Morgunblaðið - 18.10.1985, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. OKTÓBER1985
TÍZKUSÝNING
í NEW YORK
Eva Vilhelmsdóttir, Systa Thorberg
og María Lovía Ragnarsdóttir.
Blér leóurjakki og leóurpils, svartur leóurtoppur. Blár leðurhattur,
skreyttur gæru. hönnuour eva vilhelmsdóttir
búltu. Þar böröu einhver negragrey
bumbur meö miklum tilþrifum. Á
dansgólfinu hreyföust einhverjar
beinagrindur í takt viö hjartslátt
andskotans. Ég settist vió barinn
og lét lítiö á mér bera. Allt í einu
víkur sér aö mér hengilmænuleg
beinasleggja, meö kinnfiskasogiö
andlit.
„Ég er skrattinn sjálfur," hvíslar
hann og hlær holum hlátri. Mér
rann kalt vatn milli skinns og hör-
unds. Hann togar mig út á mitt
dansgólf og allir litlu púkarnir
dönsuðu í kringum okkur. Ein-
hvernveginn fannst mér aö þetta
hlyti aö vera dómsdagur og djöfull-
inn væri á höttunum eftir sál minni.
Ég lagöi á flótta. Úti var rigning og
nepja, en mér fannst allt betra en
eldar vítis. Eftir langa mæöu hitti
ég fyrir íslenskan kunningja. Ég
segi farir mínar ekki sléttar af
viöskiptum mínum viö skrattann
og púka hans. Hann reyndi aö
eyöa þessu tali. Mér var komiö í
bóliö eftir baö og bjór.
Um kvöldiö fórum viö á hljóm-
leika meö Ravi Shankar. Þaö haföi
róandi áhrif á mig aö hlýöa á sítar-
leik hans, þar til ég sé hver situr
beint fyrir framan hann. Þar eru
skrattinn og fylgdarliö hans mætt
til leiks. Ég hnippi í kunningja minn
og spyr hvort hann sjái þaö sama.
Hann litur hvumsa á mig og segir:
„Þú meinar götuleikhúsiö."
Þetta var þá bara leikaraskapur
eftir allt saman. Þessi leikhópur
var þekktur í Kaupmannahöfn
vegna uppátækja sinna. Þau fóru
gjarnan inn í stórmarkaöi og tóku
vörur úr hillum. Síöan strunsuöu
þau út meö miklum tilburöum án
þess aö borga. Gróðasjónarmiöiö
stjórnaöi ekki gerðum þeirra, því
þau gáfu næsta manni afrakstur
erfiöis síns. Lögreglan í Kaup-
mannahöfn stóö ráöþrota gagn-
vart þessum skrattakollum."
A ERLENDRI GRUND
Fyrir skömmu var tveimur íslenskum hönn-
uöum, Evu Vilhelmsdóttur og Maríu Lovísu
Ragnarsdóttur, boöið aö sýna framleiðslu
sína á tískusýningu í New York. Að sýning-
unni stóð félagsskapur er nefnist „American
Scandinavian Society“ og fór sýningin fram
í „Tavern on the Green“, að viðstöddum
fjölda gesta. Aðrir er þarna sýndu voru t.d.
danska fyrirtækiö A.C. Bang og frá Finnlandi
Designers' Collection of Furs. Eva Vilhelms-
dóttir lauk prófi frá „Skolen for brugskunst"
í Kaupmannahöfn 1972. Hún starfaði um sjö
ára skeið sem hönnuður fyrir Álafoss,
hún hefur einnig stundað kennslu en rekur
nú verslunina og verkstæðið Skryddu,
Bergstaðastræti 1, Rvk. María Lovísa Ragn-
arsdóttir lauk námi frá „Margrethe-skolen“ í
Kaupmannahöfn 1979. Hún vann við hönnun
á ullarvörum þar til hún setti á stofn eigið
fyrirtæki, saumstofuna og verslunina Marí-
urnar, Klapparstíg 30, Rvk. Við fengum feg-
urðardrottningu Noröurlanda, Sif Sigfús-
dóttur, til að bregða sér í nokkrar flíkur til
þess að lesendur Morgunblaösins fengju
nasasjón af fatnaðinum er hinir íslensku
hönnuðir sýndu í Bandaríkjunum.
TEXTLHJR
MYNDIR: ÁRNI SÆBERG
Samkvæmiskjóll
úr
(löskugrænu tafti,
skreyttur meö
gulllitu efni.
Jakki úr sama efni.
HÖNNUDUR
MARlA LOVlSA RAGN-
ARSCÖTTIR