Alþýðublaðið - 29.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.09.1920, Blaðsíða 1
1920 Miðvikudaginn 29. september. 223. töiubl. Hver ábyrgist spariféð í íslandsbanka? Mörgurn verður tíðrætt um það nú, um þessar mundir, hver ábyrg- ist spariféð er almenningur á mni hjá íslandsbanka. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að þegar baaki þessi var stofnaður, var ekki til þess ætlast að hann tæki við sparifé. En þetta breyttist fljótlega. Bank- inn sá sér hagnað að því, að taka við sparifé manna, og þá var svo sem ekki, af hálfu hins opinbera, verið að fást um það, hvort það væri fyllilega tryggilegt að leyfa bankanum þetta, því alt fram að síðasta þingi-hefir bankinn fengið alt sem hann vildi, ýmist þannig, að bankinn hefir fengið lagarétt til nýrra hlunninda, eða þá að bankanum hafa verið veitt réttindi sem enginn lagastafur hefir verið fyrir; hefir bankinn stundum veitt sér þau réttindi sjálfur, en stund* um hafa stjórnarvöldin veitt hon- utn réttindin, og er hvorttveggja jafn ólöglegt, þegar um hlunnindi er að ræða, sem ekki voru leyfð að landslögum. Það er bersýnilegt hverjum ein- um, og sjálfsagt skósveinum ts- landsbanka líka, þó þeir að lík- indum vilji ekki kannast við það, að tryggingar þær, sem íslands- feanki hefir að bjóða, geta alls eigi talist gildar fyrir hvorutveggja, seðlaútgáfu bankans og sparifénu. Bankinn hefir til tryggingar þessu hvorutveggja: Hlutafé sitt 4V2 miljón króna, varasjóð sinn 33/4 milj. kr. og 700 þús. kr. í gulli. Má vel segja að þetta sé brúkleg trygging fyrir öðruhvoru’, en hver vill segja að þetta sé næg trygg- ing fyrir á annan tug miljóna króna, sem bankinn hefir gefið út, '°g auk þess trygging fyrir spari- fénuf Spariféð var, áður en peninga- kreppan byrjaði og menn fóru að tapa trúnni á íslandsbanka og þar af leiðandi að rífa sparifé sitt út úr honum, fimtán miljónir króna, en blaðinu er ekki kunnugt um hvað mikið það er, sem út hefir verið tekið. Margir hafa ætlað að hluthöf- unum bæri að borga, ef spariféð, sem bankanum hefir verið trúað fyrir, færi forgörðum, en sú skoð- ua er röng. Hluthafarnir ábyrgjast ekki neitt fram yfir hlutafé það er þeir eiga í bankanum, og þegar það er tapað, er fulltalinn sá skaði, sem bankinn getur leitt yfir þá, enda vildi enginn vera hluthafi í banka upp á það, að eiga á hættu, ef bankinn færi á höfuðið, eigi aðeins að tapa hlutafénu, sem lagt hefði verið í bankann, heldur oýan & það að missa allar eigur sínar. En það er með íslandsbanka eins og með ýms önnur fyrirtæki sera eru einstakra manna eign, að það eru einstakir menn sem hafa á- batann af rekstri þeirra, en almenn- ingur eða þjóðfélagið í heild sinni ber ábyrgðina. Mörgum mun þykja sennilegt að ef íslandsbanki færi á höfuðið, þá mundi þingið sam- þykkja að landið borgaði spari- fjáreigendum skaða þeirra; slíkt hefir komið fyrir í Danmörku (Bondestandens Sparekasse, sem Alberti tæmdi) og þá er ekki ómögulegt að það gæti komið fyrir á íslandi líka. En það yrði auðvitað algerlega komið undir þingi því sem þá sæti. Halda sumir að allir „heldri“ sparifjár- eigendur mundu hafa bjargað fé sínu í tfma, svo það yrðu ekki annað en smámennin sem ættu fé þar eftir, og mundi þá margur telja fé landssjóðs „sólundað* með því, að borga sparifjáreigendum skaðann. Eldlngavarar. "■ 1 Skemdir þær sem orðið hafa af eldingum hér nærlendis nú í tvö skifti, vekja vafalaust þá spurningu hjá mörgum, hvort ekki muni tími til kominn, að setja hér í bæ upp eldingavara, víðar en nú tfðkast. í bæjum erlendis, þar sem eld- ingar eru tíðari en hér, eru eld- ingavarar á öilum hæztu húsum í bænum. Draga þeir mjög úr þeirri hættu er stafar af eldingum. Enda þótt þrumuveður séu hér tiltölulega sjaldgæf, þá sýna dæm- in að þau geta gert skaða, og eldingamar eru farnar að ganga nær bænum, að því er gamlir menn segja, en þær gerðu áður. Skýra margir þetta þannig, - að því meira sem safnast saman á einn stað af málmum og öðrum efnum, sem draga að sér rafmagn, þvf meiri hætta sé á því, að eld* ingar geri skaða. Erlendis gera eldingar stórskaða áriega, og drepa fjölda manns, einkum á víðavangi, énda eru gerð- ar ýmsar ráðstafanir til að hindra það, að þær geri skaða í bygð. Hér eru að sögn tveir eldingavar- ar, auk símans og loftskeytastöðv- arinnar, en þeir þurfa að verða miktu fleiri. Þegar rafleiðslur eru komnar um allan bæinn, þarf ekki stóra bilun á einangrun þráða, tii þess, að elding geti valdið stór- tjóni. Eldingavara þarf að setja á alla hæztu staði i bænum, t. d. hús Nathans & Olsens, Eimskipafélags- húsið, kirkjurnar, safnahúsin og vfðar. Og þetta þarf að gerast sem fyrst, því það getur varla kostað stórfé, en getur hæglega afstýrt stórtjóni. Skaðinn sem orð- inn er, ætti að gera menn svo hygna, að þetta verði framkvæmt hið bráðasta. Varkár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.