Morgunblaðið - 18.10.1985, Síða 2

Morgunblaðið - 18.10.1985, Síða 2
2 B MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR18. OKTÓBER1985 Útbrunnin stórstimi Síöasla sumar skemmti söngvarinn Scott McKensie á veitinga- staö í Virginia Beach, USA. Þar söng hann og spilaöi fyrir lífsþreytta sjóliða, sem ekki kunnu gott aö meta. Hann mundi sinn fífil fegri. Áriö 1968 seldist plata hans meö laginu „San Francisco“ í átta milljónum eintaka. Þetta lag samdi vinur hans, John Phillips, sem var forkólfur hljóm- sveitarinnar Mamas and Papas. Þeim tókst mætavel aö vera í takt viö tíöarandann. I laginu var fólk hvatt til aö setja blóm í hár sitt, ef þaö ætti leiö um San Francisco. Viö vorum nágrannar í Virginia Beach svo leiöir okkar lágu alloft saman. Scott leigöi herbergiskytru hjá ríkum lögfræðingi, sem átti villu viö ströndina. Þar liföi hann eins og hver annar strandaglópur. Þaö var lítið eftir af glæsibrag stórstjörn- unnar. Andlit hans var bóloirt af lyfjaáti og hann þvertók fyrir aö láta taka mynd af sér. Skær tenórrödd hans haföi hinsvegar lifaö af sukk og saurlifnað. Scott McKensie skaust upp á stjörnuhimininn eftir aö hafa þraukaö í poppbransanum í tíu ár. Velgengnin gekk honum til höfuös og veruleikaskynið brengl- aöist. Hann lagöist í þunglyndi. „Manic Depression" kölluöu lækn- arnir þaö. Dópsalar, geölæknar og eiginkonur nutu góös af himinháum tekjum hans og fyrr en varöi var hvereyriruppurinn. j ellefu ár haföi hann búiö á Meyjarströndinni. Þunglyndi hans lamaöi hann og stöövaöi allt hugs- anaflæöi. Hann mundi ekki einu sinni nöfn fyrrverandi eiginkvenna sinna. Þaöan af síöur gat hann rif jaö upp hippaár sín í Kaliforníu. „Ég var í vímu allan tímann," sagði hann afsakandi. „Allt þetta kjaftæöi um hippa og blómabörn var artalleoa tilbúninour blafta oo kaupahóðna. Hugsjónir hippanna voru álíka harösoönar. Þegar ég er spuröur um afdrif blómabarnanna rekur mig í rogastans. Meðaljóninn er ennþá sá sami hér sem og annars staöar. Blómabörn hafa alltaf veriö furöufiskar í sjó meöalmennskunn- ar. Merkasta framlag þeirra til heimsins var aö skemmta sér og slappa af. Hver veit nema þaö bæti heiminn meira en fjas um stjórn- mál.“ Frægö hefur oröiö fleirum aö fjörtjóni. Afföll skemmtikrafta sjötta áratugarins eru mikil. Lífsstíll þeirra var ekki mjög heilsusamleg- ur. Líkaminn var notaöur sem til- rfliirvsctÁfo #Vfi r ^ÚriltÓn- Hippar branndu gjarnan harskráningarspjöld. Þarna eru þeir hinsvegar aö syngja sitt síöasta sem hippar. Þeir sem spá í stjörnurnar segja aö öld vatnsberans sé aö gangaígarö. Hipparnireöa blómabörnin voru fyrstu full- trúar hinnar nýju aldar. Friður, frelsi, jafnrétti og bræöralag voru einkunn- arorö þeirra. Trú á persónulegan guö varö aö víkja fyrir vísindalegum aöferöum til aö skilja gagn alheimsins. Hippar voru óskabörn týndu kynslóðar- innar sem þurfti aö vinna baki brotnu til aö byggja upp eftir síöari heimsstyrjöld. Mörg- um stoltum foreldrum brá þó í brún, þegar eftirlætisbörnin tóku aö leika lausum hala. Þau ætluöu aö breyta heiminum meö kær- leiksblómum (Flower Power). Blómabörnin vildu ekki selja sál sína til auöhringja. Þess í staö var reynt aö takmarka þarfir sínar viö nauðsynleg lyfjagrös, mat og húsnæöi. Þeir róttækustu fluttu í kommúnur og stunduöu frjálsar ástir, hassreykingar og innhverfa íhugun. Ný viöhorf litu dagsins Ijós. heimsspeki austurlanda komst í tísku og annarlegt hugarástand var daglegt brauö í komm- únum blómabarnanna. Gáfnaljósin lásu Hermann Hesse og William Blake. HarvardprófessorarnirTimothyLeary og Ram Dass birtu niöurstöður vísindalegra tilrauna meö ofskynjunarlyfin LSD og meskalín. Þeir töldu aö lækna mætti Öll mannanna mein meö hugvíkkunarlyfjum. Þar aö auki geröu þeir samanburö á and- legum upplifunum yogaflippara og eitur- lyfjaneytenda. Indverskir yogar vildu meina aö sýru- hausar væru meö uppblásiö egó, en raun- verulegir dýrlingar væru lausir úr viöjum sjálfsins. Vinsælasti gúrú Woodstockkyn- slóðarinnar; Satchidananda spuröi sposk- ur hvort ekki væri líka hægt aö búa til verk- fræöinga og lækna meö ofskynjunarlyfjum. Bítlarnir og önnur poppgoö settust viö fótskör andlegra meistara í Himalayafjöll- um. John Lennon vakti mikinn usla meöal klausturbræöra sinna, er hann ásakaöi sjálfan dýrlinginn um ósæmilega hegöun gagnvart Miu Farrow. Þykir fullvíst aö Maharishinn hafi leitaö á þessa fagurlim- uöu kvikmyndadís, er hún sat í sakleysi sínu í einkasvítu hans. Þaö ríkti gjarnan gagn- kvæmur misskilnigur milli hinna kristilegu kærleiksblóma og hinna austurlensku vitr- inga. Hin gyöinglega kristna trú telur mann- inn bersyndugann í lifanda lífi, meöan aust- rænir dulspekingar benda á leiöir til aö höndla guðdóminn í lifanda lífi. Eiturlyfjaneysla og innhverf íhugun geröi marga hippa óvirka í baráttunni fyrir betri heimi. Los komst á ungt fólk og þaö lagöi gjarnan land undir fót. Vinsælustu hippaný- lendurnar voru á vesturströnd Bandaríkj- anna, í Suöur-Ameríku, Indlandi og í sólar- löndum Evrópu. Þetta líferni kostaöi skild- inginn enda var hippum oft núiö um nasir aö þeir væru ekki sjálfum sér samkvæmir. Þeir vildu vera náttúrubörn en ef einhverjir liföu kóngalífi af aröi iönaöarsamfélaga, þá geröu þeirþað. Hlutverkaskipting kynjanna tók aö riðl- ast og karlmenn vildu sinna uppeldi barna sinna meira en áöur haföi tíökast. Kynlífs- byltingin fólgst m.a. í auknu frumkvæöi kvenna í ástarmálum. Lifað skyldi hátt, hratt og hættulega. íslenskir hippar eru kapituli útaf fyrir sig. Þeir sukkuöu og slörkuöu en flestir héldu sínu striki þegar lífsbaráttan tók viö. Hass- neysla þeirra og subbulegt útlit fór samt fyrir brjóstiö á íslenskum góöborgurum. Eftirfarandi frásagnir fjalla um lífsferil meðvitaös, framsýns fólks, sem einu sinni varkallaöhippar. Texti: GÍSLI ÞÓR GUNNARSSON listin (Acid rock) var dulmál eitur- lyfjaneytenda. Leonard Cohen lét hafa eftir sér íviötali 1966. „Stundum upplifi ég sætleika dauöans.“ Þarna er um aö ræöa beina tilvísun í áhrif ofskynjunar- lyfsins LSD. Sömu efnahvörf eiga sér staö í líkama þess sem droppar sýru og þess sem er að deyja. Eiturlyfjapostular héldu því fram aö ofskynjunarlyf væru ekki vana- bindandi og hliöarverkanir væru minni en lækningaáhrifin. Ein synd býöur annarri heim. Margar poppstjörnur létu sér ekki nægja marihúana, hass og LSD. Hættuleg eiturlyf unnin úr ópíum uröu banabiti margra mætra manna úr poppheiminum. Sumir dóu drottni sínum, en aörir uröu einsog lifandi lík. Gítarleikari Rnllinn Stnne«? Rrian Jones, fannst látinn í sundlaug sinni 1969. Viö krufningu fannst mikiö af valíum, amfetamíni og áfengi í líkama hans. Dánarorsök hans er ekki kunn enn þann dag i dag. Sjálfsvíg, morö eöa asthmakast eru hugsanlegar orsakir. Vitað er aö hann var miður sín eftir aö ástkona hans tók saman viö Keith Richard. Félagar hans í Rolling Stones voru nýbúnir aö senda honum reisu- passann þegar hann skildi viö þennan heim. Dauði Brian Jones markaöi upp- haf holskeflu ótímabærra dauös- falla helstu spámanna hippakyn- slóöarinnar. Jimi Hendrix, Janis Joplin og Jim Morrison komu sér fyrir kattarnef meö hjálp eiturlyfja og áfengis. Söngkona Mamas and Papas, Cass Elliot, dó úr ofáti og lyfja- neyslu í London 1974. Viö krufn- ingu kom í Ijós aö stærðar kjötbiti «?at fp«?tur j koki hennar. Mun þetta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.