Morgunblaðið - 18.10.1985, Side 12

Morgunblaðið - 18.10.1985, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. OKTÓBER1985 12 B manns. Eins og nærri má geta eru það æriö misjafnir tónleikar sem haldnir eru aö loknum nokkurra daga ætingum. Verkin eru mismun- andi erfiö og stjórnendurnir ólíkir. Ekki eru allir jafnlagnir viö aö ná fram því besta í hverj- um manni. Sumir þessara tónleika voru þó beinlínis frábærir svo áheyrendum fannst þeir ekki samir eftir. Ber þar helst aö nefna flutning Lúkasarpassíu eftir Pólverjann Pend- erecki sem er einn af frægustu nútímakórtón- skáldum. Margir kórar á mótinu héldu svokallaöan „ Petit concert". Oröiö þýðir smátónleikar, en þessir tónleikar eru mun smærri í sniðum en stórtónleikar eða „Grandes concerts" sem mótsstjórnin bióur kóra sérstaklega aö halda. Auk Hamrahlíöarkórsins héldu 5 kórar af þeim 145 sem þátt tóku í mótinu stórtónleika. Ástæöan fyrir því aö okkur hlotnaöist þessi upphefö eru fyrst og fremst verölaunin sem kórinn hlaut í alþjóölegu kórakeppninni „Let the people sing“ á síóasta ári. Intermezzo Kvöldin eru Ijúf í þessari frönsku borg þar sem rauðvín og ostar eru hversdagsmatur. Það er hlýtt fram eftir kvöldum og viö ráfum um borgina. Rónar og ýmsir útigangsmenn eru líklegastir til aö taka okkur tali. Þótt fólkiö sé hlýlegt eru fæstir gefnir fyrir aö blanda geöi viö útlendinga aö fyrra bragöi. Gegnum miðbæinn gamla kvíslast Rín. Hún myndar fjölda síkja í miöborginni og á bökkum þeirra standa stór og mikilúðleg tré. Krónurnar slúta yfir vatniö og sumar eru lýstar upp. A grænmálaöri krá er maöur aö spila á pianó. Hann spilar og spilar og píanóiö er notalega falskt. Svo dregur einhver fram saxófón. Eigendurnir virðast hafa gleymt lokunartímanum. Eintyrnda kirkjan setur sterkan svip á borg- ina. Snemma á elleftu öld var byrjaó aó byggja hana en hún var ekki komin í núverandi horf fyrr en um miöja fimmtándu öld. Þó er smíö- inni ekki lokió og lýkur sennilega aldrei, því af tveimur turnum sem áttu aö prýóa kirkjuna hefur aðeins annar veriö byggöur. Turninn er 142 metra hár og gnæfir yfir borgina. Á miööldum var byggt þétt umhverf- is kirkjuna en hún stendur á einskonar eyju sem myndast þar sem áin rennur í tvær höfuð- kvíslar. Þessi eyja er i dag hjarta borgarinnar. Byggóin þar er svo þétt og göturnar svo þröngar að líkist helst völundarhúsi. Sá sem fer þar um ókunnugur gæti ekki veriö viss um aó komast nokkurn tíma út aftur ef ekki væri kirkjuturninn sem sést hvaöanæva. Á annars auöu torgi sitja tveir menn og drekka úr rauóvínsflösku. Þeir tala saman á óskiljanlegu máli. Arabísku. Þaó er mikió af Aröbum i borginni. Sérstaklega er þaö áber- „Það vantar titfinningu (þetta." André Charlet reynir aö gera hópnum skiljan- legt hvernig eigi að syngja Te Deum eftir Berlioz. andi við háskólann. Þar er allt veggjakrot meira og minna á arabísku. En þeir geta líka talaö frönsku þessir tveir. Þeir segja okkur aö þeir séu atvinnulausir. Svo blóta þeir kröft- uglega og bjóða okkur að súpa á flöskunni. Þetta eru skemmtilegir menn. Nokkrir strákanna úr kórnum hafa kynnst stelpum úr öörum kór. Þeir hafa líka komlst aö því hvar þær halda til. Þeir afráóa því aö fara og syngja söng fyrir utan gluggann þeirra. Þeir finna staöinn og hefja sönginn sem aldrei hefur hljómaö betur en einmitt núna. Svo opnast gluggi og strákarnir veröa heldur en ekki glaöir, þangaó til kemur i Ijós aö áheyrendurnir eru ekki þessar föngulegu stúlkur, frá sér numdar af hrifningu, heldur ungverskir strigabassar sem skipa þeim aö hætta þessu gauli undir eins eöa hafa verra afella. Þegar fer aö veröa áliðiö röltir fólk aö heimavistarskólanum þar sem viö búum. Fyrir utan húsiö er stór garður og þar er hægt aö sitja í kvöldkyrrðinni þangaó til tími er kominn til aö fara inn í hús og undir feld. Menningarleg uppbygging Europa Cantat er latína og þýöir Evrópa syngur. Þetta nafn á að segja nokkuð um til- ganginn með mótshaldinu og markmiöin sem menn setja sér. Hugsunin er sú að sameina Evrópu i menmngarlegum skilningi, í okkar tilfelli meö tónlist. Það eru ekki einasta þessi mót sem sýna þennan viija eöa þessa stefnu í verki. Til eru samtök sem heita Evrópusam- band æskukóra. Hlutverk þeirra er samofiö mótshaldinu en um leiö miklu fjölbreyttara. i gegnum samtökin eru skipulagðar tónlistar- hátíöir víöa um Evrópu á hverju ári þannig aö kórar og einstaklingar geti hist og sungiö hver fyrir annan eöa saman ef svo ber undir. Fyrsta EC-mótiö var haldió í Passau í Þýskalandi áriö 1961. Europa Cantat hefur síöan veriö haldiö á þriggja ára fresti svo mótiö í Strassborg var það níunda í röðinni. Næsta mót veröur haldiö í Ungverjalandi 1988. Hamrahlíóarkórinn hefur þrisvar áöur tekió þátt í Europa Cantat. I fyrsta skipti sem gestur en eftir það sem fullgildur aóili aö Evrópusambandi æskukóra. Annar íslenskur kór var á mótinu í Strassborg, Kór Kársnes- skólans í Kópavogi. „Þaö er tómt mál aó tala um efnahagsupp- byggingu í Evrópu ef menningarlega hliðin er Fyrir mótiö var tekin saman söngbók með lögum fré nokkr- um þeirra landa sem áttu ffull- trúa é mótinu. Á hverjum degi eftir að mótsstörfum var lokiö settust þétttakendur mótsins inn í aðaltónleikahöllina og lærðu eitt til tvö þessara laga. Hér sést Hamrahlíöarkórinn kenna mótsgestum Vísur Vatnsenda-Rósu, sem nú eru líklega orðnar víðþekktar, því allir mótsgestirnir taka söng- bók þessa með sér heim, og lík- lega margir kórar sem æfa bet- ur einhver þeirra laga sem þar eru. Á sviöinu sést líka grískur kór, sem kenndi fólkinu lag fra sínum heimaslóðum. „Te Deum laudamus, te domin- um confitemur." Hérna sést hluti af samkórnum okkar é einni af síðustu æfingum í Hall Rhenus. vanrækt," segir einhverstaöar í stefnuskrá samtakanna. Þau vilja líka leggja sitt af mörk- um til þess aö svo fari ekki og er þaö líklega aðalmarkmið samtakanna. Þaö hljómar kannski eins og hver önnur klisja aö segja Europa Cantat vera innlegg í einhverja óskilgreinda friöarbaráttu. Þó er þaö varla svo fráleitt þegar betur er aö gáð. Þaó hefur mikil áhrif á hvern einstakling aö taka þátt í starfi sem þessu. Menn eru reynsl- unni ríkari. Mótiö snýst allt um tónlist, mest kórsöng. Þaö krefst nokkurs sjálfsaga aö syngja meö öðrum, finna þennan eina sam- hljóm og því erf iðara er það sem fólkið er ólík- ara. Þarna kynnist maóur allra þjóóa kvikind- um, ekki bara Evrópubúum heldur Japönum Haustverk í garðinum Til aó komast aö því, hvaö helst þarf aö gera í garð- inum þegar hausta tek- ur, var leitaó til einnar þeirra kvenna hér í borg, „sem ræktar sinn garö“ meö miklum ágætum, Sigríöur Hjartar lyfjafræö- ings og varaformanns Garöyrkjufé- lagsins. Það var liöin hálf önnur vika af októbermánuöi þegar Ijósmyndari og blaöamaöur knúöu dyra aó Langageröi 19, þar sem Sigriöur býr ásamt fjölskyldu sinni. Hún var einmitt aö safna fræjum fjölærra plantna í garöinum, þegar okkur bar aö garöi, fræin eru síöan lögð inn hjá Garöyrkjufélaginu, í sameiginlegan sjóð, ef svo má aö oröi komast. En með fréttablaöi þeirra félagsmanna; Garöurinn, er síðan sendur pöntunarlisti fyrir fræ, vor- og haustlauka. í vor er leið bauóst félagsmönnum nær 800 teg- undir af fræi, mest af því úr einka- görðum en nokkuó fengiö erlendis frá. Eftir skoöunarferö um garöinn hennar Sigríðar er óhætt aö segja aö þar hlýtur aö vera búsældarlegt um aö litast seinni hluta sumars og í byrjun hausts. Úti er ræktað alls- konar grænmeti svo sem gulrætur, blómkál, sprotakál, rósakál, laukar t.d. hjálmlaukur, blaölaukur og gras- laukur, belgbaunir og kartöflur. Enn er blómkál og laukur í beðum en annað hefur veriö tekið upp og geng- iö frá til geymslu til vetrarins. Sömu sögu er aö segja af rabarbara og rifs- berjum. I gróöurhúsi eru ræktaöir tómatar, agúrkur, vínber og fl., upp- skeran af agúrkum er nú uppurin en tómatar eru þar enn og verða vænt- anlega eitthvaö frameftir. Garöurinn viö Langageröi 19 er ekki gamall, hann hefur veriö geröur á síöustu 5—10 árum. Viö þeirri spurningu, hvað þurfi helst aö gera í garðinum á haustin Harðgeröar rótir í garðinum við Langagerði 19, sem eiga að standa af sér vetrarveöur óstudd- ar. Hansarós nær og meyjarrós fjær é myndinni. Rósir í garöinum við Langageröi 19, utan um þær verður sett „indfénatjald" síðar. Eins og sjé mé eru enn blóm é rósinni lengst til haagri. segir Sigríöur: „Undirbúningur er nú allur seinna en ella sakir góörar tíóar, gróöur er ekki farinn aó fölna nema aö hluta til og því vart tímabært aö hefja hin heföbundnu hauststörf. En til þeirra teljast ýmis verk, svo sem að setja nióur haustlauka, safna fræi til eigin nota og eins fyrir aöra og því erhægt aðsinnanú. Ýmsum plöntum er æskilegt aö skýla yfir veturinn, ástæóurnar fyrir því geta veriö mismunandi, þ.e. vörn gegn sólskini, vindi, regni eöa frosti. Ung barrtré þola illa sólskin í þurrafrosti og næöingi eins og svo oft er á útmánuöum, þá veröur oft svo mikil útgufun aö barrið sviönar, veröur brúnt. Misjafnt er hvaö sett er til hlíföar barrtrjám algeng eru hin svokölluðu „indíánatjöld“ þ.e. grind úr þrem-fjórum spýtum og strigi utan um. Ýmsir smíöa líka sérstakar Sigríöur tekur upp pott með þykkblöóungi, sem hún setur í sólreit yfir vetrarménuðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.