Morgunblaðið - 16.06.1985, Page 8

Morgunblaðið - 16.06.1985, Page 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 Heimir Pálsson Leiðsögumaður fomra bókmennta Heimir Pálsson: FRÁSAGNARLIST FYRRI ALDA. íslensk bókmenntasaga frá landnámsöld til siðskipta. Hrafnhildur Schram annaðist val mynda. Forlagið 1985. Heimir Pálsson hefur með Frásagnarlist fyrri alda skrifað læsilega fornbókmenntasögu, að vísu nokkuð ágripskennda, en sagan ætti að geta komið að góðu gagni í skólum og um leið vakið áhuga þeirra sem vilja fræðast um efnið. Heimir slær varnagla í formála: „Þótt margt sé um fullyrð- ingar og staðhæfingar í þessari bókmenntasögu eins og öðrum hefur það verið vilji minn að forðast í lengstu lög að kveða upp dóma og láta líta svo út sem flókið mál geti verið einfalt. Margt er enn á huldu um sögu fornra bókmennta okkar." Frásagnarlist fyrri alda er bætt gerð fjölrits um forna bók- menntasögu sem Heimir Pálsson setti saman og kallaði Tilraun til bókmenntasögu fyrri alda. Heimir er líka höfundur ann- arrar bókmenntasögu: Straumar og stefnur í íslenskum bók- menntum frá 1550. Það má því segja að hann hafi kortlagt is- lenska bókmenntaviðleitni frá landnámi til okkar daga. í inngangi, kaflanum Land- nám og menning, dregur Heimir ekki í efa sannleiksgildi frásagn- ar Ara fróða í íslendingabók um uppruna landnámsmanna. „ís- Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson land byggðist fyrst úr Noregi," skrifar Ari og vitnar í Þuríði Snorradóttur goða „er bæði var margspök og óljúgfróð". Heimir segir að Ari „fari vísast í aðal- atriðum með rétt mál“, en bend- ir á keltneskar ættir Islendinga og keltnesk tengsl vegna við- komu landnámsmanna á Bret- landseyjum. Það má taka undir með Heimi hvað þetta varðar. Heimi lætur einkar vel að skýra fornan skáldskap eins og kemur fram í þeim hluta bók- menntasögu hans sem nefnist Skeið óskráðra bókmennta 800—1100. í þeim hluta fjallar Heimir um eddukvæði og drótt- kvæði, sagnaskemmtun, heims- mynd og hugmyndafræði svo að fátt eitt sé nefnt. Sagnritunarskeið 1100—1350, en svo nefnist einn helsti hluti bókmenntasögunnar, birtir m.a. skoðanir fræðimanna, heima og heiman, um sannleiksgildi ís- lendingasagna. Við skulum líta á framsetningu og túlkun höfund- ar á þessu sífellda deiluefni manna: „Nútímafólki er tamt að gera greinarmun á „tvennskonar sannleik", annars vegar hinum vísindalega, eins og hann birtist t.d. í sagnfræðiritum, hins vegar „listrænum sannleik" eins og hann getur birst í sögulegum skáldsögum. Þannig lítum við e.t.v. svo á að Islandsklukkan flytji okkur einhverskonar sann- leik um sögu þjóðarinnar þótt okkur sé mætavel kunnugt um að hún er skáldsaga." Með þessa ábendingu höfund- ar í huga hljótum við að álykta að fslendingasögur hafi sann- leiksgildi þótt víða sé leikið á strengi skáldskapar í þeim. Blómaskeið rímna og sagna- dansa, tímabilið 1350—1550, er sá hluti bókarinnar sem fyrir- ferðarminnstur er. Heimir talar um „ljósa hnignun" listrænt séð. Einstök verk frá þessum tíma orka þó enn á okkur nútíma- menn: sagnadansarnir, heims- ósómakvæði, tækifæriskveð- skapur Jóns biskups Arasonar. Frásagnarlist fyrri alda gerir ráð fyrir fleiri túlkunarleiðum en höfundurinn bendir á. Það hlýtur að teljast kostur bókar- innar að hún heldur mjög til haga skoðunum annarra fræði- manna en höfundarins. En með þeirri aðferð, sífelldum ábend- ingum og tilvitnunum, verður það veigaminna sem höfundur- inn hefur sjálfur til mála að leggja. Hann er fyrst og fremst góður leiðsögumaður fornra bókmennta. Maður saknar stundum „fullyrðinga og stað- hæfinga". En það ber að hafa í huga að þessi bók á að nýtast í skólum og hvetja til kannana og umræðu. Rit sem höfundurinn nefnir og vitnar til um frekari fróðleik eru gagnleg, sum þó heldur klén og ekki líkleg til að vekja áhuga. Hrafnhildur Schram hefur lífgað upp á bókina með vali mynda. Hún fer yfirleitt ekki troðnar slóðir í því vali. Enn er Bleik brugðið IWyndbönd Árni Þórarinsson Ekkja snillingsins Peter Sell- ers, einhvers mesta gamanleik- ara á þessari öld, stendur nú í málaferlum við Blake Edwards, höfund myndanna sem kenndar eru við Bleika pardusinn, fyrir að sverta minningu eiginmanns síns. Eins og kunnugt er af frétt- um er ástæðan kvikmyndin Trail of the Pink Panther, sem hér var sýnd nýlega undir heitinu Á slóð Bleika pardusins. í þessari mynd reynir Edwards að skrapa inn nokkra dollara til viðbótar út á Sellers í hlutverki hins óborg- anlega hrakfallabálks Clouseau, lögregluforingja með því að klippa saman búta sem urðu af- gangs úr fyrri myndum og skeyta þá inní nýja umgjörð. Út- koman var ófyndinn hroði sem hvarvetna var hafnað. En Edwards var ekki af baki dott- inn. Fyrir tveimur árum vantaði hann enn nokkra dollara í vas- ann og veigraði sér ekki við að leita að þeim öðru sinni í graf- hýsi Peter Sellers. Sú mynd heit- ir Curse of the Pink Panther eða Bölvun Bleika pardusins. Hún fæst hér á myndbandaleigum en hefur ekki, mér vitanlega, verið sýnd í kvikmyndahúsi. Rétt er að vara fólk við þessari spólu, hún á ekkert skylt við Peter Sellers né gamanmyndagerð yfirleitt. Hún er bara til marks um gróðabrall af auvirðilegasta tagi. Myndirnar um Bleika pardus- inn byggðust nánast einvörð- ungu á hæfileikum Peter Sellers. Blake Edwards kann vel til verka, bæði sem handritshöf- undur og leikstjóri, en hann er mistækur og aldrei betri en það hráefni sem hann hefur í hönd- unum. í Curse of the Pink Panther hefur honum að vísu tekist að fá til liðs við sig alla helstu aukaleikara úr syrpunni, eins og Herbert Lom sem Dreyf- us lögreglustjóra, Burt Kwouk sem þjóninn Cato, David Niven, Robert Wagner og Capucine sem fyrirmannlega gimsteinaþjófa. Svo hefur hann nokkrar vax- myndir af Peter Sellers í hinum ýmsu gervum Clouseau eins og upp á punt. Þótt þetta fólk geri sitt besta, þá dugir það hvergi til að vega upp á móti hugmynda- leysi og slappleika verksins. Edwards hefur tjaslað saman þeim málamyndaþræði að Clouseau sé týndur, horfinn. Þegar Dreyfus fær það verkefni að hafa upp á honum lætur hann sækja álíka mikinn klúðrara til lögreglunnar í New York svo tryggt sé að Clouseau finnist aldrei. Þennan ameríska Clouse- au leikur Ted Wass sem íslend- ingar þekkja úr sjónvarpssyrp- unni Löðri. Ted Wass var ágætur í Löðri en hann er vita ófyndinn sem staðgengill Peter Sellers. Þótt leit Kanans að Clouseau berist frá New York til Parísar, Egyptalands og Rivierunnar og hann og allar aðrar persónur séu sífellt að detta á rassinn hefur áhorfandi af þessum tilfæring- um enga skemmtun. Curse of the Pink Panther hefur eina góða TED WASS á ekki sjö dagana sæla í leit sinni að Clouseau lögreglu- foringja í Curse of the Pink Panther. hugmynd í handraðanum undir lokin. Þá finnur Kaninn loks Clouseau í nýju gervi. Tæplega er við hæfi að ljóstra upp um þetta gervi, en ekki vissi ég að Roger Moore væri svona góður gamanleikari... Vonandi frá nú bæði Peter Sellers og Jacques Clouseau að hvíla í friði fyrir líkræningjum frá Hollywood. Stjörnugjöf: Curse of the Pink Panther ★ Arfleifö Stalíns fyrirmyndum. Ýmsir marxistar voru ekki sáttir við þessa öfug- þróun. Sartre taldi mörgum árum síðar að auðvelt hefði verið að koma á sosíalisma í Tékkóslóv- akíu, „manneskjulegum sósíal- isma“ en í stað þess var hert á kerfisfjötrunum. Víða í austantjalds löndum tók verkalýðurinn að ókyrrast, í stað frelsis og framfara, þrengdist um alla mennska tjáningu, ritskoðun, eftirlit leynilögreglu og fleira í þeim dúr og rýrnandi kjör urðu til þess að uppúr sauð í Austur Berl- ín, Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Póllandi. Rússneskar skrið- drekasveitir kæfðu þessar tilraun- ir, nema í Póllandi, þar var reynt að beita öðrum aðferðum. Bylting, einræði Tariq Ali spyr „hvort efnahags- lega vanþróað samfélag sé for- senda að stalínískum stjórnar- háttum? Lýkur öllum byltingum í vanþróuðum ríkjum með valda- töku eins flokks? Er það hrein til- viljun að sérhver bylting endar í einræði?" Og svarið við öllum þessum spurningum er dapurlegt jáyrði, ef við lítum á það sem hef- ur verið að gerast á okkar dögum. ALlt það sem hefur gerst, hreins- anir Stalíns, hreinsanirnar í menningarbyltingunni í Kína, hryllingur Pol Pot stjórnarinnar, Kim-il-Sung, idíjótíið í Kóreu, hryllingurinn í Afganistan, allt þetta gerðist og er að gerast, en Ali telur að komast hefði mátt framhjá öllu þessu með trotskyist- ískum aðferðum, þ.e. með þátttöku fjöldans og eftirliti hans með póli- tískum og efnahagslegum aðgerð- um stjórnvalda. Lýðræðislegur sósíalismi? Ali telur að efnahagsástandið hafi batnað undanfarin ár í Rúss- landi, kjör fólks séu tryggð með félagslegum aðgerðum, en samt sem áður segir hann að valdið sé enn í höndum kontóristanna, sem vaki yfir sérréttindum sínum og útiloki allar þær þjóðfélagshrær- ingar, sem þeir telja sér hættu- legar, þ.e. sérréttindum sínum og aðstöðu. Zhores Medvedev, kunnur and- spyrnuhöfundur, er sama sinnis og Tariq Ali um batnandi kjör al- mennings, en þátttaka almennings I stefnumörkun stjórnarinnar er í rauninni engin. Höfundar sem eiga greinar í safninu eru m.a. Ernest Mandel „Hvað er skrifræði?", Isaac Deut- scher „Marxismi og frumstæður galdur" Nicholas Krasso „Ung- verjaland 1956“, Josef Smrkovsky „Hvernig vorið í Prag 1968 var rústað". í bókarlok birtist kvæði Yevtushenko: Arftakar Stalíns. Gúlagið Daniel Singer skrifar grein um Solzhenitsyn: Vitnið og spámaður- inn. Með ritum sínum um Gúlag lauk Solzhenitsyn upp hryllings heimum, sem menn munu minnast meðan mönnum gefst tækifæri til þess að íhuga hvort tilgangurinn helgi meðalið. Ef svo fer að mönnum finnist ekkert athuga- vert við að fórna milljónatugum kvenna, barna og karla til þess eins að dýrkendur valdsins megi halda völdum sínum og réttlæta þau með tilvísun til bættrar að- stöðu „baulunnar" á básnum, þá verða líkhrúgurnar í Gúlag, sam- félagsleg nauðsyn á leiðinni til bættra lífskjara. Singer viðurkennir snilli Solzh- enitsyns en jafnframt telur hann, að hann hafi með síðari skrifum sínum og algjörri fordæmingu hans á kommúnismanum, leiðst út í ófæru. Þeir sem hafa að leiðar- ljósi, það sem kallað er samfélags- leg nauðsyn nú á tímum, sem get- ur verið ákaflega ónákvæmt hugt- ak og jafnframt villandi, eiga erf- itt með að skilja afstöðu Solzhe- nitsyns, sem er reist á ábyrgð hvers einstaklings og að hver ein- staklingur sé einstakur og líf hans heilagt. Það er þessi afstaða sem „for- stjórar Sovétríkjanna" skilja ekki og reyndar ekki heldur þau öfl, sem vinna stöðugt að „byltingu forstjóranna" í hinum vestræna heimi. Þegar allt kemur saman þá er ennþá munur, en með sama áframhaldi sljóvgunar og for- heimskunar mun trygg dvöl á hlýjum bás, verða hin mikla freisting, og þá mun rætast „allt þetta skal ég gefa þér, ef... “.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.