Morgunblaðið - 18.10.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. OKTÓBER1985
B 5
/ 965. Næstu fimm árin vann hann sem sjómaður á íslenzkum
skipum en hélt síðan aftur til Danmerkur og dvaldi þar í tvö
ár. Hann hefur búið í Reykjavíkfrá árinu 1975.
Hann hélt fyrstu málverkasýningu sína árið 1970, en síðan
hefur hann alls haldið 17 einkasýningar auk þess tekið þátt
ífjölmörgum samsýningum víða í Evrópu. Fyrir skemmstu
voru verk eftir hann til sýnis á biennalnum 1985 í San Paulo
í Brasilíu.
MYNDIR/SIGURGEIR SIGURJÓNSSON.
Við opnun sýningarinnar, frá vinstri: Achim Moeller, eigandi salarins,
hjónin Þórdís og Gunnar og Shirley Tsmple.
Edward F. Fry listfræöingur og Gunnar örn.
Skoðaðu ferðatilboð Faranda
um jól og áramót:
Sikiley
21. desember, 2 vikur.
Flogið er til Lundúna og gist þar í eina nótt.
Sami háttur hafður á í bakaleiðinni. Á Sikiley
er búið á 1. flokks hóteli í La torre Mandela.
Þetta er yndislegt Iítið sjávarþorp skammt frá
Palermo. Við mælum sérstaklega með þess-
um ferðum fyrir þá sem vilja njóta sólar og
fagurrar náttúru. Ekki má heldur gleyma því
að á Sikiley eru ómetanlegar fomminjar frá
tímum Fomgrikkja og Rómverja, sumar þær
best varðveittu í Evrópu. Boðið er upp á
skoðunarferðir, og íslenskur fararstjóri verður
með í ferðinni.
Filippseyjar
27. desember, 1 mánuður.
Þetta er f 5. sinn sem Farandi fer til
Filippseyja. Ferðin stendur yfir í mánuð, og
á heimleiðinni er 5 daga dvöl f Hong Kong
innifalin. Á Filippseyjum er dvalið í Cebu,
Zamboanga, Baguio, Bauane og í Manilla.
Gist er í 1. flokks hótelum allan tímann.
íslenskur fararstjóri verður með í ferðinni.
FERÐIR FYRIR ÞÁ SEM VILJA REYNA EITTHVAÐ NÝTT!
Warandí
Vesturgötu 5. simi 17445
íslenskir hippar meö
skrattann á hælunum
aö var um tvennskonar
hippa aö ræöa á is-
landi. Helgarhippa og
hreinræktaða hippa.
Þeir fyrrnefndu snobbuöu niöur á
viö og klæddu sig tötralega. Hug-
sjónir hreinræktaöra hippa festu
helst rætur meöal listamanna og
annarra sem ekki þurftu aö vinna
frá 9 til 5. Tveir fyrrverandi hippar,
sem ekki vildu láta nafns sín getiö,
féllust á aö ræöa um hippaár sín.
Fyrri viömælandi minn var kona
á besta aldri. Hún var vel til höfö,
enda frammákona í íslenskum
stjórnmálum. Líf hennar haföi ver-
iö mjög vðburöaríkt. Strax eftir
stúdentspróf lenti hún í feröalög-
um. Leiö hennar lá um nýlendur
hippanna á Spáni.
„Það var mjög sérstakt and-
rúmsloft i Barcelona þegar ég kom
þangaö fyrst. Spánn var ekki í
NATO, svo þeir veittu mörgum am-
erískum liöhlaupum hæli í landinu.
Kanarnir settu mikinn svip á borg-
ina meö gítarspili og mótmæla-
söngvum. Ég bjó meö bandarísk-
um hermanni, sem haföi m.a. dval-
iö í tvö ár í Viet Nam. Þetta var
mjög lærdómsríkt fyrir mig. Stríös-
fréttir höföu aldrei haldið fyrir mér
vöku, en Bob sá til þess aö mér
varö ekki svefnsamt meöan hann
hlustaöi á fréttaflutning banda-
rískra útvarpsstööva aö næturlagi.
Víet Nam striðið vakti mikinn
viöbjóö minn, enda var ég mjög
meövituö um skaöleg áhrif þess á
alla sem áttu hlut aö máli. Bob var
elskulegur drengur, en mjög
taugatrekktur. Fjölskylda hans i
Suöur-Karólínu afneitaöi honum er
hann geröist liðhlaupi. Hann hélt
slíku dauö'ahaldi í mig, aö ég gat
aldrei um frjálst höfuö strokiö. Ég
varö aö passa hann eins og barn,
þegar hann var undir áhrifum.
Hann átti þaö til aö berja á næsta
manni til aö fá útrás fyrir inni-
byrgöa reiði sína.
Ég vann sem gengilbeina á búllu
í Barcelona í tvö ár. Framkoma
innfæddra breyttist mikið gagnvart
öllum þessum síöhæröu aöskota-
dýrum, eftir því sem á leiö. Viö
höföum lagt árar í bát á unga aldri
og líf okkar gekk útá frjálsar ástir
og hassreykingar. Tónlist skipti
okkur líka miklu máli. Doors og
Love voru í miklu uppáhaldi.
Spánverjar þráöu hinsvegar
munaöinn og lifsþægindin, sem viö
höföum skiliö eftir heima. Bob var
handtekinn fyrir ólæti á almanna-
færi. Lögreglan fann hass í fórum
hans, svo hann var kominn í alvar-
lega klipu. Bandaríski sendiherr-
ann skarst í leikinn og hann sá til
þess aö Bob var sendur til Banda-
ríkjanna með fyrstu flugvél. Þar
beið hans þungur dómur fyrir liö-
hlaup og ólöglega fíkniefnaneyslu.
Þaö var þungu fargi af mér létt.
Ég haföi lokið hlutverki minu sem
sálusorgari fyrir mann, sem hvorki
fann sig meðal hippa né her-
manna.
Ég hélt heim á leiö og byrjaöi aö
koma undir mig fótunum. Næsta
skref var aö ná sér i háskólapróf.
Eftir útskrift frá féiagsvísindadeild
starfaöi ég sem kennari og blaöa-
maöur.
Tímanna tákn.
Viöhorf blómakynslóöarinnar
mótuöu persónuleika minn. Ég hef
látiö til mín taka í friöarhreyfing-
unni og tel tómt bull aö ekki sé
hægt aö leysa ágreiningsefni
þjóöa án þess aö gripa til blóös-
úthellinga. Mistök margra hippa
voru þau aö missa nokkur ár úr
ævi sinni vegna hassreykinga og
rugls. Þaö er kominn tími til aö láta
hugsjónir okkar veröa aö veru-
leika."
Hinn hippann hitti ég á einu
ölduhúsi borgarinnar þar sem
hann sat aö tafli. Skákin var sett í
biö og hann sagöi mér frá eftir-
minnilégri reynslu sinni í hippaborg
noröurlanda, Kristjaníu.
„Ég var sjóari á einu aflahæsta
skipi flotans. Viö sigldum gjarnan
meö aflann til Þýskalands. í einni
af þessum siglingum vildi svo
slysalega til aö ég varö stranda-
glópur í Færeyjum. Einhver inn-
fædd blómarós vildi endilega leyfa
mér aö njóta eölislægrar gestrisni
sinnar. Aöur en mér tókst aö slíta
mig úr örmum hennar haföi kallinn
lagt úr höfn. Hann skildi eftir þau
skilaboö, aö ég gæti náö bátnum i
Hamborg, ef mór væri annt um
plássiö mitt.
Fáum klukkutímum síöar lenti
flugvél í Kaupmannahöfn meö mig
innanborös. Ég haföi allavega
tveggja sólarhringa forskot á skip-
iö, svo ég byrjaöi aö mæla götur
Kaupmannahafnar i leit aö íslend-
i.igum. Eftir heilsdags ráf um Strik-
iö settist ég inn á Café Rosa til aö
orna mér. Eftir einn og hálfan bjór
gaf svartklæddur dópsali sig á tal
viö mig. Hann seldi mér LSD-töflu
og óskaði mér góös gengis. Ég
haföi aldrei prófaö þennan and-
skota áöur. Mér leiö ósköp nota-
lega fyrst í staö. Uppúr miönætti
tek ég stefnuna á Kristjaníu. Þar
þekkti ég nokkra islendinga og ég
hugöist beiöast gistingar. Sýran
var byrjuö aö hafa áhrif á líöan
mina og ég var kominn á svif.
Þaö var allt dimmt og drunga-
legt í Kristjaníu. Jafnvel rotturnar
leituöu skjóls undan rigningunni.
Einhver djöfuls hávaói barst frá
einum kumbaldanum. Eg gekk á
hljóöió og lenti inná all skuggalegri