Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 1
STRIÐIAÐSIGI í GÁMAFLUTNINGUNUM Talsverðar sviptingar virðast framundan meðal þeirra skipafélaga sem halda uppi áætlunarsiglingum á heimshöfunum. Tvö risafélög utan samtaka áætlunarskipafé- laganna ætla að segja þeim stríð á hend- ur, eftir því sem best verður séð, og marg- ir telja þetta tákna endalok konferens- anna sem hafa verið ráðandi í áætlunar- siglingum á heimshöfunum. HÖFUÐSTAÐUR FJÁRMÁLALÍFS EB Lúxemborg hefur verið óhrædd við að reyna að laða til sín erlend fjármálafyrir- tæki. í þriðju grein Önnu Bjarnadóttur um Lúxemborg fjallar hún um bankastarf- semina í landinu og hvernig Lúxemborgarmenn ætla sér að verða höfuðstaður fjár- málalífs í Evrópubandalaginu. VIÐSKIPn AIVINNULÍF _________________L__________________fí PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FIMMTUDA G UR 4. JÚLÍ1985 BLAD Rafeindaiðnaður Um 140%sölu- aukning hjá Pólnum hf. Kynnir tengil milli voga og allra gerða tölva PÓLLINN hf. er um þessar mundir að setja á markað sérstakan tengil sem hefur í fór með sér að eftirleiðis verður hægt að tengja tölvuvogir fyrirtækis- ins við allar hinar mismunandi og ósamstæðu einkatölvur sem hér eru á markaði. Að sögn Birgis Úlfssonar hjá Pólnum í Keykjavík var þessi tengill milli tölvanna og voganna þróaður á tiltölulega skömmum tíma af sérfræð- ingum fyrirtækisins á ísafirði eftir að óskir fóru að berast um slíkt í tengslum við sölu fyrirtækisins á vogum á erlendum vettvangi og eins vegna óska innanlands. Póllinn hf. er helsti frumkvöðull framleiðslu tölvuvoga fyrir fisk- iðnaðinn og framleiðir nú allar tegundir voga fyrir þann iðnað en að auki fjölnotavogir fyrir annars konar iðnað, t.d. lyfjafram- leiðendur, og auk þess hefur fyrir- tækið gert töluvert af því að sérsmíða vogir vegna sérhæfðari verkefna. Á næstunni mun Póllinn setja á markað sérstaka skrán- ingarstöð fyrir fiskiðnaðinn, sem annast tímaskráningu líkt og stimpilklukka og skráir fjölda fiska frá vélunum. Að öðru leyti snýst nú þróunarstarfið innan Pólsins að mjög um alls kyns bún- að í tengslum við fiskeldi og fyrir- tækið er farið að bjóða viðvörun- GENGIS- SKRÁNING Nr. 122 — 3. júlí 1985 Kr. Kr. Toll- Eúl KL 09.15 Itap Nala íeníi IDoUari 41,66« 41,780 41,790 1 SLpund 54,408 54365 52384 Kan. dollari 30,701 30,790 30,362 1 Konskkr. 33203 33313 3,7428 1 Norsk kr. 4,7549 4,7686 4,6771 1 SæoRk kr. 4,7582 4,7719 4,6576 1 Fl mark 6,6101 6,6291 6,4700 1 Fr. franki 4,4989 43119 4,4071 1 Belg. franki 0,6804 0,6823 0,6681 1 N». franki 163887 16,4359 15,9992 1 HolL fQrllini 12,1568 12,1918 11,9060 IVþmark 13,7017 13,7412 13,4481 1ÍL líra 032148 0,02155 0,02109 1 Austurr. sck. 1,9490 1,9546 1,9113 1 PorL rwudo 03401 03408 03388 INppmrU 03396 03403 03379 1 Jap. jen 0,16787 0,16835 0,16610 1 írakt pund NDR. (NérsL 42,964 43,088 42,020 dráttarr.) 41,7362 413561 413085 1 Belg. franki 0,6762 0,6782 -J Úlfsson og Sigfús Kristmansson með undratækið sem tengir vogirnar við allar gerðir tölva. arkerfi fyrir fiskeldisstöðvar sem lætur vita ef vatnshæð verður óeðlileg í kerjum, svo og stýrikerfi fyrir ljós sem gerir kleift að lækka eða hækka Ijósmagn i stöðvunum á sjálfvirkan hátt. Sala Pólsins hefur aukist um 140% það sem af er þessu ári mið- að við sama tíma í fyrra, og hefur aukning orðið jafnt á innan- landsmarkaði sem á utanlands- markaði. Fyrirtækið hefur lokið við fjögur stór verkefni í fiskiðnaðarfyrirtækjum það sem af er árinu, þ.e. í Meitlinum í Þor- lákshöfn, í nýja hraðfrystihúsinu á Hellissandi, hjá Heimaskaga og HB á Akranesi. Þá er nýlokið stóru verkefni í frystihúsi í Al- aska, þar sem 2 starfsmenn fyrir- tækisins dvöldust um mánaðar- tíma við uppsetningu tölvuvoga- kerfis og nýverið hefur fyrirtækið fengið staðfestingu á talsvert umfangsmiklu verkefni í Noregi í tengslum við síldarvinnslu þar. Pólsvogir mega heita allsráð- andi í fiskvinnsluhúsum í Færeyj- um og í kjölfar sjávarútvegssýn- ingarinnar í fyrra skipti Póllinn um umboðsmann í Noregi með þeim árangri að áætluð árssala þangað er farinn á fjórum fyrstu mánuðum þessa árs, og hefur þetta haft í för með sér að umboðsaðili Pólsins þar hefur tek- ið öll sín áform til endurskoðunar í samráði við Pólsmenn hér heima. Svipað er upp á teningnum í N-Ámeríku en þar hefur Póllinn samvinnu við fyrirtæki Þorsteins Þorsteinssonar verkfræðings í Bandaríkjunum sem framleiðir nú Pólsvogir þar vestra samkvæmt leyfi en kaupir allan hugbúnað frá Pólnum hér á landi. Viðræður eiga sér nú stað milli forráðamanna Pólsins og Þorsteins Þorsteinsson- ar hvernig haga skuli sölumálum fyrirtækisins í Bandarikjunum og Kanada í framtíðinni og er stefnu- mörkunar í þeim efnum að vænta á næstunni. Nýjung Línudeilir — athyglisverð ísl. uppfinning í símtækni ÍNLENSKlíR rafeindavirki, Óskar H. Valtýsson, hefur hannað nýtt tæki, rás, sem sett er á síma þar sem fleiri en eitt símtæki eru á sömu línu. Línudeilirinn, en svo nefnist rásin, vinnur þannig að öll talfærin hafa jafnan aðgang að lín- unni, en talfærið sem lyft er upp fyrst hefur línuna. Önnur fá ekki aðgang að henni, nema að lagt sé á aftur. Línudeilirinn er tegunda- og gæðaprófaður af tæknideild Pósts og síma og samþykktur til notkunar. Að sögn óskars mun hann hefja framleiðslu á rásinni og selja hana fyrst innanlands, en síðar ef vel gengur erlendis. Hann hefur þegar kynnt nokkr- um erlendum aðilum rásina. Rásin er í litlu plasthylki, á stærð við krónupening. Hægt er að setja hana í klær talfæranna, en einnig má setja hana inn í þau, í tenglana eða þar sem henta þykir í línulögn. Línudeil- irinn mun kosta innan við 300 krónur frá framleiðanda. Óskar sagði að algengt sé að þar sem tveir eða fleiri símar eru tengdir sömu línu hafi verið farið út í að breyta símtækjum (sido-breyt- ingar),sem er kostnaðarsamt, og einnig fylgja því ýmsir gallar. Þá er ekki hægt að breyta mörg- um tegundum símtækja. Línudeilirinn hefur engin áhrif á gæði, s.s. hringingu og tal, þeirra símtækja sem hann er tengdur. Óskar H. Valtýsson hefur unn- ið að gerð rásarinnar undanfarin fimm ár í frístundum, en hann er starfsmaður Pósts og síma. Línudeilirinn verður boðinn öll- um innflytjendum símtækja til sölu, en að sögn óskars er mjög auðvelt að setja hann í tæki og tengja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.