Morgunblaðið - 16.06.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 16.06.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNl 1985 C 7 Thor Vilhjáltnsson Gregory Rabassa þýddi Hundr- að íra einsemd eftir Marquez. William Weaver þýddi Nafn rósarinnar eftir Eco. Kalph Mannheim þýddi Blikktrommuna eftir Grass. hvert sinn stökk Elsa upp á nef sér, sagði að það orð merkti ekki nákvæmlega og samsvarandi orð í ítölsku. Það merkti þetta og það merkti hitt og gæfi vísbendingu um eitthvað annað. Weaver ætlaði að hætta við þýðinguna þegar hann áttaði sig á að bók Elsu var yfir 200.000 orð. En áður en hann gat hringt til hennar, hringdi hún til hans og viðurkenndi að hún gæti ekki aðstoðað hann við þýð- inguna, og ákvað að hætta að ofsækja hann gegnum símann. Ralph Manheim Hinn tæplega áttræði Ralph Mannheim hefur búið í París síð- ustu 35 árin og snarað bók- menntaverkum úr frönsku og þýsku. Hann er annálaður fyrir að taka að sér sérlega erfið verk, verk eftir vandlesna höfunda eins og Louis-Ferdinand Céline, Gúnter Grass og austurríska leikrita- skáldið Peter Handke. Hann vann að þýðingum sínum árum saman án þess að fá mann- sæmandi laun og tilhlýðilega við- urkenningu. En á síðastliðnu ári veitti MacArthur Foundation í vesturheimi honum verðlaun sem félagið veitir framúrskarandi hæfileikaríkum einstaklingum. Verðlaunin nema 60.000 dölum árlega, skattfrjáls. Mín stefna er einfaldleikinn, segir Manheim. Hann segir að óreyndir þýðendur breyti sér- kennilegum orðatiltækjum úr framandi tungumáli í enn sér- kennilegri, einfaldlega vegna þess að þeir kunni ekki tungumálið til hlítar. En, segir hann, þér tekst að færa merkingu milli tungumála á einfaldan máta, ef þú kannt við- komandi tungumál. En meira að segja Manheim þarf á aðstoð að halda. Hann leit- aði til tannlækna þegar hann þýddi Local Anaesthetic eftir Grass, og steinsmiða þegar hann þýddi Blikktrommuna eftir sama. Manheim kýs frekar að ræða við Grass í eigin persónu heldur en að hlusta á fyrirlestrana sem skáldið heldur reglulega fyrir þýðendur sína í Frankfurt. Búr fullt af þýðendum Þýðingar frá einu tungumáli til annars eru ekki múlbundnar við boðbera sem hafa þýðingar að að- alstarfi. Skáld og rithöfundar allra tíma hafa fundið hjá sér þörf til að lesa verk á öðrum tungum og þýða þau yfir á sína eigin. Goethe þýddi úr tíu ólíkum tungumálum. André Gide hélt því fram að sérhverju skáldi bæri skylda til að þýða að minnsta kosti eitt verk, hann þýddi Hamlet. Mörg merk skáld hafa tekið Gide á orðinu: Marianne Moore þýddi föblur la Fontaines, William Jay Smith þýddi ungversk ljóð, Elizabeth Bishop þýddi brasilísk ljóð, ljóð- skáldið Richard Wilbur hefur þýtt flest leikrit Moliéres og W.H. Auden þýddi íslendingasögur og ýmislegt fleira úr íslensku. Það hefur margsannast að end- urnýjunar er alltaf þörf. Fáar þýðingar, hversu snilldarlega sem þær eru gerðar, standast hina al- ræmdu tönn tímans. Það eru ekki nema tuttugu ár síðan Walter Arndt fékk Bollingen-verðlaunin fyrir þýðingu sína á Eugene Oneg- in eftir Púskin, en ekki færri en þrjár þýðingar hafa verið gerðar síðan. Gregory Rabassa segir að Hundrað ára einsemd verði þýdd á ný þegar fram líða stundir, því þróunin sé óhjákvæmileg. Hann bendir á að gamlar þýðingar á Don Kíkóta séu mjög tyrfnar. „Grikkir áttu aðeins einn Hómer,“ segir Rabassa, „en við eigum marga.“ En rykið er ekki aðeins dustað af gömlu meisturunum. Alexander Solsjenitsyn krafðist þess, þegar hann kom vestur, að bækur sínar yrðu þýddar á ný því honum þótti þær ekki nógu góðar. Sumir rit- höfundar krefjast þess meira að segja að þýða eigin \erk. Nabakov þýddi Laughter in Ihe Dark, sem hann hafði samið á rússnesku, yfir á ensku og hann sneri Lolitu, sem hann samdi á ensku, yfir á rússn- esku. Samuel Beckett hefur þýtt leikrit sín Beðið eftir Godot og Endgame, sem hann samdi á frönsku, yfir á írsku. Isaac Bashevis Singer samdi öll sín verk á tungumál sitt jiddísku, og hann var aldrei ánægður með þýðendur sína. Hann gerði þá grá- hærða fyrir aldur fram með sí- felldum smásmugulegum athuga- semdum um forsetningar og lýs- ingarorð o.s.frv. Það er stutt síðan hann fór að hafa samúð með þýð- endum um heim allan. Hann segir að starf þýðandans sé andi sið- menningarinnar, þar sem sérhvert tungumál býr yfir eigin sannleika. Hann segir að á yngri árum hafi sig alltaf dreymt um búr fullt af kvenfólki, en upp á síðkastið dreymi hann ekkert annað en búr fullt af þýðendum. Landvinningar ís- lenskra bókmennta Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elztu þjóðum, heiftareim og ástarbríma, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum Ijóði vigðum — geymir í sjóði. Svo kvað Matthías Jochumsson, en í öðru kvæði þýddu eftir Wergeland, kvartaði Matthías yfir því að smáþjóðin sníði skáldi slnu helst til þröngan stakk, að það séu þungar búsifjar að yrkja á máli „sem í öll sín listaljóð heldur eins og hund t bandi“. En þrátt fyrir þröngan stakk og þungar búsifjar hafa íslendingar alltaf átt andans menn, menn sem hafa dregið stafi á pappír af óþrotlegri orðsins list, og sent hugsanir sínar og annarra frá manni til manns. En Matthías Jochumsson stóð ekki einn í landvinningum fyrir ís- lenskar bókmenntir. Sveinbjörn Egilsson hafði þegar ráðist i það þrekvirki að þýða Hómerskviður í frístundum sínum. Á þessari öld hafa ótrúlega margir snúið sér að þýðingum, en hópurinn minnkar all snarlega þegar teknir eru út þeir sem lagt hafa þýðingar fyrir sig. 1 þeim hópi standa tveir menn fremstir: Magnús Ásgeirsson, sem sérhæfði sig í ljóðum hvaðanæva úr heim- inum, og Helgi Hálfdanarson, sem hefur þýtt leikrit Shakespeares. Á fyrri parti þessarar aldar voru m.a. þessir þýðendur: Júlíus Havsteen, sem þýddi Moby Dick eftir Melville; Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, sem þýddi mörg verk Hamsuns; Halldór Laxness, sem þýddi Vopnin kvödd og Veisl- una í farángrinum eftir Hem- ingway og Birting eftir Voltaire; Jóhannes úr Kötlum, sem þýddi eftir þá sem höfðu rétta pólitíska skoðun: Karl ísfeld (bækur eftir Steinbeck), Bjarni Benediktsson frá Hofteigi (Útlendinginn eftir Camus), Stefán Bjarman (Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck), Skúli Bjarkan (Sívagó lækni eftir Past- ernak) o.fl. Á síðari hlutanum fjölgar þýð- endum eftir því sem bókum fjölg- ar. En sumir eru meira áberandi en aðrir. Það fer varla á milli mála að Guðbergur Bergsson, Thor Vilhjálmsson og Þorgeir Þorgeirsson eru afkastamestir. Guðbergur hefur þýtt úr spænsku verk eftir Cervantes, Marquez og Carpentier; Thor úr ensku, frönsku og ítölsku verk eftir Osborne, O’Neill, Malraux og Eco; Þorgeir hefur mikið þýtt eftir Heinesen hinn færeyska, einnig Zorba eftir Kazantzakis. Af öðrum merkum þýðingum sem hafa komið út á allra siðustu árum skal nefna Rauða herbergið eftir Strindberg og í föðurgarði eftir Singer í þýðingu Hjartar Pálssonar, Dverginn eftir Pár Lagerkvist í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur, Felix Krull eftir Thomas Mann í þýðingu Kristjáns Árnasonar, Glæp og refsingu eftir Dostoevski og Meistarann og Margréti eftir Bulgakof í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, og Jólaóratoríuna eftir Göran Tunström í þýðingu Þórarins Eldjárn. sem þar hafði verið smalað sam- an, var rekinn út á túndruna og skotinn með vélbyssum. 1929 voru um 130 þúsund gamlir bolsévíkar í flokknum, en höfðu verið 430 þús- und 1920. í staðinn voru komnir einstaklingar „gáfnafarslega ákaflega langt að baki frumherj- unum, lið sem var þekkt fyrir blinda hlýðni við forystuna án pólitískrar reynslu ... “ . í upphafi síðari heimsstyrjaldar var svo komið að flestallir félagar í miðstjórninni frá dögum Leníns og færustu herforingjar Rauða hersins höfðu verið teknir af lífi. Trotsky var myrtur að undirlagi Stalíns í Mexíkó 1940. Það þurfti að skipa nýja menn í stöður hinna afteknu og þá var seilst til þess að velja fólk úr verkalýðsstéttum og bændamúgnum. Fólk sem átti enga pólitískar erfðir eða menn- ingu. Þetta lið átti allt sitt undir valdstjórninni og tákn hennar var Stalín. Stalín lagði mikla áherslu á skipan leynilögreglunnar, sem sá um yfirstjórn Gúlaganna. Alræði Stalíns Ali leitast við að skýra baráttu- vilja alls almennings í Rússlandi gegn innrásarherjunum á þeim forsendum, að rússneskur almenn- ingur hafi talið valdstjórnina og stalínismann tryggja hag sinn, og þessvegna lagt á sig endalausar fórnir. Hann hafnar kenningum um þjóðerniskennd sem kveikju baráttuviljans. Það kom fleira til. í fyrstu var þýsku hersveitunum tekið sem frelsurum, t.d. víða í Úkraínu, en kynþáttafordómar þýsku valdstjórnarinnar ollu því að frelsararnir breyttust fljótlega í hreina djöfla í augum íbúanna. Afstaða Þjóðverja til Slavanna átti sinn þátt í því að magna upp heift og hatur á innrásarliðinu, og varð þar með til að styrkja sam- stöðuna um valdstjórnina og Stal- ín. Með sigurvinningum Sovét- herjanna tryggði Stalín algjörlega völd áin. Hann gat réttlætt völd sín með sigrunum. Hann þurfti ekki lengur að réttlæta þau með því að hafa látið taka svikarana af lífi eftir sýndarréttarhöldin á fjórða áratugnum. Hann var orðinn Faðir þjóðar- innar. „Sagan var endurrituð og fölsuð. Flokkslínan mótaöi vís- indalegar rannsóknir á grundvelli kenninga Marx-Lenínismans. Aðrar rannsóknir voru sniðgengn- ar. Kvenréttindi voru takmörkuð. Lög um skilnað voru endurskoðuð með það fyrir augum að stuðla að „fjölskyldulífi”. Fóstureyðingar voru takmarkaðar. Kynvilla var talin öfuguggaháttur, en þó ekki talin varða við lög. Bók Makarenk- os: „Vegurinn til lífsins" í þremur bindum, gat með litlum breyting- um þjónað sem lærdómskver og nokkurskonar játningarit fyrir skátahreyfinguna á Englandi nú á dögum... 011 menningarstarf- semi var sett undir smásmugu- legustu ríkisforsjá, svo og vísinda- starfsemi, hugmyndafræði og fjöl- miðlun." Trotzky í menningarefnum varð gjör- breyting með auknu veldi Stalíns. Menn eins og Lenín, Búkharín og Trotsky voru menntamenn í evr- ópskum stíl og þeir töldu nauð- synlegt að hamla gegn afskiptum skrifræðisins og valdstjórnarinn- ar í menningarefnum. Fyrst eftir byltinguna og borgarastyrjöldina blómstruðu listirnar „meir en nokkru sinni fyrr og síðar“ segir Tariq Ali. Hann virðist ekki muna Stalín að listalíf í Rússlandi fyrir bylt- inguna var mjög blómlegt. Til dæmis komu þá upp listmálarar sem mótuðu listir Vestur-Evrópu og skáld og rithöfundar. Þessir menn dvöldu skamma hríð í Rússlandi eftir byltingu, flúðu land. Á fyrsta rithöfundaþingi sovét-rithöfunda sagði Karl Rad- ek: „Joyce er hinumegin við götu- vígin... leið vor liggur ekki um Joyce, heldur eftir þjóðvegi sósí- al-raunsæis.“ Ali telur að stalínistar hafi að- eins látist fylgja kenningum Marx, Engels og Leníns í orði en hafi breytt gagnstætt þeim á borði og þess var vandlega gætt að ýms- ar kenningar þeirra næðu ekki til fólksins. Margvíslegar skoðanir eru á stjórnarkerfi Sovét-ríkjanna bæði meðal marxista og andmarxista. AIi rekur nokkuð kenningar Ja- mes Burnhams í „Managerial Rev- olution" — Uppreisn forstjóranna — og kenningar Milovans Djilasar — Hin nýja stétt ofl. ofl. Hann telur að kenningar Trotskys í „The Revolution Betrayed" og kenning- ar Ernst Mandels séu nær lagi, sem rétt mat. Kenningar Trotskys um stalinismann birtast í ritinu sem grein eftir Perry Anderson. Kommúnismi í A-Evrópu Ástæðuna fyrir valdatöku kommúnista í Austur-Evrópu má rekja til Jalta og Potsdam. Vest- urveldin viðurkenndu Austur- Evrópu sem áhrifasvæði Sovét- ríkjanna gegn því að hamlað yrði á móti valdatöku kommúnista á Grikklandi, Ítalíu og jafnvel á Frakklandi. Því var það að í lok styrjaldarinnar þegar Patton virt- ist greið leið til Prag, þá var hann kallaður til baka, vegna þessara samninga. Málin æxluðust þó ekki alveg samkvæmt ætlunum. Júgó- slavía og Albanía skárust úr leik. Árin 1945—47 linnti ekki flutn- ingi verksmiðja, véla og hráefnis frá austantjalds löndunum til Sovétríkjanna. Með þessum rán- um verðmæta var hresst upp á sovétiðnaðinn, sem var meira og minna í rúst eftir styrjöldina. Eftir það var komið á skrifræð- isstjórn samkvæmt stalínískum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.