Morgunblaðið - 18.10.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. OKTÓBER1985 B 3 Hvað varð • •11 rmn? Maggie Hopp Ijósmyndari. tekin á Bandaríkin. Þar safnaöi Fraser í sarpinn fyrir sögu, sem hann vildi skrifa um samband sitt við Maggie. Þaö haföi þegar reynst ansi stormasamt. Á þessum árum var hægt að skemmta sér á Spáni fyrir litiö fé. Þau höföu vetursetu í tvö ár á eyj- unni Ibiza. Maggie sá um krakkann og vélritaöi handrit Frasers. Þessi skáldsaga hans varö tilefni heiftar- legra deilna milli þeirra, sem áttu eftir aö draga dilk á eftir sér. Hippar sáu Indland í hillingum. Þar var hægt aö lifa kóngalífi fyrir sáralitiö fé. Indverska máltækiö „Gestur er Guö,“ er enn í fullu gildi ilndlandi. Flökkukindurnar Fraser og Maggie tóku stefnuna á Indland eftir dvölina á Ibiza. Þau dvöldu í Asíu þar til uppúr sauð. Fraser og sonur stungu af í reiðikasti vegna einhvers sem Maggie haföi gert. Alþjóölegu góögeröarsamtökin CARE höföu ráöiö Maggie til aö taka myndir af verkefnum þeirra í Asíu. Hún bauö mér í nokkrar jeppaferðir um Suöur og Norður- Indland. Þaö vakti alltaf jafn mikla forundran mína aö sjá hvernig jafn elskuleg manneskja gat ummynd- ast í óþolandi frekjudós um leiö og hafa orðiö hennar banabiti í orösins fyllstu merkingu. Karen Carpenter fór líka fyrir lítiö átta árum síöar. Hún varö hungurmoröa vegna magnaðs megrunarkúrs, sem geröi einungis ráö fyrir þremur prótein- pillumdaglega. Þegar John Lennon var skotinn til bana í New York seint á árinu 1980 má segja aö djarfasti tals- maöur hippakynslóöarinnar hafi legiö í valnum. Lennon varö sjaldan fótaskortur á tungunni, en bein- skeytt þjóðfélagsgagnrýni hans skapaöi honum marga óvini. Ibúar biblíubelta Bandaríkjanna uröu æfir er hann lýsti því yfir að Bítlarnir væru orönir vinsælli en Jesús. Eitt þekktasta lag hans, Imagine, varö einnig blóraböggull fyrir bókstafs- trúarmenn. Þar sér hann fyrir heim byggöan upplýstu fólki, sem trúir hvorki á himnaríki né helvíti. Heim án ofstækismanna sem ana í styrj- aldir til aö verja trúarbrögö eöa þjóðarheiður. Þessi viöhorf fóru eitthvaö fyrir brjóstiö á hinum geggjaöa kristna ofstækismanni Mark Chapman. Hann taldi aö boöskapur Lennons heföi spillt sér og sinni kynslóö. Þessi sjálfskipaöi siöapostuli skaut John Lennon til aö foröa meö- bræörum sínum frá frekari áhrifum þessa hættulega byltingarmanns. Erfitt veröur aö fylla þaö skarö sem John Lennon skildi eftir. Leonard Cohen kom oröum aö viðbrögöum sínum viö dauða Lennons á sinn sérstaka hátt. Hann sagöi, „síöan hvenær byrjuöu þeir aö skjóta fugla?" Hans heilagleiki Maharis- hi Mahesh var ekki alveg búinn aö hlaupa af sér hornín. Félagi kona Hún var gamall hippi á ferö um Indland til endurupplifa góöar minningar frá heims- hornaflakki fyrri ára. Ég var hálfþrítugur íslendingur meö blátt bóhemablóö í æöum. Viö hitt- umst fyrst í borösal Guðspekifé- lagsinsíAdyar, Indlandi. „Þú ert alveg eins og maður sem égbjómeöíáttaár." „Hverskonar maöur var það?“ „Var eöa er. Fraser hefur ekkert breyst. Nú býr hann í London meö nítján ára tískusýningardömu. Hann kveöst hafa æviráöningu sem jólasveinn.“ „Ég er líka hálfgeröur jóla- sveinn." „Þú ert þó ekki steingeit líka?“ „ Jú, var Fraser steingeit?“ „Hvaö annað? Annars heföi hann ekki getað veriö eins og hann var.“ Maggie Hopp er bandarískur Ijósmyndari frá New York. Faöir hennar er uppfinningasamur fjár- glæframaður. Ööru hvoru vissi hann ekki aura sinna tal, en þaö kom fyrir aö allt fjármagn gekk honumúrgreipum. Sem barn og unglingur dvaldi hún í sumarbúöum sem Pete Seeg- er veitti forstööu. Þessi frægi þjóð- lagasöngvari var settur út í kuldann hjá bandarískum útvarps- og út- gáfufyrirtækjum, vegna pólitískra viðhorfa sinna. Hann taldi vænleg- ast til árangurs aö hafa áhrif á ómótaöa unglinga. Börn sjá ekkert athugavert viö andstööu gegn mengun, kjarnorkuvopnavæöingu og samúö meö málstaö þeirra sem minna mega sín. Einungis efnaöir foreldrr.r komu börnum sínum í sumardvöl hjá Pete Seeger. Áhrif hans á bandarískt þjóölíf eru ómæld. Óskabörn hans voru þeir ríku róttæklingar, sem seinna voru kallaöirhippar. Bandarísk ungmenni líta gjarnan á háskóla sem leikvöll. Þegar Maggie haföi aldur til aö hefja há- skólanám valdi hún dýran einka- skóla, sem sérhæföi sig í skemmt- unum fyrir hálffullorðiö fólk. Þar lék hún sér i nokkur ár án þess aö Ijúka nokkrum prófum. Á þeim árum geröi sálfræöideild háskólans til- raunir meö ofskynjunarlyfin meska- lín, LSD og hass. Nemendur píndu ofan í sig pillur til aö framkalla annan veruleika en þann sem venjulegt hugarástand bauö uppá. Maggie tók þátt í þessum tilraunum af lífi og sál. Hún flutti til New York aö námi loknu og hélt áfram leit sinni aö lífshamingju. Fjölskylda hennar hélt aö hún ætlaði aö vinna sig upp í fasteigna- bransanum í New York. Hún fékk góöa stööu i gegnum sambönd og peningarnir byrjuöu aö streyma inn. Skjótt skipast veöur i lofti. Kvöld eitt var hún dregin á dansleik, sem haldinn var af lærisveinum Arm- enska dulspekingsins Gurdjieff. Þar dönsuöu konur og karlar lista- vel viö hljóöfall hrífandi tónlistar, sem minnti Maggie á uppruna sinn. Hún er af gyöingaættum, þrátt fyrir nafnabreytingar uppá ameríska visu. Stjórnandi danshópsins var skoskur rithöfundur og lands- hornaflakkari, sem nefndi sig Fras- er. Hann negldi Maggie á stundinni meö rólegum talanda og undarlegri kímnigáfu. Hann var á leiöinni til Suöur-Ameríku með ungan son sinn, sem barnsmóöir hans nennti ekki aö sinna. Maggie slóst í förina og titlaði sig barnfóstru og einkarit- ara. Þau dvöldu lengst af í litlu þorpi í Columbia. Þar kynntust þau meöal annars rithöfundinum Gabriel Garcia Marquez, sem reyndist þeim ómetanleg hjálparhella. Eftir tvö ár í Suður- og Miö-Ameríku var stefnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.