashyrningi tekur Ionesco afstöðu gegn
múgsefjun. Fjöldi höfunda (þ. á m. Mozrak
hinn pólski) tekur líka siðræna afstöðu,
sem mætti túlka pólitíska. Auðvitað er
hægt að túlka alla afstöðu einhverri hug-
myndafræði í hag — eða ölluheldur hann-
aðri dialetkik („röksemd") sem á að sýna
fram á sama hlutinn. Beckett er hinsvegar
ómögulegt að notfæra í þeim tilgangi,
hann sér um það sjálfur — m.a. með því að
velja sjálfum sér svo óaðgengilegt hlut-
skipti — erfiða lífssýn — að það má heita
borin von að hún (það) geti orðið nokkrum
áróðri til framdráttar. Það má auðvitað
segja sem svo að slík „heimspeki" sé einsk-
is virði (og hefur verið leitt einskonar rök-
um að því af heimspekingum norðan
heiða). En verðmætamatið er afstætt, eins
og allt í þessum heimi. Meira að ségja
stærðfræðin. Ef menn vilja reikna dæmið
sífellt útfrá því hvað þykir upp-
byggilegt — ja, þá er Sölvi Helgason ekki
mikils virði. Og kannski er hann einskis
virði, en hann var þó til — meðal vor.
í Beðið eftir Godot rekumst við á flesta
mannlega þætti: ofnæmi, umburðarlyndi,
skort á umburðarlyndi, heimtufrekju,
hlýðni, óhlýðni — og traust (og líka van-
traust).
Ekki fer milli mála að það eru menn sem
eru á sviðinu — og það sem verra er:
mannleg vandamál. Jafnvel gulrótin í
buxnavasa Vladimirs (og svo segir Estrag-
on að hún sé svört! Vita þó flestir að gul-
rætur eru nánast bleikar). Heimtufrekjan
og útúrsnúningar verða brosleg og smá-
skítleg þegar engar hallir eru á sviðinu,
engar límosínur — að ég tala nú ekki um
eldflaugar og gervihnettir, svo maður
minnist ekki á gerviþarfir. Umrenningarn-
IReyndar er anti-póli-
tískt viöhorf sameig-
inlegt flestum ab-
súrd-höfundum,
a.m.k. meöan þeir
skrifa útfrá forsendu
fáránleikans. í Nas-
hyrningi tekur Ion-
esco afstööu gegn
múgsefjun. Fjöldi
höfunda (þ.á m.
Mozrak hinn pólski)
tekur líka siðræna af-
stööu, sem mætti
túlka pólitíska.
ir í Beðið eftir Godot hafa reyndar líka
sínar gerviþarfir — harla broslegar, vegna
þess að það vantar „status symbólin" fyrir
utan gömlu harðkúluhattana sem þeir
hafa enn á höfðinu, til marks um það að
þeir voru einusinni „eitthvað" meðal
manna, leifar af „mannlegri reisn" ef svo
mætti að orði komast.
Þeir eru líka sífellt að taka hattana af
höfðinu, skoða þá í krók og kring, dusta úr
þeim — eitthvað. Og svo framvegis.
í Godot er mikilvægt að tíminn stendur
kyrr. Þessvegna snýst leikurinn um það að
hlunnfara tímann. Og til þess að hægt sé
að hlunnfara verður maður að eiga sér
von: Godot (hljómar eins og hvorugkyns
gælunafn á orðinu „God“). Anrtars hefurðu
ekki úthald, þráttfyrir hverskonar uppá-
tæki, nema að vissu marki.
Það kemur sendiboði, lítill drengur, sem
segir að Godot geti því miður ekki komið
því við að koma í dag (einsog „hann lof-
aði“) — en kannski á morgun.
(Ég sleppi hér Pozzo/Lucky þættinum,
sem varð þó síðar að sérstöku yrkisefni í
annað leikrit, Endatafl („Endgame"), en
þar sér maður reyndar mannlega hegðun
öfgafyllsta: óseðjandi sjálfsvorkennandi
heimtufrekjan annarsvegar og ódrepandi
þrællinn hinsvegar — sem ryður úr sér
skriðu af orðum, loksins þegar hann fær
málið eða hlýtur að hugsa upphátt (God-
ot). Eftilvill er þarna möguleiki að „túlka“
Beckett, og jafnvel að notfæra hann sér, í
þágu málefni.)
Sjálfur leit ég á þetta leikrit (sviðsetti
það 1980) sem sinfónískan „partitúr", nót-
ur. Ég reiknaði með að ef meiningin væri
einhver, þá væri hún þarna („ekkert við
því að gera“) og hlyti að skila sér — svo
fremi maður næmi andardrátt verksins.
írar, afturámóti, skilja leikritið sem ek.
dæmisögu um þá sjálfa — eða svo var mér
sagt í Bantry, þar sem við hjá Leikfélagi
Akureyrar sýndum leikinn á Beckett-hátíð
sumarið ’80. Þeim þótti túlkun okkar
óvenju persónuleg. Ég hélt hún væri
óvenju „hlutlæg" (objektíf). Einhverjum
hér heima þótti hún kaldhömruð. Samt
var gömul kona á öllum fimm sýningunum
(á fremsta bekk) í Iðnó á listahátíð ’80,
sem stóð í þeirri meiningu að hún væri að
hlýða á 9. sinfóníuna!
Eitt er víst: þráttfyrir allt þetta rísa
umrenningarnir tveir með gömlu harð-
kúluhattana sína sem sannir fulltrúar
okkar allra, m.ö.o. það sem við köllum
hetjur.
Svo mikil er virðingin og væntumþykj-
an, þegar maður fjallar um þetta leikrit,
að mér datt í hug að innleiða trúarlega
músík, t.d. eftir Palistrina (háa sóprana),
— ja, varla í leikritið, en þá etv. á undan
og í hléi — og etv. í lok, enda fer varla hjá
því að maður skynji trúarlegt ákall í þess-
um „svarta existensialisma". Og eftilvill
kæmi þetta enn frekar til greina í Enda-
tafli. Að minnstakosti hræra þessi leikrit
djúpt í sálartötrinu. Það er útaf fyrir sig
merkilegt að textinn, „sem fjallar um ekki
neitt", grefur sig í sál og taugar með
sprengikrafti — líkt og öflugt myndmál
eða sannasta tónlist.
Þó svo að ekkert stæði eftir, þegar búið
er að beita pyntingaraðferðum hártogun-
arkúnstarinnar — og það kannski í bestu
meiningu, stendur þó óhögguð sú „upp-
byggilega" nautn sem hægt er að hafa af
þessum verkum, þegar þeim er leyft að
nálgast okkur hrein og óbjöguð.
Menn ættu ekki að eyða orku í að af-
sanna það.
Þeir eru allir brautryðjendur í
skáldskap, hver með sínum hætti.
Steinn er einkum fulltrúi inn-
hverfs módernisma með ívafi
súrrealisma. Jón úr Vör er dæmi-
gert raunsæisskáld sem kveður
sér hljóðs i nýju ljóðformi.
Matthías Johannessen leikur á
marga strengi í skáldskap sínum,
en frjálsleg og opin tjáning hans
er ekki ómerkust.
í Inngangi gerir Marshall
Brement grein fyrir skáldunum.
Ég hafði gaman af að iesa það sem
hann hefur að segja, hrifningin er
augljós. Til að renna stoðum undir
málflutning sinn vitnar hann til
Halldórs Laxness, Egils Skalla-
grímssonar, W.H. Audens, Snorra
Sturlusonar og Davíðs Oddssonar.
Verst er að baga Einars Bene-
diktssonar hefur orðið saga í
formálanum. Sömuleiðis er það
hæpin kenning að segja um Stein
Steinarr að hann hafi verið „the
first important Icelandic poet to
break away from traditional verse
forms". Jóhann Sigurjónsson, Jó-
hann Jónsson og Sigurður Nordal
áttu sinn þátt í þróuninni og allir
voru þeir markverð skáld.
Ég varð satt að segja hissa þeg-
ar ég komst að því að Marshall
Brement þýðir allan ljóðaflokk
Steins Steinarrs: Tímann og vatn-
ið. Ljóðaflokkurinn er óþýðanleg-
ur að mínu mati, að minnsta kosti
þarf stórskáld til að þýða hann á
viðunandi hátt. En þýðing Brem-
ents er ekki verri en tilraunir
margra annarra þýðenda.
Jón
úr Vör
Marshall Brement kann vel að
meta skáldskap Jóns úr Vör og
nær góðum árangri með þýðingum
sínum á honum. Það er fróðlegt að
sjá lífsspeki Jóns úr Vör á ensku:
W/se, wise,
no, I am not wise,
no, wise am I not.
It is a table of my youth
which talks through me,
an unpainted simple table
in the house of a poor man,
veiny, like the old hands,
which washed it clean
every morning
with beachsand
— and water
from a cold spring.
Marshall
Brement
W/se words
of these clean boards
are spoken
in all the
languages of the world,
seeded in the earth and wind.
(Wise Am I Not)
Eitt af merkari ljóðum Jóns úr
Vör úr Þorpinu hljómar vel í þýð-
ingu Marshalls Brement. í þessu
ljóði, Útmánuðum, er talað um að
„sól sindraði í silfri ýsuhreisturs,
— / og hamingja í húsi fátæks
manns". Þetta er ekki alveg það
sama og stendur í þýðingu Marsh-
alls Brements: „sun glistened on
silver haddockscales — / and on
happiness in a poor man’s house.”
Svona áhrifarík var sólin ekki við
að skína.
Matthías
Johannessen
Það eru ýmis aðfinnsluatriði af
þessu tagi sem freista ritdómara,
en þau skulu ekki tiunduð hér.
Fleiri eru ánægjuefnin hvað þess-
ar þýðingar varðar.
Ljóð Matthíasar Johannessen
njóta sín yfirleitt í þýðingu
Marshalls Brement. Ekki skal að
því fundið þó þýðandinn freisti
þess að setja eigið svipmót á þýð-
ingarnar, einkum með því að vinsa
úr Sálmum á atómöld og úr því
ljóði sem í þýðingunni nefnist
You. Þetta er ekki nýtt í ljóðaþýð-
ingum. The Land er nokkuð vel
heppnuð þýðing. Til dæmis annar
hluti ljóðsins:
Our words
congealed lava
Steinn
Steinarr
of ihought
which at one time were fire,
mossgrown words.
And we are burnt-out craters.
Því miður eru enskar þýðingar
íslenskra ljóða oft óskapnaður, í
flestum tilfellum verri en þær
skandinavísku. Þýðingar Marsh-
alls Brement eru að mínu viti vel
til þess fallnar að benda áhuga-
sömu fólki á frumtexta. Þær eru
laglega gerðar og af ræktarsemi.
Betri hefðu þýðingarnar orðið
hefði þýðandinn notið strangrar
leiðsagnar. Kunnáttumenn um ís-
lenska ljóðlist hafa því miður ver-
ið fjarverandi eða of umburðar-
lyndir þegar unnið var að Three
Modern Icelandic Poets.