Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLADIÐ.VIDSgPn jaVINNUIÍrFIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 B 3 VIÐSKIPT AFULLTRÚINN — Jin-Woong Oh er með aðalbæki- stöðvar í Osló og vill ná sambandi við íslenska kaupsýslumenn í inn- flutningi og útflutningi. U tanr í kis viðskipti S-Kórea rill Sjávarútvegur Nokkrir Hvaleyrarmanna kaupa Vélsmiðjuna Klett NOKKRIR sömu aðila og standa að fyrirtækinu Hvaleyri er keypti Bæjarútgerð Hafnarfjarðar á dög- unum hafa nú ásamt fleirum tekið yfir Vélsmiðjuna Klett í Hafnar- firði en þessi vélsmiðja hefur um árabil selt færibönd og frystitæki í fiskvinnslustöðvar um allt land. Það eru þeir Hagvirkismenn og Samherjamenn frá Akureyri, sem að þessum kaupum standa, ásamt nýorðnum framkvæmda- stjóra Vélsmiðjunnar Kletts, Matthíasi H. Matthíassyni, véla- verkfræðingi, sem áður rak Fit hf. Að sögn Jóhanns Bergþórs- sonar, forstjóra Hagvirkis og eins hinna nýju eigenda Kletts, þá tóku nýju eigendurnir við fyrirtækinu nú um mánaðamót- in síðustu en Jóhann sagði að forsaga þessara eigendaskipta væri sú að hann hefði starfað hjá Kletti á árum áður og haldið vinfengi við fyrri eigendur fyrir- tækisins, sem hefðu nú verið orðnir fullorðnir menn og viljað draga sig í hlé. Að sögn Jóhanns er ætlunin að halda áfram þeirri framleiðslu sem Vélsmiðjan Klettur hefur orðið þekkt fyrir og jafnvel freista þess að hefja útflutning á þessari framleiðslu. Jafnframt er fyrirtækinu ætlað að annast þjónustustörf fyrir frystihús Hvaleyrar og togarana tvo. treysta rið- skiptatengslin rið ísland S-KÓREA er það land veraldar um þessar mundir, sem státar af hvað mestum hagvexti. S-Kóreumenn hafa í flestu tilliti fylgt japönsku forskrift- inni, sem byggist á mikilli atvinnu- uppbyggingu heima fyrir og á öflugri útflutningsstarfsemi með þéttu neti viðskiptaskrifstofa er teygja sig um allan heim. Á Norðurlöndunum eru S-Kóreu- menn með slíka viðskiptafulltrúa í Helsinki, Stokkhólmi, Kaupmanna- höfn og Osló. Nýlega var á ferð hér á landi Jin-Woong Oh, fram- kvæmdastjóri viðskiptaskrifstof- unnar í Osló, og í samtali við Morg- unblaöið kvaðst hann hingað kom- inn til að reyna að treysta enn frekar viðskiptasamböndin milli þjóðanna. Jin-Woong Oh hitti hér á landi fulltrúa Félags ísl. stórkaupmanna og einnig sérstaklega fulltrúa skó- innflytjenda, sem versla margir hverjir mikið við S-Kóreu. Þá hitti hann einnig ýmsa aðra aðila, sem hafa áhuga á innflutningi frá S-Kóreu. Jin-Woong Oh tók hins vegar fram í samtali við Morgunblaðið að hlutverk viðskiptaskrifstofanna eins og þeirrar, sem hann veitir forstöðu, væri ekki einungis að koma á samböndum milli s-kór- eskra útflytjenda og innflytjenda í öðrum löndum, heldur hefðu þær einnig milligöngu fyrir þá aðila, sem hefðu áhuga á að flytja út til S-Kóreu. Kvaðst hann því vilja hvetja alla þá sem vildu koma á hvers kyns viðskiptasambandi við S-Kóreu, hvort heidur væri á sviði innflutnings eða útflutnings, að hafa samband beint við Korea Trade Center í Osló, í Dæleneng- gata 20, eða fyrir tilstilli Árna Gestssonar í Glóbusi, aðalræð- ismanns S-Kóreu á Islandi. Iðnaður ÖII röru- bretti framleidd innanlands MEÐ nýjum vélbúnaði, sem Trésmiðja Þórðar í Vestmanna- eyjum hefur fest kaup á, mun fyrirtækið geta framleitt öll vörubretti, einota og sterkari, sem frystihús, skipafélög og stórverksmiðjur nota hér á landi. í frétt frá Trésmiðju Þórðar segir að fyrirtækið hafi fram- leitt bretti fyrir þessa aðila undanfarin ár, en með nýjum vélum og endurskipulagningu gjörbreyttist samkeppnisað- staða þess við erlenda aðila. Afkastageta nýju tækjanna er um 300 þúsund bretti á ári og fullnægir það eftirspurn inn- antands. IBM System/36 varanleg lausn viðráðanlegl verð Oft eru það fjárhagsleg atriði sem ráða því hvort ráðist er í tölvuvæðingu og hvernig henni reiðir af. Margir halda að stórar og fullkomnar tölvur séu svo dýrar að reynt er að leysa málin með því að kaupa smátölvur sem síðan reynast ófullnægjandi. Það er því ástæða til þess að vekja at- hygli á hversu hagstæð kaup eru í hinni fullkomnu IBM System/36 tölvu. 39.000, - 39.000 krónur á mánuði hlýtur að teljast lág greiðsla fyrir öfluga tölvusamstæðu. Það er reyndar erfitt að nefna verð á tölvum því að samsetningarkostirnir eru nær óteljandi og hugbúnaðarþarfir mjög misjafnar. Að auki bjóðum við mismunandi greiðsluskilmála. Til þess að gefa nokkra vísbendingu um hið hagstæða verð á tölvu- búnaði frá IBM verða hér tekin dæmi um tvær samstæður sem mest hafa selst að undanförnu. Hvor þeirra um sig getur hentað sem byrj- unarsamstæða í fyrirtækjum í hvers konar atvinnurekstri: A) öflug IBM System/36 með 30 MB seguldiski, stafaprentara, tveimur skjám, stjórnhugbúnaði og hjálparforritum. mánaðargreiðsla kr. 39.000 staðgreiðsluverð kr. 987.000 B) Enn öflugri IBM System/36 með 60 MB seguldiski, línu- prentara, fjórum skjám, stjórnhugbúnaði, hjálparforritum og þremur notendakerfum. mánaðargreiðsla kr. 58.000 staðgreiðsluverð kr. 1.510.000 1 mánaðargreiðslum er innifalin full viðhaldsábyrgð á vélbúnaði, þ.e. allir varahlutir og vinna sem þarf til þess að halda tölvubúnaðinum í fullkomnu lagi. Þar er jafnframt gert ráð fyrir 36 mánaða kaupleigu- kjörum á vélbúnaði og kaupum á hugbúnaði. Allar upphæðir eru miðaðar við gengi þann 27.6.’85 og almenn vaxtakjör þann dag. Eins og áður var sagt eru möguleikarnir nánast óþrjótandi; margvís- legur vélbúnaður, hugbúnaður af ýmsu tagi og margs konar greiðslu- kjör. Sölumenn okkar geta áreiðanlega fundið einhverja þá lausn sem hentar þínu fyrirtæki. Auk þess að vera á hagstæðu verði er IBM System/36 varanleg fjárfesting vegna þess að hægt er að stækka hana á ýmsa vegu eftir því sem þörf krefur og nýir kostir bjóðast. Skaftahlíð 24,105 Reykjavik. Sími 91-27700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.