Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐI&.VIDSinPn/MVINNUIÍFFIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1985
Erlendis
Þungur róður í
gámaflutningum
borð og auka þannig flutningsget-
una.
Vegna þessarar hagræðingar
eru gámar nú notaðir við flutninga
á um 75% allrar vöru sem hentar
fyrir gáma. í þróuðum löndum, þar
sem fyrir hendi er sérstakur
búnaður í flestum höfnum til lest-
unar, losunar og flutninga á gám-
um, er þetta hlutfall nærri 90%.
Þótt enn gefist tækifæri til að
auka gámaflutninga, til dæmis í
Kína og á Indlandi, verður frekari
aukning aðallega að koma frá vax-
SKIPAFÉLÖG víða um heim sem
halda uppi siglingum á fostum áætl-
unarleiðum eiga nú vanda í vænd-
um. Þessar áætlunarsiglingar hafa
fram til þessa að mestu sloppið við
þá óvægu samkeppni sem hrjáð hef-
ur bæði útgerðir olíuflutningaskipa
og skipa sem flytja ósekkjaða vöru.
En nú eru tveir hörðustu keppinaut-
arnir, llnited States Lines í Banda-
ríkjunum og Evergreen Line á Tai-
wan, að hefja fasta hnattsiglingar,
sem eiga eftir að valda fjaðrafoki.
Evergreen og US Lines munu
auka flutningagetu á alþjóðasigl-
ingaleiðum um 10%. Bæði félögin
munu einbeita sér að því að það
verði skip keppinautanna — ekki
þeirra eigin — sem bætast við
þann vaxandi flota skipa sem nú
eru verkefnalaus. Bæði hafa félög-
in sannað samkeppnishæfni sína.
Evergreen er stærsta skipafélag
heims í gámaflutningum, US Lines
er í fjórða sæti. Aðalstjórnandi US
Lines er Malcolm McLean, maður-
inn sem gjörbylti vöruflutningum
með skipum þegar hann tók fyrst-
ur upp flutninga í gámum, og Ev-
ergreen hefur verið ógnvaldur í
augum annarra skipafélaga með
miklum undirboðum á farmgjöld-
um í Kyrrahafsflutningum.
Þar sem nokkuð hefur dregið úr
vexti milliríkjaviðskipta var komið
að því að hreinsa þyrfti til á flutn-
ingamarkaðnum. Frá því á sjötta
áratugnum hafa skipafélögin
styrkzt með umskiptum yfir í
gámaflutninga. Með því að pakka
öllu, allt frá stereótækjum yfir í
úrgangspappír, niður í stóra, staðl-
aða gáma, gátu skipafélögin lækk-
að kostnað við lestun og losun og
aukið flutningagetu skipanna. En
nú eru gámaflutningarnir orðnir
alls ráðandi á flutningaleiðunum;
þeir geta ekki lengur aukizt á
kostnað gömlu lausavöruflutn-
inganna.
Það eru ekki aðeins skipafélögin
sjálf sem gjalda aukinnar sam-
keppni á höfunum, heldur einnig
svæðasamtök skipafélaganna, kon-
ferensurnar sem verið hafa eins-
konar einokunarhringir og hafa
haft með höndum skipulag gáma-
flutninganna. Svæðasamtökin
ákveða farmgjöldin og ætlazt er til
að þau reyni að koma í veg fyrir
offramboð á flutningsgetu á þeim
siglingaleiðum, er undir þau heyra.
En völd svæðasamtakanna hafa
farið minnkandi, og margir spá því
að þau verði að engu með tiikomu
þessara fyrirhuguðu hnattsiglinga.
Ljóst er að hvorki Evergreen né
US Lines láta svæðasamtökin
spilla fyrirætlunum sínum. Ev-
ergreen hefur ætíð staðið utan
svæðasamtakanna. Ein tilraun var
gerð til að fá félagið með í samtök-
in, en hún mistókst. Árið 1982 var
Evergreen veitt aukaaðild að
svæðissamtökunum Far Eastern
Freight Conference (FEFC), sem
ræður yfir siglingum milli Evrópu
og Austurlanda fjær. En það fyrir-
komulag fór út um þúfur með
beiskju á báða bóga í fyrrasumar.
Hvað US Lines snertir þá vill fé-
lagið því aðeins gerast félagið í
svæðasamtökum að því sé heimilt
að flytja vörur á lægri farmgjöld-
um en samtökin ákveða.
Harðnandi samkeppni verður
áfall fyrir eigendur gámaflutn-
ingaskipa. í fyrra skiluðu mörg
skipafélögin methagnaði, aðallega
vegna aukinna flutninga til
Bandaríkjanna, sem stöfuðu af
miklum hagvexti þar í landi. Þótt
þessi aukning hafi aðallega komið
þeim skipafélogum til góða sem
annast flutninga á Kyrrahafsleið-
um hafa fá skipafélög heims haft
ástæðu til að kvarta. Gámaflutn-
ingageta í heiminum hefur aukizt
úr 180.000 tuttugu feta gáma ein-
ingum (TEU), en það eru þær ein-
ingar sem skipafélögin miða við, á
árinu 1970, í 2,3 milljónir TEU
samkvæmt áætlun yfirstandandi
árs.
Feitu árin
Á árunum frá 1978 til 1983, þeg-
ar alþjóðaviðskipti jukust að jafn-
aði aðeins um 2% á ári, jukust
gámaflutningar að meðaltaki um
nærri 12% árlega. Þar kom einnig
til að allar verðmætari vörur eru
fluttar í gámum, og sá flutningur
gefur aukinn hagnað. Að magni til
eru um 3,5% allra flutninga með
skipum í gámum, en ef miðað er
við verðmæti er gámaflutningur-
inn 31%.
Eigendur gámaflutningaskipa
geta boðið viðskiptavinum sínum
þægindi og sparnað umfram
venjulega vöruflutninga, og þess
vegna hefur aukningin verið jafn
ör og raun ber vitni. Með flutning-
um í gámum eykst sjálfvirknin,
bæði um borð í skipunum og í
höfnum. Gámana má setja beint á
jarnbrautarlestir eða flutningabíla
án þess að hreyfa við vörunni í
þeim. Gámunum má stafla þétt um
andi milliríkjaviðskiptum. En þar
sem hagvöxtur (sérstaklega í
Bandaríkjunum) hefur hægt á sér,
eru horfurnar ekki góðar. Þessi
minnkandi hraði hagvaxtarins á
helztu mörkuðum skipafélaganna
— tveir þriðju allra gámaflutn-
ingaskipa halda uppi flutningum
til Norður Ameríku og frá — er
samfara mikilli fjölgun nýrra
skipa. Evergreen og US Lines hafa
fengið og eru með í smíðum ný
skip til að annast hnattsiglingarn-
ar. Keppinautar þeirra eiga einnig
skip í smíðum vegna þess að þeir
álitu að framboð á vörum til flutn-
ings héldi áfram að aukast og
vegna þess að ýmsar ríkisstjómir
reyna að halda lifinu í skipasmíða-
stöðvum heima fyrir sem ekki hafa
næg verkefni með því að bjóða
skipafélögunum skip á gjafverði.
Margir þeirra sem ekki eiga ný
skip í smíðum hafa gripið til þess
að breyta skipum sínum þannig að
þau geti flutt fleiri gáma. Tímarit-
ið Containerisation International,
sem fjallar um gámaflutninga, tel-
ur að á árinu 1984 hafi eigendur
gámaflutningaskipa lagt inn pant-
anir á nýsmíði með heildarburð-
armagni er nemi 17% þess flutn-
ingamagns sem þeir áttu fyrir, og
að á yfirstandandi ári muni þeir
panta 10% til viðbótar. Þar sem
það tekur eitt og hálft til tvö ár að
smíða gámaflutningaskip er þess
ekki langt að bíða að þessi nýsmíði
verði komin í gagnið.
Keppinautarnir
Evergreen hefur pantað fleiri
skip en nokkurt annað félag, og
fær þau fyrr. Flutningageta ný-
smíðinnar hjá Evergreen verður
meiri en núverandi flutningageta
bandaríska skipafélagsins Sea-
Land, sem nú er þriðja stærsta
gámaflutningafélag heims, og
nýsmíðin hjá US Lines er litlu
minni.
Samtals munu US Lines og Ev-
ergreen bæta um 10% við flutn-
ingagetu allra skipa heims. En
áhrifin verða mun meiri á þeim
siglingaleiðum sem þau ætla að
þjóna. Áætlað er að þegar bæði fé-
lögin hafa tekið upp fyrirhugaðar
hnattsiglingar sínar á árinu 1986
muni flutningagetan á leiðinni
austur yfir Atlantshafið aukast
um 25%, en á vesturleiðinni um
23%. Á Kyrrahafi verður þá aukn-
ingin 18% á austurleiðinni og 13%
á vesturleiðinni.
US Lines hefur þegar gert ráð-
Af landi á sjó
Malcolm McLean, sem nú er á
áttrsðisaldri, hefur tekið marga
áhættuna á svinni, en enga meiri
en nú. Hnattsiglingarnar sem
skipafélag hans, US Lines, er að
hefja með fjárfestingu upp á einn
milljarð dollara eiga rstur að
rekja til upphafs flutningarekstrar
McLeans árið 1934, þá með einni
vöruflutningabifreið. Árið 1955
seldi McLean bifreiðaflutn-
ingafyrirtski sitt fyrir 6 milljónir
dollara til að stofnsetja nýtt félag,
sem nú er Sea-Land, og varð
stsrsta gámaflutningafélag heims.
McLean fékk hugmyndina um
gámaflutninga á sjó frá reynsl-
unni í vöruflutningum á landi.
Árið 1956 hóf hann fyrstu gám-
flutningana á sjó með því að
breyta olíuflutningaskipi úr síð-
ari heimsstyrjöldinni þannig að
það gæti flutt 58 gáma á dekki.
Umsvif Sea-Land jukust smátt
og smátt og varð Sea-Land
stærsta gámaflutningafyrirtæki
heims. Árið 1969 seldi McLean
tóbaksfyrirtækinu R.J. Reynolds
flutningafélagið og er talið að
hann hafi hagnazt um 500 millj-
ónir dollara á sölunni. Hann hélt
áfram að stjórna rekstri Sea-
Land og átti sæti í stjórn félags-
ins. En vegna ágreinings um
reksturinn lét McLean af störf-
um þar árið 1977 og keypti þá
meirihluta í US Lines, sem átti í
rekstrarerfiðleikum.
Það er til marks um hve Mc-
Lean er mikils metinn að honum
hefur tekizt að fá bandaríska
banka, meðal annarra Bank of
America og Citibank, til að fjár-
magna hnattsiglingarnar — sem
telja verður allvafasamt fyrir-
tæki. Sem stendur er hlutfall
skulda/eigna US Lines metið á
rúmlega fjóra á móti einum, og
kostnaður vegna afborgana og
vaxta rúmlega 200 milljónir doll-
ara á ári. US Lines hefur skuld-
bundið sig til að lækka skulda-
hlutfallið niður í tvo á móti ein-
um fram til ársins 1987. Næstu
tvö árin hafa því úrslitaþýðingu.
Undirstaðan að hnattsigling-
um US Lines er 12 gámaflutn-
ingaskip smíðuð hjá Daewood í
Suður-Kóreu, og kostar hvert
þeirra 46 milljónir dollara, sem
þykir mjög lágt verð. Fimm
skipanna voru afhent á fyrra ári,
hin sjö verða afhent í ár. 20%
kaupverðsins eru staðgreidd,
80% greiðast á næstu tíu árum.
Þetta eru góð kjör. Þau verða
að vera það. US Lines hafa á
brattan að sækja til að áætlan-
irnar standist. Og samkeppnin í
farmgjöldum hefur áhrif á af-
komuna. Á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs varð 7,5 milljón doll-
ara halli á rekstri McLean Ind-
ustries, eiganda US Lines, en á
sama tíma í fyrra 11,5 milljón
dollara hagnaður. Veltan jókst
hinsvegar um 20% á þessu tíma-
bili og varð 259 milljónir dollara.
stafanir til að fjármagna nýsmíð-
ina. Minna er vitað um fjárhag
Evergreen. Félagið var stofnað ár-
ið 1968 til að annast vöruflutninga
á sjó, og það var ekki fyrr en árið
1975 að það tók upp flutninga í
gámum, en síðan hefur það vaxið
með ótrúlegum hraða. Evergreen
er einkafyrirtæki, eins og algengt
er í Suðaustur-Asíu, og eiga
stjórnarformaðurinn og fjölskylda
hans meirihluta í félaginu. Mörg
skipa félagsins eru skráð í Panama
og rekin þaðan. Önnur eru skráð á
Taiwan og rekin í nafni Evergreen
Marine Corporation. Vegna þrýst-
ings yfirvalda á Taiwan verður það
fyrirtæki gert að opnu hlutafélagi
á næsta ári og hlutabréf seld fyrir
sem svarar 130—150 milljónum
dollara. í fyrra nam hagnaður Tai-
wan-félagsins 30,7 milljónum doll-
ara. Þegar Panama-deildin er tek-
in með nam heildarhagnaðurinn á
síðasta ári 64 milljónum dollara og
heildarveltan 780 milljónum doll-
ara.
Talsmenn Evergreen hafa jafn-
an neitað því að hafa fengið opin-
bera styrki til rekstrarins, og ekk-
ert hefur komið fram 'til að
hnekkja þeim staðhæfingum.
Hinsvegar játa talsmennirnir náin
tengsl við Marubeni Corporation í
Japan.
I hnattsiglingum US Lines verð-
ur eingöngu siglt austur yfir höfin.
Ferðirnar hefjast í New York, og
þaðan liggur leiðin um Rotterdam,
Jeddah, Sameinuðu arabísku
furstadæmin, Singapore, Hong
Kong, Taiwan og Japan, og svo um
Panamaskurðinn til Savannah í
Georgíuríki. Siglingar Evergreen
verða bæði austur og vestur yfir
höfin, en skip þess koma ekki við í
höfnum við Persaflóa. Áætlað er
að hringferðirnar taki 80—85
daga.
Talsmenn hnattsiglinganna
segja að þær bjóði upp á meiri
sveigjanleika auk viðkomu á helztu
mörkuðum heims. Skip frá Ever-
green geta nú flutt farm frá Evr-
ópu til Singapore, og jafnframt
verið með farm til Bandaríkjanna.
Áður var það svo að skip sem
komu frá Evrópu urðu að losa í
Singapore og sigla síðan hálftóm
til Japans áður en þau héldu á ný
til Evrópu með viðkomu í Singa-
pore.
Báðar þessar hnattsiglingar
verða komnar í fulla áætlun á
næsta ári með vikulegum ferðum.
US Lines notar til flutninganna 12
ný skip smíðuð hjá Daewoo-skipa-
smíðastöðinni í Suður-Kóreu.
Þetta eru 950 feta (290 metra) skip
með 4.200 TEU-burðargetu, stöðl-
uð fyrir 40 gáma. Evergreen verð-
ur með 24 ný skip, smíðuð í Taiwan
og Japan. Þau eru minni, 2728
TEU, og eiga að flytja venjulega 20
feta gáma.
Nýju skipin sem US Lines verð-
ur með eru stærstu gámaflutn-
ingaskip sem smiðuð hafa verið.
Og stærfi mega þau ekki vera, því
þá kæmust þau ekki um Panama-
skurðinn. Þau eru ferðminni en
gengur og gerist og eyða minna
eldsneyti. En það getur reynzt US
Lines erfitt að nýta sér jafnan að
fullu þessa hagkvæmni í rekstri
nýju skipanna. í flutningum frá
Evrópu til Austurlanda fjær er til
dæmis mikið um þungavöru.
Keppinautarnir halda því fram að
skip US Lines geti af þeim sökum
ekki flutt fleiri gáma en önnur
skip, ef þau eigi að haldast ofan-
sjávar. Flutningar US Lines á
Kyrrahafsleiðum verða „alla leið á
sjó“, félagið flytur vörurnar til
austurstrandar Bandaríkjanna um
Panamaskurðinn. Sumir keppi-
nautanna flytja vörurnar til vest-
urstrandarinnar og þaðan land-
leiðina þvert yfir Bandaríkin.
Stærstur þeirra er Sea-Land, en
það vill svo til að það var McLean
stjórnarformaður US Lines sem
stofnaði það félag, og næststærsti
keppinauturinn er President Lines
í Bandaríkjunum. Þessir flutn-
ingar eru að vísu dýrari en sjó-
flutningar US Lines, en þeir taka
8—14 dögum skemmri tíma.
Afgreiðsluhraðinn
Stundum getur afgreiðsluhrað-